Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 15.01.1998, Side 6

Fréttir - Eyjafréttir - 15.01.1998, Side 6
6 Fréttir Fimmtudagur 15.janúar 1998 Lúðan rann Ijúflega niður. Buðu eldri borg- urum til lúðuveislu Rósa Guðmundsdóttir, Guðjóns- sonar organista, flutti til London á síðasta ári þar sem hún starfar við það eitt að semja tónlist. Fyrsta lagið er tilbúið á smáskífu og verður því fylgt eftir með myndbandi og tilheyrandi markaðssetningu. I viðtali við Rósu kemur fram að hún er að gera það gott og ef vel gengur standa henni allar dyr opnar. Rósa ætti að eiga framtíðina fyrir sér því hún er aðeins 18 ára gömul en þrátt fyrir ungan aldur hefur hún stundað píanónám í 15 ár og það er sá grunnur sem hún byggir á. Nýtir sér klassískan bakgrunn til að semja popptónlist. Þeir mánuðir sem hún hefur búið í London hafa verið eitt ævintýri og er hún m.a. búin að hitta uppáhaldið sitt, Madonnu. „Eg er að vinna hjá plötufyrir- tækinu New Millenniuin Records sem er í eigu umboðsmanns míns og Jakobs Magnússonar. Ég er með fullkomið upptökuver heima hjá mér og þar sit ég og sem tónlist allan daginn,“ segir Rósa „Ég er þegar búin að ljúka við eitt lag sem ég vann með þekktum upptökustjóra. Hefur hann m.a. unnið með Madonnu, Margue Attack, Prirnal Scream, M-People og Sinead O’Connor. Ég stefni á að gefa lagið út sem fyrst á smáskífu og verður því fylgt eftir með myndbandi og kynningu á öílum útvarpsstöðvum. Síðar er takmarkið að gefa út disk með fleiri lögum." NMR er nýtt fyrirtæki og segir Rósa að markmið þess sé að ná til sín nýjum og ferskum listamönnum og er Rósa Guðmundsdóttir hún ein þeirra. „Þeir hafa engu að tapa en það er mikill metnaður í starfseminni. Þeir hafa yfir að ráða besta fólkinu í þessum geira og góð sambönd. Sjálf er ég að semja lög í ýmsum stíltegundum; Technotónlist, Housetónlist, Carragetónlist, Drum and Base svo eitthvað sé nefnt. Þó þetta sé það nýjasta í popptónlist í dag nota ég minn klassíska bakgrunn við að semja lögin og í þeim er að finna bæði fallegar og grípandi melódíur," segir Rósa sem hóf píanónám aðeins fjögurra ára gömul. A hún því að baki bráðum 15 ár í píanóleik þó hún verði ekki 19 ára fyrr en í mars nk. Rósa vill ekki ræða peningahliðina en hún ber ekki á móti því að hún er að gera það gott. Og hún sér mikla framtíð í því sem hún er að gera. „Ég hef alltaf verið metnaðargjöm og London er mín borg. Ég fila hana í tætlur og hér vil ég vera. Ég gerði mér fljótt grein fyrir því að Vestmannaeyjar væru of lítill staður fyrir mig og það sama finnst mér um Reykjavík. Auðvitað þykir mér vænt um Vestmannaeyjar en eftir að ég flutti út fannst mér ég loksins vera komin heim.“ Hitti Madonnu Þeir sent þekkja Rósu hafa ekki komist hjá þvf að kynnast aðdáun hennar á Madonnu. Nú hefur hún loksins hitt þetta átrúnaðargoð sitt til tólf ára. „Já, ég er búin að hitta Madonnu. Það gerðist í „partýi" sem Björk bauð mér í eftir tónleika hjá sér. Madonna, sem er mikill aðdáandi Bjarkar var stödd þama. Madonna er alveg eins og ég bjóst við og nú veit hún að ég er til og á örugglega eftir að þekkja mig þegar við hittumst næst. Hún er fegurðin uppmáluð þó hún væri lftið máluð og ég fraus um leið og ég sá hana. Við horfðumst í augu í fimm sekúndur og það fór straumur á milli okkar. Madonna er flutt til London og býr skammt frá mér. Ég þekki fólk sem þekkir fólk sem þekkir Madonnu þannig að við eigum örugglega eftir að hittast aftur,“ segir Rósa sem telur þetta eitt stærsta augnablik lrfs síns. Lúðuveislan sem Sveinn Valgeirs- son og Sævar Brynjólfsson