Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 08.04.1998, Page 1

Fréttir - Eyjafréttir - 08.04.1998, Page 1
Athafnaver unga fólksins opnað í dag: Einstakt Itér á landi Eitt öflugasta tölvuver lands- byggðarinnar verður opnað form- lega í dag miðvikudaginn 8. apríl kl. 16.00 að Skólavegi 1. Um er að ræða Athafnaver ungs fólks í Vest- mannaeyjum sem hefur það að markmiði að efla og virkja þá krafta og sköpunagáfu sem ungt fólk í Vestmannaeyjum býr yfir, jafnframt að aðstoða við að setja á laggirnar vinnuhópa eða smærri fyrirtæki til að vinna að ákveðnum verkefnuin. Með þessu má segja að athafnaverið auki nýbreytni í atvinnulífi Vestmannaeyja og um- fram allt stuðli það að eflingu eigin frumkvæðis og sjálfstæðum vinnu- brögðum hjá ungu fólki. Páll Marvin Jónsson forstöðumaður Athafnaversins segir að Athafnaverið sé samstarfsverkefni Vestmannaeyja- bæjar, Þróunarfélags Vestmannaeyja, Háskóla Islands og Framhaldsskólans í Vestmannaeyjum en að fjölmörg fyrirtæki hafi lagt Athafnaverinu lið. „Við kunnum þeim öllum bestu þakkir fyrir. Starfsemi sú sem á sér stað í Athafnaverinu á sér enga hlið- stæðu hér á landi og hefur hugmynd- in vakið mikla athygli annarra sveitafélaga. Það má segja að með þessu sé stigið fyrsta alvöru skrefið í að gera almenningi á landsbyggðinni kleift að nýta nýjustu tölvu- og hug- búnaðartækni við framkvæmd minni verkefna og til náms.“ Fyrir opnunina mun Athafnaverið skrifa undir samning við Nýherja hf um leigu á tölvubúnaði frá IBM og Tulip til notkunar í tölvuveri At- hafnaversins. Einnig verður gerður þjónustusamningur við Tölvun ehf., en Tölvun mun annast þjónustu á tölvuverinu og Intemetinu. Nýherji steig skrefi lengra en önnur fyrirtæki sem gerðu Athafnaverinu tilboð með því að trúa á starfsemi Athafnaversins og þátt þess f mótun á athafnafólki framtíðarinnar. Páll Marvin segir að til þess að tryggja að viðfangsefni Athafnavers- ins séu í takt við það sem er að gerast annars staðar á landinu og á alþjóða- vetvangi hafi hópur valinkunnra einstaklinga verið fenginn til að rniðla því nýjasta sem er að gerast í tækni, list. menningu og uppeldis- málum. ..Þessi hópur hefur verið nefndur „Vemdarar" og er í dag skip- aður sex einstaklingum; Salvöru Gissurardóttur Kennaraháskólanum, Astvaldi Jóhannssyni Nýherja, Emi D. Jónssyni Háskóla íslands, Þórði Víkingi Tæknivali, Magnúsi Hall- dórssyni Háskóla íslands og Davíð Guðmundssyni Tölvun. Áætlað er að Vemdarar komi saman einu sinni til tvisvar á ári þar sem farið er yfir hina faglegu hlið starfseminnar, nýjungar ræddar og hugmyndir að mögulegum verkefnum kynntar.1' Opið hús verður milli kl. 15:00 og 19:00 í dag. Formleg dagskrá með stuttum ávörpum hefst kl. 16:00 og léttar veitingar bomar fram. Allir em velkomnir! Hættir Georg við að hætta? Eins og kunnugt er af fréttum var Georg Kr. Lárusson, sýslumaður í Vestmannaeyjum, skipaður vara- lögreglustjóri ríkisins fyrir skömmu. Var því reiknað'með að hann myndi hætta sem sýslumaður hér í