Fréttir - Eyjafréttir - 16.10.1997, Qupperneq 12
12
Fréttir
Fimmtudagur 16. október 1997
Ifil ....
ájS t <A ■~m7r ^ f WSB i'VW 1 ! ••• !- ; r- " vv 1 1 A~«
Krakkarnir í 5. G.V. stjórnuöu
• •
Oll erum við
blóm í sama
garði
I Hamarsskóla var í síðustu viku
haldin vinavika í annað skiptið.
Tilgangurinn er að leiða saman
yngri og eldri ncmendur með það
að markmiði að auka kynni þeirra
á milli. Þetta hefur tekist með þeim
ágætum að andi í skólanum er allur
annar að mati skólast jóra.
„Öll viljum við að börnunum okkar
líði vel í skólanum," segir Halldóra
Magnúsdóttir skólastjóri. „Því miður
er það svo að of margir nemendur eru
einmana eða verða fyrir stríðni í
skólanum sínum. í Hamarsskóla
leggjum við áherslu á að nemendur
séu vingjarnlegir og sýni kurteisi og
prúðmennsku. Eitt af þeim
markmiðum sem við höfum sett okkur
er að bæta líðan og samskipti allra
sem eru í skólanum. Við reynum að
auka jákvæð samskipti á milli bekkja
og innan hverrar bekkjardeildar. Þetta
gerum við m.a. með því að úthluta
hverri bekkjardeild vinabekk. Um-
sjónarkennarar sjá um að vina-
bekkimir hittist, þeir fara t.d. saman í
leiki, gönguferðir, skiptast á
heimsóknum og syngja saman. í haust
hófst vinaverkefnið okkar á því að
allir nemendur og starfsmenn gerðu
sér blóm sem þeir hengdu upp á vegg.
Því öll erum við blóm í sama blóma-
garði.“
Vinabekkjunum er raðað upp eftir
aldri þannig að yngri og eldri
nemendur, t.d. 1. bekkur og 5. bekkur
og 2. og 8. mynda vinabekki.
„Vinabekkirnir hittast og umsjónar-
kennararnir tala sig saman um hvað
skal gera og það þarf ekki endilega að
vera það sama. Bekkimir skiptast á
gjöfum, t.d. teikningum, vinaböndum
og stærri börnin lesa fyrir þau minni.
Eldri bömin kenna þeim yngri leiki og
stjóma þeim. Allt gengur þetta út á að
þau læri að virða hvert annað og þau
litlu verði ekki hrædd við stærri bömin
sem oft eru fyrirferðarmeiri í skólan-
um.“
Halldóra segir að vinavikan í fyrra
hafi skilað áþreifanlegum árangri og
áfram verði haldið á sömu braut. „Þó
vinavikunni sé að ljúka verður áfram
unnið í anda vináttunnar. Þetta starf
hefur skilað sér í betri anda í skólanum
og á það jafnt við nemendur og
starfsfólk skólans," sagði Halldóra að
lokum.
Vinaverkefnið hefur tekið á sig
ýmsar myndir og í 3.G.S. bekk
voru samin ljóð til að fylgja því
eftir:
Hamarsskólasöngvar
Það má ekki lemja út á lóð,
því öll við erum vinir, erum góð.
Nú er vinavika
í Hamarsskólanum.
Við fömm eftir skólareglunum.
leik meö nemendum í 1. G. Snæ.
Heimsókn í gamla vinabekkinn. Krakkarnir í 8. S.Ó. litu við í 2.
H.O. sem var vinabekkur þeirra í fyrra.
I Hamarsskóla er svo gaman.
Við leikum okkur saman.
Við læmm að lesa hátt
og viljum vera sátt.
Höfundur texta: 3.G.S.
I Hamarsskóla er gaman,
þar læra allir saman,
þeir læra margt og mikið,
og allir eru með.
Læra skrifa og teikna
og líka smíði og reikna.
Nú vitið þið hvað allir eru æðislegir
héma.
Höfundur texta: Steinunn Hödd
Nemandi úr 5.
G.V. les fyrir
krakkana í1.
G.Snæ.
ÖLL ERUM VIÐ BLÓM í SAMA GARÐI. Starfsfólk á líka sín
blóm í blómagarði Hamarsskóla. Halldóra og Oddfríöur
Guðjónsdóttir benda á blómin sín.
LESENDABREF -Fiskvinnslukonur
Að gefnu tilefni
Undanfarið hefur umræða um flæði-
línur í frystihúsum verið áberandi í
þjóðfélaginu. Virðist sem fram-
kvæmdastjórar fiskvinnslufyrirtækj-
anna séu að vakna upp við vondan
draum um ágæti þeirra. Þann 30.
september sl. tjáði sig einn
framkvæmdastjóri í útvarpsfréttum
um galla flæðilína og þar sem hann
skilur ekki vandann ætlum við að
skilgreina hann í helstu dráttum.
í upphafi hefðu fyrirtækin átt að
hafa meiri samvinnu við starfsfólk um
hönnun og aðbúnað því það er jú
starfsfólkið sem vinnur við þetta og
ætti að hafa meiri yfirsýn yfir það
hvemig svona apparat ætti að líta út.
En auðvitað datt þeim það ekki í hug,
heldur voru þessar flæðilínur hannað-
ar og keyptar beint frá fyrirtækjum
sem við leyfum okkur að staðhæfa, að
það ágæta fólk sem þar vinnur, hafi
ekki yfirsýn á störf fiskvinnslufólks né
aðbúnað þess.
