Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 20.08.1998, Blaðsíða 9

Fréttir - Eyjafréttir - 20.08.1998, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 20. ágúst 1998 Fréttir 9 Ásta, eigínkona Halldórs, hefur staðið með honum í gegnum Dykkt og hunnt í rúmlega 20 ára hjónabandí. við guð og menn. Það eina sem mér finnst sárt er að ég skuli aldrei hafa farið upp á Heimaklett. Eg hugsa samt að ef ég færi upp á Heimaklett að þá myndi ég hrapa og drepast. Þetta er eitthvað sem ég hef tekið í mig.“ Alltaf heppinn á sjónum Halldór segist samt alltaf hafa verið heppinn á sjó. Hann sigldi með Eyva á Vestmannaey í ellefu ár og Herði Jónssyni í þrjú ár. „Eg hef siglt með góðum skipstjórum og er þokkalegur vélstjóri sjálfur, en ég var alltaf þrasgefinn og gat gert alla menn alveg kolvitlausa með þrasi.“ Þú segir þig þrasara. Er einhver munur á þrasara og röflara? „Munurinn á þrasara og röflara er munurinn á mér og Fúsa frænda. Þegar ég ræði pólitík tel ég mig vita hvað ég er að tala um. Eg er ekki orðinn nógu gamall til þess að röfla. Eg á það kannski eftir, en verð hins vegar örugglega sætmildur þá. Mér fmnst bjór alveg rosalega góður. Ég man eftir því að Sigurgeir í Skuld og Tóti í Geisla drukku ekki brennivín, en þeir drukku bjór. Þetta voru reglu- menn sem drukku bjór. Ég hugsa að ég, Tóti og Sigurgeir hittumst þegar við verðum orðnir gamlir á ein- hverjum pöbb í Vestmannaeyjum og fáum okkur bjór. Svo lýgur Tóti ein- hveijum tjandanum um mig og ég hálf heymalaus og umsný þessu öllu saman og segi það við Sigurgeir, sem fer og hleypur á eftir stelpunum sem uppvörtuðu okkur með bjórinn. Við verðum þama þrír Eyjaprestar held ég. Við komum til með að halda uppi menningunni. Og það verður ábyggilega einhvem tíma skírður bjór í hausinn á okkur og kenndur við heilaga þrenningu.“ Kobbi á Lágafelli Halldór segir að þeir hafi þó ekki verið neinir sérlegir vinir fyrr á ámm, heldur hafi þeirra samskiptí verið bundin við einhvers konar stríðni, sem segir það að þeir hafí allir haft svipaðan húmor. „Sigurgeir er náttúrulega kominn af helvíti góðum ættum í Vestmanna- eyjum og ég líka. Ég er Waagsi og svo slæddist Tóti eins og bófi inni í þessa þrenningu. Við kölluðum Tóta alltaf Kobba á Lágafelli þegar hann var peyi. Ég er ekkert viss um að hann verði hrifinn að heyra það núna, en hann á það kannski skilið að ég nefni þetta núna. Það er verst ef þetta kemur frá Waagsara. Það gæti orðið stríð. Nei, nei Tóti er góður vinur minn. En það myndi enginn trúa því að þegar Tóti var ungar var hann rauður bolsi, en nú er hann aðal íhaldið í Vestmannaeyjum. Svona var líka með Magga Kristins. Hann var í æskulýðsfylkingunni þó hann krjúpi nú á kné í Landakirkju. Þegar menn með langtímaminni eins og ég opna munninn. þá getur það orðið stór- hættulegt. Svo má ég tíl með að segja sögu af Gísla Valtýs þegar hann var að skjóta sér í hana Hönnu, hún er nú frænka mín. Þannig var að Kristinn bróðir, Finnur í Sandprýði og Jóel Andersen og fleiri peyjar stálu einu sinni dínamíti upp á flugvelli. Þegar farið var inn í hraun var þar eins og botnlangi, þar sem þeir raða fullt af hvellhettum. Gísli og Hanna koma þá þar í einhveiju keleríi. Nema hvað að það verður þessi svaka sprenging, en Gísli hélt að ástin væri svo sterk að honum lá við hjartaslagi.“ Ástakonanminermem manneskjaenég Snúum okkur aðeins til Astralíu aftur. Hvemig hefur þessi tími verið þar? „Við konan mín Asta Þorvaldsdóttir og sonur okkar flytjum út áramótin 1990 til 1991. Hún vinnur nú á sjáv- artétta veitingastað sem heitir Mobys Kitchen. Ég er búinn að vera giftur í tuttugu og þijú ár og skil stundum ekki hvers vegna hún hangir enn þá með mér. Ég skil ekki hvemig hún hefur getað umborið alla þá vitleysu sem ég hef lent í um ævina. Hún er miklu meiri manneskja en ég.