Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 08.04.1998, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 08.04.1998, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 8. apríl 1998 Fréttir 13 iN imsheiwnaður að sé varla hægt að biðja um meira, segir Þröstur Sigtryggsson, peldið. Þröstur hefur margt brallað um tíðina og liggur ekki á idhelgisgæslunnar eru séu fáránleg og austur á peningum Þröstur er mikill áhugamaður um tónlist og spilar m.a. á orgel í tóm- stundum. Feðginln Friðbjörn og Þörey með umboð fyrir Heimsferðir flötum fyrir og það þarf mikla ferð til að ná þeim upp í aftur. Ég vildi breyta þessu þegar Týr var byggður, en það var í fyrsta skipti sem talað var við mig og ég beðinn um tillögur. Dönsku verkfræðingamir sögðu hins vegar að þessi ósk væri allt of seint til komin. Þa átti að skila skipinu innan árs og breytingar tækju allt of langan tíma. Þess vegna eru þau eins og þau eru í dag, en það má gera þau að mjög góðum og hentugum skipum með litlum tilkostnaði." En þú hefur gert opinberar athugasemdir við það skip sem nú á að fara að smíða og hefur lýst yfir ákveðnum vanköntum á þeirri fram- kvæmd. Sé ekki rökin fyrir svo stóru skipi „Þetta skip sem nú á að byggja er þrisvar sinnum stærra. en Týr og Ægir. Ég veit ekki hvað menn ætla að gera við svona stórt skip. Rökin sem ég hef séð með því að byggja svona skip eru þau sem komið hafa frá dómsmálaráðherra, en hann segir að aðstæður við landhelgisgæslu hafi breyst svo mikið. Nú sé knýjandi nauðsyn og brýn þörf fyrir öflugt varðskip. Þau sem við höfum eru hins vegar með nóg vélarafl, það er bara stjómhæfnin sem ekki er fullnægjandi á hægri ferð og með þungan drátt. en það er útaf byggingarlaginu og fyrirkomulaginu um borð. Eg lét þá menn sem að þessu standa, vita af skoðunum mínum fyrir um ári síðan. Það hefur enginn spurt mig í framhaldi af því. Forstjórinn segir að það sé einhugur um þetta skip. Eg hef talað við menn sem em á skipunum og það er ekki hægt að heyra neinn einhug innan stofnunarinnar. Hins vegar ef þú værir í vinnu hjá manni og hann býður þér nýjan og stærri bfl til að nota. Myndir þú ekki þiggja hann? Ég hugsa það. Þú myndir ekki saka hann um bmðl. Menn hugsa um frama sinn innan stofnunarinnar og það kalla menn stundum einhug, en eitt er á hreinu, það hafa engar aðstæður breyst svo mikið að þær réttlæti smíði á svona risaskipi." Verið að fleygja peningum Þröstur álítur að líklega séu einn eða tveir menn innan Gæslunnar sem hafa lagt mikla áherslu á svona stórt skip og hafa þeir efalaust verið ráðgjafar þeirrar nefndar sem sett var í það að ákveða hvemig skip ætti að smíða. „í þeirri nefnd vom forstjóri Landhelgis- gæslunnar, sem er lögfræðingur og hinn mætasti maður, en ég held að hann hafi engin haldbær mótrök vegna þess að hann hefur ekki þekkingu á hlutunum. með honum var annar lögfræðingur, sem ég veit ekki til að hafi verið til sjós og sá þriðji var fyrrverandi skipaverkfræðingur hjá Éimskip. Ég held að enginn þessara manna hafi reynt hvað er að gerast við björgunarstörf úti í sjó, taka skip í landhelgi, eða leggja að bryggju í litlum höfnum. Hundrað og tíu til tuttugu metra löng skip geta það ekki alls staðar. Það verður að skoða ntálin frá öllum hliðum og vanda til þess. Mér finnst menn vera að fleygja peningum með þessu.