Að þessi umræddi framkvæmda-
stjóri skuli halda því fram að
megingalli við flæðilínuna skuli vera
sá að starfsfólk þurfi að teygja sig of
ótt og títt eftir nýju flaki, þá ætti sá
sami að fá sér göngutúr um flæðilínu-
salinn og spjalla við starfsfólk. Þá
erum við nokkuð vissar um að hann
kæmist að annarri niðurstöðu.
Helsti galli flæðilínunnar er sá að
alltof margir flöskuhálsar eru þar til
staðar, þ.e. starfsfólki er ekki gert
kleift að vinna í bónus/premíu vegna
vöntunar á hráefni eða að of margir
eru á línunni í einu. Þar af leiðandi
þarf starfsfólkið að bíða meira og
minna eftir hverju flaki.
Aukin afköst þýða aukið álag á
líkama og sál sem leiðir af sér meiri
verki og veikindi vegna hönnunar-
galla flæðilínanna. Við getum ekki
séð hvemig hægt er að ætlast til þess
að starfsfólk leggi sig allt ffam án þess
að fá meira borgað fyrir. Því um leið
og starfsfólk fer að vinna í
bónus/premíu er það búið að skila
sínu fyrir fastakaupið.
FLÆÐILÍNA-AUKIN FRAM-
LEIÐNI-ÁN ÞESS AÐ HÆKKA
LAUNIN var það eina sem komst að
hjá framkvæmdaaðilanum í byrjun. Er
hægt að ætlast til þess að starfsfólk í
fiskvinnslu auki framleiðni húsanna
án þess að fá hærri laun fyrir.
NIÐURSTAÐAN verður alltaf sú að
ef starfsfólk fær ekki greitt í peningum
sinn hlut fyrir aukna framleiðni, sem
er ætlast til af því, þá hefur tími
flæðilínanna og um leið framleiðnin
runnið sitt skeið á enda.
F.h. kvennanna
Linda Hrafnkelsdóttir,
formaður Snótar.
Hvar er hrokinn?
í síðasta tölublaði Frétta er les-
endabréf frá Oddi Júlíussyni með
fyrirsögninni „Hroki“ og er mynd af
honum sjálfum undirfyrirsögninni. Er
ég þar vændur um hroka og virðist
ástæðan vera sú að honum líkar ekki
við það svar sem hann fékk á sínum
tíma um skólamál. Svarið var
einfaldlega svona: „Spumingum, sem
þú varpar fram varðandi skólamál,
verður ekki svarað á þessum
vettvangi. Með vísan í upplýsingalög
finn ég ekki skjöl þar sem fram koma
í heild upplýsingar um það sem þú
virðist vera að leita að.“
Oddur kýs að túlka svarið sem
hroka og dregur hann þrjár ályktanir
af því: a) Ekki eru til skjöl um
opinbera skólastefnu bæjaryfirvalda.
b) Bæjarbúum koma ekki við úrræði
bæjarstjómar til lausnar á yfirvofandi
kennaraverkfalli. c) Oddur er að velta
því fyrir sér hvort hann þurfi að stofna
saumaklúbb!
Það er mér algjörlega hulið hvemig
Oddur fær þessar niðurstöður úr stuttu
svari mínu. Orðin í svarinu bjóða ekki
upp á túlkun og hrokinn er túlkunar-
vandræði Odds sjálfs.
Oddur Júlíusson hefur skrifað fjöl-
mörg bréf til bæjaryfirvalda undan-
fama mánuði. Hefur hann í bréfum
sínum oft hampað upplýsingalögum
og hefur alltaf verið reynt að svara
honum í samræmi við þau lög og af
fyllstu kurteisi. Nú ber svo við að það
hentar honum illa að svarað sé í
samræmi við lögin, og þá er það
kallað hroki.
Upplýsingalögin vom sett til þess
að veita almenningi aðgang að vissum
gögnum hjá opinberum aðilum. Það
er ekki skráð í lögunum að skylt sé að
svara hinum ýmsu spumingum og
hugleiðingum Odds Júlíussonar, hvað
þá að þola opinberlega skítkast frá
honum án þess að svara fyrir sig.
Páll Einarsson.
Höfundur er bœjarrítari.
Unglist '97:
l/érðw í fnv/n I. név
Laugardaginn 1. nóvember nk.
verður efnt til listadags sem
ætlaður er ungu fólki. Dagurinn
er á vegum Unglistar ‘97 sem
nær til landsins alls.
Þema dagsins í Eyjum er
„Blautt“ og þai' gefst fólki á
aldrinum 16 til 25 ára tækifæri til að
koma á framfæri hugmyndum
sfnum. Listsýning og uppákomur
verða um daginn en um kvöldið
verður skemmtun. Fer þetta fram á
þremur stöðum í bænum.
Selma Ragnarsdóttir, sem hefur
veg og vanda af þessum listadegi
unga fólksins ásamt Jóhönnu Ýr
Jónsdóttur segir að næstum allt
komi til greina. „Það má vera
myndlist, ljósmyndir, húsgagna- og
fataliönnun, ljóð. smásögur.
skúlptúrar, gjömingar og jafnvel
stuttmyndir. Eða allt sem ykkur
dettur í hug þegar talað er uin list.
Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í
þessu geta haft samband við okkur
Jóhönnu en báðar emm við í
símaskránni," sagði Selma.