Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 23.04.1998, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 23.04.1998, Blaðsíða 6
Fréttir Fimmtudagur 23. apríl 1998 6 Ingveldur Ýr Jónsdóttir mezzo- sópran mun halda tónleika í Safn- aðarheimili Landakirkju sunnu- daginn 26. apríl kl 14:00 við undirleik Guðmundar H. Guðjóns- sonar. í tengslum við komu sína hingað til Eyja mun Ingveldur einnig halda söngnámskeið dagana 23. - 29. apríl, en þetta er í þriðja sinn sem hún heldur slíkt námskeið hér í Eyjum. Ingveldur Ýr var beðin um að halda námskeið í Eyjum og svo vel tókst til að hún var beðin að koma aftur og nýtir nú ferðina til að syngja fyrir Vestmannaeyinga. „Þetta námskeið mun standa allan daginn og hver nemandi fá tvær klukkustundir í einkatíma. Það má segja að ég nýti ferðina til þess að syngja fyrir Vestmannaeyinga í leiðinni. Það er mjög skemmtilegt að syngja fyrir fyrir Vestmannaeyinga og ég vona að þeir sjái sér fært að mæta á tónleikana.“ Ingveldur Ýr segir að efnisskráin verði byggð upp á þekktum ísienskum lögum, auk laga frá Italíu og Spáni. „Tónleikaformið er mitt uppáhld í sönglistinni. Þar get ég gefið af mér og sýnt margar ólíkar hliðar á tónlistinni og sjálfri mér. Ég hef alltaf þann háttinn á að kynna lögin sjálf og segja áhorfendum frá bakgrunni laganna. Þetta fmnst mér gera tónleik- ana aðgengilegri og skemmtilegri. Ég hef sungið á fjölda tónleika bæði hér heima og erlendis og gert útvarps- hljóðritanir og sjónvarpsupptökur fyrir austurríska, franska, kanadíska sjón- varpið og RÚV. Nú er líka í undir- búningi geisladiskur með einsöng mínum sem Japis mun gefa út.“ Ingveldur hefur mikið söngnám að baki bæði á íslandi, Austurríki og Bandaríkjunum. A íslensku óperu- sviði eru helstu hlutverk Ingveldar Ýrar, Olga í Evgení Ónegin, Val- þrúður og Fljóthildur í Niflunga- hringnum, Prezisoilla í A valdi ör- lagana og nú síðast hlutverk Dorabellu í Cosi fan Tutte eftir Mozart. Einnig hefur hún sungið í söngleikjum og kabarett-tónlist. Hún het'ur verið gestur á alþjóðlegum tónlistarhátíðum og sungið með virtum hljómsveitar- stjórum eins og Seiji Ozawa, Sir Neville Mariner og Kent Naganao. Hún tók þátt í frumflutningi óper- unnar The Cenci í Queen Elisabeth Hall í London fyrr í vetur og mun syngja óperuna inn á geisladisk síðar á árinu. Einnig eru í bígerð einsöngs- og hljómsveitartónleikar í Frakklandi og Bandaríkjunum á þessu ári. Úrslitaviðureignin í Sveitakeppni Suðurlands fór fram í Eyjum um páskana. Þar áttust við sveitir frá Eyjum og Selsfossi. Selfyssingar stóðu uppi sem Suðurlandsmeistarar en árangur Vestmannaeyinga er athyglisverður því þetta er í fyrsta skipti sem þeir komast í úrslit í sveitakeppninni. Bridgefélag Vestmannaeyja sá um framkvæmd mótsins en spilað var í Framhaldsskólanum. Sveitirnar sem kepptu til úrslita voru sveit Þórðar Sigurðssonar frá Selfossi og Vestmannaeyjasveit Magneu Bergvinsdóttur. Er skemmst frá því að segja að Selfosssveitin vann með 189 stigum gegn 88 stigum Vestmannaeyinga. Á myndinni eru f.v. að ofan Selfosssveitin Gísli Þórarinsson, Þórður Sigurðsson, Grímur Árnason og Sigurður Hjaltason. Fyrir framan, Sveit