Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 09.09.1998, Síða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 09.09.1998, Síða 11
Miðvikudagur 9. septembrer Fréttir 11 Annar flokkur kvenna í knattspyrnu: Enduðu slæsilest sumar með íslandsmeistaratitli Helgina 28. - 30.ágúst léku stelp- urnar í öðrum flokki í úrslita- keppninni, sem fram fór á Akra- nesi. Þar spiluðu þær tvo leiki og unnu þá með miklum yfirburðum sem tryggði þeim sæti í úr- slitaleiknum. Þar mættu þær Val í æsispennandi leik. Á Akranesi unnu þær lið Fjölnis, 4 - 0 og skoraði Guðbjörg Guðmanns- dóttir tvö mörk, Bryndís Jóhann- esdóttir og Jóna Heiða Sigurlássdóttir eitt mark hvor. I seinni leiknum voru Blikastúlkur teknar í kennslustund og endaði sá leikur einnig, 4 - 0. Bryndís Jóhannesdóttir og Hrefna Jóhannes- dóttir gerðu tvö mörk hvor. Þessi úrslit þýddu það að ÍBV-stelpumar vora komnar í úrslitaleikinn. Mótherjar stelpnanna Jrar voru erkifjendumir úr Val, en IBV hafði spilað tvisvar áður við Val í sumar og tapað íbæði skiptin. Úrslitaleikurinn fór síðan fram í síðustu viku og var spilað á Haukavelli í Hafnarfirði. Valsstelpur komu frekar sigurvissar til leiks en það kom ÍBV bara til góða. Eyjastúlkur gerðu fyrsta mark leiksins á 3. mínútu og var þar að verki Hjördís Halldórsdóttir. Valur jafnaði skömmu síðar, en Bryndís Jóhannesdóttir kom ÍBV í 2 - 1. Þannig var staðan í hálfleik. Strax í byrjun síðari hálfleiks jöfnuðu Valsstelpur, en það var síðan Bryndís Jóhannesdóttir, sem tryggði IBV Islandsmeistaratitilinn með glæsilegu marki úr aukaspymu undir lok leiksins. IBV-stelpumar stóðu sig frábærlega í þessum leik en af öðrum ólöstuðum þá var Bryndís Jóhannesdóttir maður leiksins. Eyjastúlkur hafa sýnt mjög skemmtilega knattspymu í sumar og eru vel að þessum titli komnar. Til hamingju stelpur! iSU 1 ^PHtours yi m v-*’! i II h ■ i Stúlkunum var fagnað með blómum við heimkomuna og í hálfleik í leik ÍBV og Fram á þriðjudaginn voru þær heiðraðar sérstaklega. Mynd Sigurgeir Jónasson. Stemmmnsin var betri hjá okkur Heimir Hallgrímsson, þjálfari stelpnanna segir að árangurinn hafi ekki komið sér á óvart. „Eg get ekki sagt það. Eg vissi alltaf að ég væri með gott lið í höndunum. Valur var reyndar búinn að vinna alla sína leiki í sumar, en þegar fyrirkomulagið er með þeim hætti að spilaður er úrslitaleikur, þá er allt lagt undir og spurningin er bara sú hvort liðið kemur betur stemmt til leiks, og í ár voru það við. Hver var lykillinn að þessari velgengni ykkar, að þínu mati? ,T>etta era allt duglegar og metnaðarfullar stelpur og síðan er enginn vafi á að Sigurlás Þorleifsson, þjálfari meistaraflokks kvenna, hefur skilað frábæni vinnu, þar sem stór hluti stelpnanna hefur tekið undirbúningstímabil hjá meistaraflokki og æft með honum. Nokkrar hafa verið að spila með meistaraflokki í sumar og hefur það tvímælalaust skilað sér með reynslu inn í annan flokkinn, og þá sérstaklega nú undir lok móts. Einnig fengum við sterkar stelpur úr 3.flokki til að styrkja hópinn og siðan byrjuðu nokkrar sterkar stelpur aftur, sem vora hættar. Ég vil svo þakka stelpunum fyrir frábært samstarf í sumar,“ sagði Heimir að lokum. Ætluðum að kom heim með dolluna