Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 08.04.1998, Side 6

Fréttir - Eyjafréttir - 08.04.1998, Side 6
6 Fréttir Miðvikudagur 8. apríl 1998 Nýja unglingaráðið sem fer með stíóm Féló næsta árið. Myndir Sigbóra Guðmundsdóttir. Árshátíð Féló var haldin með pompi og prakt á fóstudagskvöidið. Þema hátíðarinnar að þessu sinni var geimverur og geimurinn og var húsnæði Féló í Félagsheimilinu skreytt í samræmi við það. Krakkarnir sjálfir báru hitann og þungann af skreytingunum og skemmtiatriðum sem í boði voru. Byrjað var á pizzuveislu en hápunktur kvöldsins var krýning á Herra og ungfrú Féló, þar sem Guðgeir Clark og Hildur Jóhannsdóttir stóðu uppi sem sigurvegarar. Nýtt unglingaráð var kosið og það gamla var kvatt með virktum. Þá var efnt til karokeekeppni og þar söng Ester Bergsdóttir sig inn í hjörtu gesta. Hún söng reyndar án undirleiks, lag Hafsteins Guðfinnssonar, Pípan og kom sá og sigraði. I kosningum til unglingaráðs voru yfir 20 frambjóðendur en kjósa átti þrjá úr 7. bekk, þrjá úr 8. bekk og þrjá úr 9. bckk. Þeir sem hlutu kosningu eru Guðgeir og Lovísa Clark, Thelma Rós Tómasdóttir, Hildur Jóhannsdóttir, Sigríður Ingibergsdóttir, Trausti Hermannsson, Olöf Ragnarsdóttir og Guðfinnur Jóhannsson. Að þessu loknu var stiginn dans fram eftir kvöldi. Ester Bergsdóttir söng sig inn í hjörtu gesta á árshátíð Féló. Gamla unglingaráðið var kvatt með blómum,. F.v. Kolbrún Stella Karlsdóttir, Hlynur Ágústsson, Hildur ióhannsdóttir, Thelma Rós Tómasdóttir og Leó Snær Sveinsson. Hæfileikamótun knattspyrnudeildar ÍBV: lofagððu Hæfileikamótun knattspyrnudeild- ar IBV, fyrir leikmenn á eldra ári í 3. flokki og svo í 2. flokki drengja og stúlkna, var ýtt úr vör um þar síðustu helgi. Hátt í 40 ungmenni voru mæld í bak og fyrir og fengu svo að hlýða á fyrirlestra um hollt mataræði, óholla áfengisneyslu, hvernig best er að forðast meiðsli, hvernig knattspyrnudeild ÍBV er rekin og síðast en ekki síst hversu miklu máli huglægi þátturinn skiptir hjá íþróttafólki. Að sögn Þorsteins Gunnarssonar. framkvæmdastjóra knattspymudeildar ÍBV, tókst þessi fyrsti hluti með miklum ágætum. Fyrirlestrarnir hafi mælst vel fyrir og þetta unga fólk eigi að vera upplýstara um hvað þarf til þess að ná árangri í knattspymu. „Það má segja að við séum að ijárfesta til framtíðar. Þetta er verkefni sem mun rúlla allan ársins hring því leikmennimir þurfa að fylla út eyðublöð tvisvar í viku. Það verður spennandi að sjá hvernig framhaldið verður því nú reynir á þetta unga fólk að æfa sjálft samkvæmt æfingaáætlun sem hver og einn fékk eftir að hafa verið mældur upp,“ sagði Þorsteinn. Næsti hluti hæfileikamótunar ÍBV verður í lok maí en þá verður ný fyrirlestrasyrpa. Ungar stúlkur hlýða á fyrirlestur um næringarfræði í Hæfileí kamótun ÍBV. Freymóður Þorsteinsson fyrrum bæjarfógeti er látinn Látinn er í Reykjavík, Freymóður Þorsteinsson. Hann fæddist 13. nóvember 1903 og lést 17. mars sl. Hann var fulltrúi hjá hjá bæjarfógetanum í Vestmannaeyjum frá 1. apríl 1942 til 1963 og oft settur bæjarfógeti í forföllum skipaðs bæjarfógeta. Hann var settur bæjarfógeti í Vestmannaeyjum á eigin ábyrgð frá 10. apríl 1963 og skipaður þar 8. júní 1963. Hann fékk lausn ffáembætti 6. nóvember 1973. Hann starfaði því sem fulltrúi og bæjarfógeti Vestmannaeyja í 31 ár. Maki hans var Ragnheiður Henríetta Elisabet Hansen dáin 1983. Uppeldisdóttir hans er María Guðmundsdóttir ljósmyndafyrirsæta og ljósmyndari. Sigurgeir Jónsson skrifar ÍudeQÍ Atf hátíðum í raun og veru ætti