Fréttir - Eyjafréttir - 16.10.1997, Blaðsíða 4
4
Fréttir
Fimmtudagur! 6. október 1997
HELGA JÓNSDD TTI R ER SÆLKERI VIKUNNAR
Kjúklingur & bollur
Viðar Huginsson,
sem lék listir sínar
(og móður sinnar) í
síðasta blaði, skoraði
á Helgu Jónsdóttur
að taka við sem hún
gerir hér með.
„Vinur minn Vídí
vúdúmeistari og
vangafangari hefur væntanlega skorað
á mig til að ég gæfi honum nú loksins
kjúklingauppskrift.
Hér kemur hún.
Kjúklingaréttur.
1. - Kjúklingurinn:
I kjúklingur
I sítróna
Kikkoman sojasósa
McCormick garlic pepper
McCormick Original chicken Sea-
soning
Nuddið kjúklinginn með sítrónunni,
hellið Kikkoman sósunni yfir og inn í
kjúklinginn, kryddið. Steikið kjúkling-
inn í potti inni í ofni í u.þ.b. eina og
hálfa klst. Látið síðan kjúklinginn
kólna, takið kjötið af beinunum og
skerið í bita.
2. - Grænmetið:
I rauð paprika, sneidd
I appelsínugul paprika, sneidd
u.þ.b. 1/2 púrrulaukur, sneiddur
nokkrir sveppir í sneiðum
I -2 cm af engifer, smátt saxað
smá ólífuolía og e.t.v. smá smjör
Þessu er öllu brugðið á pönnu í stutta
stund.
3. - Sósa:
I krukka Sweet and sour sósa
1 peli rjómi
Kikkoman sojasósa
krydd eftir smekk
Þessu er öllu blandað saman.
4. - Rifinn ostur:
Ríftð niður góðan ost, t.d. brauðost,
magnið fer eftir smekk.
Kjúklingurinn er látinn í smurt
eldfast mót, grænmetinu dreift yfir,
síðan sósunni og loks rifna ostinum.
Hitað í 180° heitum ofni þar til allt er
orðið gegnheitt. Borið fram með
hrfsgijónum.
Eg er svo heppin að vinna á
frábærum vinnustað sem er Fram-
haldsskólinn okkar. Þar hafa komist á
ýmsar skemmtilegar hefðir og er ein
þeirra sú að þegar útskriftamemar
dimmitera, bjóða þeir kennumm og
starfsfólki í morgunkaffi. I þessum
samsætum höfum við sporðrennt
margri dýrlegri hnallþórunni og öðmm
gómsætum réttum. Einu sinni var
komið með stóra körfu, fulla af ný-
bökuðum bollum og með fylgdi ís-
lenskt smjör og ostur. Ekki var linnt
látum fyrr en komist var yfir þessa
uppskrift og hér kemur hún en boll-
umar henta vel með kjúklingaréttinum.
Það er svo auðvelt að baka þær að
næstum er útilokað að þær heppnist
ekki.
Fínar bollur: (u.þ.b. 30 stk.)
1 pk. þurrger
1/2 dl volgt vatn
125 g brætt smjör
I 1/2 dl kalt vatn
2egg
II /2 tsk. salt
1-2 tsk. sykur
1/2 kg hveiti (8-9 dl)
1 hrært egg til að pensla með
Hrærið gerið í volga vatninu.
Blandið saman kalda vatninu og
brædda smjörinu og hellið því f
gerblönduna. Blandið nú öllu liinu í
(nema hrærða egginu) og linoðið vel.
Látið deigið lyfta sér, t.d. inni í
bakaraofni, í 30 mínútur. Hnoðið
deigið aftur og skiptið því í tvo hluta.
Úr hvorum hluta fást 12-15 bollur.
Setjið ofninn á 225° og látið hann
hitna. Látið bollumar lyfta sér á
plötunni í 15 mínútur og penslið þær
með hrærða egginu. Bakið þær síðan í
12-15 mínútur í miðjum ofni.
Eg ætla að skora á írisi Róberts-
dóttur að sýna lesendum í uppskrifta-
bókina sína. Mér er sagi að Iris sé
frábær kokkur og að í matseld hennar
fari saman hollusta og gæði.“
Haft er fyrir satt
- Að Veitingastaðurinn Lundinn
sé að skipta um eigendur. Stefán
í Amígó sé að kaupa staðinn af
Sparisjóði Vestmannaeyja. Ekki er
Ijóst hvað Vignir veitingamaður
hyggst taka sér fyrir hendur.
