Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 09.09.1998, Síða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 09.09.1998, Síða 8
8 Fréttir Miðvikudagur 9. september 1998 Daði heim- sótti Keikó Daði Ólafsson er ellefu ár Eyjapeyi sem upplifði það á dögunum að fara til Oregon og heilsa upp á hvalinn Keikó. Tilefnið var koma Keikó til Vestmannaeyja og mynd sem Ríkis- sjónvarpið lét gera úti í Oregon og sýnd var í sjónvarpinu á sunnu- daginn og hét Keikó krakkarnir. „Hugmyndin að þessu kom upp hérna á sjónvarpinu,“ segir Asta Hrafnhilur Garðarsdóttir umsjón- armaður Stundarinnar Okkar. „En Hallur Hallson nefndi einnig hvort ekki væri hægt að gera eitthvert barnaefni tengt komu Keikós til Eyja. Ásta segir að myndin tjalli um Daða sem fer að heimsækja pennvin sinn Leighton íBandaríkjunum. „Svo vill svo skemmtilega til að Keikó er í nágrenninu og þeir fara að heimsækja hann." Ásta segir að óvíst verði hvort eitthvað framhald verði á upptökum héma heima. „Það ræðst af peningum eins og oft áður. en það hafa verið vissar hugmyndir uppi um að skjóta kannski einhverjar senur í Vest- mannaeyjum. Hins vegar kemur tökulið til Eyja frá Discovery sjón- varpsstöðinni, en þar á bæ er verið að gera mynd um háhyminga og krakkarnir sem voru í myndinni okkar úti munu fylgja þeim upp- tökuhópi þegar Keikó kemur til Eyja.“ Daði er ekki óvanur kvikmyndaleik því hann hefur leikið mynd um sem Páll Steingrímsson kvikmyndagerðar- maður hefur gert um lundann og pysjutímann í Eyjum en bræður Daða léku líka í þessum myndum. Það þótti við hæfi að leikarinn í myndinni væri úr Eyjum, þar sem að Keikó kemur nú til með að eyða ellinni í Klettsvíkinni um óljósa framtíð. Það var hins vegar Páll sem að benti á Daða Daði er sallarólegur yfir öllu þessu umstangi í kringum Keikó og ferð sína til Oregon sem stóð í sex daga með tilheyrandi millilendingum á flugvöllum. „Það var auðvitað mjög skemmtilegt að fara þessa ferð,“ segir Daði og segist vera orðinn alvanur viðtölum við blaða- og féttamenn, og að láta mynda sig í bak og fyrir. Daði segist hafa mikinn áhuga á fiskum og sjávardýrum og hafi stundum komið með homsýli heim og eins látið Kidda á Náttúrugripasafninu fá eitt og annað sem hann hafi fundið í fjörunni. „Ég á líka gullfiska en ég er nú samt ekkert viss um að ég verði einhver náttúrufræðingur eða sjávar- líffræðingur, þó mér finnist gaman í líffræði. Mér finnnst til dæmis líka mjög gaman í leikfimi og smíði í skólanum." Hvað fannst þér skemmtilegst í ferðinni til Oregon? „Það var margt mjög skemmtilegt, en það var skemmtilegast að fá að snerta hann.“ Afmælis- golfmót Afmælisgolfmót verður haldið laugardaginn 12. september og hefst kl. 19.00. Spilaðar verða 18 holur með og án forgjafar. Nándarverðlaun á öllum par þrjú holu. Púttkeppni fyrir maka og gesti hefst kl. 13.00. Styrktaraðili þessa mðts er Sparisjóður Vetmannaeyja. riK.jWBasSlSiSBlHElSS. t’i ■•SHlHIHBISBiÍBSi? m wrmf1 ‘rirrt ■" i 'i' 1 i • P ! Og hvemig var hann viðkomu? „Þetta vareins og blautt þykkt leður en samt mjúkt, eða svoleiðis." Gastu eitthvað talað við hann ? Daði lítur á mig hálfgerðum vork- unnar, en þó samúðaraugum og kannski svolítið hneikslaður. Svo hlær hann og segir að það hafi ekkert verið hægt að tala við hann enda skilji hann líklega ekki íslensku. „Og ég hugsa að hann muni heldur ekki þekkja mig þegar hann kemur til Eyja.“ En fannst þér hann nokkuð leiður í búrinu sínu? „Það er nú örugglega ekkert mjög skemmtilegt hjá honum en hann hefur alls konar dót sem hann getur leikið sér að. Hann er hörku handbolta- hvalur held ég og flinkur að leika sér með bolta. En ég hugsa að það verði miklu skemmtilegra fyrir hann að vera í Klettsvíkinni. Þar er alvöru sjór og lifandi fiskar.“ Þegar ég spyr Daða að því hvort hann hafi ekki verið orðinn nokkuð frægur í Oregon gefur hann lítíð út á það. „Þó ég hafi verið í viðtölum og fimm sjónvarpsstöðvar hafi talað við mig, þá var ég ekkert frægur held ég. Kannski aðeins þessa viku." Daði fór líka í ferðalag upp í sveit í Oregon og þar fannst honum mjög gaman. „Þar var hægt að spranga og leika sér í köðlum og svona neti sem var strengt á milli trjáa og það var meiriháttar gaman. Það kom mér eiginlega mest á óvart að það skyldi vera hægt að spranga þama, en reyndar var það í trjánum." Heldurðu að þú segir ekki ferðasöguna í skólanum? „Krakkamir spyrja mig mikið um þetta og kannski segi ég frá þessu í skólanum í vetur,“ segir Daði að lokum og er sallarólegur yfir þessu öllu saman. Be.G. Daði hefur áhuga á dýrum og á meðal annars skrautfiska í búri. Daði í fréttaviðtali við Úlaf Sigurðsson á RÚV.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.