Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 29.01.1998, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 29.01.1998, Blaðsíða 2
2 Fréttir Fimmtudagur 29. janúar 1998 Diskabiófur Síðastliðinn laugardag var tilkynnt um innbrot og þjóínað að Brekastíg 19. Gripdeildai maðurinn mun hafa haft á brott með sér eitthvað af geisladiskum. Lögreglan hefur ekki enn haft hendur í hári mannsins. Allar upplýsingar um ferðir grunsamlegra manna við Brekastíg 19 þennan dag eru vel þegnar. Þjjófur í (lisköbúri Á mánudaginn var tilkynnt um innbrot og þjófnað úr Hamarsskóla. Þar hat'ði hurð af svokölluðu „diskóbúri“ verið sparkað upp og stolið þaðan tónjafnara og Ijósa- stilli. Sá sem vildi í „diskóbúrið" hefur ekki náðst. Kannski að hinn tónelska geisladiskaþjófur sem lét greipar sópa á Brekastíg 19 hafi vantað hafi vantað græjur? Alli þeir sem geta gefið upplýsingar urn málið eru hvattir til að hafa samband við skólastjóra Hamars- skólaeða lögreglu. Rúðubrot Fjögur rúðubrot voru tilkynnt til lögreglu í síðustu viku. Rúður voru brotnar í Ráðhúsinu, Bamaskól- anum, Hamarsskóla og Tölvubæ. Að minnsta kosti eitt þessara rúðu- brotamun veraaf völdum loftbyssu eða túttubyssu. Lögreglan telur ljóst að börn eða unglingar hafi einhvers konar loftbyssur eða túttubyssur undir höndum. Lög- reglan hvetur því foreldra til að hafa vakandi auga með afkvæmum sínum og taka þennan skaðvald úr höndum þeirra, svo fyrirbyggja megi frekara tjón af völdurn þessara tóla. Flýði afvettvangí Á sunnudaginn var tilkynnt um árekstur. Áreksturinn mun hafa átt sér stað við Höfðaveg 40 eftir klukkan 22:(X) síðastliðinn laugar- dag. Sá sem árekstrinum olli flýði af vettvangi og hefur ekki til hans spurst. Klippurnar áfjóra Alls voru fjórtán umferðaiiagabrot bókuð hjá lögreglu í síðustu viku, þar af kiippti lögregla númerin af fjórurn bílum sem ekki höfðu verið færðir til skoðunar á réttum tíma. Vægtóhapp Föstudagskvöldið 23. janúar var tilkynnt um umferðaróhapp. Þetta var minniháttar hnjask og engin slys urðu á fólki. Beíónir uni styrki Nokkur mál lágu fyrir um beiðnir til styrkveitinga. Þessir aðilar voru: Áhugafélag um böm og brjóstagjöf, Byrgið, kristilegt líknarfélag, auk KFUM og K. Bæjarráð vísaði erindunum til gerðar fjárhags- áætlunar 1998. Horfiráheyjaforðann Gunnar Árnason hafði sent bæjarráði bréf þann 26. janúar síðast liðinn. Þar ræðir hann um fóðumál og heyforða. Umræðufundur siðfræði i sjávarútvegi á vegum Landakirkju: Rétt siðferði skilar hagnaði hegar til lengri tfma er litið Umræðufundur um siðfræði í sjávarútvegi var haldinn í Safn- aðarheimili Landakirkju síðast liðinn mánudag. Þetta var annar fundurinn af þremur og fjallaði hann um siðferði í sjávarútvegi út frá sjónarhóli efnahagslífsins. Alls mættu fjörutíu og fimm manns á fundinn og voru umræður líflegar og skorinorðar. Menn komu vel undirbúnir til fundarins og ekki annað að heyra en menn hafi verið vel með á nótunum. Séra Bjami Karlsson ítrekaði í upphafi fundarins að markmiðið með fundaröðinni væri að fræðast, safna upplýsingum, skýra sjónarmið og leita grundavallargilda sem hægt væri að byggja lokaniðurstöður á. Hann bað menn svo virða vettvanginn, sem er tjaldbúð drottins. Bjarki A. Brynjarsson hjá Þróunar- félaginu hafði framsögu á fundinum. en