Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 06.08.1998, Síða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 06.08.1998, Síða 1
25. árgangur • Vestmannaeyjum 6. ágúst 1998 • 31. tölublað • Verð kr. 140,- • Sími: 481 3310 • Fax: 481 1293 Á föstudaginn og föstudagskvöldið skartaði Herjólfsdalur sínu fegursta og brennan naut sín til fullnustu Þjóðhátfðin 1998 sú fjölmennasta frá upphafi Það er sama við hvern var rætt, menn voru ánægðir með hvernig til hafði tekist með þjóðhátíðina þrátt fyrir baráttu við veðurguðina. Það var fljótt ljóst að mikill straumur fólks stefndi á Vestmannaeyjar og að flutningsgetan réði því hver endanlegur fjöldi yrði. Samkvæmt upplýsingum frá flutningsaðilum komu nánlægt 6500 gestir á þjóð- hátíðina í ár sem er um 900 manns fleira en þjóðhátíðina 1986. Þá var áætlað að tæplega 10.000 manns hefðu sótt hátíðina en í ár bendir allt til þess að talan hafí farið yfir 10.000 gesti. Það virðist því vera svo að þjóðhátíðin 1998 sé fjölmennasta þjóðhátíðin til þessa. Árið 1986 flutti færeyska ferjan Smyrill um 2500 gesti á þjóðhátíð, Herjólfur milli 1700 og 1800 og um 1500 komu með flugi. Samtals gera þetta 5700 þjóðhátíðargesti. í ár flutti Herjólfur um 3000 gesti á þjóðhátíð, Flugfélag Vestmannaeyja um 1500, íslandsflug milli 1100 og 1200 og Flugfélag Islands 880 eða samtals um 6600 gesti. í Fréttum eftir þjóðhátíðina 1986 var gert ráð fyrir að milli 3500 og 4000 heimamenn sæktu hátíðina. Sam- kvæmt því hafa þjóðhátíðargestir þá verið innan við 10.000 en miðað við að 3500 manns úr bænum hafi sótt þjóðhátíðina í ár fer talan yfir 10.000. Samkvæmt þessu er þjóðhátfðin 1998 stærsta þjóðhátíðin hingað til en taka verður tölum um fjölda bæjarbúa með nokkmm fyrirvara. Eins er ekki samræmi á milli seldra miða og fjölda gesta því böm að 14 ára aldri þurfa ekki að borga aðgangseyri og það sama gildir um fólk 67 ára og eldra. Unnið að því ab setja net á kvína Verður tilbúin á réttum tíma I fyrradag var byrjað að klæða kví Keikós með netinu sem mun afmarka hana undir yfirborði sjávarins. Netið er 4 mm þykkt með um 7 sm stómm möskvum og er ofið en ekki hnýtt saman, því er síðan haldið á niðri við botninn með með átta tommu þykkunt römm sem fyllt em með sandi og em úr sarna efni og yfirborðsflotholtin. Jim Styers sem er aðalráðgjafi Keiko samtakanna varðandi samsetningu kvíarinnar, segir að búið sé að netklæða helming kvíarinnar og að lokið verði við það verkefni í dag. Jim segir að þessi hluti verksins hafi gengið ntjög vel, eins og allt verkið hingað til. „Við verðurn tilbúnir með kvína á réttum tírna," segir Jim að lokum. Svartir sauðirí mörgufé Lögregla lýsir yfir nokkurri á- nægju með gesti Þjóðhátíðar, sem langflestir voru til fyrir- myndar, þó eru alltaf svartir sauðir sem ekki kunna fótum sínum forráð. Töluverð ölvun var og þurftu nokkrir aðilar að gista fanga- geymslur af þeim sökum, en aldrei varð þó það þétt í rúm skipað að vísa þyrfti mönnum frá. Lögreglan í Vestmannaeyjum fékk aðstoð frá 12 lögreglumönnum og einum fíkniefnahundi frá Reykjavík. Lögð var áhersla á leit að fíkni- efnum. Alls komu upp 7 fíkniefna- mál, en um lítið magn var að ræða. Aldur þessara manna var frá tvítugu og upp í tuttugu og fimm ár og magnið ekki það mikið að ástæða þætti til að bendla þessa einstaklinga við sölu fíkniefna. Þrjátíu og þrír þjófnaðir voru til- kynntir í Herjólfsdal, sem telst allt of mikið að mati lögreglu. Sex lík- amsárásir voru kærðar og hlutust af beinbrot í þremur þeirra tilvika sem telst mjög alvarlegt. Þrír aðilar voru teknir fyrir ölvun við akstur, auk þess sem nokkrir voru staðnir að því að aka án réttinda. Engin nauógun kærð ennpá Sérstök neyðarmóttaka var til taks á Sjúkrahúsinu, ef kyn- ferðisafbrot kæmu upp. Jafnframt voru aðilar frá Fé- lagsmálaráði á bakvakt ef um barnavemdarmál væri að ræða, en ekki þurfti að leita til þeirra, svo lögreglu sé kunnugt. Engin nauðgun var kærð á Þjóðhátíð, en tvær konur voru fluttar í neyðarmóttöku sjúkra- hússins, þar sem að þeim var hlúð eftir að þær höfðu leitað aðstoðar eftir kynferðisafbrot. Ekki vildu þær þó leggja fram kæru að svo stöddu.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.