Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 08.04.1998, Síða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 08.04.1998, Síða 11
Miðvikudagur 8. apríl 1998 Fréttir 11 Siðfræði sjávarútvegs: Að hafa migið í saltan sjó eða ekki -VilhjálmiÁrnasyniheimspekingi finnst eðlilegt að utanaðkomandiséu litnir hornauga afþeim sem hafa hagsmuna að gæta, en hitt að menn séu tregir að koma í umræðuna vegna þess að þeir hafi eitthvað að fela, er að hans mati alvarlegt Síðasti fundurinn um siðfræði sjávarútvegs var haldinn á fóstu- dagskvöldið tuttugasta mars. s.l. í sal Listaskólans við Hamarsveg. Heldur þótti fundurinn fámennur, en mikil og skemmtileg umræða átti sér stað. Vilhjálmur Ámason heimspek- ingur kom á fundinn og gagnrýndi þau þrjú erindi sem flutt höfðu verið undanfamar vikur og þann texta sem lagður var fram á ráðstefnunni í Noregi. Vilhjálmur lýsti sig ánægðan með fundinn og þetta framtak Vest- mannaeyinga. Hann sagði að gildi slíkrar umræðu væri ótvírætt. „Það að skapa vettvang fyrir samtal á milli þeirra sem mestra hagsmuna eiga að gæta í þessum málum er lofsvert. Einn meginvandinn sem við höfum staðið frammi fyrir sé einmitt það að geta ekki talað saman. Menn ná ekki samkomulagi, né að ræða mál- efnalega um þetta.Þess vegna er svona umræða nákvæmlega það sem við þurfum.“ Vilhjálmur segir að kirkjan hafi átt þetta frumkvæði og skilningur Bjama á kristninni mjög skemmtilegur og frjór. „Hann sér það sem kristið hlutverk að leiða þessa samræðu í samfélaginu og ekki endilega á einhverjum fyrir fram gefnum kristnum forsendum um innihald sam- ræðunnar. heldur bara það að skapa þennan vettvang. Mér finnst þetta mjög frjálslegt viðhorf og kannski ekki meginatriðið hver stendur fyrir því. Ur því hann leggur engar fyrir fram línur um niðurstöður um- ræðunnar. þá er þetta mjög gott. Þetta myndi jafnvel hvetja til þess að aðrir aðilar tækju upp sams konar umræðu ef vilji væri fyrir því. hvort sem það væru fýrirtæki eða stofnanir." flllír hafa skoðun á kvótanum Það vakti nokkra athygli á þessum fundum ótti manna við að ræða sið- fræðileg málefni og menn eins og vissu ekki almennilega hvað þeir áttu að tala um. Allir hafa hins vegar skoð- anir t.d á kvótanum hvort hann er réttlátur eða ranglátur. en fara í vöm ef ræða á opinberlega um efnið sérstak- lega út frá siðferðilegum nótum. Er þetta einhver feluleikur, eða óttast fólk umræðu sem það skilur ekki'? Það er kannski ákveðin hætta á því og mér fannst aðeins votta fyrir því að menn séu í einhverri vöm fyrir eitt- hvað sem mönnum þykir ekkert þægilegt að ræða. Siðfræðiumræða er frekar ný á þessum nótum. Sumum finnst þetta kannski svolítið hallæris- legt. Sjávarútvegur er bara hörð viðskipti. sem menn hafa stundað í mörg ár. Og eiga einhverjir menn úr háskólanum að fara að spyrja ein- hverra siðffæðilegra spuminga? Þetta eru dæmigerð viðbrögð og oft finnst mönnum að einhveijir utanað- komandi, sem aldrei hafa migið í saltan sjó, eigi ekkert að vilja upp á dekk. Mér finnst þetta mjög eðlileg viðbrögð, en hitt að menn séu tregir að koma í umræðuna vegna þess að þeir hafi eitthvað að fela er auðvitað alvar- legra. Mér sýnist þó að menn hafi mætt og tekið þátt.“ Vilhjálmur segir að öll kerfi séu þess eðlis að vera mannanna verk og segist hafa komið inn á það í sínu máli að ef kerfi eru óréttlát, þá sé það skylda okkar að bylta þeim eða breyta. „Ef við tökum kvótakerfið sem dæmi þá sé ég reyndar persónulega ástæðu til að hafna því, en það sem mér finnst svo furðulegt er þegar verið er að gagnrýna það og benda á mjög mikið ranglæti á afleiðingum þess í ein- stökum atriðum, þá hrökkva menn alltaf yfir í það að biðja um eitthvert betra kerfi. Það er eins og það séu bara tvær spumingar. Það að hafa Sjávarútvegur er bara hörð viðskipti, sem menn hafa stundað í mörg ár. Og eiga einhverjir menn úr háskólanum að fara að spyrja einhverra siðfræðilegra spuminga? Þetta eru dæmigerð viðbrögð og oft finnst mönnum að einhverjir utanaðkomandi, sem aldrei hafa migið í saltan sjó, eigi ekkert að vilja upp á dekk. kerfið með göllunum eða ég verð að smíða nýtt kerfi. Það sem mér finnst erfiðast og reyndi töluvert á á fund- inum. Að til þess að gangast við al- varlegum agnúum kerfisins og vera reiðubúin að leita leiða til að sníða þá af. En það er engu líkara en, og það fær mig til þessa að efast um það eftir umræðuna á fundinum. Mér sýnist að því fylgi óhjákvæmilega þessir alvarlegu agnúar. Og þannig verði það að vera.