Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 16.04.1998, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 16.04.1998, Blaðsíða 6
6 Fréttir Fimmtudagur 16. aprfl 1998 Það græðir enginn á endalausu jábræðrafélagi -Vegna þess aö stundum verður aö segja nei. Slíkt kerfi fellur aö lokum um sjálft sig, segir Porgeröur Jóhannsdóttir sem skipar fyrsta sæti Vestmannaeyjalisfans í komandi bæjarstjórnarkosningum Þorgerður Jóhannsdóttir formaður Starfsmannafélags Vestmannaeyjabæjar hefur nú verið valin til að leiða Vestmannaeyjalistann íkomandi sveitarstjómarkosningum 23. maí. Þorgerður er fædd og uppalin í Eyjum, en foreldrar hennar em Jóhann Ólafsson, starfsmaður Fiskimjölsverksmiðjunnar og Guðrún Steinsdóttir, starfsstúlka á Heilbrigðisstofnun Vestamannaeyja. Hún á tvo yngri bræður, Guðmund Jóhannsson forstjóra Eyjaíss og Ómar Jóhannsson fulltrúa hjá íslandsbanka í Reykjavík, og knattspyrnumann. Eiginmaður Þorgerðar er Magnús Kristinn Sigurðsson stýrimaður, sem á ættir að rekja til Eyja. Þau eiga tvö börn Gunnar Stein 16 ára nema í Framhaldskólanum og Helenu Sif 9 ára. Fréttir ákváðu að líta á konuna og manneskjuna að baki pólitíkusinum og verkalýðsleiðtoganum. Bjartsýnágottgengií kosningunum Það er vorblíða í lofti þegar ég kem til hennar í Bessahraunið. Sól skín á Eyjar og haf. „Það er búið að vera svona einmuna gott veður síðan Vestmannaeyjalistinn var kynntur og ég hef það á tilfinningunni að það viti á gott fyrir listann. Að minnsta kosti er ég mjög bjartsýn á gott gengi í kosningunum,“ segir Þorgerður um leið og hún býður mér að ganga inn. Heimilið er fallegt og hlýlegt og góður andi í húsinu. Við setjumst niður inni í eldhúsinu, þar sem ég byrja á því að afþakka kaffi, te og hefðbundnar veitingar sem fylgja iðulega viðtölum. Þigg þó vatn og spyr hana hvemig umhverfi hún sé sprottin úr hér í Vestmannaeyjum. „Ég er frá Múla. Amrna mín var Gerða á Múla og afi minn Steinn Ingvarsson á Múla, sem lengi vel var betur þekktur sem Steinn í Samkontu- húsinu, en hann starfaði þar í um fjömtíu ár við dyravörslu. Amma mín var hins vegar með Múlamagasín, þar sem hún seldi gamla muni í kjall- aranum hjá sér. Hún seldi þama gömul föt og all kyns dót. Amma mín var mjög ákveðin og stjómsöm kona, en hún hét Þorgerður og heiti ég í höfuðið á henni, þannig að þaðan er kannski komin stjómsemin sem ég er stundum sögð hafa í nægum mæli. Að minnsta kosti eru bræður mínir á því að ég hafi stjómað þeim, þegar þeir voru yngri. Ég hef kannski sagt að þeir hafi aldrei nennt að gera neitt, en auðvitað gerðu þeir ýmislegt. Þeir hins vegar komust frekar undan verkunum. Þeir fengu meira að leika sér og höfðu sína hentisemi. Kannski byrja þama einhverjar hugmyndir um jafnrétti, en að ég hafi hugsað sem krakki á einhverjum jafnréttisnótum, eða verið mjög meðvituð um slíkt, það kannast ég ekki við.