Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 09.09.1998, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 09.09.1998, Blaðsíða 2
2 Fréttir Miðvikudagur 9. september 1998 Rólegt 147 færslur voru í dagbók lögreglu síðast liðna viku, sem er nokkuð færra en í vikunni þar á undan og því rólegt hjá lögregu. Þiófnaður úr bifreíð Brotist var inn í bifreið sem stóð við Kirkjuveg ! 0 aðfaranótt mánu- dagsins og stolið úr honum geisladiskum og fleira. Lögreglan óskar eftir upplýsingum varðandi grun-samlegar mannaferðir við Kirkju- veg 10 umrædda nótt. 20 stútar Þrjú umferðarbrot voru kærð í vikunni. Einn ökumaður var stöðv- aður vegna gruns um ölvun við akstur og er hann sá tultugasti á árinu. Þá var ökumaður létts bif- hjóls stöðvaður þtu- sein hann ók réttindalaus á óskráðu hjólinu. Hvatning til foreldra Lögreglan vill minna ökumenn og farþega í bifreiðum að spenna beltin, því beltin bjarga eins og dæmin sanna og fram kom þegar umferðarslys varð á Hamarsvegi núna í vikunni. Sérslaklega eru foreldrar og forráðantenn hvattir til að sjá til þess að börn séu með beltin spennt. Það getur oft verið erfitt að fá börnin til að spenna beltin en eins og lögregla vill koma á framfæri og árétta. „Það eru foreldramir sem ala upp börnin og eiga að hafa vit fyrir bömunum. Börnin eiga ekki að ala sig upp sjálf.“ Gosafmæliðkomið innámyndbandið Heiðar Marteinsson, kvikmynda- gerðarmaður, setti í sumar á markað myndband um Heinta- eyjargosið og uppbygginguna þar á eftir. Nú hefur Heiðar bætt við myndum frá goslokaafmælinu inn á bandið sem fæst í Fotó. Þeir sem hafa keypt fyrri útgáfunni geta skipt henni út fyrir þá nýju í Fotó sér að kostnaðarlausu. Kúkurinn grillaður Á Keikókvínni verða tvö hús, annað tækjahús og hitt fyrir ör- yggisverðina. Þar eru sjónvarps- skjáir þar sem fylgst er með hverri hreyfingu Keikós. Állt er gert til þess að starfsfólk geli haft það sem best við vinnu sína á kvínni en þangað er búið að leiða vatn, rafmagn og síma. Að sjálfsögðu er klósett og hægt að fara í sturtu. Til að gæta fyllsta hreinlætis er klósettið með búnaði til að eyða kúknum. Urn leið og hann dettur kviknar á einskonar grilli sem eyðir úrganginum. Gerist það svo hratt að ekki finnst minnsta lykt. Upplýsíngamappa fyrirblaðamenn Öllum blaðamönnum sem koma til Eyja fá möppu með ýmsum upp- lýsingum um Vestmannaeyjar. Fréttir sáu um þetta verkefni sem unnið var af Grími Gíslasyni. Möppuna prýða myndir eftir Sigurgeir Jónasson. Keikó kemur til Vestmannaeyja: Bandaríkjamennimir verða ekki með fasta búsetu í Eyjum Hallur Hallsson hefur haft í mörg horn að líta undanf arnar uikur. Bandarískt starfsfólk Free Willie Keikósjóðsins verður ekki með fasta búsetu í Vestmannaeyjum heldur mun það skiptast á um að vera hér. „Starfsfólk FWKS frá Banda- ríkjunum verður hér á 30 daga vöktum og fer svo heim í 30 daga frí. Verða um tíu manns staddir hér hverju sinni, þjálfarar, dýralæknar og vísindamenn. Við höfum tekið á leigu Skátaheimilið þar sem starfsfólkið mun dvelja," segir Hallur Hallsson. Hann segir þetta mjög dýrt fyrirkomulag því allir koma starfsmennimir frá Vestur- ströndinni en