Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 19.03.1998, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 19.03.1998, Blaðsíða 4
4 Fréttir Fimmtudagur 19.mars 1998 Ostagratín Kristins mágs Hvað er hún Systa vinkona mín að gera mér! Ég sem kann varla að sjóða ýsu svo vel sé. Fyrir utan það að ég get aldrei farið nákvæmlega eftir uppskrift. Þó vill svo vel til að mágur minn, liann Kristinn Egilsson matreiddi frábæran rétt handa okkur þegar hann var síðast í heimsókn. Hann eftirlét mér uppskriftina og læt ég hana fylgja hér með. Ostagratin 250 grTortellini með kjöti 1 laukur 1/4 til 1/2 hvítlaukur 2 matsk. matarolía 1 dós tómatmauk (pure) 200 gr sveppir Oregon, pipar, salt 100 gr skinka (snrátt skorið) 100 gr pepperoni (smátt skorið) ofan á: 4 matsk. parmesan ostur 4 matsk. kotasæla 50 gr gráðostur 70 gr óðalsostur 1/4 1 rjónri Pastað soðið. Allt sett í eldfast mót. Tómatsneiðar þar yfir. Hita í ofni í ca 30 mínútur v/ 200 gráður. Að sjálfsögðu skora ég á Kristin að koma með næstu uppskrift. Erna Jóhannesdóttir er sælkeri þessarar viku. O F ð flp O - Kannski Eyjamenn vakni ekkert af hinum pólitíska svefni þetta árið. Undarlega rólegt er yfir lesendabréfunum í bæjarblöðunum þó rétt tveir mánuðir séu til kosninga, kjaradeilur sjómanna og útgerðarmanna í algleymingi og sjálfsagt eitt og annað sem fólki liggurá hjarta. Ekkert bólar á framboðslistum hvorki frá flokki né lista. Enda virðist vera að það að fá fólk til að kjósa lista sé barnaleikur miðað við að fá fólk til að gefa kost á sér. Þetta er ótrúleg breyting á örfáum árum. Og hefði verið talið óhugsandi að þrír flokkar sameinaðir auk óháðra væru í vandræðum með að fá fólk í framboð til bæjarstjórnar. - Og svo er þetta kannski ekkert svefn, heldur bara ánægja með störf okkar ágætu bæjarstjórnar. Neikvæðnisnöldur hefur stundum þótt vera of áberandi í bæjarlífinu hér en nú er ekki hægt að kvarta yfir því. Enda, höfum við yfir einhverju að kvarta? Skipum fjölgar, kvóti eykst og því vonandi verið að snúa vörn í sókn. Helst að það vanti fólk í vinnu og svo kannski á framboöslistana. - Nú er á fullu verið að undirbúa Búastaðagryfjuna undir nýtt hlutverk. Fréttir herma að ekki hafi verið ágreiningur um málið í bæjarstjórn. Ekki eru þó allir á eitt sáttir með að hún verði notuð undir óbrennanlegt sorp og þykir sérstaklega íbúum austast í austurbænum nálægðin við íbúabyggðina þar fullmikil. Einnig eru þeir aðilar sem vinna að ferðamálum hér ósáttir við staðsetninguna. Nokkuð seint mun þó vera að mótmæla nú, þar sem ákvörðun liggur fyrir og framkvæmdir hafnar. - Heyrst hefur að Þjóðhátíðarnefnd fái ekki frið fyrir hljómsveitum sem sækja það fast að fá að spila á Þjóðhátíð. Virðist ásókn hljómsveita aukast árfrá ári og vonandi að það skili sér í enn betri dagskrá og hagstæðari samningum. - Aðalfundur ÍBV-íþróttafélags hefur enn ekki verið haldinn en sumum þykir vera kominn tími til. Eru gamlir Týrarar farnir að óttast að aðalfundur lendi í ámóta drætti og fundur Týs lenti, síðasta árið sem það félag starfaði. SKEMMTILECflST AÐ SPRIKLA A SVIÐI Nemendafélag Framhalds- skólans hefur á undanförnum árum haft fyrir sið að setja upp leikverk einu sinni á vetri i sambandi við opna viku og árshátíð skólans. Á föstudag frumsýndu nemendur leikritið „Þetta er allt vitleysa, Snjólfur," við góðar undirtektir áhorfenda. Að þessu sinni tók einn af nemendum skólans, Guðmundur Þorvaldsson, að sér leikstjórnina en hann er raunar hagvanur með Leikfélaginu eftir að hafa unnið þar á bæ um nokkurra ára skeið. Guðmundur er Eyjamaður vikunnar af þessu tilefni. Fullt nafn? Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson Fæðingardagur og ár? 23. maí 1976. Fæðingarstaður? Reykjavík Fjölskylduhagir? Einhleypur en á tveggja ára son, Magnús Almar. Menntun og starf? Nemandi í Fram- haldsskólanum Laun? Engin eins og er. Helsti galli? Ekki nógu strangur. Helsti kostur? Þolinmóður og mikill húmoristi. Uppáhaldsmatur? Svínahamborgarahryggur. Versti matur? Kindaandlit (svið). Uppáhaldsdrykkur? Appelsín og jarðarberja woodys. Uppáhaldstónlist? Allt mögulegt. Aðallega rokk. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Að fá að sprikla á sviði. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? Að læra heima. Hvað myndirðu gera ef þú ynnir milljón í happdrætti? Eyða henni í einhverja vitleysu. Uppáhaldsstjórnmálamaður? Nei, enginn sérstakur. Uppáhaldsíþróttamaður? Vala Flosa. Ertu meðlimur í einhverjum félags- skap? Leikfélagi Vestmannaeyja og Leikfélaginu Sýnir, sem er áhugafólk um allt land. Leynifélaginu Alkapó (sem er þjóðhátíðarfélag). Uppáhaldssjónvarpsefni? Fóstbræður, Simpsons og Vinir. Uppáhaldsbók? Flyskræk er alveg yndisleg. Hver eru helstu áhugamál þín? Leiklist og að vera I góðra vina hópi. Hvað metur þú mest í fari annarra? Húmor. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Stælar og mikilmennska. Fallegasti staður sem þú hefur komið á? Herjólfsdalur á þjóðhátíð. -Varstu ánægður með þessa frumraun þína sem leikstjóri? Já, þetta fór fram úr mínum björtustu vonum. -Er ekkert erfitt að hafa stjórn á fólki sem þú ert sjálfur með í skóla? Jú, mjög svo. Erfiðara að fá þau til að hlusta á sig. -Ætlarðu að leggja stund á leiklist í framtíðinni? Ég er að fara í inntöku- próf í þessari viku í Leiklistarskóla Islands og rétt að sjá hvernig það gengur áður en maður segir meira. Hvað dettur þér íhug þegar þú heyrir þessi orð? -Snjólfur? Hallærislegur strákur. -Frumsýning? Stórkostleg tilfinning. -Framhaldsskólinn? Stoppistöð fyrir Leiklistarskólann. Eitthvað að lokum? Ég vil hvetja bæj- arbúa til að koma á sýningu hjá okkur og sjá hvað unga fólkið er að gera. Ég vil minna á að það var eingöngu ungt fólk sem tók þátt í síðustu uppfærslu Leikfélagsins en það er fjölsóttasta sýning sem sett hefur verið upp hér. NYFfEDDIR VESTMffNNfíEYINGffR Drengur Þann 8. mars eignuðust Selma Ragnarsdóttir og Sindri Oskarsson dreng. Hann vó 18 merkur og var 54 sm að lengd. Hann er hér í fangi móður sinnar. Ljósmóðir var Guðný Bjarnadóttir. Stúlka Þann 23. desember eignuðust íhelma Gunnarsdóttir og Sveinn Magnússon stúlku. Hún var 14 merkur og 52 cm. Hún hefur verið skírð Agnes Sif. Fjölskyldan býr f Reykjavfk. Nýir eigendur Cafe Maria, þau Stefán Ólafsson og Helena Ámadóttir opnuðu staðinn á ný eftir breytingar.með hófi á laugardaginn, eftir breytingar. Myndin er tekin við það tækifæri. ÍBÚÐ TIL SÖLU Til sölu efri hæð og ris fasteignarinnar nr. 13 við Hilmisgötu. Stór og rúmgóð íbúð. Lækkað verð. JÓN HAUKSSON HDL. HEIÐARVEGI 10, S. 481-2000

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.