“ Sjónuarpiðmótar Þorgerður segir að fjölskyldan hafi búið í kjallaranum hjá afa og ömmu þar til hún varð sjö ára á meðan að foreldrar hennar hafi verið að byggja uppi í Strembu. en að flytja þangað var eins og að flytja upp í sveit. „Ég var einmitt að ganga þama upp frá um daginn með dóttur mína og bræðra- dætur og hafði orð á því að nú væri búið að setja tré alls staðar þar sem ég var að leika mér þegar ég var lítil. Umhverfið var allt annað. Krakkar voru bara úti að leika sér um allt og fátt annað til að glepja hugann." Þorgerður segir að til dæmis hafi hún verið orðin tólf ára þegar sjón- varpið kom til sögunnar, en þá hafi margt breyst. „Fyrsta sjónvarpið sem kom í Strembuna kom til foreldra minna. A hvetju einasta kvöldi var öll strollan komin heim að horfa á sjónvarpið og í dag held ég að áhrif þess hafi mótað þessar kynslóðir sem á eftir komu mjög mikið. I dag mætti sjónvarpið að ósekju taka sér frí í júlí og á fimmtudögum eins og á fyrstu árum þess. Það er allt of algengt að fólk hangi yfir þessu og maður er engin undantekning þar á. Fólk hættir að fara út og situr bara inni.“ Er fólk orðið einhver viljalaus verkfæri, sem kann ekki á slökkvarann á fjarstýringunni? Fólk vill frekar láta mata síy „Nei alls ekki. Afþreyingin hefur bara tilhneigingu til þess að verða einkaafþreying innan veggja heimilis- ins. Fólk vinnur til dæmis ekkert minna, en áður, þótt konur vinni reyndar meira úti. Hugmyndir fólks um þægindi eru allt öðru vísi í dag hins vegar. Það er eins og fólk vilji frekar láta mata sig. Það leiðist með einhverjum ríkjandi straumi sem myndast í samfélaginu. Þetta eru þægindi dagsins í dag og fólk vill vera eins og allir hinir. Það eru svo fáir sem þora að standa gegn öllu sem að flæðir yfir. Þá er viðkomandi orðinn eitthvað öðruvísi. I litlum sam- félögum er það trúlega erfiðara en í stórum. Ég tala ekki um ef fólk er í FflÐMI FJÖLSKYLDUNNAR. Helena Sif, Gunnar Steinn, Magnús og Þorgerður. r mj ffUUg' y 1! 1 1 rr ™ með krakka, þar sem áhrifagimin getur verið ntjög sterk. Allir klæða sig eins, eiga tölvur og græjur og svo framvegis. Afþreyingin er orðin ein- hvers konar tæknihyggja, þar sem metnaðurinn snýst um að eignast það sama og nágranninn." Við vomm að tala um stjómsemina. Er pólitfskur áhugi eitthvað tengdur þessari meintu stjómsemi? Dreífði Fylkí með afa „Afi Steinn var að vinna fyrir Sjálfstæðisflokkinn og fylgdi honum að málum. Ég sá til dæmis alltaf um útbreiðslu á Fylki með honum. Amma var líka mjög pólitísk. En þau voru bæði sjálfstæðisfólk. Pabbi var hins vegar krati og það skemmti- legasta sem amma gerði var að bjóða pabba í mat og Bimi Guðmundssyni bæjarfulltrúa sjálfstæðismanna á sínum tíma. Það mátti helst enginn annar koma í þessi matarboð, því þau gátu þrasað svo mikið. Heima var hins vegar ekkert mikil pólitísk umræða. En fólkið mitt hefur verið að vasast í pólitfk og þá fyrir ýmsa flokka. Ahugi minn á pólitík síast kannski inn í mig vegna þátttöku minnar í verkalýðsbaráttunni. Maður fer að meta stöðu launafólks og er að berjast fyrir þeirra kjömm. Ég æxlaðist einhvern veginn inn í þetta starf á sínum tíma og eftir því sem ég kynnti mér þetta betur sá ég alltaf betur og betur hversu mikið afl er fólgið í peningavaldinu. Þannig kvikna með manni hugrenningar um réttlæti. Það að fólk hafi jafnan rétt til lífsgæðanna. Af hverju á annar meiri rétten hinn?