Fréttir - Eyjafréttir - 14.11.1996, Side 9
Fimmtudagur 14. nóvember 1996 Fréttir
Hann lætur dæluna ganga
/
„Eg er kóngur í ríki mínu. Það er
enginn sem skiptir sér af mér, ef
nóg er af vatni þá er allt í lagi” segir
Gunnar Marmundsson vélvirki,
starfsmaður Bæjarveitna
Vestmannaeyja. Hann annast allt
viðhald á vatnsleiðslunni til
Vestmannaeyja, þeim hluta sem
liggur á fastalandinu. Vinnustaður
hans nær yfir 21,5 kílómetra, frá
Syðstu-Mörk í norðri niður í
flæðarmál á Landeyjarsandi.
Gunnar á Hlíðarenda reið um héruð
til foma, þau sömu og eru vinnusvæði
nafna hans Marmundssonar frá Hvols-
velli. Reiðskjóti þess síðarnefnda er
hins vegar jeppi enda er hætta á að
lítið yrði úr verki ef hann færi um á
hesti eins og hinn fomi kappi. Gunnar
minnir á ýmsan hátt á hraustmenni
íslendingasagnanna þótt ekki stökkvi
hann hæð sína í öllum herklæðum.
Hann vílar ekki fyrir sér að vippa 120
kflóa römm þegar svo býður við.
Viðhald vatnsleiðslunnar krefst
mikillar verkkunnáttu, þolinmæði og
ósérhlífni. Gunnar býr yfir þessu öllu
og segja má að hann sé sannkallaður
„alltmúligmann”.
í starfi hans
felast allar við-
gerðir á leiðsl-
unni bæði ofan og
neðan jarðar á
21,5 kflómetra
kafla. í hans verka-
hring er einnig að
sjá um að nægu
vatni sé dælt út í
Eyjar. Því stjómar
Gunnar í dælustöð er
liggur syðst á
Landeyjasandi. Þar eru
stórar, kraftmiklar og
hávaðasamar vélar sem
þarfnast reglulegs við-
halds og eftirlits og þá
þarf kunnáttu á sviði
rafvirkjunar.
I lausu lofti
Gunnar hefur ákveðna
skoðun á þeirri ráðstöfun að
reisa dælustöðina þar sem
hún er því svartur sandur
umlykur hana á alla
Þetta var ódýrasti kosturinn os
því varð hann ofan
Sandurinn hefur með tímanui
safnast fyrir dyrnar sem
ætlaðar sem aðalinngangur í
stöðina. Gunnar leysti það mál með
því að reisa stiga upp á aðra hæð sem
er ekki ætlaður lofthræddu fólki.
Gunnar hefur einnig komið að vinnu-
jeppanum sínum að lokinni vinnu í
lausu lofti því fokið hafði undan öllum
fjómm hjólunum. Hann reynir að
forðast þetta með því að leggja bflnum
alltaf í skjóli frá sandfokinu. Stundum
kemst Gunnar ekki í burtu og þá hefur
hann lítið herbergi sem í er beddi,
útvarp og sjónvarp, til að halla sér í.
Dælustöðin er steinsteypt en þolir
samt illa ágang sandsins. Til að spoma
gegn áganginum þarf Gunnar að
klæða austurgaflinn á ftmm ára fresti.
Draugagangur
á sandinum
Gunnar segir að fyrstu 15-20 árin
hafi honum liðið vel í starfi en hin
síðari ár hefur þetta
starfi og þá helst þegar hann fer að
kvöldi til niður í dælustöðina. Þá
eykur svartur sandurinn á myrkrið og
hrollvekjandi hljóð berast frá sand-
auðninni. Þegar hann er einn á ferð,
fjarri mannabyggð, magnast þessi
hljóð og vekja með honum óhug.
Á ferðum sínum í dælustöðina
hefur hann einnig lent í annars konar
vandræðum. I einni ferðinni fór hann
niður um ís á jeppanum þannig að
vatnið náði upp undir bíl-
breyst. Hann
finnur miklu meira til þeirrar
ábyrgðar sem á honum hvflir því hann
er sá eini sem sinnir þessu starfi.