“ Ekkí alltaf vinsæll En snúum okkur aðeins að öðm, hvemig var mórallinn um borð þegar þú varst hjá Gæslunni? „Þessi agi sem menn hafa talað um og yfirmannahroki erekki inni í minni reynslu. Það var helst að maður kynn- tist þessu hjá Eiríki Kristóferssyni. Han vildi vera svolítið sér. Því lauk þegarhannfóryfiráOðinn. Enþegar hann var á Þór borðaði hann alltaf einn uppi í sinni íbúð. Brytinn færði honum allt upp á bakka og menn sögðu kannski: „Nú já hann fær tvö egg kallinn á morgnana, en engin egg hjá okkur hinum.“ Svo var þessu breytt, en mórallinn, þar sem ég var yfir, var góður.“ Varstu vinsæll yfirmaður? „Ekki var það nú alltaf. Sérstaklega þótti ég of sparsamur á yfirtíðina. Ég er hins vegar alinn upp við það að vera sparsamur og ég taldi mig bara ekki hafa heimild til þess að hafa menn á yfirtíð nema brýna nauðsyn bæri til. Það fannst mér vera þjófnaður frá vinnuveitandanum, en fyrir þetta var ég frekar illa liðinn hjá einstaka yfirmanni. Hins vegar var ég félagi minnar áhafnar og minningamar úr Gæslunni eru frekar á jákvæðum nótum." Aðstoða soninn En nú eruð þið hjónin kornin til Vest- mannaeyja, hvemig stendur á þvf? „Sonur okkar býr hér og við vildum reyna að vera honum innan handar við uppeldið á strákunum hans, en hann missti konuna sína fyrir tveimur og hálfu ári. Þannig að við emm í bama- píustörfum héma líka. Ég hef nú látið menn í friði með vinnu héma, en myndi nú alveg þiggja vinnu hálfan daginn eða svo ef svo bæri við.“ A sumrin hafa þau hjónin alltaf verið vestur í Dýrafirði tvo til þrjá mánuði. Þar stendur enn húsið sem Þröstur ólst upp í og hann hefur verið að dytta að því undanfarin sumur. Húsið sem við búum í hér eiga hins vegar kunningjahjón okkar. Við skiptum við þau, þannig að þau búa í íbúðinni okkar á Seltjamamesinu. Við verðum alla vega héma næsta vetur líka. Það bendir allt til þess eins og staðan er núna og okkur líst vel á það.“ Áhugamaðurumtónlist Þröstur hefur mikinn áhuga á tónlist og segir að reynt hafi verið að kenna honum nótur einhvem tíma fyrir fermingu. „Það stóð hins vegar ekkert annað til boða að spila nema sálmar og mér þótti það ekki skemmtilegt. Ég fór því að skrópa í þessum tímum og sé mikið eftir því núna, en gutla svoh'tið eftir eyranu. Ég hef hins vegar aldrei verið góður hljóðfæra- leikari. Ég fór hins vegar á tvö námskeið hjá Yamaha eftir að ég fór að vera meira í landi. Þetta var einn tími á viku. Einn daginn þá sagði kennarinn okkur að koma með lag í næsta tíma. Ég tók þetta mjög alvar- lega og hafði miklar áhyggjur af þessu. Ég lagði mig samt allan fram og kom með lag og kennarinn var bara ánægður með það. Ætli ég hafi ekki samið svona sex til átta lög. En kannski eru þau meira eða minna stolin, og maður heldur bara að maður sé að semja.“ Þröstur var í upptöku hjá Bjama útvarpstjóra á UV, en hann segist ekki vera ánægður með árangurinn. „En Bjami hótaði að útvarpa þessu og það verður bara að taka því. Eg er óbanginn við það. Fyrirmyndaninglingur Varstu ódæll í æsku og sem unglingur? „Nei ég var fyrirmyndarunglingur. Ef maður gerði eitthvað af sér þá reyndi maður að láta það ekki komast upp. Ég var annars bara eins og krakkar em. Ég hjálpaði til í skrúðgarði pabba, þó mér þætti það leiðinlegt og hjálpaði mömmu líka svolítið við húsverkin, þó mér þætti það líka leiðinlegt," segir Þröstur og hlær. „En ég lét mig hafa það. Annars held ég að mamma hafi alltaf verið hrædd um það að ég yrði misheppnaður. en það er svo annarra að dæma um það. Ég hef samt verið lánsamur bæði í starfi og einkalífi og ég held að það sé varla hægt að biðja um meira." Benedikt