“ Vilhjálmur telur þetta liggja í markaðsvæðingunni. „Það er tvennt sem er að gerast held ég. Annars vegar er kvótakerfið ríkisafskiptakerfi. en um leið er ákveðin markaðsvæðing á þessum framseljanlegu gæðum, sem kvóti er. Með því að gera þetta að frjálsri markaðsvöru án þess að búið sé að veiða fiskinn og liggur í veiði- heimildunum og verður að ígildi peninga. Þar liggur vandinn. A að setja lög eða takmarkanir á það hvemig menn ráðstafa þessum heimildum og er þá ekki farið að byggja inn í kerfið einhverjar hömlur sem standa hagkvæmninni fyrir þrifum. Mér finnst menn vera að segja að kvótakerfið sé svo hagkvæmt að við verðum að hafa það. Hins vegar fylgir því ákveðinn fómar- kostnaður og við verðum að lifa við hann.“ Vilhjálmur segir að öll vistfræði og hugsun um vistkerfið reyni að sjá náttúruna í heildrænu samhengi og leggur áherslu á það að ef hróflað er við einum þætti, þá hefur það keðjuverkun. „Náttúran verður hins vegar kannski aldrei í sínu náttúrulega samhengi á meðan maðurinn er til staðar, því að maðurinn hefur tæknivæðst svo gríðarlega að hvert inngrip hans í náttúmna verður alltaf ónáttúmlegt. Það mun alltaf stangast á við nátttúrulega hrynjandi og gang. Þetta er ákveðin togstreita og mótsögn. Það er engu líkara en að samfélag okkar gefi sér það sem sjálfkrafa markmið að auka hagvöxt. Nú getur maður kannski verið mjög frjálslyndur eða róttækur og sagt: ég vil ekki auka hagvöxt en um leið vil ég bæta menntun, heilbrigðiskerfið og svo framvegis. Sem þýðir að þá hljóti ég að vilja auka hagvöxt. Því þetta næst ekki fram nema auka hagvöxt. Ef ég vil auka hagvöxt verð ég að halda áfram þessum inngripum í náttúmna. Þetta er bara sú staða sem við emm í, nema við hverfum til einhvers gerbreytts hugsunarháttar og reynum að lifa betra lífi við minni efni. Ég hef hins vegar enga trú á því að svo verði. Við verðum hins vegar að gangast við því ef við viljum vera sjálfum okkur samkvæm og halda uppi þeim lifistaðli sem við höfum komið okkur upp, þá krefst það þess að við séum mjög aðgangshörð við náttúmna.“ Þessi klæðastrangi er álitinn hafa uerið borðdúkurinn í síðustu kueld- máltíðinni og notaður áeftirtil að sueipa líkama Jesú Krists uið greftrun hans. PáskarP Orðið páskar er ekki íslenskt og hátíðin svo sem ekki heldur. En til hvers þá að halda eitthvað sem er ekki íslenskt? Jú, hátíðin er gyðingleg, egypsk. Svolítið einkennilega orðað þar sem gyðingar eru trúflokkur en Egyptar þjóðflokkur og mikið hefur skort á samkomulag milli þessara hópa undanfarin 50 ár. Páskar þýða framhjáganga af því að engill dauðans gekk framhjá dyrum ísraelsmanna sem höfðu roðið lambsblóði á dyrastafi og dyratré. Þær dyr sem vom blóðlausar töldust galopnar og sál frumburðarins í því húsi var tekin af dauðanum og inn í hans yfirráðasvæði. Svo liðu aldir, allavega svona u.þ.b. 17. Þá varð önnur glíma milli lífsins og dauðans. Höfundur lífsins Guð með oss, Immanúel, gekk í dauðann okkar vegna. Eða er ekki hægt að treysta því? Það er einmitt málið hvort frásaga Biblíunnar af lausnarverki Jesú Krists og upprisu hans frá dauðum fái staðist. Þess vegna rnun verða efnt til vídeósýningar í Hvítasunnukirkjunni á myndinni „The Silent Witness”. Hún fjallar um klæðastranga sem sögð eru líkklæði krossfests manns. Á klæðunum sést mjög greinileg mynd af manni með svipusárum allan líkamann. Naglaför gegnum úlnliði og fætur, stórt sár á vinstri síðu, stokkbólgið kinnbein og brákað nef, hnéskelin önnur illa leikin og ennið allt sundur rifið. Sárin korna mjög vel heim og saman við lýsinguna á krossfestingu Jesú frá Nasaret. Þessi klæðastrangi er álitinn hafa verið borðdúkurinn í síðustu kveld- máltfðinni og notaður á eftir til að sveipa líkama Jesú Krists við greftrun hans. Þessi mynd, sem sýnd verður, er 55 mín. löng og mun sýnd kl 16:00 föstudaginn langa. Ekki mun verða selt inn á myndina en þar sem við rekum frjálsan söfnuð efnum við einnig til samskota að sýningu lokinni fyrir þann sem verður þakklátur fyrir myndina. Hvítasunnukirkjan. Augnlæknir Gunnar Sveinbjörnsson, augnlæknir verður á Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja 16., 17. og 18 apnl. Tímapantanir þriðjudaginn 14. og miðvikudaginn 15. apríl kl. 9.00 til 11.00 báða dagana. Tímapantanir í síma 481-1955 Heiðbrigðisstofnunin í Vestmannaeyjum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.