Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 09.07.1998, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 09.07.1998, Blaðsíða 1
25. árgangur • Vestmannaeyjum 9. júlí 1998 • 27. tölublað • Verð kr. 140,- • Sími: 481 3310 • Fax: 481 1293 jfV I Skvísusundi var stemmningin einstök og mikið fjölmenni bæði föstudags- og laugardagskvöld Einstök goslokahátíð har sem ungir og aldnir skemmtu sér -Þakkir til allra sem lögðu hönd plóg, segir bæjarstjóri Aðspurður um goslokahátiðina segir Guðjón Hjörleifsson bæjar- stjóri að hann vilji þakka fyrir hönd bæjarstjórnar Vestmanna- eyja og goslokanefndar öllum þeim sem lögðu hönd á plóg til að gera goslokahátíðina sem haldin var um síðustu helgi eins glæsilega, skemmtilega og fjölbreytta og hún varð. „Hvar sem ég kem, hitti ég fólk sem er mjög ánægt með það sem var boðið upp á og fannst þetta hafa tekist mjög vel. Það var ánægjulegt að sjá hvemig kynslóðimar skemmtu sér saman og allir gerðu sitt besta. Það þurfti ekki að hafa neina gæslu og ekki var nein sölustarfsemi heldur var þetta fyrst og fremst fólk að gleðjast saman á þess- um tímamótum." Guðjón segir að það sé ekki á neinn hallað þó að hann færi sérstakar þakkir þeim Andrési Sigurvinssyni og Ástu Guðmundsdóttur fyrir þeirra þátt ásamt Fríðu Sigurðardóttur, formanni Leikfélgsins, sem starfaði ötullega með þeim ásamt sínu fólki. „Með ýmsum nýjum hugmyndum og götu- leikhúsi tókst að virkja fjölmarga til starfa og sérstaklega ungt fólk. Það er líka ástæða til að þakka þeim mörgu skemmtikröftum og þar vil ég sérstak- lega nefna Hafstein Guðfinnsson og marga fleiri, sem lögðu á sig ómælda vinnu við hljómlistarflutning til að gera afmælið jafn skemmtilegt og ánægjulegt og reyndin varð. Fjöl- margir aðilar lánuðu og hús sín og aðstöðu til þess að auka fjöl- breytnina.“ Guðjón segir og ánægjulegt fyrir Vestmannaeyinga að hafa veitt fulltrúum Vamarliðssins verðskuldaða viðurkenningu eftir 25 ár fyrir aðstoð þeirra þegar gosið ógnaði byggðinni. „Vamarliðið brást skjótt við kalli Vestmannaeyinga þegar þeir þurftu á að halda og var það gleðilegt að geta veitt þvf þessa viðurkenningu." Guðjón segir öllum Eyjamönnum til sóma hvemig að þessu gosafmæli var staðið og hvemig til hafi tekist. „Vonandi markar þetta braut til betri framtíðar fyrir okkur öll.“ GGI IR LDUNA 'gingamálin á gilegan h; Bílaverkstæðið BRAGGINN s/f. RÉTTINGAR OG SPRAUTUN: Flötum 20 - Sími 481 1535 VIÐGERÐIR OG SMURSTÖÐ: Græðisbraut 1 - sími 48132 Sumaráœtlun Herjólfs ▼▼▼ Alla daga Frá Eyjum: Frá Þorl.höfn: Kl. 08:15 Kl. 12:00 11 aukaferöir fimmtu-föstu- ogsunnudaga Kl. 15.30 Kl. 19.00 j | l-lcriól(ur Aniar óilið Stmi 4812800 Fox 4812991 Bókabúðin Heiðarvegi 9 - Sími 481 1434 BYGGINGAVÖRUVERSLUN

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.