í panel sátu, Amar Hjaltalín fulltrúi fiskvinnslufólks, Amar Sigurmunds- son frá landvinnslunni, Magnús Krist- insson fullrtúi útgerðarmanna, Pétur Árnmarsson fyrir hönd smábátasjó- manna og Valmundur Valmundsson frá Sjómannafélaginu Jötni. Fundar- stjóri var Hafsteinn Guðfinnsson sjávarlíffræðingur. I framsögu sinni útskýrði Bjarki hlutverk siðfræðinnar eins og Guðmundur Luther Loftsson gerir í bók sinni, Bætt viðskiptasiðferði: „Siðfræðin leitast við að finna mæli- stiku á mannlega breytni og ákvarða hvað er gott og hvað er ilt, hvað er rétt og hvað er rangt." í framhaldi af því setja menn sér siðalögmál til leiðbeiningar. Slík siðalögmál em þó ekki lög. Bjarki sagði að sér virtist að skilgreina mætti siðferðilega hegðun sem þá hegðun, sem hámarki til lengri tíma tiltekin gæði, til góðs fyrir þjóðina í heild. Hins vegar benti hann á það veigamikla atriði að það sem í dag teldist kannski siðferðilega rétt gæti dæmst síðar sem siðferðilega rangt. Bjarki talaði svo um náttúru- legar auðlindir og réttinn til að nýta þær, og þær siðferðilegu skyldur sem fylgja því jafnt fyrir einstaklinginn og þjóðfélagið í heild. Einnig talaði Bjarki um eignamyndunina sem yrði til í þjóðfélaginu. Gerði hann meðal annars að umtalsefni misjafnar forsendur fólks þegar það metur hagnað einstaklinga við framsal aflaheimilda á kostnað þeirra sem í raun ættu auðlindina, þ.e. þjóðarinnar sjálfrar. Umræður að lokinni framsögunni voru fjölbreyttar og komið víða að málunum. Menn spurðu mjög gjama hvort tiltekin atriði teldust siðferðilega rétt eða röng. Fundarmenn spurðu til dæmis hvort það væri siðferðilega rétt að henda fiski í sjóinn og hvort kvótakerfið væri þá tjandsamlegt þjóð og einstaklingum? Hvort það teldist góð umgengni við auðlindina og skilaði þeim arði til þjóðarinnar sem æskilegur væri ef litið væri til langs tíma? Valmundur Valmundsson sagði meðal annars að svo virtist sem sveiflur í náttúrunni væru einnig háðar siðferði sem skaraði jafnt efnahag og persónulega breytni manna. Hann sagði að fréttir hefðu borist af því að gengi dollars væri að falla vegna þess að Clinton Bandaríkjaforseti hefði hugsanlega lent á kvennafari og að breytni Clintons gæti því haft áhrif á verðmætasköpun á íslandi. Bjarki sagði að lokum að sjávarútvegurinn sem atvinnugrein yrði að lúta almennum siðareglum viðskiptaheimsins. Hvort siðareglur viðskiptaheimsins eigi samleið með öðrum siðareglum sem menn setja er kannski spuming sem vaknar í því sambandi. Hins vegar sagði Bjarki að þar sem almennt væri viðurkennt að auðlindin væri talin eign allrar þjóðarinnar væri það siðferðileg skylda þeirra sem stunda sjávarútveg að ganga vel um auðlindina og tryggja að hún nýttist þjóðarbúinu í heild og til langframa. TTttttI Hermaul LlgÍjK &laiií>ar- dagskvöld Dansað eftir Guðsorði Föstudaginn 30. og laugardaginn 31. janúar munu listamenn frá Lit- haugalandi verða með listsýningar og tónleika í Hvítasunnukirkjunni. Einn þekktasti jassisti Lithauga, Gintautas Abarius mun koma fram ásamt ballettdansmeynni Juditu Zdanavicciute. Með þeim í för er predikarinn Giedrius Saulítis safnaðarhirðir í Kirkju trúarinnar í Vilnius. Þessi listviðburður er öllum opinn og hefst klukkan 20:30 bæði kvöldin. Gert er ráð fyrir að standa straum af