Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 16.10.1997, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 16.10.1997, Blaðsíða 11
Fimmtudagur 16. október 1997 Fréttir 11 fyrir. Jói sér hér marga möguleika en hann hefur líka skoöanir á öllu sem við kemur mannlegu ms. En það er ekki óalgengt með menn sem hafa hugsjónir og eldmóð til að fylgja þeim eftir mínum huga snýst pólitík ekki eingöngu um það. Hún kemur inn á hvers kyns skoðanaskipti í sam- félaginu. Hún er ekki einkamál þeirra sem sitja á þingi og í sveitarstjómum. Mörgum finnst þetta hins vegar mjög gott. Það er svo þægilegt að geta labbað sig út í næstu sjoppu og ná sér í vídeóspólu og dingla sér með einn öllara. Samt er annar þögull meirihluti hér sem hefur áhuga á framfaramálum í Eyjunr. Fólk er margt sammála mér og hefur þakkað mér fyrir ýmis skrif mín. en svo segir það: „Af hverju ert þú að skíta þig út á þessu'?" Til er fólk sem er hrætt við að tala af ótta við það að muni verða látið bitna á því síðar. Mér finnst að ef menn hafa hugmyndir og skoðanir sem eitthvert bragð er að. þá er reynt að þegja það í hel. eða menn fara og tala um eitthvað annað. Til dæmis veðrið, aflabrögð og gæftir. Og svo þetta sem er mjög vestmannaeyskt: „Þetta er bara svona,“ segja menn. Það eru hérna ráðamenn og sveitarstjómarfólk sem vill ekkert að við borgararanir séum að skipta okkur af. Við eigum bara að kjósa á fjögurra ára fresti og þegja svo þess á milli." Skipulagsleysi í umhverfismálum Jóhanni finnst stefnuleysi ráðamanna gagnvart skipulags- og umhverfismál- um einkenna mjög ástandið í Eyjum og það sé ekki ferðaþjónustunni til framdráttar. Hann segist ekki hafa neinna hagsnruna að gæta í þvf tilliti sjálfur en hafi áhuga á atvinnumálum í víðum skilningi. Hann segist vilja viðhorfs og stefnubreytingu. „Síðastliðið sumar bauð ég mig fram til að gera dálitla úttekt og koma með tillögur í þessum málum. Þetta bauð ég launalaust, en bærinn borgaði útlagðan kostnað. Þessu var tekið með lítilsvirðingu og dónaskap. Ég vil að hætt sé að hugsa þannig í ferðaþjónustunni og yfirleitt í atvinnumálum íbænum aðalltségert fyrir þennan eða hinn aðilann, heldur að verið sé að gera hlutina fyrir okkur sem búum hér í bænum. Að þetta sé framfaramál allra sem búa á staðnum. Ég hef til dæmis látið mér detta í hug að fiskvinnslufyrirtækin komi upp sýningarkössum eða gluggasýningum héma, þar sem ferðamenn gætu skoðað til dæmis umbúðir sem eru margar hverjar mjög glæsilegar. Ég tel að hægt sé að efla ferðaþjónustu með því að tengja hana þeirri framleiðslu sem er drifkraftur sam- félagsins, það er að segja sjávar- útveginum. Svipað og menn gerðu norður á Húsavík þar sem ákveðin sýning er í gangi um tengsl mannlífs og atvinnuveganna. Það er staðreynd að við erum að framleiða héma matvæli á heimsmælikvarða og þurfum ekkert að skammast okkur fyrir það. Við þurfum ekkert að fela okkur á bakvið minnimáttarkenndina. Ferðafólkið kemur hingað sem hluti af einhverjum pakka og þá mikið til fuglaskoðunar. Svo kemur það og spyr á hverju við lifum eiginlega héma?“ Lífgum bæinn upp fyrir bæjarbúa Jóhann hefur einnig verið með hug- myndir er varða ferðaþjónustuna og hugmyndir um að lífga upp á bæinn fyrir bæjarbúa sjálfa. Meðal annars telur hann að hér mætti koma upp eins konar Kolaporti. Það er ákveðinn hluti af endurvinnslu. „Það sem einum er fánýti er öðrum djásn og dýrmæti,“ segir Jóhann. „Það er nóg af húsnæði undir slíka starfsemi. Til dæmis hluti af húsnæði Fiskiðjunnar. Þama gæti skapast vettvangur fyrir alls kyns uppákomur og gæti kveikt líf í bænum.