þar njótum við velvildar Flugleiða sem eru styrktaraðilar að verkefninu,“ bætti Hallur við. Þegar fram í sækir er gert ráð fyrir að íslendingar og ekki síst Vest- mannaeyingar komi meira að verkefninu. „Reyndar em Vestmanna- eyingar komnir í vinnu hjá sjóðnum því lífverðimir fimm em allir Eyjamenn. En þeir geta líka komið inn sem þjálfarar og tekið þátt í vísinda- störfum sem tengjast Keikó og vem hans við ísland. Auk þess er Gísli Jónsson, dýralæknir trúnaðarlæknir FWKS á íslandi.“ Sjónvamað um allan heim Sjónvarpað verður frá koniu Keikós út um allan heim og verður viðbúnaður sjónvarpsstöðva mikill, miklu meiri en Eyjamenn hafa kynnst áður. Eini viðburðurinn sem kemst í líkingu við þetta er leið- togafundur Gorbatjovs og Reagans í Reykjavík 1986. Hallur Hallsson.talsmaður Free Willie Keikósjóðsins á Islandi, sagði þegar rætt var við hann að erfitt væri að gera sér grein fyrir hvað margar sjónvarpsstöðvar yrðu með tökulið því bæði Stöð 2 og Sjónvarpið verða hér með mikinn viðbúnað og munu þjónusta fjöldan allan af erlendum sjónvarpsstöðvum. „En þó að sjón- varpsstöðvamar séu ekki með tökulið verða margar þeirra með tæknifólk. EBU, Samband evrópskra sjón- varpstöðva, verður hér með Ijölmennt tæknilið sem sér um að klippa og þjónusta sjónvarpsstöðvar um alla Evrópu. Eg veit að Sjónvarpið verður með sendingar til CBS sjónvarpsins bandaríska og EBU Samtaka evrópskra sjónvarpsstöðva. Stöð 2 til CNN og NBC sem sjónvarpar fréttum um allan heim. Þessar sjón- varpsstöðvar ásamt fjölda annarra verða með beinar útsendingar frá komu Keikós þannig að Vest- mannaeyjar verða í brennidepli heimspressunnar á fimmtudagsmorg- uninn,“ sagði Hallur þegarrætt var við hann á mánudaginn. Keikó kemur klukkan tíu Áætlað er að flugvélin sem flytur Keikó til Vestmannaeyja lendi klukkan 10 fyrir hádegi í fyrra- máiið en þá hefur hún lagt að baki átta til níu klukkutíma flug frá Portland í Oregon á Vesturströnd Banda-ríkjanna. Þegar flugvélin er lent verður hafist handa við að flytja Keikó frá flugvelli í kvínna í Klettsvík. Allar tíma- setningar eru mjög nákvæmar og er gert ráð fyrir að Keikó verði kominn í framtíðarheimili sitt ekki seinna en klukkan 12. Lengstan tíma tekur að koma flutningsgrindinni úr flugvél- inni. Til þess er áætlaður einn klukkutími. Um tíu mínútur tekur að aka niður á Básaskersbryggju þar sem Keikó verður hífður yfír á prammann sem flytur hann síðasta spölinn. Á prammanum verður krani sem hífir Keikó yfir í kvínna og þar með er lokið ferðalagi háhyrningsins yfir hálfan hnöttinn sem staðið hefur í níu til tíu klukkutíma. TALÍEyjum TAL ball í Eyjum— Sóldögg leikur fyrir dansi á laugardagskvöld 12. september. Ballið verður í Týsheimilinu. Allir þeir sem fá sér GSM síma og TALkort frá fímmtudegi og fram á laugardag fá boðsmiða á ballið en annars kostar 1200 kr. Miðai' seldir í Tölvun og er aldurstakmarkið á ballið 18 ár. 10 krónur TAL í TAL. Frá og með 15. sept kostar aðeins 10 krónur að hringja úr einum TAL síma í annan. Líf og íjör hjá Tölvun- í tilefni af opnun GSM kerfís TALs f eyjum verður ýmislegt í gangi fyrir frantan Tölvun á fimmtudaginn. Kók og