Fréttir - Eyjafréttir

Issue

Fréttir - Eyjafréttir - 24.09.1998, Page 12

Fréttir - Eyjafréttir - 24.09.1998, Page 12
12 Fréttir Fimmtudagur 24. september 1998 Tekst IB V að halda Islandsmeistaratitlinum e i ÍBVáréttá 1600miðum! Samkvæmt reglugerð KSI á útilið rétt á 40% af aðgöngumiðum á leikjum í Landssímadeildinni. Sam- kvæmt upplýsingum frá KR eru útgelfiir miðar 4000. Stuðnings- menn ÍBV eiga því rétt á 1600 miðum. Fastlega má gera ráð fyrir því að uppselt verði á leikinn á laugardag en hann hefst kl. 16.00. Forsala hiá ESSO í Eyjum Forsala aðgöngumiða á leik KR og IBV verður í Vestmannaeyjum. Forsalan fer fram hjá ESSO á Básaskersbryggju. Aðgöngumiðaverð fyrir full- orðna er 1000 kr. sem vekur nokkra furðu því hjá öllum öðrum liðum í Landssímadeildinni kostar að- göngumiðinn 700 kr. Forsala að- göngumiða hefst í dag, FIMMTU- DAG. Pakkalerðhlá Herjólfi Herjólfur hf. býður ólrúlega pakka- ferð á úrslituleikinn. Miði í skipið, í rútu fram og til baka og svo miði á leikinn kostar 2800 kr. Skeljungur gefur olíuna fram og til baka. Heriólfur seinkar heimferóinni Leikur KR og IBV fer sem kunnugt er fram kl. 16.00 á laugardaginn. Herjólfur mun seinka heimferðinni á laugardaginn og fer frá Þorlákshöfn kl. 20.00.Ef svo fer að ÍBV tryggi sér Islandstneist- aratitilinn annað árið í röð má búast við margmenni um borð í Herjólli. íslandsmeistara- titillinn meó HerjólfiP Ef ÍBV verður íslandsmeistari í knattspyrnu mun IBV liðið að sjálfsögðu koma siglandi með bikarinn heim til Eyja með Hetjólft. Liðið kom með bikarmeist- aratitilinn siglandi með Herjólfi eftir sigurinn á Leiftri og móttök- umar í Eyjum voru stórkostlegar. föram í leikinn með hví hugar- fari að sigra -segir Bjarni Jóhannson, þjálfarilBV „Jú, þetta verður stór stund á laugardaginn,“ sagði Bjarni Jóhanns- son, þjálfari. „Reyndar eru allar stundir stórar í fótboltanum í Eyjum, ég hef alla vega ekki orðið var við annað í sumar, þetta em allt úrslitaleikir ef þannig er litið á málið. En við eigum titil að verja og þess vegna er kannski meira pressa á okkur en KR.“ Bjarni sagði að allur undirbúningur fyrir leikinn færi fram af mikilli kostgæfni og í svipuðum farvegi og var fyrir úrslitaleikinn í bikarnum í sumar. Liðið dvelur á Hótel Örk og ættu menn því að koma vel hvíldir og stemmdir í leikinn. Allir eru heilir heilsu og enginn sem þarf að taka út leikbann í þessum mikilvæga leik. „Eg á ekki von á öðru en að við verðum með svipaða taktík í leiknum og verið hefur,“ sagði Bjarni. „Sú taktík hefur gefist vel í tvö ár og ekki ástæða til að breyta henni.“ En nú er þetta útileikur hjá ÍBV. Kemur ekki heimavöllurinn til með að vega þungt, KR í vil? „Það er nú það,“ sagði Bjami. „Víst hefði verið gott að eiga heimaleik en KR-völlurinn hefur nú verið okkur hagstæður tvö síðustu ár og eigum við ekki að vona að svo verði áfram. Þá er stuðningur áhorfenda mikilvægur og ég óttast ekki að hann verði ekki fyrir hendi. Mórallinn er líka góður í liðinu. menn ýta öllu öðm til hliðar og hugsa um þetta eitt. Við förum í þennan leik með því hugarfari að sigra og það er mikilvægt,“ sagði Bjarni Jóhannsson að lokum. Raggi Sjonna, sem hér er með gamla fótboltabrýninu, Sigmari Pálmasyni, uerður í aðalhlutverki á áhorfendapöllunum á laugardaginn. Möguleikar IBV eru tveir á mód einum -og byrjar með marki yfir, segirAtli Eðvaldsson Atli Eðvaldsson, þjálfari KR-inga, er sammála Bjarna Jóhannssyni þjálfara IBV að upp sé komin óskastaða allra knattspyrnuað- dáenda, úrslitaleikur í Landssíma- deildinni og það milli KR og ÍBV. „Þetta er sannkölluð draumastaða fyrir land og þjóð og við erum að tala um stærri leik en sjálfan Bikarleikinn. Það er sagt að stuðningsmenn þessara liða séu þeir kröftugustu þannig að við fáum ömgglega hörkuleik," sagði Atli. Atli segir að mikill spenningur sé fyrir leiknum í Vesturbænum og að nú sé komin upp sú staða sem aðeins bjartsýnustu KR-ingar létu sig dreyma um sem hugsanlega möguleika í upphafi móts. „Deildin þrifst á því að KR nái ekki íslandsmeistaratitlinum. Við erum meða hálfa þjóðina á móti okkur en það eykur bara samheldnina hjá okkar fólki. Það verður því tjöl- mennt á völlinn á laugardaginn." Ekki eru nema tvö ár síðan Atii yfirgaf herbúðir IBV þar sem hann þjálfaði í tvö tímabil. Atli ber ekki á móti því að hann telji sig eiga eitthvað í báðum liðum. „Auðvitað er þetta geggjuð staða sem ég er í en það þýðir ekkert að velta sér upp úr því. Þegar ég tók við ÍBV hafði liðið verið í bullandi fallbaráttu í þrjú ár í röð og okkur var spáð falli. Svo unnum við leik eftir leik og áttum möguleika á Is- landsmeistaratitlinum. Það sama gerðist árið eftir og það var æðislegt að fylgjast með þegar íslands- meistaratitillinn fór til Eyja t' fyrra. Það hefði getað gerst fyrr hefðu peningar verið fyrir hendi. Þeir kontu ekki fyrr en seinna með Evrópukeppnum og sölu leikmanna." Ekki vill Atli spá um úrslitin en segir að ÍBV sé í óskastöðu. „Eg er ekki spámaður en ég vildi vera í þeirri stöðu að jafntefli nægði til að ná í titilinn. Möguleikar IBV eru tveir á móti á móti einum hjá okkur þannig að segja má að við byrjum með eitt mark undir.“ Atli segist ekki eiga von á öðru en að mæta með sitt sterkasta lið. Reyndar hefðu tveir eða þrír verið aumir eftir Keflavíkurleikinn en hann á von á hörkuleik. „Það verður fullt á vellinum. Stemmningin er mikil og það sama er að segja um titringinn. Hann er að verða verulegur en það er skrýtið að vera í þessari stöðu,“ sagði Atli að lokum. mwm. iiöuoLfuit Hver býður hagstæðari íargjölú á leikinn? M 6 L Í —<1 i B » Áleik mvogKR fyrir aðeins Skeljungur hefur ákveðið að niðurgreiða ferðir Eyjamanna sem ætla með Herjolfi á úrslitaleikinn um íslandsmeistaratitilinn með hví að leggja til allan olíukostnað við ferðir Herjólfs í tengslum við leikinn og gengur hað beinttil lækkunarfargjalds.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.