Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 16.10.1997, Side 18

Fréttir - Eyjafréttir - 16.10.1997, Side 18
18 Fréttir Fimmtudagur 16. október 1997 Lokahóf knatlspyrnumanna á Hótel Islandi: ÍBV sópaði til sín öllum verðlaunum í GÓÐUM FÉLAGSSKAP. Tryggvi og Sigurvin með verðlaunagripina. Með þeim eru verðlaunahafar kvenna, Laufey Olafsdóttir Val og Guðrún Jóna Kristjánsdóttir KR. Mynd: Jón Óskar Landakirkja Fimmtudagur 16.10. Kl. 11:00 Kyrrðarstund á Hraunbúðum Kl.17:00 T.T.T. (10-12 ára) Kl. 20:30 Öldungadeild KFUM & K hittist í húsi félaganna. Þessa helgi sækja unglingarnir í KFUM & K haustmót æsku- lýðsfélaga kirkjunnar í Vatna- skógi. Sunnudagur 19.10. Kl.11:00 Sunnudagaskólinn Kl.14:00 Almenn guðsþjónusta - Arnar G. Hjaltalín prédikar Að lokinni messu kl. 15:15 hefst Málþing um þjóðhátíð! (sjá tilk. í blöðum.) Kl. 16:00 Messu dagsins út- varpað á ÚVaff (FM) 104. ATH! KFUM & K fundur fellur niður vegna haustmótsins Mánudagur 20.10. Kl. 20:00 Saumafundur Kven- félags Landakirkju Þriðjudagur 21.10. Kl. 16:00 Kirkjuprakkarar (7-9 ára) Miðvikudagur 22.10. Kl. 10:00 Mömmumorgunn Kl. 12:10 Kyrrðarstund í hádegi Kl. 15:30 Fermingartímar - Barnaskólinn Kl. 16:30 Fermingartímar - Hamarsskóli Kl. 20:00 KFUM & K húsið opið unglingum Hvítasunnu- KIRKJAN Fimmtudagur Kl. 20.30 Biblíulestur- efnið er: „Sjá ég gjöri alla hluti nýja!“ Föstudagur Kl. 17:00 Vetrarstarf barn- anna. Kl. 20:30 Unglingasamkoma, með gleði og fögnuði. Laugardagur 20.30 Bænasamkoma. Sunnudagur 15:00 Vakningasamkoma - Er endurkoma Jesú Krists fyrir dyrum? Fjölbreyttur söngur og lifandi orð. Hjartanlega velkomin! Aðventkirkjan Laugardagur11.10. Kl. 10.00 Bibliurannsókn Kl. 11:00 Guðsþjónusta Allir velkomnir. Baháí sam- FÉLAGIÐ Opið hús að Kirkjuvegi 72B, fyrsta föstudag hvers mánaðar kl. 20:30. Allir velkomnir. Heitt á könnunni Biblían talar Sími 481-1585 Eyjamenn undirstrikuðu yfirburði sína í íslenskri knattspyrnu í sumar á lokahófi knattspyrnumanna á Hótel Islandi um síðustu helgi. Islandsmeistarar ÍBV sópuðu til sín ölium verðlaunum hjá körlunum og hefur annað eins ekki átt sér stað síðan farið var að veita verðlaunin snemma á níunda áratugnum. Þar að auki var þetta í fyrsta skipti sem Eyjamenn vinna til einstak- lingsverðlauna á lokahófi knatt- spyrnumanna. Tryggvi Guðmundsson kórónaði stórkostlegt sumar sitt með því að skora sitt þriðja landsliðsmark í 5 leikjum, og ífyrsta leiknum sem hann byrjar inná, í 4-0 sigri íslands á Lichtenstein. Um kvöldið var hann svo réttilega valinn besti leikmaður ársins af félögum sínum í deildinni. Talið er að valið hafi fyrst og fremst staðið á ntilli Tryggva og Hlyns Stef- ánssonar. Félagi Tryggva, Hermann Hreiðarsson, bar Tryggva á herðum sér upp á svið þegar úrslitin lágu fyrir en Tryggvi virtist ekki trúa eigin eyrum. Það kom engum á óvart að fyrirliði U-21 árs landsliðsins, Sigurvin Ólafsson, skyldi verða valinn efnilegasti leikmaður ársins. Sigurvin kom frá Stuttgart í vor og varð smám saman einn mikilvægasti maður liðsins og fór á kostum seinni part sumars. ívar Bjarklind, sem átti hreint frábært sumar, var valinn prúðasti leikmaður Sjóvá-Almennradeildar- innar. ívar er prúðmenni innan vallar sem utan og var valinn í íslenska A- landsliðið fyrir leikinn um helgina sem er mikil viðurkenning fyrir þennan efnilega pilt. ÍBV var svo valið prúðasta lið sumarsins og kom það ekki heldur á óvart. Þriðja árið í röð fékk ÍBV fæst spjöldin. Rúsínan í pylsuendanum var valið á liði ársins. ÍBV átti þar hvorki fleiri né færri en sex leikmenn, eða meira en helming iiðsins. Þetta segir ailt sern segja þarf um þetta stórkostlega sumar sem lengi verður í minnum haft. ívar, Hermann, Hlynur, Sigurvin, Tryggvi og Sverrir voru valdir í lið ársins. Leikmenn meistaraflokks ÍBV stóðu uppi sem sigurvegarar á loka- hófi knattspymumanna á Hótel íslandi á laugardagskvöldið. Allar helstu viðurkenningar komu í þeirra hlut auk þess sem sex þeirra skipuðu lið ársins. Málþing um Þjóðhátíð verður haldið strax að lokinni messu í safnaðarheimili Landakirkju sunnudaginn 19.10. kl. 15:15. Markmið þess er að fá fram sem flest sjónarhom á málefnið. Þjóð- hátíðin er veigamikill þáttur í menningu Eyjanna og brýnt að staða hennar sé rædd opinskátt, hugað að framtíðarmarkmiðum og leitað að leiðum. Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri Vm. mun setja þingið en framsögumenn munu tala fyrir hönd sýslumanns- embættis.Læknafélags Vestmanna- eyja og Þjóðhátíðamefndar. Ógleymanlegt kvöld fyrír Eyjamenn Jón Óskar Þórhallsson, sem sæti á í stjórn knattspyrnudeildar ÍBV, segir að kvöldið hafi verið ógleymanlegt. „Við vorum milli 50 og 60 manns frá ÍBV, karlar og konur, á borðhaldinu og skemmtuninni. Eftir miðnætti, þegar ljóst var að við höfðum hirt öll helstu verðlaunin, fylltist allt af Eyjamönnum þannig að kvöldið var okkar,“ sagði Jón Óskar. Leikmönnum og stjóm ÍBV var boðið í aðalstöðvar Olíufélags íslands sem er helsti styrktaraðili karlaliðs ÍBV fyrir hófið. „Þar mættum við klukkan fimm og þar vom í boði ýmsar veitingar. Geir Magnússon, forstjóri Olíufélagsins iýsti yfir vilja til áframhaldandi samstarfs um leið og hann afhenti okkur 300 þúsund krónur sem bónus fyrir góðan árangur í sumar. Þeir Olíufélagsmenn lýstu húsið upp með Ijósum og þaðan gengum við í blysför upp á Hótel Að loknu kaffihléi munu fjórir aðilar taka til máls undir liðnum 0132 „mín skoðun'f Fyrstur talar Kristján Egg- ertsson, þá Nanna Leifsdóttir, svo fulltrúi frá Nemendafélagi FÍV og loks Þorsteinn Gunnarsson. Hver framsögumaður fær einungis 10 mínútur til umráða en að framsögum loknurn verður orðið gefið frjálst til almennra umræðna og fyrirspuma. Fundarstjóri verður sr. Jóna Hrönn Bolladóttir og ritari Guðbjörg Matthíasdóttir. Þess má einnig geta að Amar G. Hjaltalín, þjónn, predika í guðsþjón- ustunni. ísland. Það fór því ekki fram hjá nokkrum mannir þegar við mættum á svæðið," sagði Jón Öskar. Borðhald hófst klukkan átta og klukkan níu hófst skemmtunin Braggablús þar sent okkar kona. íris Guðmundsdóttir, er meðal söngvara. „Fékk hún góðan skammt af fagnaðarlátum í hvert skipti sent hún kom fram.“ Síðan tóku við verðiaunaafhend- ingar sem stóðu með hléum frant undir miðnætti. ,Fyrst var tilkynnt val á Iiði ársins og þar áttum við sex af ellet'u. Þá var kornið að stóru stundinni, útnefningu á efnilegasta og besta leikmanni ársins 1997. „Það var rafmagnað andrúmsloft í salnunt þegar kom að þessum tilnefningum. Við áttum auðvitað von á að okkar strákar næðu að krækja í báða titlana en samt kom þetta á óvart. Það var því alveg frábær tilfinning þegar niður- staðan var kynnt. Sigurvin efnilegasti og Tryggvi besti leikmaður Islands- mótsins. Fagnaðarlætin urðu gífurleg og þetta er frábær viðurkenning fyrir okkur,“ sagði Jón Óskar að lokum. Þá má geta þess að fyrirliði ÍBV, Hlynur Stefánsson. var ásamt Ólaft Þórðarsyni, valinn besti leikmaður tímabilsins af blaðamönnum Morgun- blaðsins. ÍBV-strákamir stóðu því uppi með sex viðurkenningar eftir daginn auk þess sem sex þeirra eru í liði ársins. Geri aðrir betur. Söngfólk úr Eyium flutti Pókumessuna í Reykjavík Fengu mjög lof- samlego dóma Kór Landakirkju og Sanikór Vestmannaeyja fluttu um síðustu helgi í Langholtskirkju, Reykjavík, Pákumessuna eftir Haydn. Með kórunum lék 30 manna kammersveit frá Sinfóníuhljómsveit Islands og fjórir einsöngvarar sungu einnig með í verkinu. Stjórnandi var Guðntundur H. Guðjónsson. I*etta verk var áður ilutt af sömu aðilum hér í Eyjum á síðasta sjómannadegi en nú var ákveðið að flytja það á meginlandinu. Það er mikið fyrirtæki að fara með jafnfjölmennt lið söngfólks upp á land og mikill kostnaður því samfara. Kórfélagar báru sjálfir stóran liluta þess kostnaðar svo sem af ferðum og gistingu. Að sögn forsvarsmanna kóranna eru þeir ánægðir með hvernig til tókst. Áheyrendur, sem voru milli 2(K) og 300, tóku tónleikunum mjög vel og gagnrýni hefur verið lofsamleg. Jón Ásgeirsson, tónlistargagnrý nandi Morgunblaðsins, segir í gagnrýni sinni á þriðjudag að flutninguriun í heild hafi verið býsna góður og töluverð reisn hafi verið yflr honum. Svo segir Jón orðrétt: „Það er rétt stefna hjá Vestmanneyingum að stofna til tónleikahalds „utanlands” og velja sér erfið verkefni því kór verður þá fyrst góður að hann hafi spreytt sig á erfiðum verkum og hleypt heimdraganum. Þá fyrst öðlast menn vitneskju um stöðu sína, eflast í sjálfsgagnrýni og eru tilbúnir til átaka við ný og erfið verkefni.” Fró Landakirkju: Málþing um þjóðhátíð

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.