“ Skipting gæða verður alltaf fyrirhendi Þorgerður segir að það verði alltaf til staðar einhver skipting gæða milli fólks og einnig milli kynja. „Mér finnst hins vegar út frá jafnréttis- sjónarmiðum kynjanna að í öll störf eigi að^ veljast hæfasti einstakling- urinn. Ég get til að ntynda ekki farið í öll störf, þó einhver önnur kona gæti það og karlmaður getur heldur ekki sinnt öllum störfum sem konur sinna. Þama getur verið svo margt sem sker úr, líkamlegir burðir eða áhugamál. Þetta á líka við um karlmenn. Fólk verður að velja eftir því hvað hentar því. En fólk verður hins vegar að hafa val og möguleikann á því að velja og svo er það auðvitað líka spurning um hvaða fólk er hæfast til að taka hlutina að sér á hverjum tíma. Verkaskipting verður hins vegar alltaf til staðar að mínu mati. Það verður hins vegar að vera sátt um þessa verkaskiptingu. Hún á ekki að vera vegna þess að viðkomandi er kona, eða karl, heldur að hinn hæfasti fái að njóta sín. Þetta er þó allt í áttina, því að í dag finnst mér að konur þurfi ekki eins mikið til þess að sanna sig til að komast til áhrifa." Unga fólkið og fólksflóttinn Það hefur mikið verið talað um framtíðarmöguleika ungs fólks í Eyjum. fólksflótta og svo framvegis. Er þetta mikið til háð smæð sam- félagsins og einhæfni, þrátt fyrir efnalega velsæld á hinn bóginn. Óttast ungt fólk að skera sig úr á einhvem hátt og að það standi frammi fyrir ókleifu bjargi? ,Mér finnst eins og unga fólkið hafi mikið farið frá Éyjum með þá hugmynd í farteskinu í Reykjavík sé nafli alheimsins. Þar verði lífsgæðin til og þar notið sín sem einstaklingar og fallið inn í fjöldann. Þar getur það verið það sjálft í stærra umhverfi. Hins vegar hefur fólkið sjálft skapað þetta umhverfi hér í Eyjum. Það eru auðvitað ekki allir í sama horfinu og það er tekið meira eftir því ef langanir og viðhorf fólks eru utan við normið. Þetta á við um öll lítil samfélög hvort sem er hér á landi eða úti í heimi. Spumingin er bara á hvaða hátt sker fólk sig úr. Það vantar kannski í umræðuna að slíkt sé í lagi. Svo er það bara hver á að ákveða hvað er í lagi og hvað ekki. Hver er mælikvarðinn. Er það almennings- talið, eða spuming um það að hver og einn standi og falli með því sem hann tekur sér fyrir hendur. Að fólk al- mennt hafi þann þroska að þora að vera það sjálft en það eru ekki allir sem þora því. Fólkið, sem er mikið að velta sér upp úr öðmm, er kannski akkúrat fólkið sem er ósjálfstætt, eða þeir sem þora ekki og langar ekki heldur að þora að standa og falla með skoðunum sínum eða verkum." Námogstarf Þorgerður segir að sér hafi gengið ágætlega í skóla en hún hafi ekki verið neinn sérstakur námshestur heldur. „Ég fór þessa hefðbundnu leið í Bamaskólann og Gagnfræðaskólann. Nema hvað ég fór svo í Hús- mæðraskólann að Varmalandi í Borgarfirði og er þar 1973, þegar gýs á Heimaey. Það var mikið mál á þeim tíma að fara svona í burtu á stað sem var alveg ókunnur. Vinkonur mínar fóm margar í Versló, eða á vinnu- markaðinn. Það var ekki mikið unr að unglingar héðan fæm burtu til náms, nema þá í menntaskóla. Á þessum tíma hafði ég ekki áhuga á því. Um vorið 1973 fer ég að vinna á Gjald- heimtunni í Reykjavík og svo hjá Bæjarfógeta 1974 hér í Vestamanna- eyjum. Síðan fór ég í Framhalds- skólann 1976, þá búin að fá mig fullsadda af skrifstofuvinnu. Þaðan lá

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.