Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 14.11.1996, Page 13

Fréttir - Eyjafréttir - 14.11.1996, Page 13
Fimmtudagur 14. nóvember 1996 Fréttir Skipurít KH ÍBV KH IBV er óheimilt að veðsetja mannvirkin eða hluta þeirra, enda um eign Vestmannaeyjabæjar að ræða. KH. ÍBV eru heimil afnot af mann- virkjunum til tekjuöflunar, í svipuðum mæli og verið hefur, svo sem skemmtanir, sýningar og þess háttar. Öllum mannvirkjum skal vel við haldið og þess kappkostað að mannvirkin séu ætíð vel þrifin og tilbúin til notkunar fyrir þá starfsemi sem urn getur í 8. grein, vegna afnota er íþrótta - og æskulýðsráð Vest- ntannaeyjabæjar ákveður. í samræmi við ákvæði þessa samnings. Vísað er sérstaklega í þær kröfur sem gerðar eru til skólahúsnæðis. Samningur þessi gerir ráð fyrir að í greiðslum Vestmannaeyjabæjar sé kostnaður vegna venjubundins við- halds á mannvirkjunum innifalinn. Ef framkvæma þarf umfangsmikla viðhaldsþætti á mannvirkjunum, skal Vestmannaeyjabær sjá um þær framkvæmdir sem og að greiða kostnað sem af verkinu hlýst. Breytingar á mannvirkjunum eru óheimilar nema nteð samþykki bæjaryfirvalda. KH ÍBV skal sjá um alla vinnu við mannvirkin, hvort heldur um er að ræða daglegan rekstur, eða að gera mannvirkin notkunarhæf vegna þeiira uppákoma sem fram fara í mannvirkjunum. Allt starfsfólk sem til þarf vegna notkunar og reksturs mannvirkjanna, skal alfarið starfa á vegum KH ÍBV og á kostnað þess. KH IBV er ábyrgt fyrir skemmdum eða tjóni sem gestir þess eða starfslið kunna að valda á búnaði eða mannvirkjum og skuldbindur sig til að bæta slíkar skemmdir eða tjón að fullu. Vestmannaeyjabær ber ekki ábyrgð á tjóni eða meiðslum sem gestir eða starfslið KH ÍBV kunna að valda sjálfum sér eða öðrum. íþrótta- og æskulýðsráð Vest mnnaeyjabæjar ráðstafar tfmum í íþróttasal bæjarins við Hásteinsvöll. fyrir kennslu annars vegar og hins vegar til íþróttaæfinga til Héraðs- sambandsins ÍBV. Sú úthlutun verður með sama hætti og við úthlutun á tímum í íþróttamiðstöð vegna íþrótta- æfinga félaganna. Utan þeirra tíma sem Iþrótta - og æskulýðsráð úthlutar. er KH ÍBV heimilt að ráðstafa tímum í umræddu mannvirki sbr. grein þessa, svo fremi sem afnotin séu innan þeirra marka sem KH ÍBV eru sett í samningi þessum. Tekjur sem skapast af ráðstöfun Iþrótta - og æskulýðsráðs samkvæmt þessari grein, til skóla í Vestmannaeyjum og aðildarfélaga ÍBV, skulu vera eign bæjarins. Tekjur sem skapast af ráðstöfun KH. ÍBV samkvæmt þessari grein skulu vera eign félagsins og hið sama gildir um auglýsingatekjur í umræddum íþróttasal, sem og öðrum mann- virkjum sem samningur þessi tekur til. Allar auglýsingar skulu vera í sam- ræmi við lög og reglur þar að lúlandi, hverju sinni. KH ÍBV skal hafa fullt samráð við tómstunda- og íþróttafulltrúa við úthlutun og ákvörðun um afnot félaga og annarra aðila af mannvirkjunum.