Vatnsleiðslan er sú eina sinna tegund-
ar á íslandi og því getur hann ekki
leitað til neinna annarra um stuðning
og aðstoð við að leysa þau vandamál
sem upp koma í starfinu. Að halda
dælunum gangandi stendur því og
fellur með honum. Gunnar viðurkenn-
ir að stundum verði hann einmana í
stjórasætið. Gunnar brást
við þessu með fullkomnu æðruleysi,
gekk heim á bæ, náði þar í traktor og
dró jeppann upp úr ísnum.
Fallegasta málverkið
Allsérstakt málverk er í dælu0-
stöðinni sem Gunnari þykir fjarska-
lega vænt um. Það er fallegasta
málverk sem hann hefur augum litið.
Á suðurhlið stöðvarinnar er hleri sem
hann opnar með miklu stolti og við
blasa Vestmannaeyjar í allri sinni
dýrð. Kostir málverksins eru miklir
vegna síbreytileika þess. Gunnari
finnst málverkið hvað fallegast þegar
sólin er hvað lægst á lofti í desember
og svo virðist sem hún liggi í
eyjunum, milli Heimakletts og
Eldfells.
Vinnutíminn hjá Gunnari er langur
„frá I. janúar til 31. desember ár
hvert”. Þegar eitthvað bilar
í leiðslunni fer sjálfvirkt
símboðakerfi í gang. Eina
leiðin til að stöðva þessar
hringingar er að fara
niður í dælustöðina.
Engu máli skiptir hvort
um er að ræða jól,
páska, dag eða nótt, sól
eða stórhríð, starfið
kallar og hann getur
ekki skotið sér undan
að sinna því. Hann
segist reyndar hafa
leyft sér að taka frí í
mánaðartíma á
stundum og þá
hefur sonur hans
leyst hann af.
Starfið hefur líka
orðið að litlu fjöl-
skyldufyrirtæki.
Þegar stór bilun
varð á leiðs-
lunni árið 1988
var það fjöl-
skyldan sem
kom honum
til hjálpar,
kona, dóttir
og sonur. Sá
eini sem
ekki var úr fjöl-
skyldunni var gröfumaðurinn.
Það er ekki hægt að skilja við
þennan sérstaka mann án þess að
forvitnast um föðurnafn hans,
Marmundur. Það er þannig til komið
að þegar amma hans gekk með
föðurinn missti hún bæði bróður sinn
Guðmund og systur sína Margréti.
Gamla konan setti þessi tvö nöfn
saman og úr varð Marmundur. Enginn
annar íslendingur hefur borið þetta
nafn.
Jóhanna Magnúsdóttir
Minning
látinna
haldin í
Landa-
kirkju
Miðvikudagskvöldið næsta,
þann 20. nóvember, kl. 20.20,
niun fara frarn látlaus athöfn í
Landakirkju sem við nefnum
núnningu látinna.
Við það tækifæri eru nöfn allra
þeiiTa, sem látist hafa á liðnu ári,
lesin upp við altari kirkjunnar. Svo
gefst syrgjendunt kostur á að
ganga fram og kveikja á keiti, í
bæn fyrir ástvini sínum. Sálmur
verður sunginn og blessun flutt.
Að lokinni athöfninni gefst
syrgjendum kostur á að ganga yfir
í safnaðarheimilið þar sem
Sjálfshjálparhópur um Sorg býður
upp á stutt erindi og umræður um
sorgina.
Er þetta í þriðja sinn sent
Minning látinna er gerð með
þessum hætti og hefur það orðið
mörgum syrgjendum til blessunar.
Viljum við benda fólki á, sem
misst hefur ástvin fyrir meira en áiri
eða hafi útför farið fram annars
staðar, að vilji þau láta nefna nöfn
ástvina sinna við athöfnina, tökum
við prestarnir fúslega við slíkum
beiðnum.
Bjarni Karlsson og
Jóna Hrönn Bolladóttir