Fréttir - Eyjafréttir - 16.10.1997, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 16. október 1997
Fréttir
17
svona fölsunarmál í gegnum tíðina.
Það hefur ekki plagað okkur hjónin
og við höfum ekkert haft neinar
áhyggjur af því hvort einhverjar
myndir í safni okkar væru falsaðar.“
Það er freistandi að spyrja hvort þau
hafi aldrei selt mynd úr safni sínu?
„Nei það höfum við aldrei gert. Við
höfum einu sinni gefið mynd í
brúðargjöf og einnig höfum við lánað
bömum okkar myndir til að setja á
veggina hjá sér. Einu sinni hefur
Helga dóttir mín þó skilað mynd sem
hún fékk. Hún var ekki ánægð með
myndefnið. Það var mynd eftir
Jóhann Eyfells en hann býr í
Bandaríkjunum og er mjög vel
þekktur og metinn þar. Myndimar
em okkur allt of persónulegar til þess
að við tímum að selja þær. Kannski
er þetta bara einhver della sem hefur
náð tökum á okkur, en það er ekki
verra fyrir það. Sumir em með
flugdellu og aðrir bfladellu. Við emm
með myndlistardellu."
Hún segir að safnið hafi aldrei verið
metið til fjár og að sérfræðingar í
listfræði eða slíkum fræðum hafi
aldrei skoðað safnið.
Sækja grimmt
myndlistarsýningar
„Við reynum að fara á allar sýningar
sem mögulegt er,“ segir Svana „Ef
við erum í Reykjavík, þá reynurn við
að þræða galleríin og förum alltaf á
Listasafn íslands og alltaf í
Nýlistasafnið. Og við förum að
sjálfsögðu á allar sýningar sem
haldnar eru í Vestmannaeyjum. Það
er þó sorglegt hvað þessi gallerí
staldra stutt við. Einnig er það
dapurlegt hversu fáir virðast sækja
sýningar, því yfirleitt, þegar við fömm
á sýningar erum við ein í sölunum.
Mér finnst þetta því nokkur mótsögn,
ef tekið er mið af hversu mikið er um
myndlist á heimilum Islendinga."
Svana segir að þau hafi gert lítið af
þvf að kaupa myndir eftir yngstu
myndlistarmenn þjóðarinnar, hins
vegar hafi alveg verið áhugi á því.
Þeim finnst að margir okkar ungu
listamanna verðleggi sig of hátt.
„Þá viljum við heldur kaupa myndir
eftir eldri og viðurkennda listamenn.
Nýjasta myndin sem við keyptum er
þó eftir unga og upprennandi
myndlistarkonu frá Vestmannaeyjum.
Hún heitir Sigurdís Harpa Amardóttir
og var með mjög góða sýningu í
Eyjum fyrr í haust. Svo er frekar lítið
um að yngri listamenn eigi myndir á
uppboðum
Hafið þið aldrei keypt höggmyndir
eða þrívíðar myndir.
„Nei,“ segir Svana. „Við höfum
reyndar velt því fyrir okkur, en aldrei
orðið úr því. Okkur langar reyndar
mjög mikið í höggmynd eftir
Sæmund Valdimarsson, en það er
mjög erfitt að fá myndir eftir hann.
Hann er líklega einn af fáum
listamönnum á íslandi sem verður
nánast að fela myndir sínar til þess að
geta haldið sýningu á þeim.
Eftirsóknin í myndir hans er svo mikil
að þær seljast á iyrsta opnunardegi, ef
það er ekki þegar búið að selja þær
flestar áður en sýningar hans em
opnaðar."
Svana segir að mörgum finnist þetta
undarleg söfnunarárátta.
„Við erum frekar heimakær og því
þá ekki að gera heimilið að þeim stað
þar sem hægt er að njóta þess besta,
sem við getum og höfum áhuga á að
veita okkur. Það er aldrei of mikið
um listir."
Benedikt Gestsson.
r
-i
Jarðgangagerð milli Eyja og lands raunhæfur möguleiki:
Einbreið jarðgöng kosta
tæplega 3milljarða
-sé tekið mið afreynslu Norðmanna sem eru mjög framarlega á þessu sviði
Héðan eru rúmlega 10 km upp á land og mesta dýpi í Álnum er um 90 metrar.
ganganna eftirfarandi:
* Eftir tvær til þrjár vikur mun Árni
I Johnsen, alþingismaður leggja
I fram tillögu á þingi um að hafnar
| verði rannsóknir á möguleikum
| þess að leggja jarðgöng eða botn-
■ göng milli lands og Eyja. Árni lagði
■ samhljóða tillögu fram fyrir einum
• tíu árum síðan og þá fannst
j mörgum hugmyndin fjarstæðu-
[ kennd en margt hefur breyst síðan.
I Tækninni hefur fleygt fram sem
I best sést af því að í dag eru
I framkvæmdir við göngin undir
| Hvalfjörð eru níu mánuðum á
| undan áætlun.
Fréttir munu í þessu og næstu
■ blöðum leita fyrirligjandi gagna sem
• miðast við göng milli lands og Eyja.
J Staðreyndin er sú að nokkrir aðilar
■ hafa velt upp þessum möguleika og
I byrjað verður á að vitna í grein sem
I Olafur Ólafsson, bæjartækni-
I fræðingur skrifaði í jólablað Fylkis
| árið 1991. Kveikjan var ferð hans til
| Noregs þar sem hann kynntist
■ nýgerðum botngöngum.