“ Stjórnstöðin í Þórsheimilinu Sérstakur kafli er um hvaða hlutverki félagsheimilin eiga að gegna. Helsta atriðið er að Þórsheimilið verður stjómstöð nýja félagsins. Þórsheimili: a) Stjórnsýsla KH ÍBV verður í Þórsheimilinu. Þá verður einnig gert ráð fyrir aðstöðu fyrir íþróttabandalag Vestmannaeyja, sem verður til húsa í Þórsheimilinu til frambúðar. Aðilar em sammála um að ekki verði farið út í breytingar í Þórsheimili, vegna breyttrar starfsemi, fyrr en samkomulag liggur fyrir um í hverju breytingarnar felast og hvaða kostnaður fylgi þeim breytingum. bjNúverandi aðstaða íÞórsheimili svo sem búningsklefar, böð og íþróttasalur taka ekki breytingum hvað notkun snertir, enda gert ráð fyrir þeim hlutum hússins, meðal annars í tengslum við æfingar, og ekki síst við keppnir á íþróttavelli. Týsheimili: a)Aðstaða fyrir KH ÍBV verður einnig í Týsheimilinu. þar sem gera má ráð fyrir að starfsemi félagsins, það er innra klúbbs starf, fari fram. Vestmannaeyjabær getur óskað eftir afnotum af Týsheimilinu, umfram það sem getið er um í 8. grein, við sérstök tækifæri og án endurgjalds, enda stangist það ekki á við starfsemi félagsins og afnotanna óskað með eðlilegum fyrirvara. Endurgjaldslaus afnot miðast við að mannvirkin séu tilbúin til eðlilegrar notkunar í samræmi við samning þennan. Leiði afnotin, vegna sérstakra tækifæra, til kostnaðar fyrir félagið, skal semja sérstaklega um greiðslu til félagsins, fyrir framlag þess við að gera mannvirkin notkunarhæf. Samningur þessi breytir engu um hlutverk mannvirkjanna í neyðaráætlun vegna þjóðhátíðar, né annarra neyðaráætlana á vegum Almannavama. I nóvember 1997 skulu fulltníar aðila samnings þessa, meta sameiginlega, framkvæmd og áhrif samningsins á starfsemi mannvirkjanna og leggja fram tillögur um framhald þess samstarfs sem samningurinn felur í sér. Mál sem kunna að rísa út af samningi þessum skulu rekin fyrir Héraðsdómi Suðurlands í Vesmannaeyjum. Samninganefnd Týs og Þórs hefur gert uppkast af skipuriti fyrir nýja félagið. Félagið verður aðili að Héraðssambandinu ÍBV eins og önnur fþróttafélög í bænum. Og ársþing ÍBV er æðsta vald í málum íþróttahreyf- ingarinnar eins og verið hefur. Eins og nafnið bendir til, Kjiatt- spymu- og handknattleiksfélag ÍBV, verða handbolti og knattspyma innan vébanda félagsins. Áður voru ein- ingamar fjórar og jafnvel sex, Týr og Þór sem sáu um rekstur yngri flokkanna og handknattleiksráð kvenna og karla og knattspymuráð karla sem höfðu með höndum rekstur meistaraflokkanna. Reyndar voru handknattleiksráðin og kvennaknatt- spyman komin inn hjá félögunum, samkvæmt samningi frá síðasta ári. I nýja félaginu heyrir fram- kvæmdastjóri undir stjómina og er tengiliður hennar við knattspymu- og handknattleiksdeild. Deildirnar ráða sér framkvæmdastjóra sem sér bæði um karla- og kvennadeildirnar frá meistaraflokkum og niður úr. Ekki er enn ljóst hvort þetta skipu- lag verður samþykkt. En það mun verða meðal atriða sem nefndinni, sem ætlað er að koma félaginu á koppinn, verður að taka á. Grfmur Gfslason skrifar: Grímsæviniýri III? -Vegna smekklausra og ófaglegra vinnubragða Fréfta og svars ÞOGU við leitinni að Pollýönnu í síðasta tölublaði Frétta birtist grein eftir mig undirritaðan undir fyrir- sögninni I leit að Pollýönnu. I greininni fjallaði ég um málefni Herjólfs. umtjöllun um slippferð skipsins í fjölmiðlum. umtjöllun Frétta um baknag og neikvæðni og tengdi það sfðan nokkrum greinum sem ég vitnaði í. I sama tölublaði Frétta, á sömu opnu og grein mín var, birtist síðan svar Þorsteins Gunnarssonar, fréttastjóra Frétta, við grein minni. Grein mín átti að birtast í Fréttum viku fyrr en raunin varð og hafði ég skilað henni inn á tilsettum tíma. Þar sem greinin var löng og erfitt að koma henni fyrir í blaðinu þá varð það að samkomulagi milli