Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 09.07.1998, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 09.07.1998, Blaðsíða 4
k Fréttir Fimmtudagur 9.júlí 1998 Sælkeri síðustu viku skoraði _ á hjónin Bassa og 01- öfu Helgadóttur að taka við. Það gera þau hér með, raunar er það Olöf sem ber ábyrgð á matar- gerðinni. „Ég þakka Ingu Hrönn vinkonu minni fyrir áskorunina í síðasta Sæl- kerapistli Frétta. Ég ætla að bjóða upp á vinsælan fiskrétt og sælgætisköku sem nota má bæði sem eftirrétt og með kaffi, hvort tveggja er vinsælt í minni fjölskyldu. Ofnbakaður fiskréttur: 600 g ýsuflök salt, pipar 1 stk. laukur 1 stk. græn paprika 3-4 stk. gulrætur 200 g ferskir sveppir 250 g rækjuostur 1 peli rjómi Ýsullökin roðflett, skorin niðurog lögð í smurt eldfast fat. Kryddað. Grænmetið er hreinsað, skorið niður og steikt á pönnu. Osti og ijóma bætt út á pönnuna. Þegar osturinn er bráðinn er sósan soðin aðeins niður og öllu hellt yfir fiskinn í fatinu. Setja má rifinn ost yfiref vill. Bakað í ofni ca. 25 mín við 170° C. Gott með fersku salati og brauði. Sælkerakaka: 2 bollar súkkulaðikexmylsna 75-100 g brætt smjör 500 g rjómaostur 6 msk. kafftlíkjör 5 dl þeyttur rjómi 150 g Mars eða Dajm sælgæti (1 bolli) Setjið bökunarpappír á botninn í lausbotna formi, u.þ.b. 24 cm í þvermál. Blandið saman kexmylsnu og smjöri og þrýstið í botninn og upp með hliðunum á forminu. Kælið. Hrærið og mýkið rjómaostinn og bætið kaffilíkjörnum út í. Hrærið sælgætinu saman við rjómaostinn og blandið rjómanum að síðustu varlega saman við. Hellið fyllingunni yfir kexbotninn. Kælið. Kakan þarf að standa í ca. 2 sólahringa áður en hún verður reglulega góð. Ég ætla að skora á vinkonu mína Ólöf Helgadóttir er sælkeri þessa vikuna. Nönnu Leifsdóttur að vera næsti sælkeri Frétta, þar sem ég veit að hún á margar góðar og frumlegar upp- skriftir í handraðanum.” ð 0 p O 2* - Talsvert uppnám varð í síðustu viku þegar uppgötvaðist að við fram- kvæmdir við fyrirhugaða stétt undir veitingatjaldið hafði þjóðhátíðarborðinu frá 1874 verið mokað í burtu. Unnendum fornminja ofbauð fram- kvæmdagleði íþróttahreyfingarinnar og íþróttahreyfingunni sem er að reyna að gera dalinn betri fyrir núlifandi ofbauð ofboðið í hinum. Nú mun haftfyrirsatt að borðið hafi upphaflega ekki staðið þarna og hóllinn sem mokað var burt sé ekki fornminjar heldur borð sem hlaðið var, til minningar um borðið frá 1874, fyrir ekkert voða mörgum árum og sé álíka miklar fornminjar og gamarnir sem notaðir eru í sviðið. - Goslokahátíðin sem haldin var um helgina þykir hafa tekist með afbrigðum vel og raunar þannig að ekki var mögulegt að gera betur. Veður-guðirnir gengu líka í lið með okkur á sunnudaginn. Merkilegast er þó að tveir staðir eru nú orðnir Vestmanna- eyingum afar hjartfólgnir sem varla voru á kortinu áður. Það eru Skvísusundið og Skansfjaran. Um fátt mun vera meira talað í bænum en nauðsyn þess að nýta þessa staði meira og hefur þetta umræðuefni rutt Keikó úr vegi og þurfti nokkuð til. - Sigurður Einarsson hefur verið einstaklega natinn við að greiða götu ýmissa hópa sem verið hafa í hús- næðishraki. Aldraðirfengu aðstöðu fyrir minigolf og nú fá unglingarnir Húsið við Stakkó. Miðaldra maður hafði samband við blaðið og fannst sinn aldurshópur vera nokkuð afskiptur í þesspm efnum. Benti hann á að salthús Isfélagsins sunnan Strandvegar stæði autt og hentaði afar vel sem skemmtistaður fyrir þennan aldurshóp og jafnvel næturklúbbur. - Eyjamaður sem brá sér í bíó i Reykjavík sá auglýst eitthvað sem hét „Eyjar ‘98“. Honum fannst þetta minna á Viðey ‘79 eða Saltvík sjötíuog eitthvað og hafa á sér einhvern feigðarsvip eins og Atlavík áttatíu og eitthvað. Vildi hann endilega að Eyjamenn héldu áfram upp á Þjóðhátíð en tækju ekki upp einhvern útihátíðastíl annarra. Flestum bersaman um að goslokaafmælið, sem hér varhaldið upp á um síðustu helgi, hafi heppnast frábærlega vel. Ef frá er skilin rigningin á föstudag þá vat allt eins og best verður á kosið. Sá sem mestan heiðurinn á afskipulagi öllu við þessa afmælishátíð erAndrés Sigurvinsson en hann varfenginn sérstaklega til að skipuleggja hana. Nú er nokkuð síðan Andrés flutti héðan frá Eyjum en íhuga flestra, og ekki síst sín sjálfs, er hann þó og verðuralltaf Vestmannaeyingur. Andrés er Eyjamaður