Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 29.01.1998, Qupperneq 1

Fréttir - Eyjafréttir - 29.01.1998, Qupperneq 1
I ! -Átti að fara í reynslusiglingu í gær Breytingar á loðnuskipinu ísleifi VE, sem fram fara í Færeyjum, eru á lokastigi og er hann væntanlegur í næstu viku. Selma Jóhannsdóttir, eiginkona Gunnars Jónssonar skipstjóra og út- gerðarmanns á Isleifi, segir að skipið hafi átt að fara í reynslusiglingu í gær. Þess var minnst á föstudaginn að fyrir 25 árum hófst gos á Heimaey. M.a. var farin blysför um bæinn sem lauk með athöfn á Básaskersbryggju Sjá nánarábls. 6og12. „Ég hef ekki heyrt ennþá hvemig gekk en gangi allt að óskum koma þeir heim með Isleif í næstu viku,“ sagði Selma. Isleifur var lengdur um tvo metra aftur, sett í hann ný aðalvél og vélbúnaður var endumýjaður. Isleifur var lengdur um átta metra í Póllandi fyrir nokkrum árum og bar eftir það um 1100 tonn af loðnu. Burðargetan eykst ekki við þær breytingar sem nú er verið að gera en Selma segir að Gunnar sé ntjög ánægður með hvemig til hefur tekist hjá Færeyingunum. 25. árgangur • Vestmannaeyjum 29. janúar 1998 • 4. tölublað • Verðkr. 140,- • Sími: 481 3310 • Myndriti: 481 1293 IsleifurVEvæntan- lenur í næstu viku i i -Verður ekki mætt nema með sölu skipa og kvóta, segir framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar Allt stefnir nú í að verkfall sjómanna hefjist aðfaranótt næsta þriðjudags. Þungt hljóð hefur verið í samningsaðilum, mikið ber á milli og fæstir sem hafa trú á að náist að semja fyrir þann tíma. Fréttir spurðu forráðamenn Isfélags og Vinnslustöðvar hvernig þeim litist á ef til verkfalls kæmi. Þeir eru sam- mála um að komi til stöðvunar loðnuveiða í febrúar verði afleiðing- arnar geigvænlegar. Tap fyrirtækj- anna áætla þeir 2,5 milljarða og segir framkvæmdastjóri Vinnslu- stöðvarinnar að því verði ekki mætt nema með sölu skipa og kvóta. Sighvatur Bjarnason, hjá Vinnslu- stöðinni, sagði að samningsstaðan virtist erfið. Seint yrði gengið að þeim kröfurn sem sjómenn setja fram og þvf virtist allt stefna í verkfall. Sighvatur var spurður hvert beint framleiðslutap fyrirtækisins yrði ef um mánaðarverkfall yrði að ræða. „Beint framleiðslutap okkar, ef við miðum við fyrri ár, yrði líklega um 1100 milljónir. Þá er eftir að taka útgerð skipanna inn í dæmið og það tap yrði ekki undir 200 milljónum. Þessu tapi yrðum við að mæta með því að selja eignir og einu seljanlegu eignimar í dag eru skip með veiði- heimildum. Þetta má ekki taka sem einhverja hótun frá okkur en því miður eru þetta bara blákaldar stað- reyndir, öðravísi kæmumst við ekki fram úr þvf. Ég aftur á móti neita að trúa því að samningsaðiiar hafi ekki þá skynsemi til að bera að þeir reyni ekki til hins ítrasta að ná samkomu- lagi. Þetta er aðaltíminn sem er fram- undan og loðnusjómennimir hafa verið að ná allt að 40% af árstekjum sínum á þessum tíma. Þá hefur þetta einnig verið stór hluti af tekjum landverkafólksins og því afleitt fyrir alla aðila ef engar loðnuveiðar verða á þessum háannatíma í Vestmanna- eyjum,” sagði Sighvatur Bjamason. Sigurður Einarsson, hjá Isfélaginu sagði að sér litist illa á stöðuna. Mikið bæri á milli og litlar líkur á að samningar næðust í tíma. „Annars finnst mér þessi deila ekki snúast um okkur í Vestmannaeyjum nema að litlu leyti, aðstæður era aðrar hér en víða annars staðar. Það sýnir sig m.a. í því að yfirmenn hér felldu tillögu um að fara í verkfall og munurinn hjá undirmönnum var rninni en annars staðar á landinu.” sagði Sigurður. „Ef til mánaðarverkfalls kæmi, yrðu afleiðingamar skelfilegar, bæði fyrir fyrirtækið, sjómenn og landverkafólk. Þetta er besti tíminn, bæði fyrir vinnsluna, útgerðina, sjómennina og verkafólkið. Ég myndi áætla að framleiðslutap okkar í landi myndi nema um 800 milljónum og tapað aflaverðmæti útgerðarinnar yrði um 350 til 400 milljónir. Það segir sig sjálft að það tæki fyrirtækið mörg ár að jafna sig eftir slfkt áfall og veralegur samdráttur yrði í rekstrinum lengi á eftir. Auðvitað vona allir að ekki komi til verkfalls en eins og málin standa núna finnst mér trúlegt að af því verði,” sagði Sigurður Einarsson. Sjá viðtal við Elías Björnsson, formann Jötuns, á baksíðu. Heildverslun K arls Krist manns kaupir Tangann tslandsbanki hefur tekið tilboði Heildverslunar K. Kristmanns í verslunarhúsnæði Tangans þar sem KA rekur matvöruverslun í dag. KA er með tíu ára leigusamning og hafa kaupin engin áhrif á hann. Utibússtjóri bankans segir þetta farsæla lausn og mikils virði sé að Tanginn sé í eigu heimamanna. Kristmann Kailsson, framkvæmda- stjóri. segist með þessu vera að byija á sama punkti og hann var á þegar fyrirtæki hans leysti til sín Eyjakaup sem síðar varð gjaldþrota. Eyjakaup átti húsnæði og innréttingar sem íslandsbanki keypti af þrotabúinu en áður hafði það verið leigt KÁ. „Ég gerði íslandsbanka tilboð í Tangann semgengið varað. KÁátti forkaupsréttinn en nýtti sér hann ekki. Það verða engar breytingar því enn eru eftir sjö og hálft ár af leigusamningnum," sagði Kristmann. Börkur Grímsson, útibússtjóri íslandsbanka, segir þetta farsæla lausn. „Það er ánægjulegt fyrir bankann að þetta varð ofan á. Við metum það svo að það sé mikils virði fýrir Vestmannaeyjar að eignarhaldið á Tanganum, sem er stærsta verslunarhúsnæði í bænum, haldist innanbæjar," sagði Börkur. Bílaverkstæðið BRAGGINN s/f. RÉWNGAR OG SPRAUTUN: Flötum 20 - Sími 481 1535 VIÐGERÐIR OG SMURSTÖÐ: Græðisbraut 1 - sími 481 YGGI IIR LDUNA ggingamálin á g þægilegan hi ORVGGI GÆÐA FRA MKOLLUN Alla daga nema sun. sunnudaga Frá Eyjum: Frá Þorl.höfn: Kl. 08:15 Kl. 12:00 Kl: 14.00 Kl: 18.00 3/er/ó/^ur BRUAR BILIÐ Sími 4812800 Fax 4812991 Bókabúðin Heiðarvegi 9 - Sími 481 1434 Verkfall sjómanna skellur á næsta þriðjudag. Afleiðingarnar gætu orðið geigvænlegar fyrir Vestmannaeyjar: Tapið gæti orðið 2,5 milliarðar

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.