Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 23.04.1998, Qupperneq 14

Fréttir - Eyjafréttir - 23.04.1998, Qupperneq 14
14 Fréttir Fimmtudagur 22. aprfl 1998 Skoðanakönnun Gallup fyrir Fréttir: Rúmur helmingur tekur ekki afstöðu Niðurstöður könnunar sem Galiup gerði fyrir Fréttir Iiggja nú fyrir. Könnunin hefur valdið nokkurri armæðu hjá talnaglöggum mönn- um af ástæðum sem lesendum Frétta eru kunnar. Ekki verður farið nánar út í þá sálma hér, né hugrenningar manna þar um. En niðurstöður skýrslunnar látnar tala, eins og þær koma frá Gallup. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvað fólk myndi kjósa í sveitarstjórnarkosningunum í vor og hvern fólk vildi sjá sem næsta bæjarstjóra. Könnunin var framkvæmd dagana 15. til 19. mars s.l. og upplýsinga aflað gegnum síma, eftir tilviljunar- úrtaki úr þjóðskrá. Þátttakendur voru Vestmannaeyingar á aldrinum 18 til 75 ára og úrtaksstærð 600 einstak- lingar. Heildarfjöldi svarenda var422. Þar af neituðu 62 að svara. I 96 náðist ekki. Vestamannaeyingar búsettir erlendis voru 4. Brottfluttir 13 og veikir 3. Endanlegt úrtak. þegar frá hafa verið dregnir þeir sem eru búsettir erlendis, fluttir eða veikir, samanstendur af 580 einstaklingum. Nettósvörun er því 72,8%. Niðurstöður voru greindar eftir aldri, kyni, tekjum og starfí. Þegar greint er eftir tekjum er átt við heildartekjur allra einstaklinga á heimilinu. Sjálfstæðisflokkurinn fengi rúmlega 53% fylgi ef kosið væri nú en Vestmannaeyjalistinn tæplega 42% fylgi. Rúmlega 44% neituðu að svara eða höfðu ekki gert upp hug sinn og tæplega 8% myndu ekki kjósa eða skila auðu. Ef niðurstöður könnunarinnar eru bomar saman við úrslit kosninganna 1994 sem hlutfall af greiddum at- kvæðum fékk D-listi 52,3%, V-listi 31,5% og H-listi 16,2%. Fylgi Sjálf- stæðisflokks minnkar í þessum samanburði en V-listi bætir við sig. Fylgi H-lista þurrkast nánast út. Ef greint er eftir, aldri, tekjum og starfssviði fékkst ekki marktækur munur. Hins vegar ef greint er eftir kyni náðist marktækur munur en þar hefur Sjálfstæðisflokkurinn í öllum tilvikum vinninginn. Karlar sem ætl- uðu að kjósa Sjálfstæðisflokkin voru 30.8%, en konur 24,5%. Af þeim sem ætluðu að kjósa Vestmanna- eyjalistann voru karlar 25,9% og konur 17,6%. Af þeim sem ekki höfðu gert upp hug sinn eða neituðu að svara voru karlar 39,8% og konur 56,4%. Það er því hærra hlutfall karla en kvenna sem kysi Sjálfstæðisflokk og Vestmannaeyjalistann. Hlutfall óákveðinna er hins vegar hærra meðal kvenna en karla. Þeir sem neituðu að svara eða vissu ekki hvað þeir myndu kjósa eru inni í tölunum sakvæmt þessari greiningu. Tæplega 35% aðspurðra vilja Guðjón Hjörleifsson áfram sem bæjarstjóra. en tæplega 57% sögðust ekki vita hvem þeir vildu, sem er mjög stórt hlutfall óákveðinna. (Þetta er ekki óeðlilega hátt miðað við hvernig spumingin er orðuð, sbr. yfirlýsingu frá Gallup). Af þeim sem ætluðu að kjósa Sjálfstæðisflokkinn voru 81,5% sem vildu Guðjón sem bæjarstjóra, 9,4% þeirra sem ætluðu að kjósa Vestmannaeyjalistann vildu Guðjón sem bæjarstjóra. Óákveðnir og þeir sem neituðu að svara voru 