Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 09.07.1998, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 09.07.1998, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 9. júlí 1998 Fréttir 9 Sltíkkviliðsmenn ánu sína fulltrúa í gtítuleikhúsinu. Slökkviliðið hafði í nógu að snúast í gosinu. Slökkuiliðsmenn minntu á bena með uppákomu á lugardaginn. Hafsteinn, Leiiur Geír sonur hans, Stefán Sigurjónsson og Gísli Helgason á tónleikunum í Kiwanishúsinu. mannskapinn. Skemmtiatriði voru fjölbreytt en þau miðuðust öll við yngstu kynslóðina sem naut lífsins til hins ýtrasta í veðurblíðunni. Oðu krakkamir í tjöminni, en létu ekki þar við sitja því sjórinn freistaði bæði til að vaða og þeir hörðustu létu sig ekki muna um að synda. Veislan í Skansíjörunni hófst klukkan hálfeitt og stóð fram eftir degi eða eins lengi og fólki hentaði. Margir tóku upp þráðinn í spjallinu frá því í Skvísusundinu kvöldið áður en nú snerist spjallið um það hvað afmælis- hátíðin hefði heppnast vel. Það em orð að sönnu og eiga allir heiður skilinn sem komu að undirbúningi og framkvæmd hennar. Sögulegar sættir Fram til þessa hafa Herjólfsdalur, Skansinn og Stakkagerðistún verið helstu samkomustaðir Vestmannaey- inga en nú hefur Skansfjaran, sem varð til í gosinu, bæst við. Hátíða- höldin þar á sunnudaginn vom táknræn að því leyti að segja má að þar með hafí Eyjamenn tekið Eldfell og Nýja hraunið í sátt. Og kannski var goslokaafmælið í heild uppgjör Vestmannaeyinga, hér sem annars staðar, við eldgosið 1973. í goslokanefnd vom Guðjón Hjör- leifsson, Amar Sigurmundsson og Ragnar Oskarsson og hefur þeim ásamt Andrési Sigurvinssyni og Astu Guðmundsdóttur og fjölmörgum sjálf- boðaliðum hafi tekist að gera 25 ára goslokaafmælið á allan hátt ógleymanlegt þeim sem tóku þátt í því. Um það em allir sammála, bæjarbúar og gestir og er þá sama á hvaða aldri fólk er. Þeir eldri hafa á orði að tekist hafí að skapa þjóðhátíðarstemmningu eins og hún gerðist best og þjóðhátíðin var ætluð allri ljölskyldunni. Aðrir benda á að þar sé lykilinn að finna, tekist hafi gera goslokaafmælið að fjölskyldu- skemmtun eins og þær gerast bestar. Allt sem boðið var upp á var ókeypis en forsendan fyrir því var sá fjöldi sjálfboðaliða sem þama kom að verki. Niðurstaðan er því sú að við getum öll sem eitt óskað okkur til hamingju með frammistöðuna þó einhverjir eigi meiri hlut í þeim en aðrir. A goslokahátíðinni um sfðustu helgi tók Hafsteinn Guðfmnsson saman tónlistardagskrá sem byggði á verkum Oddgeirs Kristjánssonar, Ása í Bæ og fleiri valinkunnra manna er tengjast tónlistarsögu Vestmannaeyja. Dag- Þessar sttíllur nutu lífsins tll hins ýtrasta. Vestmannaeyingar tóku máttaruöldin í sátt á goslokaafmælinu með huí að gera Skansfjtíruna að útiuistarsuæði. Og greinilegt uar að börnín kunnu að meta bessanáttúruperlu. skrána kallaði Hafsteinn „Þar sem fyrrum". Kafað var í fortíðina og riljuð upp þekkt og óþekkt lög og ljóð þessara dáðu laga- og ljóðahöfunda Eyjamanna. Dagskráin var flutt bæði föstudags- og laugardagskvöld í Kiwansihúsinu og er skemmst frá því að segja að troðfullt var bæði kvöldin og augljóst að Vestmannaeyingar kunnu vel að meta þetta framtak. Það vakti athygli undirritaðs hversu Eyjalögin eru tregablandin og full af nostalagíu sem nær inn í kviku. Það var líka ljóst af viðbrögðum fólks í salnum og í spjalli við fólk að þessi lög eru Vestmannaeyingum mjög hjartfólgin. Þannig tjá þau hæsta stig gleðinnar ekki síður en dýpstu sorg. En undir niðri hljómar alltaf tregi og kannski svolítil eigingimi. Þessi tónlist er eitthvað sem Vestmanna- eyingar eiga fyrir sig, en er ekki svo heilög eign Eyjamanna að blaðamaður fengi altént ekki hlutdeild í, enda ekki annað hægt en að hrifast með í þeirri stemmningu sem myndaðist í salnum, þar sem sátu jafnt heimamenn sem brottfluttir Vestmannaeyingar á öllum aldri. Kastalaleikhús huítasunnumanna uar meðal atriða sem börnum uar boðið upp áágoslokaafmælinu.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.