Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 19.03.1998, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 19.03.1998, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 19. mars 1998 Fréttir 13 heimilt að úthluta veiðiheimildum til útgerðar Sæbjargar VE. sambæri- legum þeim sem skipið hafði áður. Pólitísk ákuörðun Endanleg ákvörðun sjávarútvegsráð- herra liggur ekki fyrir þegar þetta er ritað og eru menn í sjávarút- vegsráðuneytinu tvístígandi sam- kvæmt heimildum blaðsins. Eftir fund með sjávarútvegsráðherra í desember sl. var Sveini Andra og Ara Edwald, aðstoðarmanni sjávarútvegsráðherra, falið að fara yfir málið. Niðurstaða funda þeirra var sú, að mistök Siglingamálastofnunar sem Sveinn Andri reifar í álitsgerði sinni, hafi leitt til þess að skipið kom ekki til greina við úthlutun aflaheimilda á árinu 1986. Hefðu þessi mistök ekki orðið hefði skipið komist inn í þann hóp sem enn þann dag í dag fær úthlutað aflaheimildum með hliðsjón af aflareynslu áranna fyrir gildistöku kvótalaganna. Ari Edwald mun samkvæmt heimildum blaðsins hins vegar hafa talið skorta lagaheimildir fyrir því að ráðuneytið leiðrétti mistökin. Sveinn Andri mun hins vegar hafa verið á öndverðum meiði; engin lagaákvæði bönnuðu ráðuneytinu að leiðrétta mistökin. Gögn með málinu eru staðfesting sýslumannsembættisins í Vestmanna- eyjum þann 18. febrúar sl. að þeim veðböndum sem hvíldu á Sæbjörgu hafi ekki verið aflýst. Yfirlýsing frá Tryggingamiðstöðinni um að vátrygg- ingarfjárhæðin hafi verið greidd 18. febrúar 1985. Það er einnig staðfest að félagið muni ekki hafa nein afskipti af afskráningu skipsins. Einnig fylgir yfirlýsing Siglingamálastofnunar sem getið er um að framan og bréfið sem hann sendi bæjarfógetanum í Vest- manneyja í nafni Siglinga- málastofnunar á gamlársdag 1984 um að Sæbjörg hafi verið tekin af aðalskipaskrá. Að lokum er yfirlýsing frá Hilmari Rósmundssyni, Theódór Ólafssyni og Margréti Sigurbjörns- dóttur um að þau hafi gert sam- komulag við Hið íslenska loðnu- veiðifélag og framselt til þess veiðiheimildir Sæbjargar VE. Muni þau ganga til samstarfs við HIL um stofnun félags um útgerð á skipi sem það muni gera út. Félagið hefur þegar verið stofnað og heitir Sæbjörg ehf. og hafa forráðamenn þess augastað á skipi. Eldfimtmál Vænta má að þama sé mjög eldfimt mál á ferðinni enda miklir hagsmunir í húfi. Gera má ráð fyrir að útgerðir loðnuskipa muni leggja stein í götu Sæbjargar ehf. Fyrir Vestmannaeyjar er mikils um vert að málið fái farsælan endi því þama er um allt að 25 störf að ræða auk þjónustu við skipið. Guðjón Hjörleifsson bæjarstjóri hefur lagt þeim lið og Ámi Joímsen. alþingis- maður hefur lagt fram frumvarp til breytinga á lögum um fiskveiðistjóm- un sem gerir sjávarútvegsráðherra kleift að Ijúka málinu. Ó.G. Var ákveðinn í að halda álram -segir Theódór Ólafsson sem strax veturinn 1985 gerði bráðabirgðasamkomulag um smíði á nýju skipi Hilmar Rósmundsson skipstjóri og Theódór Ólafsson vélstjóri voru engir nýgræðingar í útgerð þegar Sæbjörg strandaði við Stokksnes. Þá höfðu höfðu þeir starfað saman í útgerð í um aldarfjórðung. Fyrst áttu þeir Hafþór VE áður en þeir keyprn fyrri Sæbjörgu ?? tonna eikarbát sem varð landsfrægt aflaskip. Sæbjörg var aflahæst í Vestmannaeyjum þrjár vetrarvertíðir í röð og einu sinni aflahæst yftr