- að félagsstarf sameinaða félags-
ins okkar ÍBV þyki með dauflegra
móti. Helst er talað um að
Shellmótsslútt og Þjóðhátíðar-
slútt hafi ekki verið haldin og
hefurfólk, sem mikið hefur starf-
að í félögunum, áhyggjur af að
erfitt geti reynst að manna
sjálfboðaliðastarf í tengslum við
þessi mót og annað á vegum
félaganna ef ekki er reynt að halda
uppi félagsstarfi þess á milli.
Suður-amerísk sveifla og blues
Kirkjukór Landakirkju og
Samkór Vestmannaeyja, sem
fluttu Pákumessuna eftir
Haydn ásamt 30 manna
kammersveit úr
Sinfóníuhljómsveit islands á
sjómannadaginn í sumar, fluttu
sama verk í Langholtskirkju í
Reykjavík sl. laugardag. Þetta
samstarf kóranna hefur að
sögn kórfélaga verið mjög
ánægjulegt. Valgerður
Guðjónsdóttir er formaður
Samkórsins og hún er
Eyjamaður vikunnar að þessu
sinni.
Fullt nafn? Valgeröur Guöjónsdóttir.
Fæðingardagur og ár? 8. febrúar ‘63.
Fæðingarstaður? Á fæðingarskírteininu
minu stendur að ég sé fædd að
Undralandi við Suðurlandsbraut í
Reykjavík.
Fjölskylduhagir? Gift Jónatani Guðna
Jónssyni. Börnin eru þrjú, Kristinn 14,
Guðdís tveggja ára og Erla hálfs árs.
Menntun og starf? Utskrifaðist úr
Kennaraháskóla íslands 1988. Starfa
sem kennari við Hamarsskóla.
Laun? Vonandi fara þau að batna.
Helsti galli? Óþolinmóð.
Helsti kostur? Rösk.
Uppáhaldsmatur? Ég er mjög hrifin af
austurienskri matargerð, t.d. kfnverskri.
Versti matur? Skata.
Uppáhaldsdrykkur? Gvendarbrunna-
vatn. Verst hvað það er erfitt að fá það í
Vestmannaeyjum. En vatn er minn
drykkur.
Uppáhaldstónlist? Ég er hrifin af suður-
amerískri sveiflu og bluestónlist og
reyndar mörgu fleiru.
Hvað er það skemmtilegasta sem þú
gerir?
Að vera með fjölskyldunni. Svo finnst mér
skemmtilegt að lesa og syngja.
Hvað er það leiðinlegasta sem þú
gerir? Að hafa ekkert fyrir stafni. Svo
finnst mér leiðinlegt að strauja.
Hvað myndirðu gera ef þú ynnir milljón
í happdrætti? Ég myndi ávaxta hana og
notahana síðartil ferðalaga.
Uppáhalds stjórnmálamaður? Enginn
sérstakur. Mér finnst stjórnmálamenn upp
til hópa vera leikarar og sem slíkir geta
þeir raunar verið ágætir.
Uppáhalds íþróttamaður? Jón Arnar
Magnússon. Svo held ég líka upp á
soninn, Kristin.
Ertu meðlimur í einhverjum
félagsskap? Sinawik, Samkórnum og
svo erum við nokkrar saman í menn-
ingarklúbbi sem sérhæfir sig í að horfa á
góðar bíómyndir, myndir sem karlarnir
okkar nenna ekki að horfa á.
Hvert er eftirlætissjónvarpsefnið Mér
fannst Landsbyen góður þáttur og sakna
hans. Eins sakna ég Bráðavaktarinnar og
vona að hún fari að birtast á ný. Og svo
góðar bíómyndir.
Uppáhaldsbók? Blómin í ánni eftir Edith
Morris.
Hver eru helstu áhugamál þín? Ég les
mikið og prjóna talsvert. Svo er ég í kór
og stúdera einnig mikið matargerð.
Hvað metur þú mest í fari annarra?
Trúmennsku, glaðværð og heiðarleika.
Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari
annarra? Óheiðarleiki.
Fallegasti staður sem þú hefur komið
á? Stakkholtsgjá í Þórsmórk.