mín og ritstjóra Frétta að greinin biði birtingar í eina viku. Ég átti ekki von á að sú vika yrði notuð til að semja svargrein við henni. Sú málsmeðferð Frétta að birta svar frá starfsmanni blaðsins um leið og grein mín birtist tel ég vera bæði ósmekk- lega, ófaglega og siðlausa og ekki samræmast viðtekinni venju í þessu efni hjá tjölmiðlum, sem ætlast til að hafa traust og vera teknir alvarlega. Samkvæmt upplýsingum sem ég hef aflað mér hjá þrautreyndum íjöl- miðlamönnum tíðkast það ekki að blaðamenn svari greinum í blöðum þeim sem þeir vinna á um leið og viðkomandi greinar birtast þó gagnrýni á þá komi fram í greinunum. Aftur á móti gera ritstjórar stundum stuttar athugasemdir við greinar sem birtast í blöðum þeirra, telji þeir ástæðu til að verja skrif blaðsins til dæmis ef blaðamenn eru sakaðir um rangfærslur í skrifum sínum. Svar ÞOGU til mín í Fréttum hrakti ekki efnislega neitt af því sem ég setti fram f grein minni heldur var aðallega um að ræða persónulegt ergelsi í minn garð. Sú ákvörðun Frétta að birta svargrein ÞOGU með grein minni segir mest um fagmennsku. gæði og ábyrgð blaðsins og spurningar vakna um hæfni þeirra sem blaðinu stýra til að valda verki sínu. Fagmaðurinn ÞOGU í svargrein ÞOGU við skrifum mínum, sem hann nefnir Grímsævintýri II, svarar hann á nær engan hátt efnislega skrifum mínum, heldur velur þá leið að reyna að skrifa með hæðni og draga sjálfan sig fram sem píslarvott sem ég er að beija á af persónulegri vonsku f hans garð. Það að ÞOGU skilji ekki samhengið í grein minni, gamaflækjunni eða kokteilnum eins og hann kallar skrifin, verður að vera hans vandamál. Sem betur fer hafa nijög margir bæjarbúar skilið skrif mín enda lield ég að ég hafi aldrei áður fengið jafn mikil og jákvæð viðbrögð við nokkru sem ég hef skrifað og margt hefur nú flotið úr penna mínum gegnum tíðina. ÞOGU segir að í kjallaraskrifum sínum í Degi Tímanum hafi hann verið að sýna landsmönnum fram á hversu nauðsynlegur Herjólfiir væri Eyjamönnum.Var það til að sýna fram á mikilvægi skipsins að segja í kjallaranum í Degi Tímanum: Að af og til undanfarin fjögur ár hafí þjóðvegurinn milli iands og Eyja rofnað, Eyjanienn hafi ekki komist með vörur og bíla á miili og í einstaka tilfellum hafl komið bráðabirgðalausn í staðinn? Að Herjólfur sé í skoðun (ekki viðgerð) í Noregi á versta tíma vegna mikilla flutninga? Að Herjólfur sé skemmtiferðaskip einu sinni á ári fyrir 50 hræður svo hægt sé að nota barinn á efri hæðinni? Að varpa frani spurningunni um af hverju Herjólfur hafi farið til Noregs en ekki til Akureyrar og svara henni með því að segja að Noregur hafi verið valinn vegna þess að fullt af fólki færi með til að komast í þriggja vikna sumarfn'? Ég get ekki séð hvaða samhengi er milli þessara skrifa og þess að sýna fram á mikilvægi Herjólfs fyrir Eyjamenn enda er verið að setja fram rangfærslur sem hafa ekkert með mikilvægi Heijólfs sem samgöngu- tækis að gera. Auðvitað verður hver að dærna um það fyrir sig hvað honum finnst um þessi skrif ÞOGU. ÞOGU segist ekki skilja hvaða hvatir liggi að baki því hjá mér að tengja skrifin um Herjólf umtjöllun hans, sem fagmanns í blaðamennsku, um baknag sem birtist í Fréttum fyrir skömmu og segir að það sé svo alvarlegur hlutur að ekki eigi að hafa það í flimtingum. Ég get ekki séð að ég hafi liaft þessi mál