vikunnar að þessu sinni. Fullt nafn? Andrés Bjarni Sígurvínsson. Fæðingardagur og ár? 17. júní 1949 Fæðingarstaður? Að Snotrunesi í Borgarfirði eystri. Fjölskylduhagir? Margfráskilinn, misskilinn, einhleypur eins og stendur. Menntun ogistarf? Kennaramenntaðurogleikaramenntaður. Starfa sem leikstjóri og í hjáverkum vinn ég sem áfengisráðgjafi á Teigi. Laun? Aldrei næg. Helsti galli? (Löngþögn) Ég er aó verða fimmtugur og dett alltaf í sömu gryfjuna, allt of trúgjarn. Helsti kostur? Gefst helst aldrei upp. Uppáhaldsmatur? Nýveidd, soðin ýsa frá Vestmannaeyjum. Versti matur? Skyrhræringur, annarserég ekki matvandur. Uppáhaldsdrykkur? Vatn og expressókaffi. Héráárumáðurvarþað koníak, rauðvín og Campari. Síðan eru liðin 11 ár. Uppáhaldstónlist? Ég er eiginlega alæta á músík. En klassíkin er í mestu uppáhaldi, sérstaklega Stravinski. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir? Að hitta sérstakt fólk, eins og t.d. Tótu á Enda sem ég var að enda við að spjalla við. Hvað er það leiðinlegasta sem þú gerir? Að hlusta á fólk upphefja sjálft sig á kostnað annarra. Hvað myndirðu gera ef þú ynnir milljón í happdrætti? Ég færi sjálfsagt jafn skynsamlega með hana og aðra fjármuni sem mér hafa áskotnast. /Etli ég myndi ekki borga eitthvað af skuldum. Uppáhaldsstjórnmaálaður? Þegar stórt er spurt verður lítið um svör. Uppáhaldsíþróttamaður? Ja, nú fór í verra. Jú, annars, það er verst að ég veit ekki hvað hann heitir. Hann sveiflaði í kringum sig kúlu í keðju og kastaði henni og svo hlupu menn með málband á eftir henni. Þetta var virkileg dansíþrótt. Svo er verið að tala um að listamenn séu klikkaðir. Ertu meðlimur í einhverjum félagsskap? Já, Flassarafélaginu. Við vorum sex strákarnir saman í Leiklistarskólanum og ein skólasystir okkar. Það er Flassarafélagið og svo ekki orð um það af hverju það .yjastemmning heitir þessu nafni. Uppáhaldssjónvarpsefni? Ég horfi sjaldan á sjónvarp en hef gaman af breskum leikritum og fræðsluþáttunum á Discovery. Uppáhaldsbók? Þær eru margar og erfitt að gera upp á milli þeirra. Mér finnst Litli prinsinn alltaf nauðsynlegur og Lína langsokkur og Oscar Wilde, í djúpinu. Þessar bækur les ég oft. Þær næra mig. Hvað metur þú mest í fari annarra? Hreinskilni. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Undirferli. Fallegasti staður sem þú hefur komiðá? Ekki spurning, Vestmannaeyjar. Ertu ánægður með útkomuna af hátíðinni? Já, ég get ekki verið annað, mjög ánægður. Það liggur við að maður sé hrærður, það var svo gaman. Ég er alveg í sjöunda himni. Hvað fannst þér takast best? Það sem mér fannst standa upp úr var að finna þessa sönnu og ómenguðu Eyjastemmningu, þá tilfinningu að hér var eitthvað á ferðinni sem við öll áttum þátt í. Ég er ánægðastur með að hér er komið götuleikhús og athvarf fyrir unglinga. Bæjarbúar verða að leggja því máli lið. Var eitthvað sem kom þér á óvart þessa daga? Já, hvað viðvorum öll að koma hvert öðru á óvart. Hvað dettur þér í hug þegar þú heyrir þessi orð? -Gosafmæli? Fagnaðarhátið. -Skvísusund? Þaðsem koma skal. -Vestmannaeyjar? Rætur. Eitthvað að lokum? Bittu í franskbrauð! NYFfiEDDIR VESTMfiNNfiEYINGfiR Stúlka Þann 9. apríl eignuðust Sunna Ösp Bjarkardóttirog Guðjón Ágúst Gústafsson dóttur. Hún vó 14 1/2 mörk og var51 smað lengd. Húnhefur verið skírð Sóley Björk. Húnfæddistá Landspítalanum í Reykjavík. Stúlka Þann 22. apríl eignuðust Kristjana Jónsdóttir og Einar Pálsson dóttur. Hún vó 16 merkur og var 51,5smaðlengd. Hún fæddist á Landsspítalanum í Reykjavík. Þaðer 18 mánaða systir hennar, Steinunn María, sem heldur á systur sinni. Stúlka Þann 13.maí eignuðust Ágústa Kjartansdóttirog Guðjón Gunnsteinsson dóttur. Húnvól2 merkur og var 52 smaðlengd. Hún hefur verið skírð Díana Helga. Með henni á myndinni er Kjartan Guðjónsson og Laufey Rós Vaidimarsdóttir. Ljósmóðir var Drífa Björnsd. 3. - 12.júlí Sýning Vilhjálms Vilhjálmssonar í Akóges 3. - 12.júlí Samsýning Bjarni Olafs Magnússonar, Hallsteins Sigurðssonar, Sylviu Acliead og Sjafnar Sigfúsclóttur í Gallerí Prýði. 11. júlí ' Utivistardagur Sparisjóðs Vestmannaeyja 11. júlí Sumarstúlkukeppnin á Höfðanum 12. júlí Kveðjumessa sr. Bjarna Karlssonar 30. júlí Húkkaraball 31. júl. -3. ág. Þjóðhátíð 10. -15. sept Keikó kemur

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.