útgerð- armenn Byrs buðu eldri borgurum til á Hraunbúðum síðastliðinn mánudag tókst frábærlega. Það var auðvitað frábært hráefni sem listamatreiðslubræðumir Grímur Gíslason og Sigurður Gíslason hjá Veisluþjónustunni fengu til mat- reiðslunnar, enda göldruðu þeir fram safaríka rétti, sem léku við bragðlauka og gældu við maga þakklátra gesta. Með krásunum dmkku gestir svo Coke og Pripps sem Sigrnar Pálmason og Kristrún Axelsdóttir gáfu af rausnarskap til veislunnar. Þeir réttir sem matreiðslumeistar- amir buðu eldri borgumm upp á vom grafin lúða, innbökuð lúða, steikt iúða í lauksósu, og steikt lúða með heslihnetum að ógleymdum soðnum lúðuhausum. Með þessu var svo borið fram grænmeti, kartöflur og salat. Boðið var til lúðuveislunnar í tilefni af afmæli Félags eldri borgara þann 7. janúar síðastliðinn. Vill félagið koma á framfæri miklum og góðum þökkurn til allra þeirra sem komu að málinu. Kristjana formaður Félags eldri borgara, Sueinn, Valgeir, Guðni matsueínn á Hraunbúðum og Sigurður Gíslason. jOtt Sigurgeir Jónsson skrifar Af ríkisgreiðslum Eitt var það atvik sérstaklega, úr stjómsýslunni, á nýliðnu ári, sem skrifari undraðist nokkuð. Það var að bæjarfélagið fékk afhenta nokkra tugi milljóna frá rfldnu, óverðskuldað. Þama var um að ræða fé sem átti að renna til annarra aðila á Suðurlandi en fór óvart til Vestmannaeyja. Það sem skrifara þykir kyndugast er að enginn skyldi hafa orðið var við þetta fyrr en raunin varð á, hvorki hjá ríkisvaldinu, Vestmannaeyjabæ eða hjá þeim sveitarfélögum sem áttu raunverulega að fá þessa aura. Þetta væri skiljanlegt ef um einhverja smáaura hefði verið að ræða en þegar einar 60 milljónir koma allt í einu aukalega á árinu og 40 á árinu á undan þá er það hið undarlegasta mál að enginn skuli fatta neitt. Skrifari fær sín mánaðarlaun reglulega frá ríkinu og yfirleitt stemmir það nokkum veginn að hann fær það sem hann á skilið samkvæmt samningum (raunar mætti það nú vera meira). Fyrir tveimur ámm eða svo, brá þó svo við að launin voru í ríflegra lagi um ein mánaðamótin og höfðu hækkað urn ein fimmtíu prósent. Fyrst í stað hélt skrifari að hér væri komin prósentuhækkun á laun en þegar hann bar sig saman við kollegana þá höfðu þeir ekki fengið neitt slflct. Nú hefði verið freistandi að leggjast í ferðalög og veisluhöld fyrir þessa aukagetu. En skrifara var það ljóst, og er það enn, að ríkisvaldið sýnirekki af sér rausnarsemi ótilneytt og því yrði hann krafinn um þetta fé til baka. Hann stóðst því þá freistingu að eyða aurunum og eins gott því að um næstu mánaðamót var þessi aukaupphæð dregin af launununt hans. En yfirvöld í Vestmannaeyjabæ höfðu ekki á hátt skrifara heldur notuðu þetta aukafé í rekstur bæjarfélagsins. Og nú er komið að skulda- dögum. Ríkið er harðákveðið í að gefa Vest- mannaeyjabæ ekki þessa aura heldur krefst þess að fá þá til baka. Sem betur fer þarf þó ekki að greiða skuldina á einu bretti heldur verður þetta svipað og raðgreiðsluform frá kortafyrir- tækjunum. Hvort greiða þarf vexti af þessu óumbeðna Iáni er skrifara ekki kunnugt en lfldegt þykir honum þó að svo sé ekki. Þó er hið opinbera öllum öðmm duglegra við að kría út vexti af öllum mögulegum hlutum. Fyrir allmörgum ámm, þegar skrifari kenndi á gmnnskólastiginu, kom það fyrir að hann fékk ekki greidd laun í septemberbyijun eins og hann átti rétt á. Þegar hann kvartaði við ráðuneytið vegna þessa, fékk hann þau svör að vegna bilunar í tölvukerfi hefði nafn hans dottið út af skrá en yrði kippt í liðinn hið snarasta. Á þessum tíma vom krítarkort óþekkt fyrirbæri þannig