þessi pistill að heita „Á mið- vikudegi" en ekki Á fimmtudegi þar sem Fréttir koma að þessu sinni út á miðvikudegi. Nú er nefnilega kominn sá tími þegar útgáfa blaðsins riðlast verulega og blaðið kemur út á mið- vikudegi þrívegis á stuttum tíma. Allt eru það frídagar einhvers konar sem rugla útgáfuna, ýmist kirkjulegs toga eða vegna gamals tímatals. A morgun er skírdagur og sá dagur er rauður í almanaki íslendinga sern og uppstigningardagur sem einnig er á fimmtudegi. Eftir því sem skrifari kemst næst eru þessir tveir dagar ekki rauðir í almanökum margra þjóða en annaðhvort emm við svona miklu trúræknari en aðrir eða þá fríaglaðari en aðrir. Og einhvern veginn hallast skrifari að síðari tilgátunni. Þá er enn ótalinn þriðji fimmtudagurinn, sumardagurinn fyrsti, sem Islendingar halda hátíðlegan og hafa rauðan á almanaki, einir þjóða í veröldinni. Skrifari hefur áður minnst á það í pistli að þessir þrír fimmtu- dagar séu hálfgerð tímaskekkja, fimmtudagsfrí séu vond frí bæði fyrir launþega og vinnuveit- endur. Sjálfsagt verður það þó ekki fyrr en einhvem tíma á næstu öld sem þessu fyrirkomu- lagi verður breytt og nóg um það í bili. Það fer ekki milli mála að vorið er að koma. Einmunablíða hefur verið að undanfömu, raunar of svalt til að fólk hafi fækkað fötum að ráði en alveg á hreinu að vorið er á leiðinni. Farfuglarnir korna í hópum, tjaldurinn fyrstur að vanda og nokkuð síðan Itann gerði vart við sig með sínum gjallandi hávaða. Lóan er einnig komin, sá fugl sem margir kalla fyrsta vorboðann. Tilhugalíf fúglanna er þegar hafið og innan skamms verður farið að huga að hreiðurgerð. Um mörg undan- farin ár hafa sömu fuglar verið með fastan samastað á golfvellinum og gert sér hreiður á nær sömu stöðum. Og þessir fuglar em ekki að fara afsíðis heldur planta þeir sér niður rétt við gönguleiðir golfara. Þótt þetta hljóti að vera ónæðissamt fyrir þá, segja fróðir menn skrifara að þetta sé með vilja gert hjá þeim og af kænsku. Fuglamir haft gegnum tfðina lært að í nánd við manninn séu þeir ömggir fyrir vargfuglinum. Því velji þeir tjölfarinn stað, á borð við golfvöllinn, þrátt fyrir ónæði af kylfingum. Páskar em í nánd, þessi stórhátíð kristinna manna, sérstaklega þó kaþólskra. Líklega hugsa þó flestir íslendingar til páska með von og tilhlökkun um langt og gott frí, frekar en með trúarleg viðhorf í huga. Og tilhlökkun bamanna er líkast til að mestu bundin við súkkulaði í eggjalíki rétt eins og jólagjafir og jólasveinar ræna mestri athygli þeirra í lok hvers árs. Skrifari ætlar ekkert að velta sér upp úr því, hans vegna má fólk halda páska hátíðlega eins og því sýnist. I eðli sínu er skrifari heimakær maður, t.d. gæti hann ekki hugsað sér að halda jól suður á Kanaríeyjum. Og þótt nokkuð sé liðið á seinni hálfleik í lífi skrifara hefur hann ekki enn haldið páska annars staðar en á íslandi. En nú ætlar hann að gera breytingu á. Hann hefur ákveðið að kanna hvemig frændur vorir frar halda páska og er fullur tilhlökkunar að sjá hvemig þessi rammkaþólska þjóð hagar sér í sínu helgihaldi. Hann væntir þess að koma stómm fróðari til baka auk þess sem tilhlölckunin er ekki eingöngu bundin við helgihald íra heldur einnig við það að þeir ágætu frændur okkar framleiða eitthvert besta öl á jarðríki, svart að lit með lakkrísbragði. Það er hinn ágætasti drykkur sé hans neytt af hófsemi. Og skrifari óskar lesendum Frétta þess að þeir megi einnig eiga gleðilega páska og hófsama. Sigurg.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.