Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 24.09.1998, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 24.09.1998, Blaðsíða 1
25. árgangur • Vestmannaeyjum 24. september 1998 • 39. tölublað • Verð kr. 140,- • Sími:481 3310 • Fax: 481 1293 Georg mörgæs og sparibaukur íslandsbanka hélt upp á fimm ára afmæli sitt sl. þriðjudag. Af því tilefni var börnum í Eyjum boðið til mikillar afmælisveislu í bankanum og sannaðist að Georg og félagar eru vinsælir alls staðar. Georg veitti vel í veislunni og einn ungur maður spurði hann hvers vegna hann væri svo feitur. Georg svaraði að bragði: „Af því bara, líklega er ég er svo duglegur að spara.“ Herjólfur fer í slipp 14. október: Ekkert skip enn fundið -Það verður leyst á einhvern hátt, segir stjórnarformaður Eins og fram kemur annars staðar í blaðinu dettur Herjólfur út úr áætlun 14. október nk. en þá fer skipið í slipp í Danmörku og verður frá í þrjár vikur. Ekkert er enn á hreinu með hvort eða hvaða skip kemur til með að leysa Herjólf af hólmi þessar þrjár vikur. „Við höfum verið á fullu að vinna í þessu,“ sagði Grímur Gíslason, stjómarformaður Herjólfs. Skipa- tækni hf. hefur verið okkur til aðstoðar við leit að skipi. Innanlands eru það eiginlega aðeins tvö skip sem koma til greina, Akraborgin og Fagranesið. Slysavamafélag íslands er eigandi Akraborgarinnar, sem nú er skólaskip Björgunarskólans og við fengum algert afsvar hjá þeim þegar leitað var eftir að fá skipið yfir þennan tíma þannig að sá möguleiki er ekki inni í myndinni. Ekki er alveg útséð um Fagranesið sent leysti af síðast þegar Herjólfur fór í slipp. En nú em aðrar forsendur uppi hjá þeim en vom þá, vegna breytinga á vegasamgöngum er skipið meira í fastri áætlun en áður var. Það er því ekkert á hreinu með Fagranesið,“ sagði Grímur. Þá sagði Grímur að víða væri búið að leita erlendis en nánast ekkert sem fundist hefði sem hentaði okkur. Raunar hefði eitt skip verið á lausu en þar hefði verið um að ræða innanfjarðaferju með opinn skut og slrkt sídp hefði aldrei fengið leyfi til siglinga hér. Annað skip fannst að vísu, svokallað Catamaran skip, nýlegt skip og stórt, yfir 100 m langt og með ganghraða upp á 40 sjómflur. En kostnaðurinn við að taka það á leigu var slíkur að það var útilokað. Leigugjaldið eitt og sér var tvær miljónir króna á dag og þá allur annar kostnaður eftir. Þá má geta þess að oh'ueyðsla slíkra skipa er gífurleg. Alls fengu átta íslensk skip leyfi til veiða úr norsk-íslenska sfldar- stofninuni nú í ár. Þau munu flest vera farin til veiða en ekki hefur enn frést af afla. Tvö skip frá Eyjum em í hópi þessara átta, Sighvatur Bjamason og Sigurður. Þau em bæði farin til veiða, Sighvatur fór á mánudags- En standa Vestmannaeyingar e. t.v. frammi fyrir því að samgöngur á sjó leggist af milli lands og Eyja þann tíma sem Herjólfur vrður í slipp? „Nei, það vona ég ekki,“ sagði Grímur. „Það er náttúrlega ekki hægt að bjóða upp á slíkt. Við höldunt áfram að leita. Þetta er mál sem verður að leysa og það verður leyst á einhvem hátt,“ sagði Grímur Gíslason að lokum. kvöld og Sigurður á þriðjudag. Magnið sem skipin mega veiða miðast við einn fullfermistúr. Sam- kvæmt því ættu um 1500 tonn að koma í hlut hvors skipsins frá Eyjum. Ekki mun þess þó vera krafist að þeim afla sé náð í einni veiðiferð heldur má skipta honurn niður á fleiri túra. Tuö Eyjaskiptil sfldveiða við Noreg Mynd Óskar Björgvinsson. Vetraráœtlun Herjólfs v. Frá Eyjum: Frá Þorl.höfn: Mán - Lau Kl. 08:15 Kl. 12:00 Sunnudaga Kl. 14.00 Kl, 18.00 11 aukaferðir föstudaga Kl. 15.30 Kl. 19.00 j | 3-leriólfur /mícw/ú/ið Sími 481 2800 Fax 481 2991 Alvarlegt ástand vegna kennaraskorts í grunnskólunum: Kennarar krefja bæjaryfirvöld um skjót viðbrögð A fundi bæjarráðs lá fyrir bréf dagsctt 4. september og undirritað af flestuni grunnskólakennurum bæjarins. Efni bréfsins ntun vera um launamái og þann kennara- skort sem háð hefur grunnskólum bæjarins í haust. Er óskað eftir því að bæjaryfirvöld bregðist við þessu ófremdarástandi. BæjaiTáð fól bæjarstjóra og skóla- málafulltrúa að ræða við fulltrúa bréfritara og fól bæjarstjóra jafnframt að gera launanefnd sveitarfélaga grein fyrir málinu. Þorgerður Jóhannsdóttir bæjarfulltrúi Vestmannaeyjalistans óskaði að bókað yrði að hún legði áherslu á að afgreiðslu málsins yrði Bílaverkstæðið BRAGGINN s/f. RÉTTINGAR OG SPRAUTUN: Flötum 20 - Sími 481 1535 VIÐGERÐIR OG SMURSTÖÐ: Græðisbraut 1 -sími481 LD GGI R NA amálin á ægilegan h: hraðað. Þorgerður sagði í viðtali við Fréttir að grunnskólunum bæri að uppfylla ákveðna lagaskyldu og að eitthvað yrði að gera til þess að svo mætti verða. „Það er til dæmis engin kennsla nú í dönsku í 10. bekk Bamaskólans og við svo verður ekki unað.“ Sigurður Einarsson sagði að í bréfinu væri farið fram á að ræða kjör og kjaramál við bæjaryfirvöld. „Þetta er formleg beinðni um viðræður og við sendum erindið í þann farveg sem eðlilegur er, að láta bæjarstjóra og skólamálafulltrúa ræða við fulltrúa bréfritara.“ Góð spretta í fjörum ingin dönskukennsla í 10. bekk Barnaskólans

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.