Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 08.04.1998, Síða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 08.04.1998, Síða 14
14 Fréttir Miðvikudagur 8. apríl 1998 Landakirkja Skírdagur Kl. 11 .(X) Kyrrðarslund á Hraun- búðum Kl. 20.30 Altarisguðsþjónusta og afskrýðing altaris á skírdags- kvöldi. Föstudagurinn langi Kl. 14.00 Alntenn guðsþjónusta -Félagar úr Leikfélagi Vest- ntannaeyja lesa úr Passíusálmum Hallgríms Péturssonar. Páskadagur Kl. 08.00 Hátíðarguðsþjónusta Léttur morgunverður í safnaðar- heimilnu að lokinni messu. Annar páskadagur Kl. 14.00 Sunnudagaskóli með hátíðarbrag Kl. 15.00 Hátíðarguðsþjónusta á Hraunbúðum Kl. 16.00 Helgistund í kapellu Sjúkrahúss Vm. Barnakórinn Litlir lærisveinar þjónar við allar athafnir dagsins. Þriðjudagur 14. apríl Kl. 20.30 Eldri deild KFUM & K fundar í húsi félaganna Miðvikudagur 15. apríl Kl. 10.00 Mömmumorgunn Kl. 12.10 Kyrrðarstund í hádegi Kl. 20.00 KFUM & K húsið opið unglingunt Hvítasunnu- KIRKJAN Skírdagur Kl. 20.30 Brotning brauðsins Föstudagurinn langi Kl. 09.00 Bæn og fasta Kl. 15.00 Hátíðarsamkoma Kl. 20.30 Myndasýning í Bíósal, The Silent Witness Páskadagur Kl. 15.00 Hátfðarsamkoma. Ræðumaður Qintin Johns. 2. páskadagur Kl. 15.00. Vakningarsamkoma. Fjölbreyttur söngur og lifandi orð. Hjartanlega velkomin. Aðventkirkjan Laugardagur 11. aprfl. Kl. 10:00 Biblíurannsókn Allir velkomnir. Baháí SAM- FÉLAGIÐ Opið hús að Kirkjuvegi 72B fyrsta föstudag hvers mánaðar kl. 20.30. Allir velkomnir. Heitt á könnunni. Biblían talar Sími 481- 1585 LESENDABREF - Eygló Björnsdóttir kennari Opið bréf tíI bæjarsfjórnar Haustið 1996 gáfu Vinnslustöðin og Vestmannaeyjabær báðum grunnskól- unum hér í bæ tölvur sem verið var að skipta út hjá þessunt aðilum vegna endumýjunar tölvukosts. Ég held ég móðgi engan, þó ég segi að þessar tölvur hafi verið komnar nokkuð til ára sinna. En hugurinn sem að baki lá gjöfinni var góður, og það ber að virða. Síðastliðið haust var Kiwanis- klúbbur bæjarins svo rausnarlegur að gefa báðum grunnskólunum 5 glæ- nýjar tölvur, hvorum um sig. Við hér í Bamaskólanum erum því nú með í tölvuveri okkar þessar 5 nýju tölvur og 8 gamlar. Þeir sem til tölvumála þekkja vita, að breytingar í tölvu- heiminum em mjög hraðar. Svo mjög, að tölvuárið er talið í 3 til 4 ntánuðum, en ekki árum. Nýju tölvurnar okkar eru því ýmsum kostum búnar sem þær gömlu eru ekki. Má þar nefna mörg hin nýrri forrit sem unnið er með í dag og gömlu tölvurnar hafa ekki getu til að vinna með. Segja má að þetta blandaða um- hverfi skapi visst „vandamáU. Við kennslu í tölvuveri verður oftast að taka tillit til þess hvað gömlu tölvumar ráða við, þannig að kostir þeirra nýju njóta sín sjaldnar en verið gæti. Mér dettur stundum sú samlíking í hug, að ef nokkrir ferðalangar leggja í háfjallaferð saman á mismunandi bfltegundum, þá fer leiðangurinn oftast ekki lengra en þangað sem aflminnsti bflinn kemst. Svipað er þetta í tölvuverinu hjá okkur. Þrátt fyrir þetta höfum við reynt að nýta þennan kost út í æsar og þar höf- um við unnið starf sem ég held að megi segja að hafi skipað skólanum okkar þann sess að til hans er litið með nokkurri virðingu þegar tölvunotkun í skólastarfi ber á góma. Einnig höfum við verið að taka þátt í verkefni á vegum Evrópusambandsins sem byggir mjög á notkun á tölvum. Nú er svo komið, að það er orðið æ erftðara að finna leið til að sinna þessari vinnu í þessu blandaða umhverfi sem við búum við. Öll vinnsla er svifaseinni og tekur lengri tíma og reynir meira á kennarann en þyrfti að vera, ef tölvukostur væri betri. í nýútkomnum bæklingi Mennta- málaráðuneytisins, ,,Enn betri skóli!