“ Halldór segir að þegar hann komi til Sidney sé hann í sambandi við íslend- ing sem bjó í Portland í Viktoria. Hann bauð Halldóri vélstjórastarf á bát þar. „Þetta var gamall Grimsby- togari sem búið var að breyta. Én þetta var basl og við vomm að veiða hina kynlegustu fiska sem maður hafði aldrei séð áður en þetta fýrirtæki fór svo á hausinn. Eftir það fer ég til Sidney og fer að vinna fyrir véla- verkstæði þar í þrjú ár. Svo fer ég aftur á sjóinn niður í Hopart og þóttist vera með góðan samning. Ég var að vinna fyrir Þjóðveija, sem svínaði illa á mér. Þá hætti ég þar og hitti þá Islending, Þorvald Hreinsson frá Sauðárkróki og býður mér vélstjóra- starf á skipi sem hét Tusconbay. Það átti að sigla skipinu frá Whasington til Freemantle. Ég þigg þetta starf og við komum til Freemantle, en þar veit þá enginn hvað á að gera, svo okkur var haldið á tveggja vikna fylleríi þama, sem var ágætt. En það kemur að því að maður þarf einhverja peninga að senda konunni. Ég gerði ágætan samning og flentist í vestur Astralíu. Ég kynntist svo þeim manni sem ég vinn hjá núna og heitir Gary Cassle. Hann er sá besti sem ég hef verið að vinna hjá fram að þessu og gengur ágætlega." Etahundaogketti nágrannans Halldór segir að samskiptin við fmm- byggjana séu frekar takmörkuð. „Það var nú þannig að þegar Pauline Hanson var komin með stjóm- málaflokkinn One Nation. Þá sagði þáverandi utanríkisráðherra Astralíu að Ástralir hugsuðu ekki svona og sagði þetta einungis bólu sem ætti eftir að springa. Svo verða kosningar í Queensland, en Pauline er þaðan og býður fram þar undir merki One Nation. Hún fær svo tuttugu og fjögur prósent atkvæða sem olli því að erfitt var fyrir utanríkisráðherrann að segja Ástrali ekki hlynta þessu. Málið er hins vegar að það er búið að flytja inn svo mikiðd’ Ásíubúum inn í Ástralíu að hvítir Ástralíubúar á landsbyggð- inni era ekkert hrifnir af því. Það er erfiðara fyrir hvítan Evrópumann að koma til Ástralíu, en fyrir Asíubúa, eða „slopeheads“ eins og þeir em kallaðir. Ég var nú ekki haldinn kyn- þáttafordómum þegar ég kom þama út en þegar maður er búinn að vinna með þessum kvikindum breytist viðhorfið. Þeir vinna kannski fyrir sex dollurum á dag og kaupa sér einn bolla af hrísgrjónum og stökkva svo út á götu og étur hunda og ketti nágrannans. Þegar Víetnamamir komu þarna töldu þeir sig vera komna í paradís. Ég verð líklega kallaður rasisti fyrir að segja þetta. Fólk sem þekkir mig veit að ég segi hlutina eins og þeir em, og þetta er bara staðreynd. Þetta fólk myndi ekki hika við að vinna fyrir miklu lægra kaup og stela af þér vinnunni. Svona er þetta djöfulsins pakk. Þess vegna líkar Áströlum ekki við þá. Ástralir em ekkert að fara á bak við þetta. Þeir koma til dyranna eins og þeir em klæddir. Annars em frnrn- byggjarnir í lagi. Þeir eru ekki nema 230 þúsund, það em hins vegar und- anvillingamir sem finna peninga- lyktina, vegna þess að þeir em smit- aðir af okkur.“ Fórst þú til Ástralíu með peninga- lykt í vitunum? „Nei ekki held ég það. Ég ætlaði bara að reyna að hafa það gott, en það klikkaði bara. Ég kom úr svo vemd- uðu þjóðfélagi héma heima að maður treysti fólki, en þegar þeir sáu sveita- manninn hugsuðu þeir sem svo að gott væri að plata þennan vitleysing og það gerðu þeir.