Hvað kostar að fara með svona
prógramm til Reykjavíkur?
Kostnaðurinn er það mikill að hann er
nánast dragbítur á að fólk leggi það á sig
að ráðast í verk sem þetta.
Hvernig tókst flutningurinn í
Reykjavík? Ég held að við megum vel
við una.
Undirtektir áheyrenda? Góðar.
Hvað dettur þér í hug þegar þú heyrir
þessi orð?
-Samkórinn? Skemmtilegur
félagsskapur.
-Kirkjukórinn? Ánægjulegt samstarf.
-Haydn? Fyrsta lagið sem ég lærði að
spila á píanó var eftir Haydn. Hanner
með léttari tónskáldunum.
Eitthvað að lokum? Já, ég vil koma að
leiðréttingu á því sem haft var eftir mér í
síðustu Fréttum. Þarsagði að Samkórinn
væri skipaður áhugafólki en Kór
Landakirkju væri á launum. Þetta voru
ekki mín orð og hefði mátt skilja þau á
þann hátt að ég væri að kasta rýrð á fólk.
Því fer viðs fjarri enda var þetta samstarf
kóranna beggja mjög ánægjulegt á allan
hátt og mjög lærdómsríkt fyrir okkur í
Samkórnum. Þá vil ég nota þetta tækifæri
til að þakka ölium þeim sem veittu okkur
lið á einn eða annan hátt við þessa
uppfærslu.
Nýfazddir Vestmannaeyingar
Drengur
Þann 8. október
sl. eignuðust
^ Ester Fn'ða
Ágústsdóttir og
Guðlaugur
Olafsson dreng.
Hann vó
15 merkur
ogvar53cm.
Hann hlær hér í
fangi móður
sinnar.
Ljósmóðir var
Guðný
Bjamadóttir
Húsnæði Barnaskólans
endurvígt
Endurvígsla húsnæðis Barnaskólans fer fram föstudaginn
17. október kl. 16:00. Opið hús verður síðan laugardaginn
18. október milli kl. 13:00 og 16:00 þar sem bæjarbúum
gefst tækifæri til þess að skoða húsnæði skólans.
Opnun Listaskólans.
Listaskólinn verður opnaður formlega laugardaginn 18.
október. Ef veður leyfir mun skrúðganga leggja upp frá
Arnardrangi að Vesturvegi 38 kl. 15:30, þar sem
Listaskólinn verður til húsa. Litla lúðrasveitin og nemendur
úrTónlistarskóla Vestmannaeyja munu leika við athöfnina.
HÖGG
Margir Vestmannaeyingar hrukku
óþyrmilega við í kvöldmatartímanum
á mánudag, rétt fyrir kl. átta. Þá
nötruðu mörg hús í bænum, rétt eins
og í þau hefði verið sparkað eða þeim
greitt högg og héldu flestir að um
jarðskjálfta væri að ræða.
Óskar Sigurðsson, vitavörður í
Stórhöfða, sagði slíku ekki að dreifa
enda hefði ekkert komið fram á
mælum í Stórhöfða sem benti til slfks.
Ekki var heldur hægt að rekja þetta til
sprenginga í höfninni, sem sagt er frá
annars staðar í blaðinu. Hjá
Veðurstofunni sögðu menn að margir
Vestmannaeyingar hefðu hringt þetta
kvöld og næsta morgun til að spyrjast
fyrir um hvað valdið hefði þessu
höggi og í Ijós hefði komið að þota
eða þotur á leið yfir landið hefðu rofið
hljóðmúrinn. Slíkt veldur sprengingu
og er slíkt flug reyndar bannað í
lofthelgi íslands. En þessi mun
skýringin á mánudagsskjálftanum.
Smáar
Til sölu
GMC van árg. ‘86 til sölu
Upplýsingar í síma 481 2561
Toyota til sölu
Toyota Tercel 4x4 ‘87 til sölu. 2
eigendur. Ekinn 105.000. Verö
kr. 390.000. Upplýsingar í síma
481 2737 á kvöldin
Hornsófi óskast
Óskum eftirfínum, vel meö
fömum (helst leður) hornsófa.
Uppl í síma: 481 3099 (símsvari)
Útvegsbændur héldu aðalfund sinn í síðustu viku. Kristján Ragnarsson formaður
LIÚ var gestur á fundinum og sést hann hér með nokkrum útvegsbændum