Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 16.04.1998, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 16.04.1998, Blaðsíða 11
Fréttir 11 fimmtudagur 16. aprfl 1998 Körfubolti: Frábær árangur IV í úrslitakeppninni: Náði slital Meistaraflokkur ÍV í körfuknattleik tók Jjátt í úrslitakeppni 2. deildar KKI helgina 27. - 29. mars. Arang- ur liðsins í 'vetur í riðlakeppninni var glæsilegur og liðið vann örugg- an sigur í Suðurlandsriðlinum og komst þar af leiðandi í úrslita- keppnina. Úrslitakeppnin er þann- ig að um tvo riðla er að ræða með fjórum liðum í hvorum riðlj. Efstu liðin keppa síðan um Islands- meistaratitilinn og sæti í 1. deild. Leikskipulagið var þannig að IV keppti einn leik á föstudeginum og 2 á laugardeginum og leik um sæti á sunnudeginum. Fyrsti leikur ÍV á föstudeginum var við SH. ÍV rótburstaði SH og var þetta langbesti leikur ÍV í vetur. Lokatölur voru ÍV 92 - SH 61. í hálfleik var staðan 48 - 28 ÍV í vil. Eftirtaldir leikmenn skoruðu stigin: Michael 29, Davíð 23, Diddi 21, Víðir 7, Gilli 5, Sæþór 2 og Viðar 1. Annar leikurfV var við lið Léttis og var ljóst að hér var um úrslitaleik riðilsins að ræða. Lið Léttis hafði einnig unnið sinn fyrsta leik með yfirburðum. ÍV leiddi leikinn til að byrja með en Léttir saxaði jafnt og þétt á og náði forystu fyrir leikhlé. Staðan í hálfleik var 43 - 39. Léttir leiddi síðari hálfleik allan tímann með 2-6 stigum. Þegar fimm mínútur voru til leiksloka var staðan 62 - 65 fyrir Létti. Þá kom góður kafli hjá ÍV og þeir jafna, þegar þrjár til tvær mín. eru eftir af leiknum. Leikurinn var svo í jámum síðustu mínúturnar og þegar fjömtíu sek. eru eftir leiðir Léttir með 2 stigum. í næstu sókn ÍV er brotið á Emi Eyfjörð og hann fékk tvö vítaskot sem hann skoraði úr og jafnaði leikinn. Létti tókst hins vegar að skora á síðustu sekúndunum og varð því að fram- lengja um fimm mínútur. I framlengingunni byrjar Léttir betur og nær forystunni en ÍV jafnar fljótlega og liðin skiptast á um forystuna. Þegar tuttugu og fimm sek. Michael Eddy, þjálfari og leikmaður ÍV. em eftir jafnar ÍV leikinn og Léttir fer í sókn og getur spilað út tímann. Þeir taka skot þegar ca. átta sek. em eftir. sem mistókst. Diddi náði frákastinu, sá Öm sem hafði hlaupið fram í sókn með tvo varnarmenn á hælunum. Diddi sendi á Örn, sem rétt náði knettinum, fór hann upp í sniðskot þegar fjórar sekúndur voru eftir. Þá var greinilega brotið á honum og skotið misfórst, en þar var þá mættur Davíð sem náði frákastinu og skoraði körfu þegar 1 sekúnda var eftir af leiknum og tryggði IV sigurinn. Dramatískur endir en farsæll. ÍV skoraði 12 þriggjastigakörfur í leiknum sem er mjög gott. Gilli skoraði 4, Davíð 3, Öm 2, Michael 2 og Diddi 1. Stigaskorun var því eftirfarandi: Davíð 27, Diddi 17, Gilli 14, Michael 12, Öm 10, Víðir 4 