Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 16.10.1997, Page 9

Fréttir - Eyjafréttir - 16.10.1997, Page 9
Fimmtudagur 16. október 1997 yestmmmajmaíwr Foreldrar athupið! Áður auglýsturfundur með fulltrúum frá Barnaheill, sem átti að vera 2. október sl., verður haldinn miðvikudagskvöldið 22. október kl. 20.00 í sal Barnaskólans ef fært verður með flugi þann dag. Fyrirlesarar verða Þórkatla Aðalsteinsdóttir og Margrét Halldórsdóttir sálfræðingar. Fjallað verður um foreldrahluíverkið, ábyrgð og skyldur foreldra og mikilvægi þess að foreldrar setji sér markmið. Farið verður í gegnum þroskaferil barna og unglinga og þau skilaboð sem foreldrar gefa börnum sínum og unglingum sem uppalendur. Á eftir fyrirlestrinum verða almennar umræður. Foreldrar eru hvattir til að mæta. Allir velkomnir, ókeypis aðgangur. Félagsmálaráð Vestmannaeyja Húsaleigustyrkir námsfólks Umsóknir um húsaleigustyrk á haustönn 1997 skulu berast á bæjarskrifstofur eigi síðar en 31. október nk. Framvísa ber Ijósriti af húsaleigusamningi. Umsækjendur skulu eiga lögheimili í Eyjum og stunda starfsmenntunarnám utan Eyja, sem ekki er unnt að stunda heima í héraði. Féló - Diskó Laugardaginn 18. októberverðurdiskófyrir8., 9., og 10. bekk. Húsið opnað kl. 21.00. Heimsókn úr Frostaskjóli. „Hip Hop Session" frá Reykjavík flytja tónlistaratriði. Inngangur kr. 200,- Sjáumst! Unglingaráð Fjár- og hrossabændur í Vestmannaeyjum Áríðandi vinnufundurverðurhaldinn í Rannsóknasetrinu, að Strandvegi 50, 3. hæð, laugardaginn 18. október kl. 14.00. Skoðunarferð um Heimaey. Sveinn Runólfsson, flytur innlegg um landgræðslu, gróðurvernd og landnýtingu. Sigurður H. Magnússon, flytur innlegg um áhrif beitará gróðurog uppgræðslu. Almennar umræður. Dagskrárlok kl. 16.30. Skráning og nánari upplýsingar í síma 481 1111 Náttúrustofa Suðurlands Ármann Höskuldsson, forstöðumaður Fréttir BrúðubílHnn á ferðinni Brúðubíllinn sýnir í Félagsheimili Vestmannaeyja helgina 18. og 19. október klukkan 3 báða dagana. Miðaverð er kr. 500. Sala að- göngumiða hefst kl. 13, báða dagana. Sýnd verða leikritin „í Dúska- landi“ og „Bimm-bamm“. Þarna koma fram yfir 50 brúður af öllum stærðum og gerðum. Allt frá litlum hanskabrúðum upp í stórar brúður sem leikarinn klæð- ist. Á ferðinni eru m.a. Trúðurinn Dúskur, Refurinn, Úlfurinn, Krókó- dílinn, vatnahesturinn Rósa og margir fleiri. Ekki má gleyma Lilla, litla appelsínugula apanum sem alltaf vill vera með. Sýningin tekur eina og hálfa klukkustund. Hvort leikrit fyrir sig inniheldur litla leikþætti, söng og sögur. Það er gleðin sem ríkir og börnin taka þátt í sýningunni. Áhugafélag um börn og bijóstagjöf Fundir haldnir alla þriðjudaga kl 14 -15 í Safnaðarheimilinu. Verið velkomnar ! Félag kaupsýslumanna heldur almennan fund þriðjudaginn 21. okt. að Hertoganum við Vestmannabraut kl. 12.20. Ef veður leyfir mætir framkvæmdastjóri Kaupmannasamtaka íslands, Sigurður jónsson, til skrafe og ráðagerða. Mætum öll. Nýir félagar velkomnir. Félag kaupsýslumanna Höfum opnað skómarkaöinn að Vestmannabraut 30. Opið 14-18 mánudaga til föstudaga til mánaðarmóta okt. - nóv. Hús til leigu Húseignin Heiðarvegur 42 er til leigu. Mjög góð íbúð. Laus strax. Upplýsingar í síma 481 1860 eftir kl. 16. íbúð til leigu Þriggja herbergja íbúð til leigu. Laus strax. Upplýsingar í síma 481 1272 íbúð til leigu Tveggja herbergja ibúð við Foldahraun til leigu. Upplýsingar í síma 899 8102 íbúð til leigu Þriggja herbergja skemmtileg íbúð á þriðju hæð til leigu. Upplýsingar í síma 567 1446 Bíll til sölu Toyota Corolla XL árg 1991 til sölu. Ekinn aðeins 77.000 km. Þriggja dyra, fimm gíra. Gott eintak. Til sýnis og sölu hjá Bíl- verk, Flötum 27. Sími 481 2782 Bíll til sölu Hyundai Elantra árg. ‘96 4 dyra ekinn 16.600 km. Bein sala eða skipti á ódýrari. Upplýsingar gefur Magnea í sima 481 2498 e. kl. 19 Snjódekk til sölu Nýleg Gislaved snjódekk til sölu. 185-70-R-14. Fjögur stykki á góðu verði. Upplýsingar í síma 481 1977 Óskast keypt Stórt borð eða gamalt skrifborð (þarf ekki að líta vel út) Sími 481 2913 eftir kl. 13. Hjónarúm til sölu m. tveimur náttborðum og rúm- teppi. Uppl. ísíma481 1691. A-A fundir A-A fundir eru haldnir sem hér segir (húsi félagsins að Heimagötu 24: Sunnudaga kl. 11:00, mánudaga kl. 20:30 (Sporafundir), þriðjudaga kl. 20:30 (kvennadeild), miðvikudaga kl. 20:30, fimmtudaga kl. 20:30, föstudaga kl. 23:30 og laugardaga, opinn fjölskyldu- fundur, reyklaus, kl. 20:30. Móttaka nýliða hálfri klukkustund fyrir hvern auglýstan fundartíma. Athugið sfmatíma okkar sem eru hvern fundardag og hefjast 30 mín. fyrir ákveðinn fundartíma og eru í 2 klst. í senn. Svala & Eva Saman!!! "LiVe" hljóðritun Beinn sími 905-2121 Rauða Torgið, sími 905-2000, kr. 66.50 mín

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.