Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 19.03.1998, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 19.03.1998, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 19. mars 1998 Fréttir 9 hvort það sé matur. Minnugur þess að einhvem tíma hafði ég heyrt að það tíðkaðist að hringja bjöllu, eða þeyta lúður þegar fólkið í fiskvinnslunni fengi pásu eða matarhlé. „Nei það er verið að hringja í tíma,“ segir strákur sem segist heita Andrés. Eg hugsa með mér að kannski sé ekkert svo langt á milli skólans og fiskvinnslustöðvanna, en læt mér nægja að hugsa það en spyr hins vegar hvort þau hafi einhverjar sérstakar óskir um það hvemig viðtalið verði sett upp og skrifað, þar sem þetta er nú fólk í blaðaútgáfu. Það er fátt um svör þangað til Ásgrímur segir, en hann hefur verið að rissa teiknimyndasögu um Veruna allan tímann sem ég stóð við. „Þetta verður að vera lofgrein. Við erum æðst og best af öllum. Þú mátt hafa greinina svona í göbbelskum áróðursanda." Ég hugsa með sjálfum mér: Ast er..ÁVESTMANNAEYJAR ALLT, um leið og ég kveð og geng út glaðari en ég hafði verið allan þennan dag. -beg- Árshátíð Framhaldsskólans var svo haldin á föstudags- kvöldið með glæsibrag í Kiwanishúsinu. Eins og við mátti búast var mikil gleði og hamingja við völd eins og sést á eftir- farandi myndum. Einn skelggur fjölmiðlagúrú Davíð Þór var kynnir á hátíðinni og hafði góð tök á salnum eins og hans var von og vísa. Þessi tælandi og ögrandi bokkadís stóðst ekki Ijósmyndarann. Dauíð Þór lét ekki sitt eftri liggja í dansinum og tjúttaði við þessa huldukonu. jhug»rl>r- Davíð Þór nýbúinn að veita Hrefnu Díönu viðurkenningu fyrir að vera morgunfúlasti nemandi skólans. F.v Davíð Þór, Fríða Hrönn, Hrefna Díana og Dröfn Tískusýnningin vaku' verðskuldaða athygli og hafði bema opnu vikunnar að leiðarljósi, bví lengst til vinstri má sjá flmor sjálfan með boga sinn og önrar í leit að hjartanlegum skotmörkum Aldrei að vita hverju flmor hefur komíð til leíðar í þessum hópi. F.v. Elli, Kjartan, Ríkki, Fjóla og Þóranna. En bað er Ijóst að hér hefur flmor haft hönd í bagga. Ella Magga og Finnur uoru að hefja sig til flugs. Þessir ungu menn fengu að skreppa út fyrir dyr til bess að kæla sig aðeins. Eins og sést greinilega á myndinni eru betta ástfangnir menn uppfyrir haus og ef grannt er skoðað sueimar flmor yfir. unga folkið vill eiga sér framtíð Sigurður Bragason er formaður nemendafélags F ramhaldsskólans í Vestmannaeyjuni. Eg fann hann niðri í Kiwanishúsi þar sem hann var ásamt öðrum að skipuleggja og skreyta salinn fyrir árshátíðina. Eg króaði hann af og fékk hann í spjall. Sigurður er á síðasta ári í skólanum og mun útskrifast af náttúrufræðibraut í vor. Hann segir að hann sé búinn að vera formaður nemendafélagsins einn vetur og ég spyr hann hvort kosningabaráttan hafi verið hörð? „Ég fékk reyndar ekkert mótframboð en það var nokkur barátta í önnur embætti. Stjórn nemendafélagsins er skipuð forntanni. varaformanni, gjaldkera, formanni skemmtinefndar og svo tökurn við inn einn fulltrúa jafningjafræðslunnar. Það er enginn munur á þessum embættum nerna nafnið. Að öðru leyti vinnum við öll sarnan. Það er ekki skylda að vera í félaginu, en þannig hefur það verið síðastliðin tvö ár. Nemendur greiða árgjald sem er sjö þúsund krónur, þar af fara tvö þúsund og fimm hundruð til nemendafélagsins. Mér finnst það miður að ekki skuli vera skylda að vera í félaginu, því það skiptir móralnum dálítið í tvennt vegna þess að þeir sem ekki eru í félaginu kvarta yfir því að fá ekki hlutina á sama verði og þeir sent eru í félaginu. Hins vegar eru flestir nemendur dagskólans í félaginu. Það eru frekar þeir sem eru í öldungadeildinni og kvöldskólanum sem ekki eru í því.