Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 08.04.1998, Page 8

Fréttir - Eyjafréttir - 08.04.1998, Page 8
8 Fréttir Miðvikudagur 8. apríl 1998 Kw»4sii'm á myy\cilisfÍKa teki brey+ti myndlis+armaður, í va»* -OQ ’tbð I II v\v\ mjog snemma tVí engiun segi^ Skuli pjalli um lífið og lis+iua Olaf: sson j Skúli Ólafsson myndlistarmaður er fæddur í Vestmannaeyjum og hefur búið þar með misjafnlega löngum hléum þó. Hann segir samt að hann sé ekkert sérstaklega Eyjamaður, frekar en íslendingur eða Dani vegna þess að hann sé ekki maður landamæra. Skúli ætlar að lofa Vestmannaeyingum að njóta ávaxtanna af myndlistariðkun sinni nú um páskana og opnar sýningu á morgun skírdag, í Akóges og mun hún verða opin til þriðjudagsins 14. apríl. Fréttir tóku hús á listamanninum til þess að kynna lesendum heim myndlistarinnar. SKÚIIÚLAFSSON : Þegar ég var krakki þótti mér mjög gaman að sulla með lití, eins og kannski öllum krökkum finnst og foreldrum finnst kannski líka gaman að bví að börnín beirra séu að gera fallegar myndir. Fótboltinn nýtur meiri skilnings en myndlistin „Ég hef starfað sem verkamaður með mynd- listinni," segir Skúli. „Ég er reyndar atvinnulaus eins og er. en maður reynir að verða sér úti um einhverjar tekjur. En þegar maður er í erfiðis- vinnu frá átta á morgnana til sex eða sjö á kvöldin, þá vinnur maður afskaplega lítiö fyrir sjálfan sig þegar maður kemur heim." Skúli segir að þegar myndlistarmaður sé í verkamannavinnu, þá verði hann vinna. Hins vegar geti hann verið á sama vinnustað með til dæmis fótboltaköppum, sem að mæta í vinnuna til þess að hvíla sig á milli leikja eða æfinga. Þar af leiðandi eykst líka álagið á myndlistar- manninum sem verður ennþá þreyttari þegar hann kemur heim. „Það þýðir ekkert fyrir mig að spyrja verkstjórann hvort ég geti fengiö frí f dag vegna þess að mig langi til að gera mynd. Ef ég spyrði hins vegar hvort ég gæti fengið frí f dag vegna þess að ég þyrfti að æfa mig. þá horfði málið öðru vísi við.“ Skúli telur þó að þama sé ekki endilega um togstreitu að ræða milli myndlistar og íþrótta, sem standi öðru tveggja fyrir þrifum. „Sem listamaður getur maður haft áhuga á íþróttum og allt gott urn þær að segja í sjálfu sér. Það er hins vegar þessi afstaða margra til þessara hluta sem er yfirleitt á kostnað myndlistarinnar. Ef ég finn hjá mér þörf til þess að gera mynd á meðan ég er í vinnu, þá gengur maður ekki heim til þess að gera þessa ntynd, heldur verð ég að bíða þangað til vinnudegi lýkur og er þá orðinn of þreyttur til að gera eitthvað fallegt. Það tekur alltaf einhvem tíma að ná sér niður til þess að geta gert eitthvað fallegt. Svo er maður kannski rétt búinn að koma sér í form um helgi og farinn að ná einhverri stemntningu, en þá verður maður að kúpla sig frá því vegna þess að vinnan bíður klukkan átta á mánudagsmorgni." Þarf að hafa hugtök myndlistarinnar á hreinu Er fegurðarhugtakið efsta lagið í myndlistinni í þínum huga? „I myndlistinni eru ákveðin lögmál. Maður gerir ekki eitthvað og segir að það sé myndlist. Maður þarf að hafa ýmis hugtök á hreinu, eins og til dæmis myndbyggingu. litasamsetningu og hreyfingu. í flestum tilfellum held ég að maður geti sagt að það sem einum þykir Ijótt geti verið góð myndlist. Það er í rauninni persónulegt mat. En þetta með að kunna að búa til myndina, er háð þessum lögmálum seni ég nefndi. Ég hef til dæmis mikið