Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 29.01.1998, Síða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 29.01.1998, Síða 16
Frétta- og auglýsingasíminn 481-3310 * Fax 481-1293 12ÉÍ Pinalands Pizza og2 fíösktir 1/2 Itr Pepsi____kn12ð< Cato kattamiatur 450 gr.____kr.'Wé* Sun Lollv klakar___________.kr."26&< Oxfonl kremkex 200 gr.________kr.lB^ Oetker kartöfluinús 220 gr._ Oetker þurrger 10 bréf í pk.._kr.*250^ Híiréfiskur400 gt pk. ( -kr. 510S< pr. kg. uenáCm í aCfcuiateob \ vMaittr VrORUvÁL UESTURUEtSI 1» UESTr.inNNAEYJUM 399,- 155,- pk. 219,- pk. 49,- pk. 158,- pk. 173,-pk. 2^499,- pr.kg. FLUTNINGAR ■ VESTMANNAEYJUM Vöruafgreiðsla Mdldlogovegl 4 Síml 4C1 H40 Voruafgreiðsla ■ Reykjavik TVO Höðlasggfq 1.3 tim\ M1 3030 Útgerðannenn hafa ekki unnið heimavinmina sina -segir Elías Björnsson formaður Sjómannafélagsins Jötuns ,,Eg var að fá símbréf frá fram- kvæmdastjóra Sjómannasam- bandsins rétt áðan," sagði Elías Björnsson, formaður Sjómanna- félagsins Jötuns þegar Fréttir töluðu við hann í gær. „Það bréf hljóðaði á svipaðan hátt og mörg önnur sem ég hef fengið undan- fama daga: -Fundi deiluaðila Iauk á 12. tímanum. Ekkert gerðist. Næsti fundur boðaður á föstudag kl. tíu. „Þetta hefur nú verið gang- urinn það sem af er viðræðum, eins og líklega alþjóð veit," sagði Elías. „Reyndar kemur mér þetta ekkert á óvíu't. þetta er nú í þriðja sinn sem verðmyndunarmálin koma upp á borðið. Líklega hafa útgerðannenn ekki athugað að ný vinnulöggjöf hefur tekið gildi og þeir hafa líklega talið að sjómenn væru alveg hæstánægðir með allt. Útgerðar- rnenn hafa bara ekki unnið heima- vinnuna sína, þeir hafa komið óundirbúnir til funda og það er trú mín að þeir séu þessa dagana að vinna það sem þeir áttu að vera búnir með. Þess vegna gerist ekkert á fundunum. En ég hef þá trú að hjá báðurn aðilurn sé fullur vilji til að ná samkomulagi. Reyndar á ég ekki von á að það takist að semja fyrir þriðjudag í næstu viku. En ég vonast til að það Iíði ekki rnargir dagar áður en það tekst," sagði Eh'as. Hvert skyldi tekjutap sjómanna verða ef t.a.m. kæmi til mánaðar- verkfalls? ,Þetta er spuming sem þú færð mig ekki til að svara. Þegar ég var til sjós á sínum tíma þá reiknaði ég aldrei út hlutinn rninn fyrirfram, það er hreinlega ekki hægt að reikna út hlut úr óveiddum fiski og hefur aldrei verið hægt. Þó er ljóst að um verulegt tekjutap yrði að ræða. Aftur á móti eru fjölmiðlar að undanfömu búnir að reikna sig hálfvitlausa í sambandi við tekjutap, komi til verkfalls. Mér finnst mál að þeir fari að reikna sig til baka. Þær tölur. sem hafa verið birtar undanfarið, eru svo langt frá raunveruleikanum," sagði Elías Bjömsson að lokunt. Lóðsinn hið nýja hafnsögu- dráttar- og björgunarskip sem smíðað var fyrir Hafnarsjóð Vestmannaeyja er hannað af Skipalyftunni ehf. samkvæmt reglum og undir eftirliti Siglingastofnunar íslands. Skipið er 147,6 tonn og er fyrsta stálskip sem smíðað er í Eyjum. Lengd skipsins er 24,50 m, breiddin 7,33 m og dýptin 3,95 m. Helstu undirverktakar við smíði skipsins voru Drangur ehf. í tréverki, Geisli í rafmagni, Grétar Þórarinsson sá um pípulagnir og Eyjablikk um blikkklæðningu. Af innlendum búnaði í skipinu er helst að nefna að stýrisbúnaður kemur frá Stýrisvélaþjónustu Garðars Sigurðssonar, vindubúnaður frá Osey og sjálfvirkur sleppibúnaður frá Vélaverkstæðinu Þór. Ibúðir eru fyrir sex menn í eins og tveggja manna klefum í þilfarshúsi og einum þriggja manna klefa undir aðalþilfari. Sam- byggt eldhús og borðsalur eru í þilfarshúsi, auk baðs og salernis. Aðalvélar skipsins eru tvær af gerðinni Mitsubishi 2 x 1000 hestöfl við 1500 sn/ mín. Hjálparvélar eru tvær af gerðinni Mitsubishi og afkasta hvor 70 kw. Skrúfubúnaður er frá Hundested og gefur hann 26,5 tonna togkraft. Tvær 10 tonna dráttarvindur eru í skipinu með 70 tonna bremsukrafti. Dráttarkrókur er fyrir 75 tonna togátak og aftan á þilfarshúsi er krani með vindu. Á brúarþaki er slökkvibyssa, en hægt er að tengja kvoðukút við slökkvibúnaðinn. Skipstjóri á Lóðsinum er Ágúst Bergsson sem hér sést standa við stjórnvölinn. Sjá nánar á bls. 6. Bráðbirgðatölur Fiskistofu um aflann á síðasta ári: Vestmannaeyjar halda stöðu sinni sem stærsta löndunarhöfn landsins A síðasta ári bárust 187.242 tonn að landi í Vestmannaeyjum á móti 197.304 tonnum á árinu 1996. Munar þar minni afla í upp- sjávarfíski en bolfiskaflinn hefur aukist á milli ára. Vestmannaeyjar eru eftir sem áður aflahæsta löndunarhöfnin. Þorskaflinn jókst úr 8469 tonnum árið 1996 í 11.961 tonn á nýliðnu ári. Einnig var aukning í ýsunni sem fór úr 4011 tonnum í 4419 og í karfa þar sem aflinn jókst úr 3875 tonnum í 4121. Ufsaaflinn dróst aftur á móti saman, var 6367 tonn árið 1996 en 5871 tonn í fyrra. Samtals var botnfiskaflinn 32.621 tonn á síðasta ári en hann var 28.578 tonn árið 1996. Loðnuaflinn í fyrra varl54.130 tonn en var árið áður 168.729 tonn. Umtalsverður samdráttur varð í sfldinni, en þó minni miðað við hvað sfldveiðar gengu illa í haust og vetur. Árið 1996 bárust 19.801 tonn af sfld til Eyja en 13.379 tonn í fyrra. Þrátt fyrir minni afla milli ára halda Vestmannaeyjar stöðu sinni sem stærsta löndunarhöfn landsins. Næst koma Neskaupstaður með rúm 150.000 tonn og Eskifjörður með rúmlega 140.000 tonn. Þessar tölur eru fengnar frá Fiskistofu og eru bráðabirgðatölur.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.