“ eru kynntir megindrættir nýrrar skóla- stefnu. Þar segir orðrétt á bls. 23: „Áhersla er lögð á að notkun upp- Iýsingatækni verði sjálfsagt hjálpar- tæki í öllum námsgreinunf'. Þar segir einnig á sömu bls.: „Öllunt grunnskólabömum er nauð- synlegt að hafa aðgang að marg- miðlunartölvum og netinu". Ég fæ ekki séð, ef miðað er við núverandi ástand tölvukosts í Bamaskóla Vest- mannaeyja, að þessum markmiðunt verði náð. Nýjar tölvur í dag er hægt að fá á bilinu 80-120 þúsund krónur. Eflaust er hægt að koma þessari fjárhæð eitthvað niður ef keyptar em nokkrar tölvur í einu. Þetta er ekki mjög há fjárhæð fyrir heilt bæjarfélag, en getur verið há ef taka þarf hana alfarið af ráðstöfunarkvóta skólans. Af þeim kvóta þarf að taka, í allan annan rekstur og tækjakaup. Þess vegna skora ég á bæjaryfirvöld að sýna í verki, að þau meti það starf sem verið er að reyna að vinna í tölvuverum grunnskólanna og búi þau þannig að tækjakosti nú þegar, að við getum boðið nemendum okkar að nýta þau tækifæri sem ný tækni færir okkur og hin nýja skólastefna leggur áherslu á. Með vinsemd og virðingu! Eygló Björnsdóttir kennari, Barnaskóla Vestmannaeyja. Eygló Bjömsdóttir Netfang: eyglob@ismennt. is Bamaskóli Vestm.eyja Vejfang:http://rvik. ismennt. is/~eyglob Iceland Sími: 354 481-1642. Fax: 354 481-2364 "Það er ekki viska að vera vitrari en nauðsyn krefur". -Quinault. LESENDABREF - Ragnar Oskarsson, bæjarfull+rúi Nú er lag 1 næstsíðasta blaði Dagskrár skrifaði ég greinarstúf þar sem ég benti á að blaðið FRÉTTIR fór á dögunum vægast sagt allfrjálslega með niður- stöður skoðanakönnunar um fylgi framboða við komandi bæjarstjómar- kosningar. I greininni benti ég m.a. á að í stað þess að Vestmannaeyjalistinn væri að tapa fylgi miðap við síðustu kosningar, eins og FRÉTTIR héldu fram, yki hann fylgi sitt um hvorki meira né minna en 38% og ynni einn bæjarfulltrúa til viðbótar við þá tvo sem listinn nú hefur. Ég benti einnig á að ekki munar nú nema rúmum 11 prósentustigum á fylgi sjálfstæðis- manna og Vestmapnaeyjalistans. í síðustu FRÉTTUM staðfestir Benedikt Gestsson blaðamaður að þessi athugasemd mín hafi verið rétt- mæt og að blaðið hafi hreinlega rangtúlkað niðustöðurnar. Að hætti hygginna blaðamanna biðst hann afsökunar á þessum mistökum. Það er auðvitað vel og gerir menn vonandi gætnari að þessu leyti í framtíðinni. Ég hef hins vegar ekki breytt minni skoðun á tengslum sjálfstæðismanna og FRÉTTA og ætla ég ekki nánar að skýra það hér. Það sem mér þótti hins vegar merkilegast við grein Benedikts var að það skyldi pirra hann að ég væri í öðru sæti framboðslista Vestmannaeyja- listans þrátt fyrir ásetning minn um að hætta í pólitík. Hann efast jafnframt um heilindi mín og skynsemi en það er auðvitað hans mál að glíma við . Mér er hins vegar ljúft og skylt að skýra frá því hvers vegna ég tók 2. sæti listans þrátt fyrir fyrri áform. Þegar að uppstillingu