í flimtingum í grein minni, heldur dró ég fram staðreyndir, og vitnaði í nokkrar af greinum ÞOGU. Ef hann, fagmað- urinn í blaðamennsku, sér ekki samhengið milli neikvæðrar umræðu og þeirra skrifa sem ég vitnaði í get ég ekki hjálpað honum enda ekki sprenglærður í fjölmiðlun eins og ÞOGU. Það álit ÞOGU að skrif mín séu af pólitískum toga get ég bara alls ekki skilið. Hvar var minnst á pólitík í skrifunum og á hvem hátt er hægt að tengja þau pólitík? Ég held að það hafi þurft að lesa greinina með mjög pólitískum gleraugum til að fá þá niðurstöðu sem ÞOGU fékk í þeim efnum enda hefur fólk úr öllu pólitíska litrófinu frá vinstri til hægri rætt við mig, þakkað mér fyrir greinina og sagt þetta orð í tfma töluð. Hver var að rif ja upp fortíðina? Sú niðurstaða ÞOGU að skrif mín séu sprottin af einhveiju hatri í hans garð vegna greinar sem hann skrifaði í Fréttir fyrir 6 árum, og sagði mér til syndanna svo eftir var tekið, eins og hann orðaði það sjálfur finnst mér hálf bamaleg. Ég held að ég sé frekar „stuttrækinn” maður, en það orð notar ágætur félagi minn um þá sem ekki erfa lengi það sem gert er á þeirra hlut, og grein ÞOGU fyrir 6 ámm man ég alls ekki eftir. Jafnvel ekki nú þó að ég hafi mikið reynt að ritja hana upp. Það er ekki minn stfil að leggja þannig hluti á minnið enda þyrfti ég að hafa svo mikið af slíkum skrifum og orðum í minninu að ég myndi trúlega ekki hugsa um mikið annað ef ég ætlaði að velta mér upp úr slíkum smámunum. ÞOGU telur að svar mitt til fimmtudagspistlahöfundar Frétta, sé líka sprottið af einhverri reiði f hans garð vegna greinar sem hann reit til mín í Fréttum fyrir mörgum árum. Þessi skoðun finnst mér líka all spaugileg þar sem ég er „stuttrækinn”, enda var ég á engan hátt að veitast að greinarhöfundinum, einungis að skýra út hluti sem hann velti upp og tók meira að segja undir skoðanir lians að hluta til. „Fortíðin knýr alltaf dyra hjá þér. Til þess að vinna þig út úr fortíðinni verður þú að geta fyrirgeflð,” segir ÞOGU í grein sinn og vitnar í góða bók, eins og hann orðar það. Einhver hefði kallað þetta skot í fótinn því ég get ekki betur séð en að hann sé að rifja upp einhver orð sem ég lét falla í hans garð fyrir mörgum árum og viðbrögð hans við því. Þessu hafði ég öllu löngu gleymt en ÞOGU man þetta greinilega allvel enn. Mér sýnist því fortíðin knýja dyra hjá honum fremur en mér. en hver verður að dæma um fyrir sig hvað honum finnst um það. Að öðru leyti tel ég ekki ástæðu til að fjalla frekar um „Grímsævintýri II”, sem ÞOGU skrifaði. Mér finnst skrif hans dæma sig sjálf og ef til vill hefði verið hollt fyrir hann að notfæra sér ekki aðstöðu sína og svara mér í sama blaði og grein mín birtist, heldur láta það bíða til næsta blaðs eins og aðrir, sem þurfa að svara einhverju sem f Fréttum birtist, þurfa að gera. Það hefði verið fagmannlegra en sú leið sem hann valdi til svaranna. Vonandi lærir hann af þessum mistökum sínum þannig að ég megi ekki eiga von á sjá Grímsævintýri III við hlið þessarar greinaríFréttum. Jafnvel sprenglærðir „fagmenn” í ljölmiðlun geta gert niistök og mér er ákaflega ljúft að fyrirgefa þau bara ef þeir geta viðurkennt þau fyrir sjálfum sér og lært af þeim til frambúðar. Gríniur Gíslason Höfimdur er stjórnar- fonnaður Herjólfs hf.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.