kostnaði með samskotum á staðnum. Gott þætti ef fólk gæti lagt að lágmarki 7(X) kr. af mörkum í þessu skini. Abarius og Saulitis hafa báðir strítt við áþján eiturlyfja og þær hörmungar sem þeim fylgja, en ganga nú heilsugóðir á guðs vegum. Fréttatilkvnning. íbiðstöðu Georg Kr. Lárusson sýslumaður segir að eftir þvf sem hann viti verði enn einhver bið á því að ákvörðun yrði tekin um ráðningu ríkislögreglustjóra. Eins og greint var frá í Fréttum í síðustu viku er Georg einn umsækjenda um stöðuna. Hann segir að ráðherrra hafi komið frá útlöndum í gær og ákvörðunin rnuni dragast eitthvað. Georg segir líklegt að niðurstaða fáist ekki í málið fyrr en eftir helgina úr því sem komið er. Bæjarráðpakkar Fundur var haldinn í bæjarráði þriðjudaginn 27. janúar. Það hóf fund sinn á því að þakka öllum þeim sem aðstoðuðu og tóku þátt í athöfnum síðastliðinnar helgi er þess var minnst að tuttugu og fimm ár voru frá upphafi eldsumbrota á Heimaey. HannaMaríaleggur frani sín sjónarmið Skemmdarverk í kírkjugarðinum Blaðinu hafa borist fleiri en ein kvörtun um illa umgengni í kirkjugarðinum. Fólk sem var statt í kirkjugarðinum fyrir skömmu segist hafa séð til unglinga að leik í garðinum og hafi þeir skilið greinileg ummerki eftir sig. „Við komum í kirkjugarðinn eitt kvöldið í góðu veðri til að líta eftir leiðum ættingjanna," segir einn þeirra sem kvartað hefur við Fréttir. „Þá voru böm í garðinum og höfðu þau greinilega traðkað á leiðum, slökkt á kertum á þeim og skvett vaxi á legsteina. Ég veit ekki hvort böm gera sér grein fyrir helgi staðarins en þau sýna mikla óvirðingu með þessu. Hvet ég foreldra til að brýna það fyrir bömum sínum að leita annað í leikjum sínum. Halldór Hallgrímsson staðarhaldari Landakirkju segir að enginn hafi kvartað við hann vegna skemmdar- verka. Hann segir að þegar skreyting- ar em með logandi kertum sé oft hætt við að skreytingar skemmist. „Eins og tíðin hefur verið undanfarið er mögulegt í mikilli rigningu að þessi vaxkerti hreinlega springi með fyrrgreindum afleiðingum, en um skemmdarverk af mannavöldum kannast ég ekki við,“ sagði Halldór. Fyrir lá bréf frá Hönnu Maríu Siggeirsdóttur frá 18. janúar. þar sem hún leggur fram sjónarmið sín varðandi stofnun nýs apóteks í Vestmannaeyjum. ðnektá SlökkviliAinu Fyrir lá bréf frá Bninamálastofnun ríkisins frá 22. janúar vegna úttektar á slökkviliði Vestmanna- eyja. Oddur skrifar og skrifar Oddur Júlíusson Brekastíg 7b er iðinn við bréfaskriftimar sem endranær og lágu fyrir þrjú bréf til bæjan-áðs frá 19. 21. og 23. janúar síðastliðinn. Samkvæmt hefð og venju faldi bæjarráð bæjamtara að svara bréfunum. FRÉTTIR Útgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir Jónsson. Iþróttir: Rútur Snorrason. Abyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjar.is/~frettir. FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt I áskrift og einnig I lausasölu í Turninum, Kletti, Novu, Skýlinu, Tvistinum, Amigo, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flugvallarversluninni, Tanganum, Söluskálanum. í Reykjavík: hjá Esso Stóragerði, i Flugteríunni á Reykjavíkurflugvelli og Söluturninum Smiðjuvegi 60 Kópavogi. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRETTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.