Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 14.11.1996, Blaðsíða 19

Fréttir - Eyjafréttir - 14.11.1996, Blaðsíða 19
19 Fimmtudagur 14. nóvember 1996 ÍÞRÓTTIR 1. deild kala í handbolta • IBV hefur komið mest allra liða á óvart í vetur Verða að læn að ben n’rðingu fyrir ölltm andsfæðingum - segir Þorbergur Aðalsteinsson þjálfari og bendir á að stutt sé í botnslaginn ÍBV hefur koniið allra liða mest á óvart í 1. deild karla í vetur. IBV er í 3. sæti með 10 stig, eða jafn mörg stig og KA. Afturelding er í efsta sæti með 14 stig. IBV hefur aldrei byrjað jafn vel á Islandsmóti í 1. deild, hvorki fyrr né síðar. Kemur þar til góður undirbúningur liðsins að þessu sinni. Næsti leikur IBV í 1. deild er nk. miðvikudag, á útivelli gegn Haukum. Þorbergur Aðalsteinsson, þjálfari IBV, er ánægður með leik liðsins fram að þessu ef undan er skilinn bikar- leikurinn sl. sunnudag. „Mér líst vel á leikinn gegn Haukum og tel að við eigum helmings möguleika á að vinna. Okkur gekk illa gegn Haukuni sl. vetur en unnum þá í Opna-Reykjavíkurmótinu í haust. Þetta er mjög mikilvægur leikur því ef okkur tekst að sigra náum við fjögurra stiga forskoti á þá,“ segir Þorbergur. Hann er ánægður með gang mála það sem af er vetri. Liðið er í toppslag I. deildar. En hvemig gengur að halda þessum ungu strákum við efnið þegar þeir eru orðnir meðal bestu handbolta- manna landsins? „Það gengur þokkalega. En það þýðir jafnframt að þegar við förum í svona leiki eins og gegn HK í bik- amum þar sem við erum fyrirfram álitnir sigurvegarar, á ekki að láta skjóta sig svona niður á jörðina með þessum hætti. Strákamir verða að læra það að þeir verða að taka hvem and- stæðing fyrir sig og bera virðingu fyrir honum. Ekki má gleyma þvf að deildin er jöfn og stutt í kúkinn í þessu. Ef þeir tapa 2 til 3 leikjum í röð eru þeir komnir í fallbaráttu," segir Þorbergur. Þnr leikir eru eftir fram að áramót- um. í fyrra náði ÍBV samtals í 7 stig fram að áramótum en hefur nú 10. Mikið er um hlé í mótinu vegna lands- leikja sem reynir verulega á þolrifin. Hvemig skyldi ganga að kljást við það? „Þessi endalausu hlé sem hafa verið í haust geta verið þreytandi. Vissulega er kúnst að fara í gegnum þetta. Mér finnst við hafa fundið ágætis flöt á því. Við keyrum á forminum fyrri hlutann í hléinu og seinni hlutinn fer meira í taktík og að hugsa um andstæðinginn. Það eru þrír erfiðir leikir fram að áramótum, gegn Haukum og HK úti og KA heima. Mér finnst gott að fá fjögur stig út úr þessum leikjum. Þessir þrír mikilvægu leikir em vissu- lega prófsteinn á liðið, hvort það á heima þar sem liðið er nú í deildinni. Þetta er verulega spennandi og skemmtilegt. Vonandi verður Arnar Davíð Hallgrímsson lætu vaða á markið. Mynd: Ingi Tómas. búinn að ná sér fyrir Haukaleikinn. Verði hann ekki með kentur það niður á breiddinni en vissulega kemur maður í manns stað,“ sagði Þorbergur. - ÞoGu Bikarkeppni karla • IBV úr leik B lú kerfl hamll boJ Ifa- bikarævintýri Ekki tókst handboltaliði ÍBV að fylgja eftir bikarævintýri knattspyrnuliðs IBV frá því í sumar. IBV tapaði fyrir HK á úti- velli á laugardaginn, 23-24. Fyrirfram hafði verið búist við öruggum sigri IBV miðað við stöðu liðanna í 1. deild. En ÍBV, án Arnars Péturssonar, náði sér aldrei á strik og ömurlega lélegur leikur Iiðsins varð því einfaldlega að falli. „Það var eitt atriði sem kom á óvart hjá andstæðingunum. Þess vegna var djöfullegt að tapa þessu. Með smá skynsemi hefðum við getað unnið þrátt fyrir að spila illa. Auðvitað söknuðum við Amars, hann er kjöl- festa út af fyrir sig. En HK er sýnd veiði en ekki gefin og Hlynur varði vel hjá þeim í markinu,“ sagði Þorbergur Aðalsteinsson, þjálfari ÍBV við Fréttir. Náðist ekki upp bikarstemmning fyrir leikinn? „Við vorum búnir að ræða þessa hluti fram og til baka hvað þyrfti til að vinna. Með smá heppni er hægt að ná langt í bikarkeppni. En það tókst ekki að rífa liðið upp að þessu sinni.“ Leikurinn var jafn og spennandi framan af en ekki tókst IBV að klára leikinn að þessu sinni. Svavar og Belanyi áttu góða spretti en annars náði liðið í heild sinni sér engan veginn á strik. Belanyi var markahæs- tur með 7 mörk og Svavar skoraði 5. 