Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 06.08.1998, Side 6

Fréttir - Eyjafréttir - 06.08.1998, Side 6
6 Fréttir Fimmtudagur 6. ágúst 1998 Sólskin, rigning og miMð fjör á þjóðhátíðinni 1998 -sem er fjölmennasta og ein friðsælasta hátíð sem menn muna Þjóðhátíðinni lauk á áttunda tímanum á mánudagsmorguninn þegar Stuðmenn slógu síðasta tóninn á dansleiknum á stóra pallinum. Þar með var lokið fjölmennustu þjóðhátíð frá upphafi en um leið einni rólegustu þjóðhátíð seni menn muna eftir. Aætlað er að rúmlega 10 þúsund manns hafi verið í Dalnum þegar flest var. Að sögn iögreglu fór samt allt vel fram og voru mál helmingi færri en undanfarin ár í öllum flokkum. Eins og alltaf er það veðrið sem fer með ferðina á útihátíðum og þjóðhátíðin í ár var þar engin undantekning þar á. Hátíðin hófst í góðu veðri sem varði fram á laugardag en þá um kvöldið byrjaði að rigna og hélst hún sleitulítið fram á sunnudagskvöld. Þá stytti upp og lauk hátíðinni í þokkalegu veðri en Dalurinn ber þess merki að mikið rigndi. Stuðmenn!!!! Þetta eru ekki hinir raunuerulegu Stuðmenn en heir eru flottír engu að síður og Árni Johnsen er og uerður Stuðmaðurinn eini sanni. Föstu liðirnir á þjóðhátíð, brenn- an á föstudagskvöldinu, flugelda- sýningin á laugardagskvöldinu og brekkusöngurinn voru á sínum stað á þjóðhátíðinni. Brennan var af hefðbundinni stærð og naut sín ágætlega í góðu veðri. Ekki blés eins byrlega á laugardagskvöldið þegar flugelda- sýningin átti að byrja en þá var eins og rofaði til og naut ilugeldasýningin sín mjög vel. Er það mál manna að hún hafi aldrei verið glæsilegri en nú. Árni Johnsen, sem staðið hefur vaktina í brekkusöngnum frá því hann varð til, segir að Brekkukórinn hafi aldrei verið fjölmennari en nú og var magnað að heyra um 10 þúsund manns syngja einum rómi. Um önnur skemmtiatriði er það að segja að þau vom misjöfn af gæðum, en sumt var vel gert og féll í góðan jarðveg á brekkusviðinu. En af öðrum ólöstuðum voru það Stuð- menn sem komu sáu og sigruðu. Einkum vom þeir öflugir síðastu nóttina en þá linntu þeir ekki látum fyrr en klukkan að ganga átta á mánudagsmorguninn. Þar með lauk þjóðhátíðinni 1998 sem verður minnst fyrir gott veður, mikla rigningu, Stuðmenn og síðast en ekki síst frábærra gesti sem voru á allan hátt til fyrirmyndar og sjálfum sér og sínum til mikils sóma. Það uar uíða bröngt setinn bekurinn í tjöldunum en hröngt mega sáttir sitia. Það sannaðist í tialdinu hjá Bjössa og Sæsu. Setning bjóðhátíðar á föstudeginum fór fram í bliðskaparueðrí og uar f jöldi manns uiðstaddur, flestir prúðbúnir. Gerður uar góður rómur að setningarræðu Þórs I. Vilhjálmssonar formanns ÍBV og hátíðarræðu Jóhanns Friðfinnssonar. Gerði Jóhann ástina á bióðhátíð að umræðuefni. Séra Þórey Guðmundsdóttir flutti huguekju uið semingu og færði mönnum andlegt uegarnesti inn í helgina. thróttaleikir uoru á föstudaginn og fylgdust margir með kapphlaupi yngsta fóiksins. Keppni í boðhlaupi uar haldin millí manna sem kepptu síðast á hióðhátíð fyrir um 30 árum. í beim flokki uoru m.a. Árni Johnsen, Arnar Sigurmundsson og Bragi Steingrímsson. flttu heir kappi uið menn i meistaraflokki ÍBV sem unnu nokkuð örugglega. Hér eru beir ásamt öðrum keppendum í frjáls- íbróttakeppninni uið afhendingu uiðurkenninga.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.