íris Sigurðardóttir, fyrirliði segir að framan af sumri hafi þær ekki haft trú á að standa uppi sem sigurvegarar. „Þá gekk okkur frekar erfiðlega, en eftir úrslitakeppnina voram við ekki í nokkram vafa,“ segir Iris en hver var ykkar helsti styrkleiki í sumar? „Við vorum ekki góðar í byrjun, en lærðum af því þegar leið á sumarið. Mórallinn var góður og ég held að við höfum spilað sem heilsteypt lið með sterka liðsheild. Auðvitað er alltaf smá fiðringur fyrir svona mikilvæga leiki, en við vorum staðráðnar í að sigra og koma með dolluna til Vestmannaeyja. Við þökkum Heimi fyrir frábært sumar og á hann stóran þátt í árangrinum. Meistaradeild kvenna: ÍBV varð í 4. sæti Stórsigur í lokaleik Evjastúlkur fengu íslandsmeist- ara KR í heimsókn í síðustu viku og máttu sættasig við ósigur gegn nýkrýndum Islandsmeisturum. Þær gerðu aftur á móti góða ferð í Grafarvoginná mánudaginn þar sem þær unnu stórt. Þetta var síðasti leikur sumarsins og hafn- aði IBV í 4. sæti sem er góður árangur. Er það ein staðfestingin á því að IBV er að komast upp að hliðinni á stórveldunum í kvenna- knattspyrnunni. Á fyrstu mínútunum var staðan orðin, 0-3 KR í vil. Fyrri hálf- leikur minnti helst á handboltaleik, því skorað var á báða bóga. Hálf- leikstölur vora heldur ekki ósvipaðar handboltatölum, því þá var staðan, 3 - 5. KR-ingar héldu áfram að bæta við mörkum í seinni hálfleik og urðu lokatölur leiksins, 3-9. Lið ÍBV: Petra 4 - Fanný 6, íris S. 5, Sigríður Á 6, Ema 5 - Elena 6, íris Sæ 6, Hrefna 6, Hjördís 6 - Olga 5(Hanna 5), Bryndís 6(Lind 5) Eyjastúlkur héldu í Grafarvoginn á mánudag og léku þar við lið Fjölnis. Þetta var síðasti leikur ÍBV- liðsins í sumar, og með sigri gátu þær sent Iið Fjölnis niður í 1 .deild og um leið tryggt sér 4.sætið í Meistaradeild kvenna. Leikurinn endaði með stórsigri ÍBV, 0-5. Mörk ÍBV skoraðu: Iris Sæm. 2, Olga 2 og Sigríður Ása I. Að sögn Sigurlásar Þorleifssonar, þjálfara ÍBV, var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi lenda, heldur hver stór hann yrði. „Stelpumar voru að spila mjög skemmtilegan bolta, og hefði sigurinn getað orðið mun stærri. Yfir heildina er ég nokkuð sáttur við 4. sætið og finnst mér það viðunandi árangur. Við byrjuðum mótið mjög illa en eftir því sem á mótið leið fóram við að spila betur og betur og í lokin vorum við að spila marga góða leiki,” sagði Sigurlás að lokum. Lið ÍBV: Petra 6( Sigríður I. 6 ) - Fanný 6, íris S. 6, Ema 6, Olga 6 - Hjördís 7, Sigríður Á 6, Hrefna 6, Elena 6 - Bryndís 6(Lind 6), íris 7. Lokastaðan KR 39 stig Valur 36 stig Breiðablik 26 stig ÍBV 20 stig Stjaman 17 stig ÍA 9 stig Haukar 7 stig Fjölnir 6 stig Landssímad. 15. umferd: IBV 2- Fram 0 Nær titlinum Eyjamenn og Framara áttust við í Landssímadeildinni á þriðjudags- kvöld. Leikið var hér í Eyjum í mildu haustveðri. Framarar hafa átt erfitt uppdráttar í sumar en IBV hefur vermt toppsætið allt frá byrjun móts. Reyndar höfðu KR- ingar fengið að tróna á toppnum í nokkra daga en IBV endurheimti sitt gamla sæti á þriðjudagskvöldið. Leikmenn byrjuðu að þreifa rólega fyrir sér en greinilegt var að Framarar ætluðu sér að pakka í vöm og beita skyndisóknum. Eyjamenn létu bolt- ann rúlla og reyndu