Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 24.09.1998, Qupperneq 16

Fréttir - Eyjafréttir - 24.09.1998, Qupperneq 16
16 Fréttir Fimmtudagur 24. september 1998 Gluggað í viðhorfakönnun í Bamaskólanum Ekki vera leiðinleg, við erum bara krakkar -eru skilaboð nemenda skólans til starfsfólks og foreldra Niðurstöður úr þremur viðhorfakönnunum sem gerðar voru í Barnaskóla Vestmannaeyja í maí 1997 og haustið 1997 hafa verið birtar. Þaðvarlngvar Sigurgeirsson dósent við Kennaraháskóla Islands sem vann kannanirnar að ósk stjórnenda Barna- skólans. Kannanirnar taka til viðhorfa foreldra, nemenda og starfsliðs til skólans og skólastarfsins. Kannanirnar nutu styrkja úr Verkefna- og náms- styrktarsjóði Kennara- sambands íslands. Jóna Ólafsdóttir aðstoðarskóla-stjóri Barnaskólans segir að tilgangurinn með könnununum hafi verið sá að bæta skólastarfið og reyna að fá fram sjónarmið starfsfólks, nemenda og foreldra á skólastarfinu og bæta það sem fólki finnst hafa farið miður og efla þá þætti sem jákvæðir em. „Þetta er líka liður í því að opna skólann og efla tengsl milli þeirra sem að þessum málum koma. Skólastarf hér á landi hefur verið lokað fram að þessu og ekki mikið tillit verið tekið til skoðana foreldra, nemenda og starfsfólksins. Með þessum könnunum vonum við að geta metið hvar skórinn kreppir, til þess að gera megi skólann að þeim þroskavettvangi sem hann á að vera.“ Jóna segir að þó að reynt hafi verið að sinna ýmsum kvörtunum, jafnt foreldra, stafsfólks og nemenda, þá sé sú hætta alltaf fyrir hendi að fólk tali ekki út um hlutina í samtölum. „Hins vegar ef hægt er að tjá sig í nafnlausri könnun eru meiri líkur á því að fólk viðri skoðanir sínar af meiri hrein- skilni.“ Jóna vill undirstrika að meta verði niðurstöðumar í ljósi þess að ekki var búið að taka vesturálmu Bamaskólans í gagnið þegar fyrsta könnunin var gerð í maí 1997. Þegar seinni kannanimar voru gerðar var búið að taka vesturálmuna í notkun. Þessi ár- gangur kom einnig illa út úr samræmdu prófunum og fólki hættir til að dæma skóla eftir útkomu samræmdra prófa. Hins vegar eiga samræmdu próftn ekki við alla aldursflokka svo rétt er að hafa það í huga. Einnig hafi verið tekin upp umdeild breyting í skólanum varðandi kennslufyrirkomulag. „Það var ákveðið að getuskipta 8. til 10. bekk og nemendum raðað í bekki eftir því hvort þeir voru á hraðferð eða hægferð. Fram að 8. bekk voru hins vegar áfram blandaðir bekkir, en þetta fyrirkomulag hefur verið við lýði í ein fjögur ár. Jóna vill einnig leggja áherslu á að skólastarf af öllu tagi sé í sífelldri endurskoðun og að skólar sem leggja vilja metnað í starf sitt taki mið af þvf. Fréttir fengu góðfúslegt leyfi til að glugga í skýrslumar og birta það sem helst vekur athygli í þeim. Viðhorfakönnun meðal foreldra bama í Barnaskóla Vestmannaeyja Eins og áður segir birtir þessi skýrsla helstu niðurstöður könnunarinnar. Framkvæntd könnunarinnar fór þannig fram að nafnlaus spumingalisti var sendur til allra foreldra. Svör bámst frá 309 foreldrum eða 73,7% . Þetta hlutfall þykir heldur lágt og heimtur lakari en fengist hafa í sambærilegum könnunum. Fyrsta spurningin sem lögð er fyrir foreldra í þessari könnun snýst um það hver það er sem svarar spurn- ingunum. Fjöldi % Móðir 205 66,3% Faðir 18 5,8% Foreldrar saman 78 25,2% Annar foráðamaður 3 1% Ekkert svar 5 1,6 Það gæti verið forvitnilegt að sjá svör úr öðrum könnunum við þessari spumingu, sérstaklega í ljósi þess að konur eru alltaf að fara meira út á vinnumarkaðinn og þar af leiðandi minnkandi viðvera kvenna innan heimilisins. I Vestmannaeyjum eru karlar að vísu