Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 20.08.1998, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 20.08.1998, Blaðsíða 2
2 Fréttir Fimmtudagur 21. ágúst 1998 Ennliá águststemmning Það er enn ágústró yfir bænum okkar og sést það á dagbókinni en eins og áður er lögregla að sinna sínum verkei'num í umferðinni, segir í yfirliti lögreglunnar fyrir vikuna 11. ágúst til 18. ágúst. Menn hafa verið sektaðir fyrir liraðakstur, vanbúnað bifreiða, að nota ekki öryggisbelti auk annars. Eins var ökumaður á léttbifhjóli stöðvaður þar sem hann var réttindalaus og hjálmlaus á óskráðu hjóli. Hjólið var tekið af honum. Fáránlegt athæfí Ungur maður varð fyrir því á mánudaginn að fá stein í höfuðið þar sem hann sat í einum af heitu pottunum við sundlaugina. Gtjóúnu liafði verið kastað yfir girðinguna og lenti það í höfði unga mannsins. Flytja varð hann á sjúkrahús þar sem gert var að sárurn hans. Þegar þetta gerðist voru nokkrir í pottinum og segir lögreglan þetta hreint i'á ánlegt athæfi og þama hafi ekki nein börn verið að verki, heldur einstaklingar senr eigi að gera sér fulla grein fyrir hættunni af því að henda grjóri yfir girðinguna og í átl að fólki senr þar situr. Það var til happs að grjótið lenti fyrst á kantinum á pottinum og skoppaði þaðan í höfuð unga mannsins. Sást til þeirra sem þetta gerðu og mun lögreglan ræða við þá. íókunnuhúsi Tilkynnt var um að rúður hefðu verið brotnar í einbýlishúsi í bænunr og sagt að heinrilisfólk væri ekki heima. Lögregla fór á staðinn og korn í ljós að nokkræ rúður höfðu verið brotnar. Við athugun á veltvangi konr í ljós að nraður, sem ekki átti heima í húsinu, var þar sofandi. Þegar hann var vakinn gat hann enga grein gert fyrir ferðum sínum og var færður á lögreglustöð. Veisluspillir Ungur maður sem hafði verið í teiti óskaði eftir aðstoð lögreglu vegna rnanns sem unnið hafði skemmd- arverk á heimili hans. Þama höfðu rúða og blómavasi verið brotin en sá sem þetta gerði var farinn af vettvangi þegar lögregla kom á staðinn. Diskótekí veitingatialdinu Það er oft kvartað yfir hávaða frá íbúðum í fjölbýlishúsum en á laug- ardagskvöldið kom kvörtun úr óvæntri átt, nýja veitingatjaldinu inni í Herjólfsdal. Þarna vom 56 skiptinemar með diskótek en hávaði var nokkur frá tjaldinu og ekki svefnfriður hjá ungviðinu á tjaldstæðinu í Dalnum. Féllígötuna Aðfaramótt laugardags féll maður í götuna á Heiðarvegi. Þegar hann rankaði við sér var hann með mikinn höfuðverk og var fluttur á sjúkrahúsið. Björgunarhríngir Björgunarhringurinn í Klaufinni er horfinn. Björgunarfélagið sér unr þennan hring eins og aðra á Heimaey. Eru það tilmæli fé- lagsins að fólk láti þessi bráðnauð- synlegu björgunartæki í friði. -íbúar við Höfðaveg og Stapaveg mótmæla hrossabeit: Segja mikilvægt mó- fuglasvæði í hættu í vikunni barst bæjarráði undir- skriftalisti frá íbúum við Höfðaveg, Stapaveg og efri hluta Hrauntúns þar sem mótmælt var beit hrossa á svæði frá norðvestur horni flug- brautanna og allt að Höfðavegi og íbúöabyggðinni þar. Bæjarráð vísaði málinu til landnytjanelndar ásamt bréfi Róberts Sigurmunds- sonar þar sem hann mótmælir kröftuglega framferði manna sem hann kallar landtökumcnn. Land- nytjanefnd hafði áður veitt leyfi fyrir hrossabeit