Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 20.08.1998, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 20.08.1998, Blaðsíða 8
8 Fréttir Fimmtudagur 20. ágúst 1998 Flóttamaður minr Halldór Waagfjörð hefur ekki farið hefðbundnar leiðir í lífinu. Halldóri virðist ekkert heilagt og hefur skoðanir á öllu og öllum. Síðastliðin átta ár hefur hann búið í Ástralíu ásamt eiginkonu sinni Ástu Þorvaldsdóttur og syni og unnið þar sem vélstjóri á skipum en er nú kominn í land og rekur vélaverkstæði sem þjónustar útgerðina í Wicham sem er 240 manna þorp í norðurhluta landsins. Halldór kom til Eyja í stutta heimsókn á dögunum, meðal annars til þess að vera á Þjóðátíð. Fréttir náðu hins vegar tali af honum í Garðabæ þar sem hann dvaldi hjá foreldrum sínum Jóni „Stáka“ Waagfjörð og Berthu Maríu Grímsdóttur. Waagsarnir Halldór rifjar upp eitt og annað í spjallinu og liggur ekki á skoðunum sínum frekar en fyrri daginn, en þannig munu Vestamannaeyingar trúlega þekkja Waagsana, eins og þeir eru iðulega kallaðir. Waagsamir eru undan Fjöllunum og Halldór segir þá vera eins og tanka og geti drukkið eins og berserkir. Þegar ég banka upp á í Garða- bænum á umsömdum tíma er Halldór ekki á staðnum. „Hann er einhvers staðar á Keflavíkurveginum að skipta um dekk,“ segir mamma hans sem líkur upp dyrunum og býður mér að koma inn í eina rauða einbýlishúsið í Holtsbúðinni. Skömmu síðar birtist faðir hans og við setjumst niður og spjöllum um heima og geima. „Við ætlum að sjóða lunda til kvöldverðar,“ segja þau og mamma hans stendur upp og innan skamms ilmar húsið af reyktum lunda og einhvern veginn fmnst mér það eiga vel við. Bleíka beljan Halldór kemur skömmu síðar, hár og grannur með skegg eins og víkingur. „Eg kom við á pöbbanum í leiðinni, það var ekki annað hægt eftir svona dekkjaskiptingu," segir Halldór og tekur hressilega í hönd mína og hlær gegnum skeggið. „Eg var að rifja upp eitt og annað frá Vestamannaeyjum. Sjáðu til Bleika beljan var með aðalfund í gærkvöldi, en aðalfundur hefur ekki verið haldinn í sjö ár, en samheldnin er mikil og núna eru 23 fullgildir félagar í Bleiku beljunni" „Bleika beljan segi ég og hvái? „Eg skal vera alveg hreinskilinn við þig,“ segir Halldór. „Þetta er félags- skapur valinnkunnra manna. Þann hóp fylla Bergur Sigmundsson, Ei- ríkur Bogason, Oli Kristinn Tryggva- son, Jónas Hermannsson, Steinar Brynjólfsson og fleiri góðir menn. Hrekkjalómafélagið er bara eftiröpun Bleiku beljunnar. Nafnið er hins vegar komið frá gleðistað í Hamborg sem heitir The Pink Cow club og bundið við tannlausa greiðakonu á þeim sama stað. Það eru ýmsar reglur hjá Bleiku beljunni sem fylgt er mjög eftir og ein þeirra er að það má ekki borða nautakjöt á fundum hjá henni. Það rifjaðist upp margt skemmtilegt á þessum fundi. Meðal annars sagan af fjölinni. Það var rosalega mjór beddi, sem var alltaf kölluð fjölin og talað um hversu margar kerlingar hefðu lent á fjölinni. Svo var það einn ágætur maður sem sagði að hann myndi eftir einhverjum sem komið hafði á Þjóð- hátíð og náð í einhverja rosa kerlingu. Hann spyr hana hvort hann megi ekki elska hana í óhefðbundinni stellingu. Nei það þýðir ekki að þú missir hann alltaf út, þegar þú verður æstur. Peyinn maldar í móinn og segist lofa því að verða ekki æstur. Kerlingin segir þá allt í lagi. Svo eru þau á góðu róíi, þangað til allt í einu heyrist: „Ah!