mikið á sjó svo það kann að skýra þetta háa hlutfall kvenna sem svara spurningunni. Skoðist gagnrýnum augum Viðhorf foreldra til skólans er nokkuð jákvætt, eða 65,4% þeirra telja að svo sé, en aðeins 20,7% finnst það mjög jákvætt. Þetta er ekki ólfkt niður- stöðum sem fengist hafa í hliðstæðum athugunum. Mat skýrsluhöfundar er þó að skoða verði þessar niðurstöður fyrir Bamaskólann í Vestmannaeyjum gagnrýnum augum og finnst að markið verði að setja hærra. Ekki er mikill munur á viðhorfum foreldra eftir aldri nemenda, en þó eiga flestir neikvæðir foreldrar börn á ung- lingastigi. Hver er skoðun þín á stjórnun Barnaskólans eins og hún kemur þér fyrir sjónir? Fjöldi % Mjög góð 26 8,4% í góðu lagi 95 30,7% Sumt má betur fara 157 50,8% I mörgu áfátt 23 7,4% Stórlega ábótavant 6 1,9% Ekkert svar 2 0,6% I athugasemd með þessari spumingu er mat skýrsluhöfundar að niðurstöður þessar séu ekki nógu góðar og að leita þurfi skýringa á því hvað ráði þessu áliti foreldra. í ljósi þess hversu viðhorfið til skólans er jákvætt vom aðeins 16,8% sem gátu mælt með Bamaskóla Vestmannaeyja við aðra foreldra. Ágætlega sögðu 43,7%, tek ekki afstöðu sögðu 21%, 14,2% sögður að nokkru leyti og 3,2% alls ekki. Þeir sem ekki svömðu vom 1%. Spurt var um viðhorf tii um- sjónarkennara og samstarf við um- sjónarkennara og er það í heildina mjög jákvætt, eða nokkuð gott. Jákvæðust eru viðhorf foreldra í 2. 3. 6. 8. og 10. bekk en minnst jákvæð meðal foreldra nemenda í 7. og 9. bekk. í framhaldi af því eru 59,9% foreldra sem telja samstarf sitt við umsjónarkennara mjög gott og 35,3 telja það nokkuð gott. Vekur skýrslu- höfundur athygli á því að sami munur komi fram eftir bekkjum og í spumingunni um viðhorf til umsjónarkennara. Mikill meirihluti foreldra mætir á kynningaifund en minna en helmingur telur hann mjög gagnlegan Spurt var hvort foreldrum fyndist skólinn vekja áhuga barnsins á námi og menntun? Mjög rnikið Fjöldi 34 % 11% Nokkuð 149 48,2% Hef ekki skoðun 40 12,9% Lítið 80 25,9% Neikvæð áhrif 4 1,3% Ekkert svar 2 0,6% í ljósi mikillar umræðu um gildi menntunar undanfarin ár hlýtur þetta að teljast lakleg niðurstaða og spuming hvort foreldrar ættu ekki að fá rneiri hvatningu af hendi skólans um gildi menntunar. Sérstaklega er vert að velta upp þessum fleti með tilliti til þess hversu foreldrar voru áhugasamir um kynningarfund fyrir foreldra þar sem skólastarfið var kynnt Fjöldi % Já 254 82,2% Nei 51 16,5% Ekkert svar 4 1,3% Hins vegar vom ekki nema 32% sem töldu fundinn mjög gagnlegan og 44,7% töldu hann nokkuð gagnlegan. í framhaldi af því er spurt hvort óskað sé eftir að fleiri slíkir fundir verði haldnir og eru 34,3% sem segja nei við spurningunni, 62,5% segja já og 3,2% svaraekki. Foreldrar jákvæðir gagnvart foreldraviðtölum Á hinn bóginn eru foreldrar jákvæðir um foreldraviðtöl og finnst þau bæði gagnleg og viðmót kennara mjög þægilegt í 72,5% tilfella og 23% segja það nokkuð þægilegt. í ljósi þessa eru 93,2% foreldra sem telja sig fá yfirleitt upplýsingar um allt sem skiptir máli í foreldraviðtölunum en 5,5% segja að svo sé ekki. En 98,4% foreldra sækja foreldraviðtöl þegar þau eru boðuð. 43,4% telja að foreldraviðtölin séu ekki nógu mörg og 55% telja þau nógu mörg. Jákvæðni Spurt var hver skoðun foreldra væri á að brjóta skólastarfið upp eins og gert hefur verið á tilbreytingar- dögum/opnum vikum í skólanum. 76,7% foreldra eru mjög sátt við þá tilhögun og 19,1% nokkuð sátt. Spurt var um hvernig miðað hefði í skólastarfínu (miðað t.d. við fímm síðustu ár). Fjöldi % Mikil framför 26 8,4% Talsverðar framf. 