“ Varstu ekkert plataður héma heifna? „Nei það held ég ekki. Ég ætlaði mér bara of mikið á skömmum tíma. Ég ætlaði að verða ríkur á útgerð og það klikkaði. Við hefðum getað gert það ágætt á Káranum. Jóhannes í bankanum sagði að hann hefði séð verri dæmi en útgerðina á Káranum. En svo er báturinn tekinn af okkur og Yngvi Geir tekur Ofeig þriðja og fiskar yfir 900 tonn á tveimur ver- tíðum. Ef við hefðum gert þetta á Káranum ætti ég örugglega góðan stálbát í dag. Þetta féll bara ekki í kramið. En einhvem veginn finnst mér að þeir peyjar sem fóm illa með okkur hafi ekki vegnað svo vel sjálfum. Ég held að við hefðum getað plummað okkur á Káranum. Það getur enginn sagt að ég hafi verið latur og ekki nennt að vinna. Ég og Maggi Kristins sáum ekki sólina í sömu litunum. Hann lofaði mér hlutum sem hann stóð ekki við. Hann veit það en viðurkennir það kannski ekki fyrr en við andlátið. Þingholtaramir og Waagsamir hafa alltaf getað unnið vel saman. Nú er enginn Waagsari hjá Magga og þá hlýtur hann að fara á hausinn. Ég sparaði Magga Kristins mikinn pening þegar ég var vélstjóri hjá honum, þó hann vilji ekki viður- kenna það í dag. En ég hitti hann þegar ég kom heim og það fer alltaf vel á með okkur, svoleiðis. Við þekkjum hvor annan, en opnum bara ekki þann baukinn til þess að tryggja friðinn. Ég veit alveg að ég hef mína galla, en ég hef aldrei verið óheið- arlegur.“ Lánleysiðeltirmann Liggur þetta lánleysi eitthvað dýpra? „Þetta virðist einhvem veginn elta mann," segir hann. „Þegar maður er orðinn þetta gamall fer maður að sjá þetta í öðm ljósi og er farinn að bíta frá sér. Annars kjaftar maður svo mikið og sennilega er ég búinn að kjafta allt of mikið við þig. Þess vegna ratar maður stundum í einhver vandræði, sem ætlunin er að lenda ekki í. Svo þegar maður ætlar að redda málunum verður þetta allt saman hálfgerð vitleysa. Kannski er þetta írablóðið í manni, enda held ég að Vestmannaeyingar hafi meira Irablóð í sér en aðrir Islendingar. Ég hef líka fundið fyrir þessu úti í Ástralíu þar sem er mikið af Skotum og Irum. Þá sér maður að þetta eru kolvitlausir menn. Hins vegar finnst mér Ástralir vera mjög lfldr Islend- ingum og eiga auðvelt með að að- lagast breyttum aðstæðum." Þvottavélin fór fleirí hundrað metra upp í loftið Foreldrar Halldórs kveðja, þegar hér er komið sögu og mamma hans kemur inn í stofu og biður hann að hafa auga með lundanum í pottinum sem fyllt hefur húsið þeim ilmi sem eflir tenginguna við átthagana. Ég bið Halldór að segja mér eina sögu af prakkaraskap í Eyjum. Hann tekur því ljúflega og geislar af honum frá- sagnargleðin. „Einu sinni þegar við vorum að vinna í Fesinu vomm við stundum að sprengja súrbombur. Við vomm að koma fyrir einhverjum tækjum þar. Ég held við höfum drukkið hundrað Cristían Brothers á meðan við vomm í þessu verkefni, nema hvað að eitt sinn tökum við sfldartunnu, sláum úr henni botninn og setjum svartan mslapoka í staðinn, síðan fylltum við þetta með gas og súr. Svo þegar við emm orðnir klárir. Þá fær einhver þá hugmynd að setja þvottavélina hans Sigga í Stakkagerði ofan á tunnuna. Svo var tendrað í með ljósaperu sem stungið var í samband inni í Fesinu. Þvottavélin tókst á loft og hentist fleiri hundmð metra og lenti ofan á mjöl- húsi sem var á milli Fiskiðjunnar og Fesins og rafmagnið sló út. Það brotnuðu eitthvað af rúðum og rigndi yfir okkur leifunum af tunnunni sem vom eins og tannstönglar. Það kostu- legasta var kannski og menn tengdu þessari þvottavélaeldflaug að daginn eftir hrundi svo stærðar bjarg úr Heimakletti. Við forðuðum okkur hins vegar í Moskvitsinn sem Oli Kristinn átti og krúsuðum á honum um bæinn og dmkkum Cristian Brothers. Þetta var meiri háttar gæja- legt. Maður varð alltaf að bæta aðeins um betur en aðrir höfðu gert." Benedikt Gestsson

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.