að nokkrir dagar til eða frá skiptu ekki meginmáli. Að vísu átti skrifari fyrir stórri fjölskyldu að sjá en sem betur fer var hans betri helmingur líka í launuðu starfi og þau laun dugðu fyrir framfæri að mestu leyti. Svo leið á september og engin komu launin. Þegar langt var liðið á mánuðinn grennslaðist skrifari enn fyrir hjá ráðuneyti og fékk þá þau svör að ákveðið hefði verið að greiða þetta með næstu útborgun, þ.e. í byrjun október. Eftir nokkurt þref samþykkti skrifari það. Svo kom október og engin laun. Enn hringdi skrifari og kvartaði og fékk þau svör að enn hefði orðið bilun í tölvukerfi. En þetta yrði allt greitt á næstu dögum. Þeir næstu dagar urðu nokkuð margir og þegar farið var að nálgast miðjan mánuð hringdi skrifari enn og spurði hvað dveldi orminn langa. Hann fékk þau svör að frá þessu yrði gengið í næstu viku. Sú vika leið og enn komu engin laun. Nú er skrifari seinþreyttur til vandræða en hér var langlundargeð hans á þrotum þar sem einnig var farið að sverfa að fjárhag fjölskyldunnar og fólk farið að neita sér um hluti sem áður höfðu verið taldir nokkuð sjálfsagðir. Þegar tíu dagar lifðu eftir af október settist skrifari því niður og skrifaði bréf til fjármála- ráðuneytis þar sem hann tilkynnti að hefði hann ekki fengið sín laun næsta miðvikudag, myndi hann leggja niður kennslu frá og með fimmtudegi. Afrit af bréfinu sendi hann skólanefnd Bamaskólans og skólastjóranum, þeim ágæta manni, Eiríki heitnum Guðnasyni sem einnig hafði staðið í þessu stappi með sknfara. Á miðvikudag hafði ekkert gerst og þá voru nemendur skrifara sendir heim með orðsendingu þess efnis að þeir ættu ekki að mæta í skólann daginn eftir og tilgreint hvers vegna, kennarinn fengi ekki greitt fyrir vinnu sína og væri því hættur í bili. En nú fór að koma skriður á hlutina. Eiríkur hringdi í ráðuneytisstjórann og sagði honum hvers kyns væri og þar með fór allt af stað. Ráðuneytisstjórinn hringdi í skrifara og bað hann fyrir alla muni að hætta við þessa ákvörðun, hann skyldi ganga í það að þetta yrði leiðrétt hið snarasta. Því miður yrði þó ekki hægt að leggja féð inn fyrr en á föstudag. Skrifari svaraði því til að hann væri búinn að fá nóg af sviknum loforðum og hans ákvörðun stæði. Um leið og féð yrði lagt inn á reikninginn myndi hann mæta til starfa. Fimmtudagurinn leið og engir aurar. Því var einnig frí hjá nemendum skrifara á föstudag. En síðdegis á föstudag var lögð væn fúlga inn á tékkareikninginn og þar með vom þau boð látin út ganga til nemenda að þeir skyldu mæta á mánudag. Þar með var málið leyst og þetta kenndi skrifara þá lexíu að í viðskiptum við ríkisvaldið þýðir ekki að sýna linkind. En rnálinu var þó ekki með öllu lokið. Á þessum tíma var staðgreiðsla skatta ekki komin til sögunnar og menn greiddu eftirá hjá bæjarfógeta. Nú stormaði skrifari á mánudegi til að gera upp sínar skattaskuldir sem dregist höfðu í tvo mánuði. Þá kom í ljós að dráttarvextir höfðu safnast ofan á skuldina þar sem hún hafði ekki verið greidd á réttum tíma. Þá lamdi skrifari í borðið og sagði Freymóði að þá vexti myndi hann aldrei greiða. Vinnuveitandinn, sjálft ríkið. hefði ekki staðið í skilum með launagreiðslur og hefði ekki boðið vexti á þær en færi nú fram á vanskilavexti. Þegar sá ljúflingsmaður, Freyntóður bæjarfógeti, hafði heyrt málavöxtu. brosti hann út undir eyru og sagði: „Nei, Sigurgeir minn, þetta er ekki hægt. Þetta bara strikum við út." Og þar með tók skrifari gleði sína á ný og efndi til veislu fyrir fjölskylduna. Sigurg.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.