og Júlli 2. Síðasti leikur ÍV í riðlakeppninni við Smára endaði 73 - 56 fyrir ÍV en sá leikur var ekki sá besti hjá ÍV í vetur. Stigaskor: Michael 21, Diddi 21. Davíð 17, Víðir 8, Gilli 3, Daði 2 og Viðar 1. Þar með hafði ÍV tryggt sér úr- slitaleikinn. Fylkir vann hinn riðilinn og átti því að keppa við IV. Tíu dögum fyrir úrslitakeppnina hafði Fylkir fengið til liðs við sig amerískan leikmann, mjög góðan. Reglur KKÍ em þannig að lið getur hvenær sem er fengið til sín leikmann frá Ameríku og er enginn frestur á því. Strax í byrjun leiksins byrjaði fyrmefndur leikmaður Fylkis með miklum látum og skoraði fyrstu 8 stig leiksins og ÍV var undir 9 stig. Síðan jafnaðist leikurinn og ÍV náði góðum leik en tókst aldrei að jafna leikinn og komst minnst í 5 stiga mun. Þegar skammt var til leiksloka dró meira í sundur með liðunum. Staðan í hálfleik var 40 - 52 Fylki í vil og lokatölur leiksins 85 - 68. Fyrmefndur amerískur leikmaður Fylkis skoraði 41 stig, þ.e. nærri helming stiga Fylkis í leiknum. Fullvíst má telja að án hans hefði Fylkir ekki átt möguleika á sigri. StigaskorlV: Michael 36, Diddi, 12, Davíð 8. Gilli 8, Víðir 2 og Gummi 2. Víðir Óskarsson þjálfari ÍV segir að leikmenn ÍV hafi að vonum verið vonsviknir og óánægðir eftir leikinn. „Það þykja furðulegar reglur sem leyfa það að lið sem rétt skríður inn í úrslitakeppni geti nokkrum dögum áður en hún hefst fengið til sín mjög góðan leikmann sem tryggir þeim titilinn." Víðir segir að IV geti samt borið höfuðið hátt. Hann segir árangur liðs- ins í vetur hafa verið frábæran og liðið hafi tekið ótrúlegt stökk’ fram á við í vetur. I fyrra vann liðið tvo leiki, en tapaði aðeins þremur í ár. „Það var mikill fengúr fyrir liðið að fá til sín Michael Eddy, ungan leikmann frá Bandaríkjunum. Hann er leikmaður sem leikur fyrir liðið, gerir aðra leikmenn liðsins betri og hefur einnig séð um þjálfún liðsins með þessum góða árangri. Hinir ungu leikmenn ÍV vöktu mikla athygli fróðra og reyndra manna á þessu móti og það er Ijóst að þeir búa að þessari reynslu. Vest- mannaeyingar geta veri stoltir af IV. ■ kvöld I. gr. 50 m. flugsund drengir: 1. Jóhann Jóhannsson 0:47,24 ). gr. 100 baksund meyjar: 1. Halla Ósk Ólafsdóttir 1:30,21 2. Viktoría Guðmundsd. 1:45,82 3. Dorthy Lísa Woodland 1:55,90 I0. gr. 100 m flugsund stúlkna 1. Eva Lind Ingadóttir. 1:15,44 2. Þórey Jóhannsdóttir 1:32,70 II. gr. 100 m skriðsund meyjar: 1. Halla Ósk Ólafsdóttir 1:22,85 2. Viktoría Guðmundsd. 1:31,37 3. Guðrún Marta Þorleifsd. 1:32,69 12. gr. 100 m skriðsund drengir: LJóhann Jóhannsson 1:22,88 13. gr. 100 m skriðsund stúlkur: 1. Eva Lind Ingadóttir 1:08,13 2. Þórey Jóhannsdóttir 1:08,98 3. Rannveig Rós Ólafsd. 