Fréttir - Eyjafréttir - 16.10.1997, Síða 6
6
Fréttir
Fimmtudagur 16. október 1997
Kíkt á bæjarstjórnarfund:
Sjálfvirkar handa
uppréttingar
Fimmtudaginn 9. október var
haldinn almennur fundur í Bæjar-
stjórn Vestmannaeyja. Vegna
orðróms um það að fundir
bæjarstjórnar séu bæði stuttir,
daufir og áheyrendasnauðir ákvað
einn utanbæjarmaður að athuga
sannleiksgildi þess. Þeir bæjar-
fulltrúar sem sátu fundinn voru,
talið frá vinstri:
Georg Þór Kristjánsson, Guðmundur
Þ. B. Ólafsson, Svanhildur Guðlaugs-
dóttir, Páll Einarsson ritari, Ólafur
Lárusson fundarstjóri, Guðjón Hjör-
leifsson bæjarstjóri, Elsa Valgeirs-
dóttir og Amar Sigurmundsson.
Það verður ekki sagt að þessi
fundur hafi verið stuttur, þvert á móti
taldist hann í lengra lagi. Hann stóð
nefnilegafrákl 18:00-21:30. Ogað
hann hafi verið daufur væri heldur
ekki réttmæli, vegna þess að menn
voru bæði röggsamir og fyndnir í
senn. Auk þess var mættur skörulegur
hópur Snótarkvenna til að hlýða á
umræðu bæjarfulltrúa um kjara-
samning Snótar við bæjarfélagið. Nú
velta menn því fyrir sér hvort lekið
hafi út að utanbæjarmaðurinn yrði í
hópi áheyrenda og menn því ákveðið
að setja sig í framboðsstellingar og
lofa upp í ermina á sér, þar sem hin
sjálfvirka hönd hvílir alla jafna.
Pólitískur jábræðrabragur
Það var einhver pólitískur jábræðra-
bragur yfir fundinum og velti utan-
bæjarmaður því fyrir sér, hvers vegna
bæjarfulltrúar væru ekki allir í sama
flokknum. Nema þær ágætu og
myndarlegu konur í hópi bæjar-
fulltrúa, sem að gætu verið í
sérstökum flokki sem helgaði sig
þögninni. Þetta var því karlafundur,
eins og þeir „bestir" gerast.
Þau mál sem hæst bar á fundinum
voru meðal annars málefni Skipa-
lyftunar. Ákveðið var að ganga til
samninga við Skipalyftuna vegna
stálþils austan Friðarhafnarbryggju.
Einnig var verklokasamningur vegna
nýja lóðsbátsins til lykta leiddur.
Bæjarfulltrúum er mjög umhugað um
að reyna að halda atvinnu í bænum og
að fyrirtæki hér gætu að einhverju
leyti gengið fyrir vegna verkefna sem
til framfara mættu heyra í bænunt.
Georg Þór taldi þó, að ekki fylgdi
alltaf hugur máli og hafði orð á því að
sorpílát, sem Sigurður Óskarsson
hefði fundið upp, hati fengið griðastað
í Vík í Mýrdal.
Bæjarstjóri sagði ástæðu þess vera
vegna þess að sumarfrí hefðu skarast
og að aðeins væri um reynslusamning
til þriggja mánaða að ræða, svo ekki
væri öll von úti enn um að hægt væri
að ná samningum við Sigurð.
Guðmundur Þ. B. sagðist hafa frétt af
málinu í blöðum og erindið ekki
komið upp í atvinnumálaráði. Hann
var mjög hissa að sjá.
Snótarkonur fjölmenntu
Félagsmenn úr Verkakvennafélaginu
Snót mættu á fundinn eins og áður
sagði. Þeim var umhugað um fram-
gang samningamála við Vestmanna-
eyjabæ. Nokkrar umræður urðu um
samninginn og var ákveðið að fresta
afgreiðslu hans og fá hugsanlega
umsögn þriðja aðila um túlkun hans.
Elsa Valgeirsdóttir kvaddi sér
hljóðs vegna umræðna um samn-
inginn, þótti það tilbreyting.
Þegar hér var komið sögu kom í
Ijós að mistök hefðu átt sér stað við
útprentun gagna sem dreift hafði verið
til bæjarfulltrúa. Var því bæjarritari
gerður út til að hlaupa í Ráðhúsið og
nálgast þá pappíra sem vantaði svo
fundurinn mætti halda áfram með
eðlilegum hætti.