Vestmanna- eyjalistans var unnið komu fljótt upp þær raddir, studdar rökum, að slæmt væri fyrir listann að þeir tveir bæjar- fulltrúar sem leitt hafa starfið á yfirstandandi kjörtímabil skyldu báðir ætla að draga sig í hlé. Nauðsynlegt væri að reynsla okkar í bæjarmálum nýttist með nýju fólki. í framhaldi af því og eftir að hafa ráðfært mig við það fólk sem ég met mest í pólitísku starfi ákvað ég einfaldlega að gefa kost á mér og fallast þannig á ofangreind rök. Þetta gerði ég af fullum heilindum gagnvart þeim ijölmörgu sem leituðu til mín og þetta gerði ég einnig af fullum heilindum gagnvart kjósendum í Vestmanna- eyjum. Ég breytti einfaldlega fyrri afstöðu minni og tel mig ekki minni mann vegna þess. Hér er einnig rétt að fram komi að fjölmargir hafa haft samband við mig eftir að Vestmanna- eyjalistinn var birtur og allir þeir hafa lýst stuðningi við þessa ákvörðun mína. Það þykir mér óneitanlega mjög vænt um. Hvort það hins vegar verður Vestmannaeyjalistanum til framdráttar skal ég ósagt látið en ég hlakka sannarlega til þess að takast á við þau mikilvægu verkefni sem fram undan eru í Vestmannaeyjum, ekki síst vegna þess að Vestmannaeyjalistinn er skipaður miklu úrvalsfólki. Og einhvem veginn læðist að mér sú tilfinning að ég verði jafnvel í sigurliðinu eftir næstu kosningar. Svo mikið er víst að nú er sannarlega lag til að fella meirihluta sjálfstæðismanna í bæjarstjóm. Ragnar Oskarsson Höfiindur skipar 2. sœti V-listans. Aðalfundur ÍBV-íþróttafélags 1998 Aðalfundur IBV-íþróttafélags verður haldinn í Þórsheim- ilinu v/ Hamarsveg, þriðjudaginn 21. apríl nk. kl. 20.00. Dagskrá er venjul. aðalfundarstörf skv. 4. gr. laga félagsins Tillaga að breytingum á lögum félagsins liggur fyrir á skrifstofu félagsins í Þórsheimilinu. Arsreikningar félagsins liggja frammi á sama stað. Rétt til setu á aðalfundi eiga allir skuldlausir félagar í félaginu, sem eru 16 ára eða eldri. Stjórnin. Þanki vikunnar Áformin verða að engu, þar sem engin er ráðagerðin, en ef margir leggja á ráðin fá þau framgang. Ok 15:22 Stofnfundur Náttúru- verndar- samtakaVest- mannaeyja Fyrirhugað er að stofna formlega Náttúmvemdarsamtök Vest- mannaeyja á fimmtudaginn 16. aprfl nk., kl. 20:30. Stofnfundur mun fara fram á 3ju hæð í Rann- sóknasetri Vestmannaeyja, að Strandvegi 50. Samtökin eru hugsuð sem samtök áhugafólks um vemdun náttúru- og sögulegra minja í Vestmannaeyjum. þar með talin Heimaey og allar úteyjar og sker. Dagskrá stofnfundar: 1. Kosning fundarstjóra og ritara. 2. Fyrirlestur Áma Bragasonar, forstjóra Náttúruvemdar ríkisins. 3. Lög samtakanna borin undir stofnfund. 4. Setning aðalfundar samkvæmt lögum félagsins. 5. Aðalfundarstö;rf samkvæmt 4. grein laganna. Nánari upplýsingar fást í síma 481 - 1111. Ármann Höskuldsson, Náttúmstofu Suðurlands og Páll Marvin Jóns- son, Háskóla Islands, Vestm. Smáar Bíll til sölu Til sölu er Honda Civic LSI, þriggja dyra. árg. 1992 og ekinn 67 þúsund km. Upplýsingar í s. 481-2404. Tunii er týndur Tumi er grábröndóttur fress með rauðköflótta ól um hálsinn. Hann hvarf frá heimili sínu að Bessastíg fyrir tveimur vikum og er sárt saknað. Sá sem gæti gefið upplýsingar um ferðirTuma, vinsamlegast hringi í síma 481-3048.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.