Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 14.11.1996, Síða 18

Fréttir - Eyjafréttir - 14.11.1996, Síða 18
LANDAKIRKJA Fimmtudagur 14. nóvember 11.00 Kyrrðarstund á Hraunbúðum 17.00 TTT fundur fyrir 10-12 ára. Sunnudagur 17. nóvember 11.00 Sunnudagaskólinn. 14.00 Almenn Guðsþjónusta. - Bamasamvera meðan á predikun og altarisgöngu stendur. - Messukaffi og „kirkjudjús" á eftir 15.15 Almenn Guðsþjónusta á Hraunbúðum 20.30 KFUM&K Landakirkju - Unglingafundur Mánudagur 18. nóvember 20.00 Kvenfélag Landakirkju heldur saumafund. 20.30 UHF fundar í KFUM & K húsinu. Fyrir 15-20 ára. Þriðjudagur 19. nóvember 16.00 Fermingartímar. Bamaskóli. 17.00 Kirkjuprakkarar. Fundur fyrir 7-9 ára. 20.00 Fullorðinsfræðslan í KFUM&K húsinu Miðvikudagur 20. nóvember 10.00 Mömmumorgunn. 12.10 Kyrrðarstund í hádegi. Einfalt, fljótlegt og innihaldsríkt! 16.00 Fermingartímar. Hamarsskóli. 20.00 KFUM & K húsið opið unglingum. 20.30 Minning látinna - Á hljóðri bænastund em nöfn þeirra nefnd sem látist hafa og verið jarðsungnir frá Landakirkju síðastliðið ár. Einnig taka prestar fúslega við nöfnum þeirra sem látist hafa fyrr, sé þess óskað. Að lokinni athöfninni er heitt á könn- unni í safnaðarheimili þar sem Sjálfshjálparhópur um Sorg býður upp á stutt erindi og umræður um sorgina (sjá fréttatilkynningu). Hvítasunnukirkjan Fimmtudagur 20.30 Biblíulestur. Um handleiðslu Guðs! Föstudagur 17.30 Krakkaklúbburinn. Öllböm velkomin, 3-8 ára. 20.30 Samkoma fyrir ungt fólk. Laugardagur kl. 20.30 Bænasamkoma. Ræða: Mike Bellamy. Sunnudagur 15.00 Vakningarsamkoma! Ræðumaður Mike Bellamy frá Keflavíkurflugvelli. Samskot til trúboðsins. Fjölbreyttur söngur og lifandi orð. Allir hjartanlega velkomnir. Aðventkirkjan Laugardagur 16. nóvember 10.00 Biblíulestur. 11.00 Guðsþjónusta. Steinþór Þórðarson talar. Allir velkomnir. Fréttir Fimmtudagur 14. nóvember 1996 Islandsmótið í vaxtarrækt á sunnudaginn • Tveir Eyjamenn þátttakendur - Smári Harðarson og Ragnar Ragnarsson mæta vel undirbúnir til leiks Lærisveinninn og meistarinn mæta saman til leiks! Islandsmótið í vaxtarrækt fer fram í Loftkast- alanum nk. sunnudagskvöld. Vest- mannaeyingar eiga þar tvo fulltrúa, Smára Harðarson og Ragnar Ragnarsson. Þegar blaðamaður ræddi við þá í Hressó á þriðju- daginn var lokaundirbúningurinn á fullum krafti. Þeir hafa verið að skera niður alla fitu í líkamanum til þess að stæltir vöðvarnir fái að njóta sín sem best þegar út á sviðið er komið. Og þeir eru hrikalegir piltarnir í orðsins fyllstu merkingu, vöðvastæltir og vel skornir. Smári er að taka þátt í íslandsmót- inu í vaxtarrækt í annað sinn. Frum- raun hans var í fyrra. Þá keppti Smári í þyngsta flokknum, 90 kg. plús, og lenti í fjórða sæti. Að margra mati þótti Smári besti nýliði keppninnar. „Ég tel mig koma mun betur undirbúinn til leiks að þessu sinni. Ég er fituminni og meðvitaðri um hvað ég er að gera. Eg hef haft betri stjóm á mataræðinu. I fyrra hafði ég ekki nógu góða stjórn á vatninu í líkam- anum, hélt því ekki nægilega vel í vöðvunum. Vatnið fór meira í húðina. Ég hef lært af þessum mistökum," segir Smári. Hann býst við því að frekar fáir keppendur verði í hans flokki að þessu sinni. Og markmiðið? „Að komast á verðlaunapall. Ég vil ekki gefa út neinar yfirlýsingar að öðru leyti.