á svæðinu en bæjarráð gaf aldrei grænt ljós. Mótmælabréfm em þijú, frá 51 ibúa við Höfðveg, Stapaveg og efri hluta Hrauntúns, frá tíu krökkum á Stapa- vegi, Höfðavegi, Bröttugötu og Hrauntúni og bréf frá Róbert Sigur- mundssyni sem segir þolinmæði íbúanna á þrotum. Hann segir í bréfinu að landtökumenn hafi girt af fyrrnefnt svæði og bæjarstjóri hafi ekki sinn kvörtunum íbúanna. „Þetta er bæjarstjóranum til háborinnar skammar og sýnir hvemig ekki á að stjórna bæjarfélaginu. Það er krafa okkar að girðingin og hrossin verði íjarlægð nú þegar,“ segir Róbert. 1 bréfi sínu segja íbúamir að þama hafi verið leiksvæði en börnum geti stafað hætta af hestunum og spurt er hvort bæjarráð ætli að bera ábyrgð á því komi til slysa. Þá er vakin athygli á að þama er mikið mófuglasvæði. „Verpa á því stelkur, tjaldur, lóa, hrossagaukur, þúfutittlingur og stein- depill. Em um 120 hreiður á þessu svæði. Einnig er margbreytilegur gróður á svæðinu og m.a.s. tíu tré, gljávíðir og loðvíðir. Ef hestum yrði hleypt á svæðið yrði það aldrei samt aftur,“ segir m.a. í bréfinu. Þá er gefið í skyn að eigendur hrossanna uppfylli ekki skilyrði um búfjárhald og fullyrt að aðeins megi vera með 16 hesta á Heimaey en hross séu orðin rúmlega 50 og fari ijölgandi. „Hestar eru mestu landnýðingar er þekkjast hér og væra engurn gróðri, samanber suður á eyju. Við höfum ekkert á móti dýrunt en höldum að allir viðurkenni að þetta allt er komið úr böndunum og þarf skjótrar lag- færingar við. Hingað em menn að flytja hesta til Eyja án leyfis land- nytjanefndar,'* segir í lokaorðum bréfsins. Eins og fyrr segir vísaði bæjarráð málinu til landnytjanefndar sem á fundi sínum þann 15. maí sl. sam- þykkti að veita Val Emi Gíslasyni beitarrétt á landi milli Ofanleitis og Stapavegar sem reyndar er skipulagt sem íbúðar- og iðnaðarhverfi. Land- nytjanefnd setur þau skilyrði að aðeins sé um sumarbeit að ræða, gamlar girðingar skuli fjarlægðar og nýjar settar upp og ekki verði fleiri en eitt hross á hektara. Rafbíllinn reynist vel Jóhann Jónsson, Jói listó hefur undanfarna daga verið með rafbfl til prufu sem fyrirtækið Reine ehf. fiytur til landsins. Bfllinn er tveggja manna með litlum palli og virðist henta vel í innanbæjarsnatt. Bíllinn er framleiddur í Danmörku af fyrirtækinu Melex elbilar og er hann til í nokkmm útgáfum. Jói vildi fá fleiri til að prófa bflinn og var Bjarni Jónasson útvarpsstjóri UV meðal þeirra. Bjami sagði að nokkrir aðilar í Eyjum hefðu fengið bflinn til reynslu á síðasta ári. Ekki vissi hann hvernig þeim líkaði en sjálfur sagði hann að rafbíllinn hefði ákveðna kosti. „Bfllinn er stórsniðugur í innanbæjar- akstri og það er alls staðar hægt að koma honum að,“ segir Bjami um reynslu sína af bflnum. Vélin er frá 1,5 hestöflum upp í rúm tvö hestöfl og er hægt að komast 75 km á hleðslunni. Þegar bflinn vantar orku er bara að stinga í samband við venjulegt heimilisrafmagn og eftir ákveðinn tíma er hann tilbúinn í slaginn á ný. „Stóra vandamálið er að bfllinn er of dýr. Hann kostar rúm 990 þúsund krónur kominn á götuna." Gert er ráð fyrir rafmagnskostnaði upp á rúm 12 þúsund á ári og annar rekstarkostnaður er áætlaður um 40 þúsund krónur þannig að heildina kostar rúm 50 þúsund að reka raf- bflinn á