1:18,24 14. gr. 50 m bringusund meyjar: 1. Birgit Rós Becker 0:55,74 2. Rakel Alexandersdóttir 1:05,45 3. Sigrún Bjarnadóttir 1:15,90 15. gr. 100 m flugsund meyjar: 1. Halla Ósk Ólafsdóttir 1:40,01 16. gr. 100 m skriðsund hnátur: 1. Sunna Dís Klemensdóttir 1:41,89 7. gr. 50 m skriðsund meyjar: 1. Katrín Hannesdóttir 0:51,43 Nokkrir af keppendum á hinu árlega sundmóti Kiwanis i Vestmannaeyjum asamt Smara Harðarsyni þjálfara. 2'. Rakel Alexandersdóttir 1:00,47 18. gr. 50 m skriðsund sveinar: 1. Þorsteinn ívar Þorsteins. 0:51,80 19. gr. 100 m bringusund hnátur: 1. Sunna Dís Klemensdóttir 1:52,49 20 gr. 50 m flugsund hnátur: 1. Sunna Dís Klemensdóttir 0:58,29 21. gr. 100 m baksund hnátur: 1. Sunna Dís Klemensdóttir 1:59,84 Hársbreiddfrá úrslitaleiknum Helgina 3. - 5.apríl fór fram úrslitatúrnering 3.flokks kvenna í handknattleik. Stelpumar spiluðu 4 leiki og voru hársbreidd frá því að komast í úrslitaleikina. Úrslit urðu sem hér seeir: ÍBV - Fjölnir 12 -12 Kolbrún 6, Guðbjörg 4, Anna 2, Aníta 3, Hind 2. ÍBV - Fram 20 -18 Eyrún 7, Hind 4, Aníta 3, Anna 3, Kolbrún 2. Guðbjörg 1. ÍBV-Valur 15-24 Hind 5, Guðbjörg 4, Lilja 2, Eyrún 2, Aníta2, Anna 1. ÍBV - ÍR 14-8 Guðbjörg 4, Anna 4, Kolbrún 3, Hind 3. Spilað var í 2 riðlum og tvö efstu liðin í hverjum riðli léku síðan f kross. Valurvannallasínaleiki.en ÍBV og Fjölnir voru jöfn í 2.sæti, en Fjölnir komst áffam með betri markatölu. Bestar Eyjastúlkna voru þær Guðbjörg Guðmannsdóttir og Hind Hannesdóttir. Þjálfari liðsins er Guðfinnur Kristmannsson. Nokkrir punktar úr æfingaferð ÍBVtil Portúgals i v :. ,S "'i f ■ - * ,Hallur Ásgejrsson og Ingi Sigurðsson. konrust ekki í ferðtna vegna meiðsla. * Einnig.jítíu Jóhtfln'S, Sveinssðn. Hjalti Jónssbn; Kjáftan Ántonsson og Zoran Mijlkovic ekki heimangengt. * Karlalið ÍBV lék tvo leiki í þessari ferð og vann þá báða. Fyrst unnu þeir lið Vals 4-2 og í seinni leiknum unnu þeir 2.deildarlið í Portúgal3-2. Kvennaliðið spilaði 2 leiki við Breiðablik. þær gerðu jafntefli í fyrsta leiknum, 3-3, en töpuðu þeim seinni 1-3. * Aðstæður voru allar hinar glæsilegustu; góðir vellir, gott veður, gott hótel og síðast en ekki síst góður matur. * 5 íslensk lið voru úti ásamt karla- og kvennaliði IBV. Það voru karlalið Fylkis, Vals, Breiðabliks og KR. Síðan var það kvennalið Breiðabliks. ;* Á lokákvöldinu var öllum liðunum boðið til kvöldverðar í hátíðarsal hótelsins. í kjölfarið fylgdu skemmtiatríði, sem liðin 'sjálf komu með. Það er óhætt að segja að kvennalið ÍBV haft stolið : senunni, með ótrúlegu- atriði, þar sem íris Sæmundsdóttir fór á kostum '■ ) ? ;t.' * Ferðin var í alla staði vel heppnuð og er óhætt að segja að allt haft veríð til fyrirmyndar. Æft var tvisvar á dag og spilaðir tveir æfingaleikir, auk þess sem þetta er nauðsýnlegt til þess að þjappa hópnum saman. Núna fer óðum að styttast í fslandsmótið og fer því lokaundirbúningur í hönd.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.