1. deild kvenna • IBV tapaði fyrir norðan Eyjastelpur náðu sér ekki á strík ÍBV stelpur töpuðu fyrir ÍBA fyrir norðan á laugardaginn, 23-22. Þetta var fjórða tap IBV stelpna í röð. Akureyrarstúlkur höfðu ekki unnið leik fyrir þessa viðureign í íslandsmóti í heilt ár og því var ansi sárt fyrir Eyjastelpur að verða fyrsta liðið til að tapa fyrir ÍBA. ÍBA hafði yfirhöndina í fyrri hálfleik en staðan í hálfleik var 15- 12. Eyjastúlkur sóttu í sig veðrið í seinni hálfleik, léku ágætlega á köflum en tókst ekki að snúa leiknum sér í vil. Ingibjörg fór fyrir sínu liði og átti stórleik. Mörk ÍBV: Ingibjörg Jónsdóttir 8, Stefanía Guðjónsdóttir 6, íris Sœmundsdóttir 2, María Rós Frið- riksdóttir 2, Unnur Sigmarsdóttir 2, Elísa Sigurðardóttir I og Kolbrún lngólfsdóttir 1. Stefanía átti góðan leik fyrir norðan en það dugði skammt. Næsti leikur ÍBV er nk. laugardag gegn Fylki heima í Eyjum og hefst kl. 16.30. - ÞoGu Tippnúmer IBV: 9 0 0 Tippararnir Oskar, Jón Oskar og Rúnar eitthvað áhyggjufullir enda gengur hvorki né rekur hjá Man. Utd. þessa dagana. Ennisrakaðir bræður og Golgífrétta í úrslit Hinir geðprúðu bræður Friðrik og . /7j\' Óðinn Sæbjömssynir vr sigmðu HlV-nei- m l kvæða 4-3 í undan- úrslitum hópleiksins um síðustu helgi. 2 Heyrst hefur að Óðinn sé búinn að bóka þá bræður á Highbury á næst unni, svo sigurvissir em þeir. i hinum undanúrslitaleiknum sigraði Golgifléttan Mundu 5-4 og eru þar verðugir keppinautar á ferð fyrir bræðuma. Urslitaleikurinn er um næstu helgi og við sjáum hvað setur. Nýr hópleikur hefst þar næstu helgi og er þegar farið að taka við hópum í skráningu. Fyrirkomulagið sem var nú í gangi hefur verið gagnrýnt nokkuð og því hefur verið ákveðið eftir nokkurt spjall að breyta því. Það verður með þeim hætti að dregið verður í tvo riðla og þeir spilaðir í 8 vikur. Þegar þeim er lokið munu efstu hópamir spila hreinan úrslita- leik. Þessu til viðbótar munu hópam- ir sem em í 2. sæti í riðlunum spila um 3ja sætið. Nýbreytni verður tekin upp, en þeir hópar sem eru í 8. sæti í riðlunum munu spilatil úrslitaum 15.sætiðog þeir sem eru í 5. sæti um það 9. Þetta er gert til þess að allir hafi um eitthvað að spila þegar teygist á riðlunum á síðari stigum. Verðlaun fyrir 1. sæti em eftir sem áður ferðavinningur fyrir tvo og verðlaun fyrir 2. sæti verður helgar- ferð fyrir tvo til Reykjavíkur. Verðlaun fyrir þriðja, níunda og fimmtánda sæti verða í formi 16” pizzu. A laugardag verður sýndur á RUV leikur Manchester United og Arsenal kl. 15:00. Að þessu sinni er getraunapistillinn í styttra lagi og meira að segja vannst ekki tími til að láta tippara vikunnar tippa, en hann fær því auka viku til að skoða seðilinn og verður í næsta pistli. Nýir tippmeistarar verða krýndir þar og einnig verður gerð nánari grein fyrir næstu keppni. En þangað til, munið getraunanúmerið 900. Til greina kemur að fá útlendan leikmann til ÍBV Enn hefur knattspymuráð ÍBV ekki samið við þá leikmenn sem eru með lausa samninga. Talið er víst að bræðurnir Ingi og Magnús Sigurðssynir verði át'ram í her- búðunt ÍBV og markverðimir Friðrik Friðriksson og Gunnar Sigurðsson. Hins vegar er óvíst með Leif Geir Hafsteinsson, ívar Bjarklind og Sumarliða Árnason. Þá liggur Friðrik Sæbjömsson undir feldi og er að hugsa sinn gang og Jón Bragi Amarsson hefur sem kunnugt er lagt skóna á hilluna. Að sögn formanns knattspyrnuráðs ÍBV var gengið frá undirskrift samnings við Guðna Rúnar Helgason, leikmann Völsungs og U-21 árs landsliðsins í ÍBV, í síðustu viku. Til stendur að reyna að fá annan leikmann hér innan- lands. Ef það gengur ekki útilokar formaðurinn ekki að leitað verði út fyrir landsteinana að frekari liðsstyrk. Það skýrist hins vegar ekki fyrren á nýju ári, eftir því sem næst verður komist. - ÞoGu Vikan 11.-17. nóvember Laugardaginn 16. nóv. kl. 14.30 2. flokkur karla ÍBV-Selfoss Laugardaginn 17. nóv. kl. 16.30 l.deild kvenna ÍBV-Fylkir Elsta glerverksmiðja ó íslandi Söluumboð í Eyjum (Erum með einfalt gler ó lager) Drangur ehf. Strandvegi 80 Gengið inn að norðan Sími 481-3110 og 481-3120 • Fax 481-3109 Heimas. Kristján 481- 1226 og 481-1822. Þórólfur 481-2206

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.