Unga fólkið
Mjög virðist bæjarfulltúum vera
umhugað um unglinga á aldrinum 15
- 18 ára. Það kom mjög í ljós við
umræðu um tillögu frá bæjarfulltrúum
Sjálfstæðisflokksins um að koma á fót
Menningar- tækni- og upplýsinga-
miðstöð fyrir ungt fólk í Vest-
mannaeyjum. Guðmundur Þ.B. taldi
að móta þyrfti heildarstefhu sem tæki
mið af tómstundum og atvinnumálum
ungs fólks.
Arnar Sigurmundsson sagði hug-
myndina byggja á sambærilegum
stofnunum á Norðurlöndum. Hann
sagði að ekki væru hugmyndir að gera
þessa miðstöð að einhverri mötunar-
stofnun, heldur yrði unglingarnir
fengnir til ábyrgðar. Þannig að bærinn
skaffaði aðstöðu, en unglingamir
tækju ábyrgð á starfseminni að ein-
hverju leyti. Arnar sagði sendinefnd
væntanlega frá Vestfjörðum til að
kynna sér málefni unglinga í bænum.
Allir sammála og handauppréttingar
án vandræða.
Ráðningarsamningar
Menn ræddu um ráðningarsamninga
bæjarins. Ekki kom í Ijós á þessum
fundi hversu margir þeir eru, eða hvort
sumir starfsmenn væru jafnvel í
ráðningarsambandi. Hins vegar voru
menn sammála um að ráðningar-
samningamir væru: þrír, fjórir eða
fimm. Við það sat þrátt fyrir að
bæjarfulltrúar reyndu að snara út
misjöfnum skýringum og skilgrein-
ingum á þessu dularfulla máli
Töluverðar umræður urðu um hvort
bjóða ætti út rekstur stofnana
bæjarfélagsins. Töldu fulltrúar minni-
hlutans að rétt væri að hafa hlutina í
réttri röð og það fælist engin
viðurkenning á réttmæti útboða þó
rætt væri við ákveðna aðila í bænum
sbr. bréf frá Eggert Bjömssyni þar
sem hann óskar eftir viðræðum við
Vestmannaeyjabæ um yfirtöku á
rekstri Vélamiðstöðvar, Malbikunar-
stöð og Áhaldahúsi Vestmannaeyja.
Samþykkt var að ræða við manninn
en án allra skuldbindinga.
Konumál og Oddur
Og þá kom „konumál"? Nefnilega
hugmynd um að færa málefni
leikskólanna frá félagsniálaráði til
skólamálaráðs. Menn voru ekki á eitt
sáttir hvort telja ætti leikskólann til
félagslegs úrræðis eða hvort hann
skyldi vera menntunarúrræði. Væri
kannski ráð að efna til skoðana-
könnunar meðal bæjarbúa um málið.
Bréf Odds Júlíussonar vom tekin
fyrir. Var gerður góður rómur að
viðleitni bæjarbúa til að vera í sem
nánasta sambandi við fulltrúa sína og
kom upp ein tillaga utan dagskrár
reyndar að bæjarritari flytti heim til
Odds. Hefur nú utanbæjamiaður
áreiðanlegar heimildir fyrir því að
Oddur sé að innrétta honum
vistarvemr við hæfi.
Svo heyrðist aftur í konum.
Tilefnið var endumýjun vínveit-
ingaleyfa á tveimur veitingastöðum í
bænum. Konumar lýstu sig andvígar
veitingunni, en karlamir voru á móti
kvótum á fjölda veitingastaða, svo
fremi sem þeir uppfylltu þær reglur
sem Alþingi hefði samþykkt í sínum
háu sölum.
Konur vom ofurliði bomar í þessu
máli og sættu sig við sjálfvirknina í
höndum karlanna í bæjarstjóminni.
Dálítið fannst utanbæjarmanninum
sem þær væru hálf utan gátta að fá
ekki að vera með í handaupprétt-
ingunni, en þær sameinuðust þó í því
að vera á móti.
Utanbæjarmanninum leið mjög vel
á fundinum, þáði veitingar af gostagi
og skorar nú á bæjarbúa sem vilja
koma hita í bæjarmálaumræðuna að
mæta á fundi bæjarstjómarinnar.