Vestmannaeyinga, Guðbjörn Guðmundsson, Bjarki Guðnason, Jón Hauksson mótsstjóri og dómari keppninnar, Daniel Lee Davis, og Magnea Bergvinsdóttir. saim/inniiierúir-Laiiilsyii A veröi tyrir pig’ Mallorkatilboð Bjóðum 8000 krónu afslátt í brottför 13. maí til Mallorka í 13 daga á Cala Dor og Palma Nova. Verðdæmi: Tveir í tvíbýli á Playa Terra frá kr. 42.700 kr. á mann með flugvallarskatti. Fjórir saman í íbúð frá 37.300 krónur á mann með flugvallarskatti. Verð fyrir barn 25.630 krónur. Nánari upplýsingar hjá Samvinnuferðum- Landsýn í síma 481-1271 í þessu blaði eru auglýsingar sem tengjast fermingum og sumarkomunni. Þessar auglýsingar eru unnar í samstarfi við Athafnaver unga fólksins sem nýlega tók til starfa í Vestmannaeyjum. Fréttir fengu þá Gunnar Stein Magnússon og Þóri Ólafsson til starfans. Sáu þeir um að safna auglýsingum og eiga heiðurinn af gerð þeirra. Þetta fórst þeim vel úr hendi og vonandi verður um áframhaldandi samstarf Athafnaversins og Frétta að ræða. Á myndinni eru Gunnar Steinn og Þórir að störfum á Fréttum. ttiiíegi Sigurgeir Jónsson __ _ _ ^ u skri,ar Af nrokeringum Ingveldur ÝrJónsdóllir mezzosópmn: Heldur tónleika og námskeið íEyjum Af nógu hefur veriö að taka í skandalamálum hvers konar á íslandi að undanförnu. Þar ber hæst mál Landsbankans og eru landsmenn sjálfsagt búnir að fá nóg af þeirri umfjöllun í bili. Þetta mál hefur þó undið svo upp á sig að nú eru a.m.k. tveir bankar til viðbótar undir smásjánni í því er snertir risnukostnað og laxveiðar. Skrifara leikurforvitni á að vita hvort um frekari vakningu verður að ræða í því að krytja bankastofnanir um þessa hluti. Má e.t.v. eiga von á því að útibú á Íandsbyggðinni fái sömu meðferð og þeir Benedikt og Börkur megi eiga von á svipuðum gegnumlýsingum? En annað mál vakti verulega hrifningu skrifara. Það er sú ákvörðun dómsmálaráðherra og 1. þingmanns okkar Sunnlendinga, að skipta úf sýslumönnum á Hólmavík. Á Hólmavík situr ungur sýslumaður sem að kunnugra sögn hefur staðið sig með miklum ágætum í starfi og hefur að eigin sögn ekki óskað eftir tilfærslu í starfi. kann hag sínum vel þar vestra. Aftur á móti situr á Akranesi sýslumaður serh hefúr á undanfömum árum verið nokkuð upp á kant við sinn yfirboðara, áðumefndan dómsmálaráðherra og 1. þingmann Sunnlendinga. Til að mynda var honum um það brigslað fyrir fáeinum ámm að mæta seint og illa til vinnu á sýsluskrifstofunni. Var jafnvel ýjað að því að setja upp stimpil- klukku á vinnustaðnum svo að hægt væri að fylgjast með mætingum sýslumannsins og þá væntanlega greiða honum laun eftir því. Nú er ekki nema von að sýslumaður þeirra Skagamanna mæti stundum seint til vinnu þar sem hann býr vestur á Seltjamamesi og þaðan er dijúgur spölur upp á Skaga, jafnvel þótt hann taki Akraborgina. Nú þætti þessi vegalengd ekki umtalsverð erlendis þar sem fólk má oftlega eyða fjómm til fimm klukkustundum daglega í að komast til og frá vinnu. En á Islandi þykir þetta langt. Sýslumaður hefur og verið ófáanlegur að flytja heimili sitt upp á Skaga enda eðlilegt að þeir sem einu sinni hafa kynnst dásemdum Seltjamarnessins fórni ekki slíku fyrir búsetu á landsbyggðarhomi