25,8%. Af þeim sem ætluðu að kjósa Sjálfstæðisflokkinn vildu 0,0% Ragnar, 8,2% þeirra sem ætluðu að kjósa Vesmannaeyjalistann vildu Ragnar og 10,0% nefndu einhverja aðra og 2,2% vissu ekki hvern þeir vildu eða neituðu að svara. Spurning 1. Ef sveitarstjórnarkosningar færu fram á morgun, hvaða flokk eða lista myndir þú kjósa? Fjöldi Hlutf. Vikmörk Sjálfstæðisflokkurinn 108 53,2% 46,3-60.1% Vestmannaeyjalistinn 85 41,9% 35,1 -48,7% H-listi 3 1,5% 0,0- 3,1% V og H í sam- eiginlegt framboð 5 2,5% 0,3- 4,6% Annað 2 1,0% 0,0- 2,3% Samt. 203 100,0% Af þeim sem afstöðu tóku 203 48,1% Kjósa ekki/skila auðu 33 7,8% Veit ckki/neita að svara 186 44,1% Fjöldi aðspurðra 422 100,0% Sjálfstæðismenn fögnuðu sigri í síðustu kosningum en ijést er af skoðanakönnun Gallup fyrir Fréttir að róðurinn uerður pyngri hjá heim að hessu sinni hví Vestmannaeyjalistinn hefur sótt ueruiega í sig ueðrið. Spurning 2. Hver vilt þú að verði bæjarstóri að loknum kosningum í vor? Fjöldi Hlutf. Vikmörk Guðjón Hjörleifsson 146 34,6% 30,1 -39.1% Ragnar Oskarsson 13 3,1% 1,4 - 4,7% Páll Zophóníasson 6 1,4% 0,3 - 2.6% Annað 18 4,3% 2,3 - 6,2% Veit ekki 239 56,6% 51,9-61,4% Samt. 422 100,0% útvam Suður- land í sumar- haminn Sumardagskrá Utvarps Suður- lands fer af stað þann 16. apríl og verða töluverðar breytingar er útvarpið hristir af sér vetrarhaminn en 1. maí verður dagskráin komin í sumar- haminn. Þátturinn Eyjólfur verður frá 10:00 - 12:30 á morgnana. Frá 12:30 - 13:00 verður íþrótta- hádegið á sínum stað. Frá 13:00- 15:30 verður nýr þáttur sem heita mun Gormur og taka mun á áhugamálum ungs fólks, jafnt í tónlist sem öðru. Umsjónarmenn Gormsins verða Einar Ágúst Vt'ðisson og Jónas Sigurðsson. Frá 15:30 - 17:00 verður annar nýr þáttur á dagskrá, Toppurinn í umsjá Sæmundar Sigurðssonar, sem er blandaður þáttur um íþróttir og tónlist. Fréttatengdu þættirnir Dagmál frá 07:00 -10:00 og á ferð og flugi frá 17:00 - 19:00 verða á sínum stað með hefðbundnu sniði. Síðari breytingar á kvöld og helgardagskrá verða svo kynntar er nær dregur maf. Skólamál, ábyrgð okkar allra Þegar ég ákvað, að vandlega íliuguðu máli, að gefa kost á mér í þriðja sæti á framboðslista Sjálfstæðismanna í kosningunum 23. maí nk. var það vegna mikils áhuga á málefnum bæjarins. í bæjarfélagi eins og Vest- mannaeyjum eru æði mörg viðfangs- efni sem bæjaryfirvöld þurfa að sinna og ég er viss um að reynsla mín í félagsmálum, við heimilið og barna- uppeldi auk víðtækrar starfsreynslu á vinnumarkaðnum, innanbæjar sem utan. geri mig hæfari að fást við hin margvíslegu verkefni bæjarfélagsins. í stuttri blaðagrein er aðeins hægt að bera örstutt niður í þau mál sem mér eru hugleikin, svo sem skólamál. Góð reynsla af yfirtöku grunnskólanna Með yfirtöku bæjarins frá ríkinu á rekstri grunnskólanna haustið 1996 má segja að kaflaskipti hafi orðið í viðhorfi bæjarstjórnarinnar til skóla- mála. Ég er þess fullviss að það hafi verið gæfuspor að stofna eigin skóla- skrifstofu hér í Vestmannaeyjum. Starfsemi skólaskrifstofunnar sem sett var á fót á miðju ári 1996 og ráðning sérmenntaðs starfsfólks hefur þegar sannað gildi