landið. Arið 1967 var hún aflahæst í Eyjum með 1000 tonn, 1968 var aflinn 1191 tonn og árið 1969 var aflinn hvorki meiri né minni en 1655 tonn sem þótti með ólíkindum á ekki stærri bát. Sama sumar fiskaði Sæbjörg um 500 tonn í troll þannig að heildaraflinn varðá 3. þúsund tonn þegar upp var staðið. Nýjustu Sæbjörgu keyptu þeir árið árið 1974 og árið 1976 var hún lengd og byggt yfir hana. Var Sæbjörg þá í hópi stærstu skipa af þessari gerð. I samtali við Fréttir neitar Theódór því alfarið að þeir hafi ætlað að hætta eftir strandið 1984. „Við vomm ákveðnir í að halda áfram og ég tel mig hafa fylgt málinu eftir af fullum krafti. Strax veturinn 1985 fór ég til Noregs ásamt Gísla Jóhannssyni. útgerðarmanni Jóns Finnssonar GK. Við ætluðum að láta byggja samskonar skip og hafði liann það í gegn með mikilli harðfylgi og lét hann smíða fyrir sig nýjan Jón Finnsson sem í dag er Kap VE 4,“ segir Theódór. Allar teikningar vom klárar og hafði Theódór gert bráðabirgða- samkomulag um smíði á nýrri Sæbjörgu. „Eftir vikustopp heima fór ég svo til Þýskaiands til að semja um kaup á aðalvél við Deuteh- verksmiðjumar." Þegar kom að því að útvega fjármagn til smíðinnar komu Hilmar og Theódór alls staðar að lokuðum dyrum. „Það virtist eins og það væri ekki vel séð af þjóðfélaginu að menn væru að reyna fyrir sér um kaup á nýjum skipum. Öbeint var sagt við okkur að við ættum að hætta fyrst svona fór," segir Theódór. í tengslum við þetta skrifaði Hilmai' blaðagrein um málið þar sem hann sagði það vilja þjóðfélagsins að sem flestir hættu í útgerð. „Eg var í fjórða skiptið dreginn upp úr sjónum þegar Sæbjörg strandaði við Stokksnesið 1984 og hefði því átt að vera búinn að fá nóg af sjómennsku. Eg vildi samt reyna áfrarn en fyrirgreiðslu var ekki að fá. Trygg- Áhöfin á Sæbjörgu metuertíðina 1969. Theódór er lengst til uinstri á myndinni og Hilmar efstur fyrir míðju. HvnU: SigurgeirJónasson. ingaféð, sem var 31 milljón, hafði lítið að segja upp í nýtt skip en eins og ég sagði áðan vorum við ekki tilbúnir að gefast upp fyrr en í fulla hnefana." Theódór segist enn eiga teikningar af skipinu sem þeir ætluðu að láta srníða. „Gísli lenti í miklum vandræðum með kerfið en honum tókst þó að fá það í gegn láta smfða nýjan Jón Finnsson. Hann seldi gamla bátinn til Chile og svo var samið um sölu á síld til Póllands sem gekk upp í kaupverðið." Theódór, sem í dag starfar hjá ísverksmiðjunni FES, segir að útgerðarbakterían hafi alla tíð blund- að í sér og hann segist aldrei hafa verið í vafa um að þeir ættu enn þá rétt á veiðiheimildum sem Sæ- björginni var úthlutað á árinu 1984 þegar kvótalögin tóku gildi. „Tómlætið sem við mættum innan kerfisins varð til þess að draga úr manni máttinn til að berjast en rétturinn er okkar. Ég get heldur ekki séð að við séurn að taka frá öðrum því loðnukvótinn hefur aldrei klárast. Það komst næst því í fyrra en yfirleitt hafa 100 þúsund til 200 þúsund tonn verið óveitt í lok hverrar vertíðar," sagði Theódór að lokum. Þetta uar algeng sjón á gömlu Sæbjörginni. MvnóSigurgeir. Guðmunda Hjörleif sdóttír: Ég hef fulia trú á aö eftir eitt til tuö ár uiti flestir á islandi huað Uoalre er. Guömunda Hjörleifsdóttir tekur að sér umboö fyrir Aloe-Verasnyrtivörur: Stvrir sölu um allt land frá eldhúsborðinu Guðntunda Hjörleifsdóttir hefur tekið að sér uniboð á