Fréttir - Eyjafréttir - 09.09.1998, Side 6
6
Fréttir
Miðvikudagur 9. september 1998
Koma Keikós
-Nokkrar upplýsingar til bæjarbúa vegna komu háhymingsins á morgun
Allur undirbúningur okkar miðast við þántöku bæjarbúa
-segir Guölaugur Sigurgeirsson fjölmiðlafulltrúi um viðbúnað vegna komu Keikós til Eyja
Búast má við nokkurri röskun á
umferð í bænum og við höfnina
vegna komu Keikós. Eins og gefur
að skilja verða fjölmiðlar fyrir-
ferðamiklir en bæjaryfirvöld og
iögregla í samvinnu við Free Willy
Kcikó sjóðinn hafa sett upp áætlun
þar sem bæjarbúum og gestum í
bænum verður gert eins auðvelt og
kostur er að fylgjast með flutningi
Keikós frá flugvelli í kvína í
Klettsvík.
Guðlaugur Sigurgeirsson fjölmiðla-
fulltrúi bæjarins segir að allar áætlanir
miðist við þátttöku bæjarbúa í komu
Keikós en fólk verði að gera sér grein
fyrir að takmarka verður aðgang að
vissum svæðum meðan á flutningnum
stendur. Fólk verður vart við þessar
takmarkanir strax á flugvellinum.
„Svæði í kringum flugstöðina og
flugvélina sem flytur Keikó verður
afmarkað með borðum sem lögregla
og björgunarsveitarmenn hafa eftirlit
með,“ segir Guðlaugur. „Fjölmiðla-
fólk fær aftur á móti að fara út að
vélinni gegn framvísun passa sem
FWKS gefur út,“ bætir Guðlaugur við.
Frá fluvelli verður Keikó ekið niður
Dalaveg, Strembugötu, Heiðarveg og
niður á Básaskersbryggju þar sent
háhyrningurinn verður settur um borð
í pramma við austurenda bryggjunnar.
Guðlaugur segir að leiðin verði lokuð
meðan á flutningi stendur og mælst er
til þess að engir bilar verði við þessar
götur á meðan. „Aðgengi að Heiðar-
vegi verður lokað um klukkan níu og
fólk sem fer á bílum sínum upp að
Helgafellsvelli getur átt á hættu að
lokast inni á meðan hersingin fer niður
eftir. Búast má við að fjölmiðlar verði
búnir að hertaka bestu útsýnisstaðina
en á leiðinni hafa þeir ekki forgang
umfram almenning. Fólk er þó beðið
um að taka tillit til aðstæðna þessar
þrjátfu mínútur sem gert er ráð fyrir að
flutningurinn frá flugvelli standi yftr,“
segir Guðlaugur.
Básaskersbryggju verður lokað en
bflstjórar sem verða á þessum slóðum
og vilja fylgjast með geta ekið austur
Tangagötu eða Strandveg. Búast má
þó við, að erfítt geti orðið að finna
bflastæði við þessar götur. Eins og
áður kom fram verður Keikó skipað út
í prammann austan við Bása. A
meðan verða tíu metrar af vestasta
hluta Nausthamarsbryggjunnar loka-
ður ölium nema fjölmiðlafólki. „Þrátt
fyrir það teljum við að nægt pláss sé
fyrir almenning til að fylgjast með því
sem þama fer fram,“ segir Guðlaugur.
A nýja hrauninu og Skansinum
verða nokkrar takmarkanir á bfla-
umferð en engar hömlur verða settar á
umferð fótgangandi fólks.
„Skansfjaran og útsýnispallurinn á
móti Klettsvík verða lokuð allri
bflaumferð meðan verið er að koma
Auglýsing um
timahundna
broytingu á umferð
í Vestmannaeyjum
Vegna fyrirhugaðra þungaflutninga fimmtudaginn 10. sept.
n.k., frá flugvelli, norður Dalaveg, Strembugötu, Heiðarveg og
Skildingaveg niður á Básaskeresbryggju verða eftirtaldar
takmarkanir gerðar á tímabilinu kl. 9 -12.30 ef flugfært verður.
1. Bifreiðastöður bannaðar við Dalaveg,
Strembugötu (norðan Dalavegar), Heiðarveg,
Skildaveg og Básaskersbryggju, (norðan og
austan Bása).
2. Bifreiðastöður eru einnig bannaðar á Nýja Skansi
3. Einnig má búast við tímabundnum lokunum fyrir
bifreiðaumferð að flugvelli og Básaskersbryggju á
sama tímabili.
7.09.98
Lögreglan í Vestmanneyjum
Yfirlögregluþjónn
Keikó út í kvína. Trúlega verða
fjölmiðlar búnir að leggja undir sig
ákveðin svæði, t.d. útsýnispallinn og
aðra góða útsýnisstaði en það verður
nóg rými fyrir aðra, bæði í Skansfjöm
og uppi á hraunkantinum. En þeir sem
vilja geta fengið sér göngutúr og fylgst
með því sem þama er að gerast. Við
gemm okkur grein fyrir því að
kannski em ekki allir sáttir við
takmarkanir á umferð en hjá því
verður ekki komist.Við emm nú einu
sinni í kastsljósi heimspressunnar og
fjölmiðlar þurfa sitt pláss en við
viljum líka að Vestmannaeyingar geti
sem best fylgst með því sem er að
gerast því þegar upp er staðið emm
það við sem emm að taka á móti
háhymingnum Keikó. Sjálfur er ég
ekki í vafa um að móttökur okkar
Eyjamanna verða með glæsibrag en
þrátt fyrir það skulum við hafa í huga
að athyglin beinist líka að fólkinu hér
í Eyjum, þegar til lengri tíma er litið“
sagði Guðlaugur að lokum.