sitt. Það er ánægjulegt til þess að vita að námskeiðahald fyrir kennara grunn- skólanna hefur að verulegu leyti verið flutt heim í hérað. í stað þess að gefa fáum kost á því að sækja námskeið upp á land eru leiðbeinendur nú fengnir hingað til Eyja og sem flestum kennurum þannig geftnn kostur á námskeiðum. Vestmannaeyjar hafa upp á margt að bjóða til þess að gera rekstur grunnskólanna mjög skilvirkan. í Vestmannaeyjum eru nú um 800 nemendur í grunnskólunum, sem skiptast nánast til helminga milli Bamaskólans og Hamarsskólans. Þetta er án efa heppileg stærð fyrir skóla með hliðsjón af allri stjómun í skólunum. Við eigum því láni að fagna að um 90% grunnskólakennara í Eyjum eru með full kennsluréttindi og margir leiðbeinenda eru mjög vel menntaðir. Það hefur ekki farið fram hjá fólki að miklar framkvæmdir hafa verið í uppbyggingu skólahúsnæðis íEyjum á undanfömum árum. Nú síðast ber hæst endurbygging elsta hluta Bama- skólans þar sem þetta 80 ára gamla og virðulega skólahús hefur algjörlega verið endumýjað. Stöndum vel í uppbyggingu skólanna Það var mikið happaspor fyrir skóla- starf í landinu að færa allt starf gmnnskólanna til sveitarfélaganna. Þá var verið að færa á eina hendi, t.d. Vestmannaeyjabæjar, rekstur og ábyrgð á skóiastarfinu í bæjarfélaginu í stað þess að skipta því á milli ríkis og bæjar. Samkvæmt lögum frá Alþingi skal einsetningu grunnskólanna vera lokið á árinu 2003 eða eftir 5 ár. Til þess að ná þessu markmiði í Vestmannaeyjum þarf að bæta við einni álmu við Hamarsskóla og hefst hönnun hússins á þessu ári. Þá á eftir að fara í töluverðar framkvæmdir við Barna- skólann en þar er hönnunarvinnunni að mestu lokið. Miðað við þá fjár- muni sem áætlaðir em til byggingar skólahúsnæðis í nýlega samþykktri áætlun bæjarins fyrir 1998 - 2000 höfum við alla burði til að ljúka þessu verkefni á tilsettum tíma. Spennandi verkefni framundan Framundan eru mörg krefjandi verk- efni í skólamálum í Vestmannaeyjum. Yfirfærsla á rekstri leikskólanna undir skólamál frá síðustu áramótum bíður upp á enn nánara samstarf milli leik- og grunnskólanna. Huga þarf að forvamarstarfi, nýbúafræðslu, aðgengi fatlaðra, samstarfi skóla og heimila og mörgu öðru. Þá megum við ekki gleyma þeim mannauði sem fólginn er í starfsfólki allra þessara uppeldis- stofnana. Nú er vinna við mótun heilstæðrar skólastefnu Vestmanna- eyjabæjar á lokastigi en hún nær yfir leikskóla, grunnskóla, Listaskóla Vestmannaeyja og fullorðinsfræðslu og samstarf við Framhaldsskólann. Á síðari tímum hafa augu manna opnast fyrir mjög auknu gildi upp- eldis- og skólamála í starfsemi sveitarfélaga. Skólamál eru ekki lengur „mjúkmál”, eingöngu á ábyrgð kennaranna og foreldra bamanna í skólunum. Mín skoðun er sú að við berum öll ábyrgð á börnum bæjarins og okkur ber að gæta þeirra og þeirra hagsmuna. Mín framtíðarsýn er að við hér í Vestmannaeyjum eigum góða möguleika á að efla hér allt skóla- og fræðslustarf í næstu framtíð til mikilla hagsbóta fyrir þetta bæjarfélag. Sigrún Inga Sigurgeirsdóttir Höfundur skipar 4. sœti á D-lista

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.