“ í vaxtarrækt fara keppendur að skera sig niður, eins og það er kallað, að ganga á fituforðann í líkamanum, tólf vikum fyrir mót. Smári og Ragnar byrjuðu eftir þjóðhátíð að skera sig niður og hefur gengið mjög vel. Sérstaklega hefur Ragnari gengið vel. Fituprósent hans var um þjóðhátíð í kringum 20 prósent eða eins og hjá meðal manni. Þegar Ragnar var mældur sl. laugardag var hann kominn niður í 6 prósent. Smári hefur einnig náð að skera sig vel niður og enn betur en í fyrra. Núna er hann í um fjórum prósentum á móti sex í fyrra. Smári hefur æft líkamsrækt, eða pumpað lóð eins og hann kemst að orði, á fjórða ár. Árangur hans er því mjög eftirtektarverður en reyndar hafði hann mjög góðan grunn. Hann æfði sund í mörg ár, hljóp mikið og var í þreki auk þess „að vera þrekinn að eðlisfari" eins og hann komst sjálf- ur að orði. Hann æfir fjórum til fimm sinnum í viku og hugsar vel um sig, borðar holla og góða fæðu, sefur nóg og hvílist vel á milli. Sigur að vera með Ragnar hefur æft líkamsrækt í tvö ár en hafði lítið komið nálægt lyftingum eða slíku fram að því. Hann æfir fjórum til fimm sinnum í viku. Hann segist hafa tekið ákvörðun á vaxtarræktarmótinu í fyrra þegar hann fór að fylgjast með Smára, að reyna að taka þátt í mótinu í ár. Ragnar tekur þátt í þyngdarflokknum -80 kg og segist í raun og veru ekki hafa hugmynd um hvemig hann stendur. ,Það er sigur fyrir mig að fá bara að vera með og öðlast dýrmæta reynslu. Það hefur verið gaman að taka þátt í þessu og alveg þess virði. Ég hef verið undir handleiðslu Smára og hann hefur miðlað mér af reynslu sinni,“ segir Ragnar. Smári segir að það hafi verið mjög Smári Harðarson, 31 árs. Keppir í þyngdarflokknum +90 kg. Fituprósenta: 4%. Upphandleggsvöðvi: 50 sm. gaman að hafa Ragnar með sér í þessu. „Strákurinn er búinn að standa sig rosalega vel. Honum hefur gengið ævintýralega vel að skera sig niður og hefur grennt sig vel. Ég reyni að miðla öllu sem ég get og við styðjum við bakið á hvor öðrum.“ Stór hluti af því að undirbúa sig fyrir íslandsmót í vaxtarrækt er að æfa svokallaðar pósur. Smári segir að pósur felist í því að ná því besta fram í vöðvunum sem þeir hafa. Smári heldur að líklega sé efri hluti líkamans sterkasti hluti hans. Þeir félagar æfa ákveðin „dansspor" eða „rútínu" sem þeir sýna svo á keppniskvöldinu. Dansspor Smára vöktu mikla athygli á mótinu í fyrra og hefur hann einnig lagt mikla vinnu í þau að þessu sinni. Vaxtarrækt er frekar öfgakennd íþrótt og þeir félagar vildu svo sann- arlega að fleiri tækju þátt í henni. En mestu máli skipti að fleiri Vestmanna- eyingar hugsuðu betur um heilsuna sína. En eftir stranga megrun í nokkrar vikur eru þeir félagar þegar farnir að hlakka til að geta borðað eitthvað sætt eftir keppnina á sunnudaginn. Smári segir að krakkarnir í sunddeild ÍBV sem hann þjálfar, hafi gefið honum sleikjó um daginn sem á að vera það fyrsta sem hann borðar eftir keppnina. Og Ragnar getur varla beðið eftir að komast í súkkulaði og almennilegan „mömmumat"! Smári vildi koma á framfæri kæru þakklæti til Pizza 67 en staðurinn hefur séð honum fyrir fæði undan- farna þrjá mánuði. Félagarnir vildu þakka Hressó fyrir frábæran stuðning og svo hefði þetta ekki hafst nema að borða tisk frá 200 mílum. Og Ragnar vildi koma á framfæri sérstöku þakklæti til foreldra sinna fyrir stuðninginn. - ÞoGu Ragnar Þór Ragnarsson, 24 ára Keppnir I þyngdarflokknum -80 kg.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.