“ Sigurður segir að félagslífið sé fjölbreytt, en hins vegar séu nokkrir fastir liðir. „Það eru þessi hefðbundnu böll og óvissuferð vor og haust, og opna vikan. í haust fór einnig fjörutíu manna hópur á bikarúrslitaleikinn og við skelltum okkur í leikhús í leiðinni.“ Hvemig stendur á þessari dræntu þátttöku í opnu vikunni. Ég er búinn að koma tvisvar upp í skóla þessa viku og það sést varla nokkur nemandi í skólanum. Sigurður segir að það sé eðlileg skýring á þessu. „Ég hugsa að um það bil einn fjórði þeirra nemenda sem eru í nemendafélaginu, séu að vinna við loðnuna. Þessi vika var hugsuð þannig í upphafi að halda opnu vikuna þegar loðnan væri, svo að þeir nentendur sem hefðu áhuga á gætu farið og unnið í loðnunni, en auðvitað bitnar þetta á öðru starfi þessa viku. í raun eru þetta bara opnir þrír dagar en ekki vika.“ En er ekki kostnaðarsamt að halda úti þeirri dagski'á sem þó er í gangi? „Auðvitað kostar þetta allt, en ýmis fyrirtæki í bænum hafa lagt okkur lið. Börkur í íslandsbanka sýndi þessu mikinn skilning og styrkir kostnað vegna hljómsveitar- innar Sóldaggar og prentvinnu vegna blaðsins og aðgöngumiða. Kiwanisfélagið hefur líka verið mjög liðlegt í sambandi við leigu á húsinu þeirra. Einnig fáunt við góða aðstöðu fyrir leikritið í Félagsheimilinu og svo styrkir Vqstmannaeyjabær Útvarp LÍNUNA. Ég vil endilega koma á frantfæri miklu og góðu þakklæti til allra sent hafa styrkt okkur, því án þeirra hefði þessi dagskrá ekki orðið eins vegleg og raun ber vitni.“ Sigurður hefur ákveðnar skoðanir á áfengismálum og finnst að með því að banna „flöskuböll“, þá hafi verið stigið skref aftur á bak, vegna þess að þá hefjist bara feluleikur með áfengið og hættara við að krakkarnir leiðist út í aðra vímugjafa. „Yfirvöld eru að bjóða upp á þetta. Fólk undir tuttugu ára aldri má ekki, samkvæmt lögunum vera með áfengi undir höndunt. Mér fmnst að það þurfi að taka upp untræðu, skynsamlega untræðu unt þessi mál. Vín verður alltaf freisting og til staðar, en bönn og feluleikur bætir ekki meðferð þess, heidur býður heint verri freistingum eins og eiturlyfjum." En er einhver vímuefnanotkun hjá nemendum skólans? „Það var gerð könnun héma fyrr í vetur, þar sem spurt var um vímuefni og notkun þeirra. Samkvæmt henni var nánast enginn sent hafði séð slíkt, hvað þá prófað. Enda yrði fljótt vart við slfkt og alls ekki liðið. Við erunt hreykin af því að vera sá skóli á landinu sem kemur hvað best útíþessu tilliti.“ Hvemig líst þér á ungt fólk í Vestmannaeyjum og ffamtíð þess? „Unga fólkið er efnilegur hópur. Það er oft verið að tala unt að ungt fólk sé óábyrgt og kunni sér ekki hóf. en ég vísa því á bug. Ungt fólk vill að sjálfsögðu eiga sér framtíð og vill mennta sig. Það er kannski ekki ntjög freistandi að gera fiskvinnslu og sjómennsku að ævistarfi. Fólk lítur þá helst til launanna. þó að sjómenn geti að vísu haft ágætis laun, en þeir eru löngum fjarri fjölskyldum sínum. En ég held þó að þessi fmmfranileiðslustörf séu þó ekki löstuð til vegsemdar menntun og öðrum störfum. Það verður trúlega enn þá nteiri fækkun í störfum í sjávarútvegi, vegna aukinnar tæknivæðingar og þá er opinn vegur til annarra starfa.“ Hvert liggur leiðin hjá þér ? „Ég ætla í háskóla, það er alveg ljóst. en dálítið óljóst enn Itvað það verður. Ég var eitthvað að hugsa um lögfræði, en ntér skilst það sé svo leiðinlegt þar. Mest langar ntig samt til að læra kvikmyndagerö," segir Sigurður að lokum og er ekki til setunnar boðið. Hann er strax rokinn og dottinn í athafnagleðina með hinum nemendunum." - beg -

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.