163 52,8% Staðið í stað 83 26,9% Heldur farið aftur 15 4,9% Mikið farið aftur 1 0,3% Ekkert svar 21 6,8% Nokkrar athugasemdir Þátttakendum var boðið að gera við- bótarathugasemdir um kennslu, stjóm- un, aðstöðu, námsmat, upplýsingar til foreldra, samskipti við skólann eða annað sem vikomandi lá á hjarta. Alls skráðu 126 foreldrar athugasemdir. Hér á eftir fara nokkrar athugasemdir: „Auka söng- og tónlistarmögu- leika.. Það hjálpar til við tjáningu og aga sem er ábótavant í samfélaginu, bæði í skóla og á heimilum. Kurteisi og agi jafngildir gleði og hamingju." „Bamið mitt fær aldrei jákvæðar athugasemdir." „Agaleysi áberandi í skólanum. Sterk tilhneiging hjá foreldram að varpa allri ábyrgð á skólann. Aukin samvinna heimilis og skóla getur bjargað miklu.“ „Hefur jákvæð áhrif að auka sjálf- stæði nemandans og efla hjá honum ábyrgð." „Ég er mjög ánægð með Bamaskóla Vestmannaeyja, ég vildi ekki hafa bömin mín f öðrum. Takk fyrir.“ „I heild er ég nokkuð ánægð með Barnaskóla Vestmannaeyja. Ég er mjög ósátt við getuskiptingu og þegar hún var tekin upp í skólanum var hunsaður meirihlutavilji foreldra um að þessi skipting yrði ekki tekin upp.“ „Það er von okkar að þessi könnun verði notuð skólanum til framdráttar." Viðhorfakönnun meðal starfsliðs Bamaskóla Vestmannaeyja Könnunin var lögð fyrir haustið 1997. Alls svömðu 39 starfsmenn eða 85% af þeim 46 sem voru á launaskrá skólans. Þar af vora 23 kennarar og 16 aðrir starfsmenn. Könnunin var nafnlaus. Kennarar svöruðu öllum spumingum en aðrir starfsmenn einungis þeim er vörðuðu þátttöku þeirra í skólastarfinu. Starfsfólkið sátt í heild virðist starfsfólk skólans vera sátt við skólann sem vinnustað. 71,43% er mjög sátt, 23,81% nokkuð sátt, 2,38% hlutlaust, enginn var fremur ósáttur, 2,38% mjög ósátt og enginn gaf ekkert svar. Þegar spurt er um stjómun skólans telja 39,02% hana mjög góða, 41,46% telja hana nokkuð góða, viðunandi segja 12,2%, fremur slæma segja 4,88%, enginn tekur svo djúpt í árinni að hún sé mjög slæm og 2,44% neita að svara. Um almenna skynjan starfsfólks á andrúmsloftinu meðal kennara á vinnustaðnum telja 61,9% það mjög jákvætt, 30,9% telja það nokkuð jákvætt og 7,1% taka ekki afstöðu. Sérkennsla/Of margir að hverju barni og hver með sína aðferð Spurt var hver er skoðun þín sérkennslunni við skólann? Fjöldi % Mjög góð 4 16% Góð 14 56% Hlutlaus 2 8% Heldur slæm 0 0% Óviðu. með öllu 0 0% Ekkert svar 5 20% Skýrsluhöfundur tekur undir eina athugasemd frá einum þátttakanda varðandi sérkennsluna sem segir að „hann telji ekki gott fyrir nemendur að fá einn kennara í stuðning í þennan tíma og svo annan í þann næsta og fara svo til sérkennara tvisvar í viku. Of margir að koma að hverju bami - hver með sína aðferð - gæti ruglað nemendur." Spurt var hvort viðkomandi kennari væri ánægður með samstarf kennara við foreldra? Fjöldi % Mjög ánægð(ur) 10 40% Nokkuð ánægð(ur) 10 40% Tek ekki afstöðu 5 20% Fremur óánægð(ur) 0 0% Mjög óánægð(ur) 0 0% Ekkert svar 0 0% Mjög ánægðir eru 40% og nokkuð ánægðir eru 40% sem gerir 80% en 20% taka ekki afstöðu. Kannski er hæpið að bera saman spumingu sem beint var til foreldra í foreldrakönnuninni, þar sem spurt var um samstarf foreldris við umsjónarkennarann og spurninguna hér að ofan, þó verður svo gert með þeirn fyrirvörum sem vert er að hafa í huga, en þar telja 59,9% það vera mjög gott og 35,3% nokkuð gott sem gerir 95,2%. En eins og sjá má eru foreldrar heldur ánægðari með kennara en kennarar með foreldra. Kennarar, foreldrar, bæjarbúar Spurt var hvemig Bamaskóliinn stæði sig í santanburði við aðra skóla hvað

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.