sumar. Fréttir hafa eftir næsta öruggum heimildum að svo geti farið að ekkert verði af brotthvarfi Georgs héðan. Þessi ráðningamál munu öll í deiglu og vinnslu og endurskoðun þeirra stendur yfir. Ráðherra ér með málið í sínum höndum sem stendur og kveður væntanlega upp úr innan skamms hverjar lyktir þess verða. Fréttir reyndu án árangurs að ná sambandi við Georg sýslumann vegna þessa máls en líkast til ættu Ifnur að skýrast um páskana. Rallið lofar góðu Friðunaraðgerðir vegna hrygning- arþorsks standa yfir fram yfir miðj- an apríl og stór svæði lokuð fyrir öllum veiðum vegna þeirra. En einn netabátur frá Eyjum, Valdi- mar Sveinsson, hefur þó fengið að veiða að vild þrátt fyrir öll bönn. Þeir eru í hinu árlega netaralli fyrir Hafrannsóknastofnun. Óskar Öm Ólafsson, skipstjóri á Valdimar Sveinssyni, sagði í samtali við blaðið í gær, að borið saman við árið í fyrra væri þetta heldur meira núna. „Eg þori ekki að slá á aukn- inguna í prósentum en þetta er eitt- hvað meira en í fyrra,“ sagði Óskar. Alls eru sex lagnir teknar. Þeir byrjuðu austur í kantinum á Síðu- grunni, lögðu þar 96 net, færðu sig svo vestur með og tóku fjórar lagnir með 74 netum. I gær voru þeir að draga í Háfadýpiskantinum og síðasta Iögnin verður dregin í dag. Þá verður lagt á heimamiðum, á Sandagmnni, Sandahrauni, Rófuboða og Flúðunum og lögð 96 net. , Aflinn hefur verið svipaður frá degi til dags, miðað við netafjöldann,“ sagði Óskar. „Á mánudag var aflinn 45 kör, líklega um 22 tonn. Og þetta er nær allt þorskur, mjög fallegur fiskur.“ Vinnslustöðin hafði betur Fallinn er í Héraðsdómi Reykja- víkur, dómur í máli Vinnslu- stöðvarinnar gegn ríkinu vegna Þróunararsjóðs sjávarútvegsins. Dómurinn var felldur 31. mars sl. og kveður á um að sjóðnum beri að afgreiða umsókn Vinnslustöðvar- innar sem réttmæta vegna Fisk- iðjunnar og Eyjabergs. Sighvatur Bjamason segist ánægður með niðurstöðu dómsins en gerir þó fastlega ráð fyrir því að honum verði áfrýjað til Hæstaréttar. .Þessi héraðs- dómur er þó afdráttarlaus. Það voru sett lög um sjóðinn af Alþingi, en stjóm Ureldingarsjóðs setur svo reglur sem virðast samkvæmt dómnum hafa minna vægi miðað við lög Alþingis, sem er okkur í hag.“ Sighvatur segir og að ef málið fari fyrir Hæstarétt þá muni sá málarekstur taka sex til átta mánuði. Hann segir að það séu miklir hagsmunir í húfi og spuming um 140 - 150 milljónir fyrir Vinnslustöðina. Guögeir Clark og Hildur Jóhannsdóttir voru kosin herra og ungfrú Féló. Sjá bls. 6. Mynd Sigþóra Guðmundsdóttir. Bílaverkstæðið BRAGGINN s/f. RÉTTINGAR OG SPRAUTUN: Flötum 20 - Sími 481 1535 VIÐGERÐIR OG SMURSTÖÐ: Græðisbraut 1 - sími 4813235 Páskaáœtlun Herjólfs s Frá Eyjum: Frá Þorl.höfn: Miö.- fim,- og lau. Ki: 8:15 Kl: 12:00 Mánudag Kl: 14:00 Kl: 18:00 Miðvikudag aukaferð Kl: 15:30 Kl: 19:00 Föstudaginn langa & Páskadag Engin ferö Ucriólfur BRUAR BILIÐ Simi 4812800 Fax 4812991 Bókabúðin Hei00irvieö9-SÉinitt4Sll H434

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.