hverju ári. Blaðamaður fékk að reyna bflinn sem minnti um margt á eldri gerðir af dráttarvélum í akstri. Hann mætti vera léttari í stýri og halda betur hraða upp brekkur. Þó hefur rafbfllinn sína kosti. Það fer ágætlega um bflstjóra og farþega og gerðin sem Jói var með hentar ágætlega fyrir minni rekstur og einyrkja í atvinnurekstri. Bjarní og rafbíllínn. SmáeyUE lengd á Seyðisfirði Smáey VE er nú í breytingum hjá Stáli hf. á Seyðisfirði. Að sögn Guðmundar Alfreðs- sonar, útgerðarstjóra hjá Berg-Huginn, sem á og gerir út Smáey, á að lengja hana um 2,5 metra og verður skipið þá rétt tæpir 29 metrar. Auk þess verða gerðar breytingar á efra dekki. „Smáey fór til Seyðisíjarðar 4. ágúst og á hún að verða tilbúin 20. september," sagði Guðmundur. Smáey komin í slipp og í forgrunni er búturinn sem settur verður inn í skipið. Guðmundurorg- anísti haldinn miklu óyndi eftir bílaskiptin Fyrir skömmu var nánast nýr Volvo 40 auglýstur í Fréttum. Það var skýrt tekið fram að bíllinn væri af árgerð 1998 og ekinn aðeins um 1600 km. Einnig að hann fengist með sanngjömunt afslætti. Maðurinn á bak við auglýs- inguna reyndist vera Guðmundur H. Guðjónsson organisti í Landa- kirkju sem í 30 ár hefur haldið sig við Citroen bflana frönsku. Það vakti athygli að Guðmundur var allt í einu kominn á Volvo og hafði að því er virtist sagt skilið við Citroen. Þegar þetta var borið undir Guð- rnund kom annað í ljós og var honurn greinilega brugðið. ..Því miður lenti ég í því að mín einstæða bifreið, sem er Citroen XM. bilaði norður á Akureyri fyrir stuttu og þeir varahlutir sem ég þurfti að fá vom ekki til hjá umboðinu. Til að geta haldið ferð rninni áfrarn lét ég hann upp í þennan Volvo frá sama umboði. Þessi skipti á bflum hafa fyllt mig miklu óyndi og er því ekki um annað að ræða fyrir mig en að reyna að selja hann aftur. Eg vonast til að fá kaupanda fyrr en síðar." Þetta vom óbreytt orð Guðmundar sem bar það með sér að hafa síst of stór orð um sálarástand sitt. HerraSuðurland 1998 Nú er undirbúningur keppninnar ..Herra Suðurland 1998" hafinn í þriðja sinn. Oskað er eftir ungum mönnum til þátttöku. Skilyrði fyrir þátttöku er að vera hress og til í hvað sem er. Æskilegur aldur 18 - 25 ár. Kennd verður ganga, sviðsfram- konta og margt fleira. Keppnin fer frant á Hótel Örk, Hveragerði, með glæsilegum há- tíðarkvöldverði og dansleik. Vinningshafinn verður fulltrúi Suðurlands í keppninni um titilinn “HeiTa ísland 1998”, sem fram fer á Broadway 19. nóventber nk. Allar ábendingar eru vel þegnar í síma 483-4700 á Hótel Örk eða í síma 898-4188. Fegurðarsamkeppni Suðurlands. FRÉTTIR Útgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir Jónsson. íþróttir: Rútur Snorrason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur frettir@eyjar.is. Veffang: http//www.eyjar.is/~freair. FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu í Turninum, Kletti, Veitingaskálnum Friðarhöfn, Tvistinum, Amigo, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flugvallarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn. í Reykjavik: hjá Esso Stóragerði og í Flugteríunni á Reykjavíkurflugvelli. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRETTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.