á borð við Skagann. Þetta mál, ásamt raunar fleirum, varð ekki til að auka á vinskap sýslumanns og ráðuneytis og þótti þó ekki ástæða til alvarlegra ofanígjafa. Svo á dögunum barst ráðuneytinu mikill hvalreki og varðaði alvarleg embættisglöp sýslumannsins. Þar með lét ráðherra til skarar skríða og ákvað að refsa þessum óþekka starfsmanni sfnum. En nú var honum nokkur vandi á höndum. Þessi meintu afglöp þóttu ekki nægileg til að hægt væri að reka hann (eða láta hann segja upp eins og gert er við bankastjóra). En það er hægt að lækka menn í tign og það þykir minni vegsauki innan kerfisins að vera sýslumaður á Hólmavík en uppi á Skaga. Því datt ráðherranum það snjallræði í hug að hrókera og færa sýslumenn milli staða, öðmm til vegsauka fyrir vel unnin störf, hinum til minnkunar. Gallinn við þetta er einungis sá að ráðherra mun sá eini sem er ánægður með leik sinn. Sýslumaðurinn á Hólmavík er ekkert of ánægður, sýslumaðurinn á Akranesi mjög óánægður og íbúar Hólmavíkur hreint hundfúlir og hafa lagst í undirsriftasafnanir til að mótmæla leiknum. Nú hafa Islendingar aldrei átt það sem aðrar þjóðir margar eiga og kallast sakamannanýlendur ekki síðan Brimarhólmsvist lagðrít af. T.d. tíðkuðu Sovétmenn það á sínum tíma að senda vandræðafólk innan kerfisins til Síberíu og þótti prýðislausn. Nú hefur dómsmálaráðherra dottið ofan á patentlausn í þessum málum. Þeir sem ekki fara eftir gerðum kerfisins skulu hér eftir sendir til Hólmavíkur. Verst er að ekki skuli vera útibú frá Landsbankanum á Hólmavík, það hefði leyst ómældan vanda þess banka. En Bún- aðarbankinn er þar með útibú og nú bíða menn þess í ofvæni hvað kemur út úr rannsókn á tjárreiðum þess banka. Þá mætti e.t.v. hrókera á ný. Bankamálaráðherra hlýtur að mega svoleiðis líka. Og sviptingar í lögreglumálum höfuðborg- arinnar mætti hæglega leysa með því að lækka stórmenni þar í tign og senda þá til Hólmavíkur. Löggæslumenn á Hómavík munu hafa mjög óflekkaðan skjöld, hafa t.a.m. hvorki týnt skýrslum né dópi, og myndu sóma sér vel sem yfirmenn í Reykjavík. Verst þykir þó skrifara að tilfærslur á borð við þessar sýslumannahrókeringar skyldu ekki hafa uppgötvast svo sem tveimur árum fyrr. Þá hefði hæglega mátt leysa það deilumál sem upp kom í söfnuði Langholtssóknar og urðu til þess að sóknarpresturinn þar, séra Flóki, var gerður útlægur og sendur af landi brott líkt og tíðkaðist til forna með misindismenn. Hefðu kirkjuleg yfirvöld borið gæfu til að leita í smiðju til 1. þingmanns Sunnlendinga, þá hefðu engin vandamál fylgt þessu. Séra Flóki hefði þegar í stað verið sendur vestur á Hólmavík og þeirra klerkur. sem mun vammlaus maður í alla staði, hefði tekið við í Langholtinu. 1. þingmanns Sunnlendinga mun Iengi verða minnst í sögunni fyrir þá snjöllu lausn sína, að finna Islendingum góðan samastað fyrir vandræðamenn sína. En skrifari vill þakka al- mættinu fyrir að honum skyldi detta Hólmavík í hug en ekki einhver annar staður. t.d. sunnarlega í Suður-landskjördæmi. Sigurg. Barcelona - Benidorm - Costa del Sol - Heimsferðir, umboð í Eyjum - Straumur s. 481-1119

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.