Ölafur veltir upp tveimur mögu-
| leikum, botngöngum og berggöng-
J um. Niðurstaða hans er sú að
' berggöng séu álitlegri kostur og um
I þau segir hann: „Bygging jarðganga
I er dýr framkvæmd og oft á tíðum er
| erfitt að áætla kostnað við verkið af
| nægjanlegri nákvæmni. Sérstaklega
i getur verið erfitt að að spá fyrir með
■ nægilega mikilli nákvæmni um
I jarðlög, gerð bergsins, hörku þess og
| þéttleika. Jarðfræðilegar og berg-
' tæknilegar rannsóknir eru nauðsyn-
I legar til að meta staðsetningu á
I væntanlegu gangastæði," segir
I Ólafur og tekur fram að hönnuðir og
| verktakar geri sér sífellt betur grein
| fyrir nauðsyn á vel skipulögðum og
■ ýtarlegum forrannsóknum áður en
■ framkvæmdir hefjast.
Hann segir nauðsynlegt að_ hefja
[ forrannsóknir á jarðlögum í Álnum
* milli lands og Eyja sem er einmitt
I það sem Ámi hefur í huga með
I tillögu sinni. „Fyrsta skrefið yrði
I jarðfræðileg kortlagning berggrunns-
| ins og jarðgrunnsins á svæðinu.
I__________________________________
Seinna kæmi svo nákvæm kort-
lagning á brotalínum, sprungum,
misgengi og staðsetningu bergganga.
Þegar forrannsóknum er lokið á að
vera hægt að gera sér grein fyrir
væntanlegum framkvæmdum við
göngin ásamt kostnaði við byggingu
þeirra.“
Meðal atriða sem þarf að hyggja
að eru dæling á lekavatni og
loftræsting. „Berggöng neðansjávar
eru unnin með hefðbundnum að-
ferðum, þ.e.a.s. með borunum og
gangasprengingum. Á síðastliðnum
ámm hefur þó verið þróuð aðferð þar
sem þversnið ganganna er heilborað.
Vænta má þess að þessi aðferð lækki
byggingarkostnað jarðganga
vemlega.
Göngin eru síðan styrkt að innan
með sprautusteypu og bergboltum. Á
lekasvæðum eru göngin klædd með
polyethylenmottum sem veita leka-
vatninu niður gangavegg og í
framræsluskurði.
Þörfm fyrir loftun í fullbúnum
göngum er háð lengd þeirra, um-
ferðarþunga og veðurfari á staðnum.
Reikna má með að koma verði upp
rafdrifinni loftræstingu í göngunum á
álagstímum. Létt bifreiðaumferð
ásamt vindasamri veðráttu mun að
öðru leyti sjá um nátturlega
loftræstingu," segir Ólafur og gerir
hann ráð fyrir að rekstrarkostnaður
við dælingu og loftræstingu yrði um
40 milljóniráári.
Ólafur, sem leggur áherslu á að um
hugleiðingu sé að ræða, en ekki
hugmyndir byggðar á fyrirliggjandi
forsendum, heimfærir Ölafsfjarðar-
göngin yfir á göng milli lands og
Eyja. „Göngin verði einbreið með 3,5
m breiðri akbraut og 75 sm breiðum
öxlum hvorum megin og 5,4 m
lofthæð. Hannað þversnið yrði 27 m
og útskot á um 160 m millibili þar
sem akbraut yrði 6,5 m og 75 sm
axlir.
Heildarlengd gangnanna yrði um
10,3 km og mesta dýpi um 140 m.
Áætla má að grafa þyrfti út 332.000
rúmetra af föstu efni.
Ólafur styðst við norska staðla í
útreikningum sínum og samkvæmt
þeim yrði kostnaður við lagningu
Hönnunar- og rannsoknakostnaður
260 milljónir króna. Gangagerð
2.330 milljónir. Samtals 2.590
milljónir.
Séu þessar tölur uppreiknaðar til
dagsins í dag er hönnunar- og
rannsóknakostnaður 291 milljón.
Gangagerð 2899 milljónir og
heildarkostnaður yrði því á verðlagi í
dag 2899 milljónir króna.
„Á seinustu árum hafa orðið
stórstígar tækniframfarir við bygg-
ingu neðansjávarganga í heiminum.
Stöðugt eru byggð lengri göng og
niður á meira dýpi. Kostnaður við
veggangagerð hefur lækkað ár frá ári.
Það er Ijóst að bygging vegganga
milli lands og Eyja er ekkert
tæknilegt vandamál. Heldur er hér
um að ræða spurningu um arðsemi
fjárfestingar. Tímabært er fyrir
Vestmannaeyinga og reyndar alla
Sunnlendinga að láta hefja
forrannsóknir á jarðlögum í Álnum
milli lands og Eyja,“ segir Ólafur í
lokaorðum sínum.
__________________________________I
Þjónustudagur Lions:
Skemmtu
eldri
borgurum
Árlegur þjónustudagur Lions var
sl. laugardag. Það hefur verið venja
að bjóða heimilisfólki á Hraun-
og þar lauk velheppnuðum þjón- og Páli fyrir hans framtak. Myndimar
ustudegi Lions þetta árið. Lionsmenn tók Sigmar Georgsson þegar stoppað
þakka góðar móttökur á Hraunbúðum varí Hraunprýði.
búðum og eldri borgurum í bænum
í rútuferð og svo var nú.
Páll Pálsson lánaði rútuna og var
leiðsögumaður í ferðinni og sagði
mjög skemmtilega frá. Stoppað í
Hraunprýði og komið við hjá Valgeir
Jónassyni á Ofanleiti. I lok
skoðunarferðarinnar var boðið upp á
léttar veitingar. Á Hraunbúðum var
endað í 80 ára afmæli Önnu á Blátindi