Gerum Hennan viðburð sem ánæg julegastan
fyrir íbúana og bæjarf élagið allt
-segir Karl Gauti Hjaltason sýslumaður
Karl Gauti Hjaltason, sýslumaður, segir að allar
ráðstafanir lögreglu miðist við að tryggja öryggi fúlks
og gera Vestmannaeyingum og gestum í bænum sem
auðveldast að fylgjast með allt frá því flutningavélin
lendir þar til háhyrningurinn verður kominn á sinn
stað. Til þess að þetta geti gengið eftir leggur Karl Gauti
áherslu á að fólk noti bfla sem minnst og reyni að koma
sér fyrir á ákveðnum stöðum til að fylgjast með
bflalestinni.
Ekki verður gripið til sérstakra ráðstafana fyrr en rétt
áður en bflalestin fer um en þá verður Dalavegi,
Strembugötu og Heiðarvegi lokað. „Það verður leyfður
gegnum akstur á Heiðarvegi fram á síðustu stundu til að
teppa umferð sem rninnst," segir Karl Gauti. „í lestinni
verða fjórir bílar, lögreglubfll, bfllinn sem flytur Keikó,
tækjabfll og bíll frá Björgunarfélaginu."
Karl Gauti segir að fyrsta spölinn fari lestin á nokkrum
hraða en þegar nær dregur höfninni ganga áætlanir út á að
hraðinn verði ekki meiri en sem nemur hraða gangandi
manns. „Það em vinsamleg tilmæli til áhorfenda að þeir
haldi sig í ömggri fjarlægð þannig að engar tafir verði og
þeir hlýði lögreglu og gæsluliðum sem verða að störfum."
Þarna segir Karl Gauti að best sé fyrir fólk að vera við
neðri hluta leiðarinnar því ómögulegt sé að fylgjast með
alla leið nema fyrir fuglinn fljúgandi. „Fólk sem fer inn á
Sæfellsveg, veginn ofan við flugstöðina eða upp á
Helgafellsvöll á á hættu að verða innlyksa í einhvem tíma.
Það er því best fyrir þá sem vilja sjá sem mest að koma
bflnum fyrir á góðum stað og fylgjast með á tveimur
jafnfljótum."
Sama segir Karl Gauti um höfnina og Nýjahraunið þar
sem bflaumferð verður takmörkuð. Auk þess verður höfnin
lokuð skipaumferð í fimm tíma eins og kemur fram í
auglýsingu frá Vestmannaeyjahöfn.
Allt lögreglulið Vestmannaeyja, 12 manns, 35
björgunarsveitarmenn, auk þjálfara og starfsfólk FWKS
verða að störfum þennan morgun. Auk þess er slökkvilið
og starfsfólk Flugmálsastjómar með viðbúnað á flugvelli.
Gerir Karl Gauti ráð fyrir að allt að 80 manns tengist
umferðar- og öryggisstjómun með einum eða öðmm hætti.
„Af þessu sést að umsvifm em mikil. Það er ósk mín að
allir Vestmannaeyingar standi saman um að gera þennan
viðburð sem ánægjulegastan fyrir bæjarfélagið og íbúana.
Það gerist best með því að taka þátt í móttöku
háhymingsins og að sjá til þess að allt gangi snurðulaust.
Með góðri samvinnu aíllra tekst það,“ sagði Karl Gauti.
Nokkrar tímasetningar
Kl. 01.00: C-17 vélin leggur af stað með Keikó frá flugvellinutn Newport í Oregon áleiðis til
Vestmannaeyja.
Kl. 02.00: Á heila tímanum verður hægt að fylgjast með fluginu á netinu. Slóðin er www.keiko.org.
Kl. 10.00: C-17 vélin lendir með Keikó á flugvellinum í Vestmannaeyjum. Keikó verður fluttur í keri sínti úr
vélinni og yfir á flatvagn sem honum verður ekið á niður á Básaskersbryggju.
Kl. 11.00: Keikó verður hífður í flutningslaug sinni af flatvagninum og út á prammann sem hann verður
fluttur á út í Klettsvík.
Kl. 12.00: Keikó verður lyft tir flutningslauginni og hífður ylir í flotkvína.
Athugið að hafnarsvæðið verður lokað fyrir allri umferð frá kl. 10.00 þar til flulningi á Keikó í kvína lýkur.
Eina umferðin sent leyfð verður er umferð báta sem eru á vegum Free Willy Keikó samtakanna. þ.e. báta
sem vinna að flutningnum sent og sérstakra báta fyrir fjölmiðlafólk.
Sértsök svæði á flugvclli og við höfnina eru sérstaklega ætluð tjölmiðlafólki og er fólk vinsamlegast beðið að
taka tillit til þess.
ATH. Allar tímasetningar eru háðar veðri og vindum.
lokun Vestmannaeyjahafnar
Vestmannaeyjahöfn, innri og ytri höfn,
verður lokuð fyrir umferð báta og skipa
á tímabilinu 9.00 -14.00
fimmtudaginn 10. september.
Hafnarstjóri