pylsur, tónhst, andlits- málning fyrir krakkana og annað fjör. Fréttatilkynning Fréttamiðstöðí Básum Á efstu hæðinni f Básum er búið að koma upp miðstöð fyrir frétta- rnenn. Húsnæðið hentar vel fyrir starf- semina og ekki skemmir útsýnið yfir austurhöfnina, Heimaklett og Ystaklett og Klettsvíkin er einnig í sjónmáli. I miðstöðinni verða öll tæki sem blaða- og fréttamenn þurfa. Þrjátíu símar eru til reiðu, nokkrar tölvur, prentarar ljósritun- arvél og sjónvaip. í miðstöðinni verður einnig boðið upp á veitingai'. Tökumallarhótanir alvarlega Halli Hallssyni hafa borist þrjú hótunarbréf þar sem hótað er að drepa háhyrninginn Keikó. Flestir hafa litið á hótunarbréfin sem létt grín en Hallur segir að hótanimar séu teknar mjög alvarlega. „Mikil áhersla hefur verið lögð á öryggi Keikós og hótunarbréfin sýna að vert er að fara að öllu með gát. Búið er að skipa í sveit hóp vaskra rnanna sem munu sjá um öryggisgæslu. Auk þess hafa verið gerðar sérstakar öryggisráðstafanir sem ekki er hægt að greina frá,“ segirHallur. Beldn björguðu begar bífreið fór út af Hamarsvegi Eitt umferðaróhapp var tilkynnt til lögreglu að kvöldi aðfaranótt sunnudagsins. Ekki urðu alvarleg slys sem má þakka beltanotkun. Slysið varð með þeim hætti að bifreið var ekið út af Hamarsvegi íyrir neðan Dverghamar. Ökumaðurinn mun að sögn lögreglu hafa misst stjóm á bifreiðinni í beygju. Minniháttar áverkar urðu á ökumanni og farþegar sluppu nánast ómeiddir. Þakka þeir sem í bifreiðinni vom að þeir vom spenntir í öryggisbelti, að ekki fór verr. Ökumaður og eigandi bflsins tók undir þetta í samtali við Fréttir. „Við vomm ijögur í bflnum og öll í beltum. Hefðum við ekki verið það hefðum við ömgglega ekki sloppið þetta vel.“ Margir stefna á Eyjar Búist er við miklum fjölda fólks til Eyja í tengslum við komu Keikós . Er það ekki bara Ijölmiðlafólk því íslendingar, ekki síst brottfluttir Eyjamenn stefna að því að koma til Eyja. Bandarískisendi- herrann í heimsókn Bandaríski sendiheirann er mættur Sendihena Bandaiíkjanna á Islandi, herra Day Olin Mount kom til Eyja í dag. Að sögn Guðlaugs Sig- urgeirssonar blaðafulltrúa er sendihen'ann mjög áhugasamur uni Keikó og mun hann dvelja hér allan daginn á morgunn. FRÉTTIR Útgefandi: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Ritstjóri: Ómar Garðarsson. Blaðamenn: Benedikt Gestsson & Sigurgeir Jónsson. íþróttir: Rútur Snorrason. Ábyrgðarmenn: Ómar Garðarsson & Gísli Valtýsson. Prentvinna: Eyjaprent ehf. Vestmannaeyjum. Aðsetur ritstjórnar: Strandvegi 47II. hæð. Sími: 481-3310. Myndriti: 481-1293. Netfang/rafpóstur frettir@eyjar.is. Veffang: hnp//www.eyjar.is/~frettir. FRÉTTIR koma út alla fimmtudaga. Blaðið er selt í áskrift og einnig í lausasölu í Turninum, Kletti, Veitingaskálnum Friðarhöfn, Tvistinum, Amigo, Kránni, Vöruval, Herjólfi, Flugvallarversluninni, Tanganum, Söluskálanum Friðarhöfn. í Reykjavík: hjá Esso Stóragerði og í Flugteríunni á Reykjavíkurflugvelli. FRÉTTIR eru prentaðar í 2000 eintökum. FRETTIR eru aðilar að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimilda sé getið.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.