“ Jóhann segir að á vissan hátt sé Ijós punktur í öllu talinu um fækkun íbúa í Vestmannaeyjum. „Burtfluttir Vestmannaeyingar hafa alltaf haldið mikilli tryggð við heimahagana og í framhaldi af því mætti kannski dusta rykið af gamalli hugmynd, sem er að koma á fót eins konar „sendiráði“ Vestmannaeyja í Reykjavík. Og nýta meðal annars þá einstöku samstöðu hjá burtfluttu Eyjafólki sem fram hefur komið nú undanfarin ár í tengslum við velgengni í fótboltanum. Það þarf að passa upp á að halda til haga og halda við þjóðmenningu Eyjamanna, svo sérstök sem hún er í raun á mörgum sviðum. Svo sem í tónlist. úteyja- og veiðimenningu svo fá dærni séu tekin. Mér finnst of mikið bera á fíflagangi og trúðshætti í kynningu á Vest- mannaeyjum undanfarin ár.“ Myndlistin Jóhann starfaði lengst af sem Baader- maður hjá Fiskiðjunni, eða fram til ársins 1986 jafnframt því að mála og teikna. Hann málar jafnt mannlífs- myndir sem og auglýsingar og skilti. Síðan hann hætti hjá Fiskiðjunni hefur Jóhann starfað sjálfstætt. Hann segir það ganga sæmilega, en þetta sé engin afkoma ef út í það er farið. „Það eru bara slík foréttindi að geta verið sinn eigin herna að ég met það til mikilla peninga. Þetta bjargast vegna góðs skilnings eiginkonu minnar. Hún vinnur að öllu jöfnu hálfan daginn en tekur svo tamimar á sfldar- og loðnuvertíðum í Vinnslustöðinni. Ég hef teiknað og málað frá því ég man eftir mér. Strax árið sem ég sest að í Eyjum hittist svo á að atvinnuleysi gerði vart við sig, en þá hellti ég mér út í myndlistina og fór í skólann 1969 í Eyjum, en hann lagðist svo af eftir gosið og hefur ekki borið sitt barr síðan. Það hafa reyndar verið hér einstaklingar sem hafa verið með námskeið, en gamli skólinn var akademía í minningu minni. Það var svo margt að gerast og maður var opinn fyrir öllu sem sneri að myndlistinni og ég gleypti allt í mig sem viðkom henni. Ekki bara þessum praktísku atriðum heldur öllu sem hafði með myndlist að gera. Þá á ég sérstaklega við skipulagsmál og arkitektúr. Þetta síaðist inn í mann og ég fór að gera mér grein fyrir því hvað þetta skipti miklu máli í mannlífinu. Það eru dæmi um ýmislegt frá þeim árum sem eru hreint og klárt klúður, en margt hefur líka verið vel gert. Ég sýndi til að mynda ráðamönnum smá hefti sem ég tók saman um sóðaskap í Eyjum og slæleg vinnubrögð í umhverfismálum. Þeim varð ekki öllum vel við. Ekki vegna þess að þeir væru ósammála, heldur var ég að grípa inn í á óþægilegan hátt. Það var nánast gefið í skyn að þetta væru mál sem ég ætti ekki að vera að skipta mér af.“ Get ekki þagað Hann segist hafa verið á kafi í svona málum á tímabili, en ekki gefist upp. Skilaboðin til hans hafi verið ótvíræð að því leyti og honum hafi verið sagt af ábyrgum aðila, að ef hann héldi svona áfant ætti hann enga framtíð fyrir sér í Vestmannaeyjum. Reyndar hafi hann ekki látið segjast, því það sé ekki í hans eðli að sitja þegjandi undir hlutunum, þótt hann hafi kannski á stundum verið of grófur í kjaftinum. Jóhann segir að meðal þess sem hann hafi verið að skipta sér af sé uppgræðsla hraunsins og hvernig staðið hafi verið að henni, en ekki síst staðsetning Sorpbrennslunnar. „Það er sorglegt," segir Jóhann. „Sorpbrennslan sker landslagið upp á hrauninu. Einhvers staðar verða vondir að vera, en þetta er