íslandi fyrir vörur frá Volare sem framleiðir Aloe-Vera húðsnyrtivörur. Hún er nú að skipuleggja sölukerfi sem nær til landsins alls en sölunni ætlar hún að stýra frá Vestmannaeyjum. Vörurnar eru seldar í heimakvnn- ingum og á nudd- og snyrtistofum. I samtali við Fréttir segir Guð- munda, sem er ósköp venjuleg húsmóðir, að Volare- fyrirtækið sé staðsett í Svíþjóð og er það fjögurra ára gamalt. Það sérhæfir sig í sölu og kynningu á Aloe-Vera húðsnyrtivörum sem framleiddar eru í ísrael. Þessar vörur hafa verið framleiddar af sömu fjölskyldunni í þrjá ættliði og núver-andi yfirmaður er lærður lyfja- fræðingur og húðsjúkdómafræð-ingur. Vörumar eru allar framleiddar úr náttúrulegum efnum og ilmurinn kemur úr blómum og jurtum," segir Guðmunda. Vörumar eru unnar úr Aloe-Vera plöntunni sem vex við Dauðahafið. Einnig framleiðir fyrirtækið vömr fyrir fólk með exem, psoriasis og þurrk í húð. „Þær em mjög ríkar af steinefnum, salti og svörtum leir." Aloe-Vera vörumar komu fyrst til Islands í október sl. og er verið að koma þeim á markað um landið allt. Þegar Guðmunda er spurð að því hvemig hún hafi krækt í þetta umboð segir hún að það megi rekja til Matthildar dóttur sinnar sem búsett er í Svíþjóð. „Matthildur er mikil sölu- kona og var var búin að selja Volare í tvo til þrjá mánuði þegar hún fór að segja mér frá þessum vörum. I hvert skipti sem við töluðum saman, sem er nokkuð oft, talaði hún varla um annað en Volare. Hún var alltaf með töfrasögur af þessum kremum. Hún suðaði í mér í hvert einasta skipti að prófa að selja þetta á íslandi. Ég neitaði í fyrstu en gaf loks eftir og sagði henni að senda mér einn pakka til reynslu." Guðmunda segir að sér hafi ekki verið rótt, talið að nú væri hún að færast of mikið í fang. „En eftir að hafa titrað og skolfið á fyrstu kynningu gengur mér nú mér nú orðið ágætlega. 1 byrjun fékk ég litlu systur mína með mér en nú eru þrjár sölukonur íEyjum." Hún segir að þeim sé ntjög vel tekið og fólk duglegt að láta þær vita hvemig því líkar varan. „Þrátt fyrir að varan hafi verið á markaði hér í fimm mánuði hafa konur komið á kynningar aftur og aftur. Það segir okkur eitthvað, ekki satt? Eftir að ég losnaði við fyrsta skrekkinn hef ég ekki séð eftir að hafa tekið að mér umboðið." í fyrstu ætlaði Guðmunda einungis að vera sölumaður í Eyjum en þegar henni bauðst umboð fyrir allt landið sló hún til. „Nú er ég að koma mér upp lager þannig að afgreiðslufrestur er einn til fjórir dagar, eftir því hvaðan af Iandinu pöntunin kentur." Guðmunda segir að Volare vörurnar séu orðnar nokkuð þekktar í Svíþjóð og Noregi. „Þar eru þær mikið notaðar á snyrti- og nuddstofum og með góðum árangri. Ég hef fulla trú á að eftir eitt til tvö ár viti flestir á Islandi hvað Voalre er. Að lokum má geta þess að okkur vantar sölufólk um allt land. Ef einhver hefur áhuga á að fá frekari upplýsingar eða að starfa með okkur í Volare. er hægt að hringja í mig í síma 481-2057,“ sagði Guðmunda að lokum. SiartaHOTiiaðiiiií^uerðjiw arsltalit) lietta er orúíhíi arleynr uiúlnirúiir í ionllsiárlil]JÉ\tjaiiiia. Hljomsueiliii Ut úr sltáiiiiiiiins'eiii.lioiiiisa,ou.siiiraðiá ársliatiúMinh Igrra. iniin inæta meú ylænylt 11 r ot i r/ni i iti itoniiSt r^rrli'oi itfe rl nt a 11.11 l^i ðjSÍMa* s ima ársliátíúina sem

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.