“ Þá sagði kerlingin: „Sagði ég ekki." Eyjapeyi í húð og hár Svo hlær Halldór og segir: „Jæja Hvar eigum við að byrja? „Mér heyrist þú vera kominn á gott skrið,“ segi ég. „Maður er náttúrulega Eyjapeyi og alinn upp í Miðbænum. Eg sagði nú við pabba þegar ég kom hingað um daginn að ég kviði bara hálf partinn fyrir því að fara á Þjóðhátfð. Því það er svo margt fólk sem ætti inni afsökunabeiðni frá manni, því ég var svo mikill djöfulsins villingur þegar ég var peyi. Ég sagði við kallinn pabba að hann hefði átt að hýða okkur meira enhanngerði. Hann var frekar seinn til svars en sagði svo: „Það var ekki hægt að hýða ykkur meira en ég gerði.“ Við vorum búnir að marg fylla hýðingakvótann, en það bara dugði ekki. Það var hins vegar engin illska í þessum uppátækjum. Þetta var bara prakkaraskapur," og Halldór segir af því þegar þeir félagarnir stálu árabát og fóm út í Löngu. „Þetta var eins og að fara til Spánar. Ég man eftir því að Jói Halldórs á Andvaranum synti frá bryggjunni fyrir utan Hraðfrystistöð- ina og út í Löngu. Jói var bara næstur Tarzan í okkar augum eftir það. Og nú er Jói einn af stærstu skatt- greiðendum í Eyjum. Ég held að þetta sé allt henni Lillu að kenna. Hún gerði hann að milljónamæringi. Jói var helvíti fínn peyi. Ég man eftir því í gosinu að Jói átti aldrei pening og var alltaf að biðja Lillu um pening. Þá segir Lilla við hann: , Já en þú ert í fríi og ekki á kaupi.“ Þá segir hann: „Ég veit það Lilla mín, en maður verður líka að lifa og Lilla lét hann þá fá fímm þúsund kall." Hugsaðisinngangliegar Þorsteinnkomstí sjávarútvegsráðuneytið Er þessi prakkarafortíð hluti af því að menn sjá sína sæng útbreidda og fara til Ástralíu? „Nei, nei. Þegar Sjálfstæðisflokk- urinn getur kosið menn eins og Þorstein Pálsson skólafélaga minn úr Verslunarskólanum til þess að vera í forsvari fyrir fiskveiðar á íslandi, þá var kominn tími til að koma sér úr landi. Mér skilst að það hrikti í stoðum lýðveldisins út af þessari helvítis fífldirfsku. Ég er með það á hreinu að Þorsteinn er mesti fram- sóknarmaður sem sjálfstæðisflokk- urinn hefur nokkum tíma getið af sér. Þorsteinn var sendill fyrir LÍÚ hér í gamla daga og hann er búinn að vera taglhnýtingur LIÚ frá því hann var þrettán ára gamall. Þó að hann hafi verið í blaðamennsku og ritstjóri og góður í seinni bókum Steinbecks. Venni Linnet var þama líka, góður og gildur bolsi. Steini var rosa skemmti- legur ungur peyi. Hann varð bara gamall fyrir aldur fram. Það er meira að segja erfitt fyrir Þorstein að vera framsóknarmaður, þeir myndu ekki einu sinni vilja hann.“ Hef alltaf verió íhold Hvar stendur þú sjálfur í pólitík? ,Jig hef alltaf verið íhald. Ég var nú rekinn úr félagi ungra sjálfstæðis- rnanna. Ég hélt nú að Georg frændi minn í Klöpp hefði nú átt að bakka mig upp, en hann gerði það nú ekki. Helgi Bemódusson, Siggi Boggu og fleiri peyjar vom svona klíkupeyjar íhaldsins, en höfðu ekki neitt bein í nefinu. Þeir sem vom í íhaldinu í gamla daga vom harðir menn og þá var gott að vera íhald. Meira að segja tengdafaðir minn Þorvaldur Friðriks- son, sem var rakinn krati var staðinn að því að kjósa íhaidið. En í dag kýs enginn íhaldið, enda er það ekki lengur í takt við þjóðina.