Að lokum. Þau eru skemmtileg
mslatrogin.
JBKL; = l:r—' —
Georg Þór og Svanhildur sitja hljóð undir ræðu Guðmundar.
Guðjón, Elsa og Arnar íbyggin á svip.
Bæjarstjórn:
Deilt um orðalag
samnings við Snót
Snótarkonur fylgjast með umræðum.
Á bæjarstjórnarfundi fimmtudag-
inn 9. október kont samningur
Verkakvennafélagsins Snótar og
Vestmannaeyjabæjar til umræðu.
Snótarkonur fjölmenntu á fund-
inn til að heyra hug bæjarfulltrúa.
Á fundinum kom fram að skoð-
anaágreiningur á sér stað hjá
Vestmannaeyjabæ um ákveðið
orðalag í samningununt sam-
kvæmt því sem formaður Snótar
segir.
Linda Hrafnkelsdóttir formaður
Snótai', segir að Verkakvennafélagið
Snót sé búið að samþykkja
samninginn við bæinn.
,,Það er alrangt að urn misskilning
sé að ræða,“ segir Linda. „Áður en
aðilar Vestmannaeyjabæjar voru
búnir að samþykkja samninginn,
bjuggu þeir til ágreining um túlkun á
orðalagi sem getur ekki verið
skýrari. Hins vegar koilvarpi túlkun
bæjaiins samningnum hvað varðar
nántskeið."
Páll Einarsson bæjarritari, segir
skoðanaágreining um viss atriði.
„Það era ákvæði í samningnum
sem kveða á unt að ef ágreiningur
kemur upp um túlkun hans megi
kalla til oddantann til að skera úr um
ágreining. Hann segir að bæjarstjóm
hafi hins vegar ekki tekið neina
ákvörðun um framhaldið “
Ágreiningurinn stendur um 4.
grein samningsins, þar sem kveðið
er á um röðun í launaflokka.
Námskeiðahald, sem veitir heimild
til launaflokkahækkana er hins vegar
bitbein samningsaðila.
í 4. grein segir að röðun í
launaflokka frá 64. launaflokki til
69. launaflokks skuli gildafrá I mars
1997.
Síðar segir í samningnum: ,JÞrátt
fyrir ofangreinda röðun í launaflokka
skai enginn starfsmaður, sem tekur
laun skv. samningi þessum, fá greidd
laun skv. lægri launaflokki en 67 frá
og með 1. mars 1997.“
Guðjón Hjörleifsson bæjarstjöri
segir: ,Að samkvæmt Snótarkonum
vilji þær meina að eftir 1. mars 1997
detti launaflokkar undir 67. flokki út
og hann verði lægsti flokkur og þar
með að að hækkanir sem veitast
starfsfólki eftir þátttöku í
námskeiðum gildi frá og með 67.
flokki. Þetta er liins vegar ekki
skilningur bæjarins. Bærinn vill að
hækkanir milli launaflokka vegna
þátttöku í námskeiðum miðist við
þann launaflokk sem viðkomandi er
í. Lægstu útborguð laun verði hins
vegar greidd samkvæmt 67. flokki."
„Annars eru báðir aðilar nteð
lögfræðileg álit á þessari túlkun."
segir Guðjón. „Þær hjá Snót ætluðu
að hafa samband við okkur í vikunni
og við bíðunt bara eftir því.“
[ HÓPLEIKUR j
! ÍBVOGFRÉTTA 1
Hópleikur ÍBV og Frétta hefst
nk. laugardag með pompi og pragt.
Að venju eru veglegir vinningar og verður keppt í
riðlum líkt og gert var í fyrra og þátttökugjald á hóp
er kr. 4000,- eins og áður.
Getraunaþjónusta IBV mun vera með opið á
laugardagsmorgnum í vetur frá kl. 10.00 og þar tii
lokað verður fyrir sölu getrauna. í fyrstu til kl. 12.45
og síðar til kl. 13.45 þegar Bretar hafa breytt klukkunni
hjá sér.
Búið er að flytja starfsemina á efri hæðina í
Týsheimilinu þar sem Getraunaþjónustan átti áður
aðsetur.
Séð verður um að heitt verði á könnunni og er aldrei að
vita nema eitthvað gott verði með því.
Sjómenn geta sent raðir sínar í fax 481-2751 eða hringt
í síma 481-2861
Sjáumst á laugardaginn í góðum gír.
J