að fmna glufu á Framvöminni. Á I9. mínútu kom síðan fyrsta markið, og var þar að verki Sindri Þ. Grétarsson, sem skoraði af stuttu færi. Sindri kom inní liðið fyrir markahrókinn Steingrím Jóhannesson, sem er meiddur. Eftir markið slökuðu Eyjamenn á og áttu oft í vök að verjast gegn nokkuð spræku liði Fram. Eftir leikhlé var leikurinn opinn og skemmtilegur og marktækifæri vora á báða bóga. Leikmenn ÍBV náðu ekki að leika af fullum krafti í leiknum, en þegar þeir settu í þriðja gírinn þá var ekki spuming um hvort liðið væri betra. Það var síðan varamaðurinn, Ivar Bjarklind, sem hefur átt við meiðsli að stríða, sem gulltryggði sigur ÍBV á 80.mínútu eftir að hafa fengið stungusendingu innfyrir vörn Fram. Lokatölur leiksins urðu því 2- 0, og hafa Eyjamenn því endurheimt toppsætið af KR-ingum. Ágætis sprettir voru hjá IBV-liðinu í þessum leik og var sigurinn mjög dýrmætur. Hlynur Stefánsson var bestur í liði ÍBV ásamt Gunnari í markinu og varamennimir Jens og ívar voru sprækir þegar þeir komu inná. LiðÍBV: Gunnar 8 - Hjalti 6, Guðni R.6, Hlynur 8, Zoran 7 - Ingi 6(ívar B 6), ívar 7, Kristinn H. 6, Kristinn L.6(Sinisa 5), Steinar 6 - Sindri 6 (Jens 6). htárunfscðftBfllr Þrjár umferðir eru eftir í Lands- símadeildinni. ÍBV, sem er með 32 stig á toppi deildarinnar. Næsti leikur er gegn Grindvíkingum laugardaginn 12. september. Síðasti heimaleikurinn verður gegn Leiftri 20. september. Síðasti leikurinn er svo úti gegn KR sem nú eru í 2. sæti. Ester púttdrottning Hjóna-og parakeppni GV 1998 fór fram um síðustu helgi. Mjög góð þátttaka var á mótinu og mættu 26 pör til leiks. I keppninni þar sem annar aðilinn slær en hinn púttar, sigruðu Sigmar Pálmason og Kristrún Axelsdóttir á 69 höggum, nettó. í öðru sæti vora hjónin Guðni Grímsson og Esther Valdimarsdóttir á 72 höggum, Esther var jafnframt krýnd sem Púttdrottning mótsins, en hún kom inn á 39 púttum. í þriðja sæti lenti Keikö vinurinn og hafnarvörðurinn Ólafur M. Kristinsson og hans frú, Inga Þórarinsdóttir, og voru þau á 75Jiöggum. I keppninni þar sem hjón slá annað hvert högg og velja betri bolta. fóru leikar þannig að stór- kylfmgamir Aðalsteinn Sigurjóns- son og hans frú Þöra Gissurardóttir lentu í fyrsta sæti með 63 högg. í öðra sæti lentu Ársæll Sveinsson og Signín Óskarsdóttir með 65 högg. í þriðja sæti lentu síðan Aðalsteinn Ingvarsson og Katrín Harðardóttir með 66 högg. KÁ-verslanirnar voru styrktar- aðilir að þessu móti og þakkar Gólfklúbbur Vestmannaeyja, þeim framlagið. Næsta mót verður Afmælismót GV og fer það fram 12. september Björgvin sigurvegari Islenska mótaröðin í golft fór t'ram hér í Vestmannaeyjum urn síðustu helgi. f þessum mótum leika helstu golfarar landsins. Leiknir voru þrír hringir, eða alls 54 holur og urðu úrslit þannig: 1. Björgvin Sigurbergs. GK 207 h. 2. Björgvin Þorsteins. GA 209 h. 3. Þórður E. Ólafs. GL21lh. Hjá konunum sigraði Ólöf M. Jónsdóttir. GK, á 222 höggum en í öðru sæti varð Vestmanna- eyingurinn, Kolbrún S. Ingólfs- dóttir.GV. á 244 höggum. Framundan Fimmtudagur 10. september Kl. 18:00 2. tl. ka ÍBV-Selfoss Laugardagur 12. september Kl,14:00 mfl.ka. Grindavík - ÍBV

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.