Gestsson. Friðbjöm Valtýsson og Þórey dóttir hans hafa tekið að sér umboð fyrir Ferðaskrifstofuna Heimsferðir. Heimsferðir, sem ekki hafa áður verið með umboð í Eyjum, bjóða mjög fjölbreytt úrval af ferðum og segja þau að í sumar verði mest áhcrsla lögð á Costa del Sol sem er að ná aftur fyrri vinsældum. „Heimsferðir hafa ekki áður verið með skrifstofu í Vestmannaeyjum,“ segir Friðbjöm. „En Eyjamenn þekkja þjónustu Heimsferða sem er orðin þriðja stærsta ferðaskrifstofa landsins. Þó hún sé ung að árum býr hún yfir mikilli reynslu. Eigandi er Andri Már Ingólfsson sem alist hefur upp við ferðamennsku frá blautu barnsbeini í gegnum föður sinn, Ingólf Guð- brandsson. Heimsferðir byggja því á traustum grunni og við erum stolt af því að fá tækifæri til að bjóða Eyja- mönnum upp á þá þjónustu sem ferðaskrifstofan veitir.“ Friðbjöm segir að Heimsferðir bjóði upp á mjög fjölbreytt og spenn- andi úrval af ferðum og þó aðalá- herslan sé nú lögð á sólarlandaferðir sé margt annað í boði. „Það skemmir heldur ekki fyrir að verðið er það lægsta á markaðnum hér á landi. Það byggist fyrst og fremst á góðum viðskiptasamböndum erlendis og lítilli yfirbyggingu.“ Þau segja að aðaláhersla verði lögð á Costa del Sol á Spáni sem til margra ára var í miklum metum hjá sólar- landaförum. „Costa del Sol hefur sprungið út og virðist vera að ná fyrri vinsældum. Costa del Sol var í hálf- gerðri lægð en þar hefur orðið mikil breyting til hins betra. Á Spáni bjóðum við líka ferðir til Benidornt, sem er sívinsæll áfangastaður sól- þyrstra Vestmannaeyinga og Barce- lóna með baðstrandabæina Sitges og Salou þar sem er að finna skemmti- garðinn Port Aventura sent freistar fólks á ölium aldri. Þessi garður á engan sinn líka í Evrópu. I sumar verður líka lögð ahersla á hagstæðar ferðir til Parísar. í haust verða það svo hinar geysivin-sælu Lundúnaferðir og ekki má gleyma Kanaríeyjum sem Vest-mannaeyingar sækja í sívaxandi mæli á veturna," segir Þórey. Þau segja að í byrjun maí sé stefnt að ferðakynningu í Eyjum þar sent fólk getur kynnt sér það sem í boði er. Þau hafa komið sér upp aðstöðu í Straumi við Flatir þar sem fólki gefst einnig tækifæri til að kynna sér þá ferðamöguleika sem Heimsferðir bjóða upp á. Friðbjöm segist ekki vera alveg grænn í ferðamennsku þó þetta sé í fyrsta skipti sem hann tekur að sér sölu á ferðum. „Ég hef ferðast mikið og þekki alla þá staði sem Heimsferðir bjóða upp á. Ég starfaði líka lengi í íþróttahreyfingunni og kom það oft í minn hlut að skipuleggja ferðir íþróttahópa til útlanda. Ég bý því yfir þó nokkurri reynslu á þessu sviði,“ sagði Friðbjöm að lokum. Sumarafleysingar í lögreglunni Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum óskar eftir að ráða lögreglumenn til sumarafleysinga í lögreglulið Vestmannaeyja. Umsækjendur skulu vera á aldrinum 20 til 35 ára og ekki hafa hlotið dóm fyrir refsiverðan verknað. Vera andlega og líkamlega heilbrigðir. Hafa lokið a.m.k. tveggja ára framhaldsnámi eða öðru sambærilegu námi með fullnægjandi árangri, hafa gott vald á íslensku og hafa alrnenn ökuréttindi. Umsækjendur þurfa að sitja undirbúningsnámskeið og standast inntökupróf. Umsóknum ber að skila á sérstökum umsóknareyðublöðum sem fást á lögreglustöðinni. Frekari upplýsingar gefur Agnar Angantýsson yfírlög- regluþjónn. Umsóknarfrestur er til 15. apríl nk. Vestmannaeyjum 8. apríl 1998. Sýslumaðurinn í Vestmannaeyjum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.