dálæti á Picasso sem kunni að búa til myndir. Allar myndir sem ég hef séð eftir hann eru pottþéttar sem myndlist, en ntér finnst verk hans langt frá því að vera falleg. Picasso er einn mesti myndlistarmaður sögunnar, en þær höfða ekki til fegurðarskyns míns, en þær eru gríðarlega góðar myndlistarlega. Ég myndi ekki vilja hafa þær hangandi inni í stofu hjá mér, en ég get vel sætt mig við þær á söfnum og í huga mínum. Má finna einhver merki áhrifa Picasso í þínum myndum? „Nei, nei. Að vera undir áhrifum ffá ein- hverjum reyni ég að komast hjá. Maður lærði af sínum kennurum á sínurn tíma. Ég reyni hins vegar að gera það sem mótast í mínum huga, en ekki ganga í smiðju til einhvers annars. Maður reynir að vera nægileg vitsmunavera til þess að geta lært af því sem maður sér í kringum sig. Picasso er ekki uppáhaldsmálari minn, en ég hef miklar mætur á honum. Ég nefni hann frekar sem dæmi um þessi lögmál sem gilda í myndlistinni." Listin orðin stóriðja Ef við snúurn okkur aðeins að viðhorfi fólks til myndlistar og stöðu listamannsins í samfélaginu. Skynjar þú eitthvert bil sem er að aukast milli listamannsins og almennings og að myndlistin sé einungis vettvangur fræðinga? „Mér finnst fræðingarnir vera komnir í aðstöðu sem er alveg fáránleg. Einn myndlistar- maður úti í heimi, sem hefur kannski lapið dauðann úr skel allt sitt líf verður skyndilega frægur eftir andlátið og alls konar fræðingar fara að safnast um hann. Þeir skrifa bækur, halda fyrirlestra og skrifa greinar, sem hala inn fé fyrir þá. Þetta er eiginlega orðin stóriðja. Ég get tekið impressionistana sem dæmi. Frá alda-mótum er búið að skrifa heilu staflana af bókum, þannig að ef þær yrðu settar saman hver við hliðina á annarri, þá skipti það kilómetrum. Þetta eru alls konar hlutir sem verið er að skrifa um sem skipta í raun og veru engu máli fyrir ntyndlist ntannsins sjálfs. Þetta er að miklu leyti upphafning fræðimannanna á sjálfum sér. Eftir því sem þeir verða svo gáfulegri og skrifa flóknari greinar um einfalda hluti, því meira hala þeir inn sjálfir og verða þekktari. Svo er hins vegar sá þáttur sem snýr að almenningi sem oft segir þegar hann stendur frammi fyrir listaverki að hann skilji ekki. Það er mikið til skólakerfmu að kenna. Éf byrjað er nógu snemma á því að kynna myndlist fýrir fólki, þá verður þetta ekkert vandamál. Myndlist skiptir einhvem veginn minna máli heldur en algebra og aðrar greinar í skólakerfinu." Skúli segir að viðhorfið til fræðinganna eigi líka við um samtímalistamenn. Þó geti verið allur gangur á því. „í dag er í raun og vem mjög erfitt að koma sér á framfæri, eða lifa af myndlistinni, nema einhver fræðimaður finni eitthvað bitastætt fyrir hann sjálfan. Það er rnikið atriði fyrir listafólk í dag að hafa einhverja sterka aðila í pólitík, eða í viðskiptum sem taka þá upp á sína arma. Þetta er í sjálfu sér ekki góð þróun. Til dæmis að listamaður sem hefur lítið til brunns að bera, en á frænda sem hefur áhrif einhvers staðar geti komið listamanni á flot. Samt held ég að þetta sé ekki einkennandi fyrir myndlistina í dag, en það er alltaf einhver tilhneiging í þessa átt.“ Að mála ekki Heimaklett Hvert er viðhorfið til myndlistar hér í Eyjum þegar þú ert að alast upp? „Ég geri mér kannski ekki beinlínis grein fyrir því. Þegar ég var krakki þótti mér mjög gaman

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.