“ Kvótinn er Bjófnaður f rá þjóðinni Hvað er í takt við Þjóðina? ,Úg hef verið sjómaður í tuttugu og fimm ár. Það er ekki hægt að búa til auðæfi sem menn kalla þorsk eða kvóta, eins og það heitir víst á nútímatungumáli og gert þetta að einhverju batteríi manna sent selja þetta sín á milli en sækja ekki sjó. Þetta er þjófnaður ifá þjóðinni. Ég hef alltaf verið á móti kvótanum. Það er líka annað sem ég er á móti sem á eftir að verða mikið baráttumál næstu tíu til tuttugu árin og það eru lífeyris- sjóðimir. Að fólk sem búið er að vinna fyrir launum sínum alla sína tíð skuli ekki eiga sinn eigin lífeyrissjóð, heldur er þetta eitthvað pólitískt batterí verkalýðsfélaga og atvinnurekenda. Þetta er klikkun. I Ástralíu ræður fólk hvemig það ávaxtar sinn lífeyrissjóð. Þetta em peningar sem fólkið hefur sjálft unnið fyrir og það á að geta ráðstafað sinni eign, eins og það kýs best.“ Við vomm að tala áðan um ástæður þess að þú ferð til Ástralíu og þú nefndir opinbera stefnu í fiskveiði- málum þjóðarinnar. Varst þú fyrir einhverju persónulegu áfalli vegna þessa? „Ég átti bát í Vestmannaeyjum sem hét Kári ásamt æskufélaga mínum Yngva Geir Skarphéðinssyni sem var skipstjóri. Þetta var á þeim ámm þegar stjómmálamenn í Islandi þorðu ekki að taka á efnahagsmálunum og létu vísitöluna gera allt fyrir sig. Ég gat bara ekki tekið því. Svo var ég á Vestmannaey VE og mér fannst ég ekki geta meikað það.“ Ekki pólitfskur flóttamaður Ertu pólitískur flóttamaður? „Ekki vil ég nú meina það. Ég held ég sé bara flóttamaður minnar eigin heimsku, því þegar ég fer til Ástralíu þá em fyrstu fimm árin þar ekkert nema djöfulsins basl og aumingja- skapur. Svo er ég svo sauðþrjóskur, eins og Waagsamir em og vildi ekki viðurkenna jjað. Það er ekki nema síðastliðið ár sem ég hef verið að gera það mjög gott. En þá er ég líka kominn norður í rassgat sem er milli Dampier og Port Headland og svo heitt að það vill enginn vera þar. Þá kemur sér hins vegar vel að vera Waagsi og vera þrjóskur, en maður er búinn að lenda í mörgu og ekki ailt glæsilegt. Það em ekki nema 240 manns í þessum bæ og þar þekkja allir Waagsann og kalla mig gamla víkinginn og ég er bara ánægður með það. Það eina sem mig vantar er góður Harley Davidson undir rass- gatið og nokkrar tattóveringar, þá væri maður kannski klár í allt.“ Halldór segir að margt hafi breytst í Eyjum síðan hann fór þaðan og nefnir Þjóðhátíðina sem dæmi. „Mig langaði til að hitta Skara frænda minn. Karl greyið var hálf slappur og Gústi Lása var ekki í bænum. Ég held þeir séu famir að taka svona karla eins og Gústa úr bænum fyrir Þjóðhátíð. Næsta skrefið verður líklega að Vestmanna-eyingar hætta að veiða lunda. Þegar ég kom inn í veitingatjaldið á Þjóðhátíð og ætlaði að kaupa mér lunda, þá var sagt því miður hann er ekki til. Þá spyr maður sig að því hvað er að verða um Þjóðhátíð. Við getum ekki verið orðnir svo hroðalega ameríkanseraðir að ekki sé hægt að halda Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum öðru vísi en að éta bara hamborgara og franskar. Það verður að stoppa einhvers staðar, svo er fólk að týna sér í einhveiju rappi og niggaramúsík. Andinn á að fá að lifa á Þjóðhátíð. Mér þykir alltaf vænt um Eyjamar þó að ég búi nú við Ástralíu. Ef maður getur ekki sofnað þá fer hugurinn alltaf heim. Maður á svo margar minningar að heiman, bæði góðar og sárar, en alveg get ég sagt þér eins og er að ég ætla ekki að deyja í Ástralíu og ég á mér draum um það að eignast trillu og fá að renna fyrir fisk í Vestmannaeyjum og vera sáttur

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.