einhver al- versti staður sem hægt er að hugsa sér. Vestmannaeyjabær hefur eitthvert sérstæðasta og fallegasta bæjarstæði í heimi. Bærinn er í heild snyrtilegur. með sína kletta, hraun, sjó, eyjar og svo jökulinn sem kórónar sýnina. Við erum slíkt forréttindafólk að fá að hafa þetta og njóta nánast út um elhúsgluggann. Svo kemur Sorp- brennslan eins og illkynja æxli. Þetta er svo mikill óþarfi og það er enginn vafi í mínum huga, að þegar þetta var ákveðið, þótti þetta svo mikið þjóðþrifamál að þetta þyrfti að vera áberandi. Ég kom með tillögu að lausn á þessu rnáli, til þess að nrinnka sjónmengunina sem af þessu er. Tillaga mín var sú að byggja utan um brennsluna þannig að hún hyrfi inn í landslagið og yrði hluti af því. Það er yfirleitt ekki hvort hlutirnir em gerðir heldur hvemig. En það er svo oft sagt, eins og um friðun Helgafells hér um árið að við værum á móti framförum, jafnvel að koma í veg fyrir framgang öryggismála í flugi og vildum fara aftur á hestakerrustigið. Ef maður setur fram einhverja gagnrýni, þá sé maður á móti því sem maður gagn- rýnir. Þetta er bara ekki rétt. Við eigurn að hugsa unr komandi kynslóðir." Draumar munu rætast Jóhann segir að það komi að því að menn muni vakna en hann segir að hann eigi sér marga og mikla drauma varðandi framtíð Vestmannaeyja. Það er ekki ólíklegt að mönnum frnnist þær nokkuð fáránlegar nú, en hann sé sannfærður um að þær verði að veruleika. Þetta eru aðalega hug- myndir um fráveituna og sorpeyðingu. „Ég er sannfærður um að þróunin í málum er snúa að úrgangi, sorpmálum og hugmyndum manna um endur- vinnslu eiga eftir að taka byltingar- kenndum breytingum. Ég held að innan fárra ára verði þessi Sorp- brennsla skrúfuð í sundur og flutt upp á land ásarnt öllum úrgangi og sorpi. Það er ljóst að þessi náttúruperla, Heimaey tekur ekki endalaust við. Þess vegna leysum við málið með því að konta sorpinu upp á land. Annað mál sem er mér hugleikið snýr að fráveitumálum hér í Eyjum. í framhaldi af því ætla ég að setja fram þá hugmynd að í framtíðinni verði öllu skólpi frá Eyjum dælt upp á Landeyjasand og hann græddur upp á svipaöan hátt og Hvolhreppingar hafa verið að gera á Markarfljótsaurum. Allt sem heitir endurvinnsla verður nrjög stórt mál í framtíðinni. Ýmis byggðarlög eru það smá hér að þau hafa ekki bolmagn til að vera með endurvinnslu í stórum stíl. Hins vegar á þetta eftir að verða mikill iðnaður í framtíðinni sem skilar hagnaði. Ég get ímyndað mér að Vesturland og Suðurland ásamt höfuðborgarsvæðinu geti með bættum samgöngum orðið eitt sorpsamlag. Það eru allir í vandræðum með þetta, en það er hægt að minnka þann hluta sorpsins sem þarf að eyða með brennslu eða urðun með fullkominni endurvinnslu. Héma er þetta brennt með tilheyrandi loft- og sjónmengun, auk þess sem Sorp- brennslan er ekki í löglegri fjarlægð frá byggð miðað við reglugerðir umhverfisráðuneytisins.“ Hér vil ég búa Jóhann segir að þrátt fyrir allt hafi hann alltaf kunnað vel við sig í Vestmannaeyjum og geti ekki hugsað sér að búa annars staðar. „Þess vegna verður það jafnvel enn sárara að horfa upp á bæjar- og ríkisrekna jarðvöðla og landböðla vaða hér um eyjuna eins og naut í flagi.“ Texti: Benedikt Gestsson Myndir Sigurgeir Jónasson ofl. ÚR vinnustofu Jóa Listó. EIN af fjöldamörgum vatnslitamyndum Jóa. Hann er nú aö undirbúa sýningu í Reykjavík sem opnuð veröur í febrúar.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.