Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 01.10.1998, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 01.10.1998, Blaðsíða 12
12 Fréttir Fimmtudagur 1. október 1998 Fimmtudagur 1. október 1998 Fréttir 13 Bræðingsfólkið getur í besta falli staglað í smágöt á handónýtri flík; -sem er sjálft auðvaldsskipulagið, segir Óli kommi, sem nú leysir af í Stórhöfða, í hressi- legu viðtali við Fréttir um lífið, tilveruna og pólitíkina Ólafur Þ. Jónsson, vitavörður eða Óli kommi eins og alþjóð þekkir hann er nú að leysa af Óskar J. Sigurðsson vitavörð í Stórhöfða. Ólafur hefur dvalið í Eyjum frá 15. september og mun gegna hlutverki vitavarðar í Stórhöfða fram í miðjan október. Það er ekki á hverjum degi sem jafn eindreginn andstæðingur hins kapitalíska hagkerfís kemur til Eyja og þótti rétt að grípa hann glóðvolgan við vinnu sína í Höfðanum á dögunum. Óli kom síðast til Vestmannaeyja fyrir 18 árum en áður hafði hann verið tvisvar á veitíðum í Eyjum. „Já ég var héma síðsumars árið 1980 í tvær þjár vikur við viðgerðir og viðhald á mannvirkjunum héma í Höfðanum. Löngu áður var ég hér tvær vertíðir og reyndar sumarið á milli þeirra lrka, alls í eitt og hálft ár. Hér hefur án efa margt breyst síðan eins og víðast hvar annars staðar, jafnvel meira vegna gossins. Mér fínnst það hálf raunalegt að í hvert sinn sem minnst er á Vestmannaeyjar og Vestmannaeyinga, þá dettur fólki Arni Johnsen í hug.“ Árni iohnsen ekki samnefn- arí fyrír mannlíf í Eyjum Geturðu skýrt þetta aðeins nánar? „Þetta er fyrst og fremst sök sjónvarpstöðvanna. Ef þær láta gera þátt um Eyjarnar þá bregst varla að Ámi er sýndur og ef hann kemur ekki sjálfur fram þá eru honum færðar þakkir fyrir veitta aðstoð. Þetta finnst mér ekki alveg nógu gott, því Arni Johnsen er ekki á nokkurn hátt samnefnari fyrir það mannlíf sem hér er lifað, enda er hann orðinn Reyk- víkingur fyrir löngu. Þetta er ekki beinlínis pólitísk afstaða og þó, ég á fremur bágt meða að tjá mig án þess að pólitík búi að baki.“ Hvernig er þetta viðurnefni „kommi“ komið til? „Það er nú saga á bak við allt. Ég fékk þetta nafn austur á Neskaupstað fyrir mörgum árum. Ég segi nú að þar hafi þeir aldrei séð kommúnista fyrr en ég kom þangað. Þó vom menn, sem aðrir kölluðu kommúnista, búnir að stjórna bænum í mörg ár. Þetta hefur fest við mig og eftir því sem fleiri nefna mig þessu nafni kann ég bara betur við það. Að vísu þurfa menn að vera eitthvað til að rísa undir svona nafni og ég er að vona að ég geri það, að minnsta kosti í pólitískum efnum. Það er hins vegar ekki mjög í tísku um þessar mundir að vera kommúnisti." Upplausn Souétríkjanna Hvemig er að vera kommúnisti og lifa þessa tíma til dæmis með tilliti til opnunar Sovétríkjanna? „Nær væri að tala um upplausn en opnun þar á bæ. Fátt hefur þó komið mér mjög á óvart af því sem þar hefur verið að gerast í seinni tíð . Ég leit aldrei á þessi ríki sem þjóðfélög á leið til kommúnisma. Ég kom nú þarna æði oft og sér í lagi til Austur- Þýskalands. Sjálfum fannst mér fljótt á litið að ýmislegt væri að þróast í rétta átt hjá þeim, en þetta gekk bara allt of hægt. Margt sem framkvæmt var þarna átti líka ekkert skylt við sósíalisma eða kommúnisma. Til þess að útskýra það þyrfti ég líklega ijögur eða fimm tölublöð af Fréttum. Mín pólitík hefur alltaf byggst á skoðunum en aldrei verið trúarbrögð. Ég trúi til dæmis ekki á nokkum mann, nema ef til vill sjálfan mig. Þó að einhver reynist annar maður en ég hélt, þá verð ég aldrei fyrir rosalegum von- brigðum. Mér finnst einhvem veginn að í mannkynssagan sýni að fáir menn hafi risið undir því að á þá væri trúað." Getur viðurkennt tilvist Krists Ertu að skírskota til Krists og krist- innar kenningar? „Ekkert endilega. Ég get viður- kennt tilvist Krists og kristindómurinn er fallegur út af fyrir sig, en mér geðjast samt ekki að því að rétta fram vinstri kinnina, ef ég er laminn er á þá hægri. Úr því þú minnist á Krist má minna á að hann átti reyndar ekki nema tólf lærisveina þegar hann var drepinn. Hann gat ekki treyst þeim öllum. Þó að ég eigi kannski ekki lærisveina þá á ég að minnsta kosti þúsundir baráttufélaga, eða jafnvel milljónir. Mér finnst enginn hafa risið undir því að á hann sé^hægt að trúa og síst af öllu í blindni. Ég er viss um að Júdas trúði ákafl á Krist og þegar honum buðust þrjátíu silfurpeningar, sem hefur verið stórfé, handa sér og þessum auðnuleysingjum sem allir voru löngu hættir að vinna. Hann auðvitað gleypti við þeim, því mat þurftu þeir. Hann hefur ekki verið í vafa um að Kristur myndi gera enn eitt kraftaverkið og bjarga málunum. Svo stóð Kristur ekki undir þessum væntingum. Þá kom bakslagið og maðurinn þoldi ekki vonbrigðin og gekk út og hengdi sig. Ekki vegna peninganna, heldur vegna þess að guðinn brást. Þess vegna skulu menn varast að tnía svona á aðra menn. Það er líka heppilegt því mönnum er naumt skammtaður tíminn. Það eru dæmi um þetta hjá ýmsum þjóð- flokkum að ef foringinn féll vissu menn ekki sitt rjúkandi ráð.“ Kristur var ekki fyrsti kompiinn Einhverjir hafa nú tekið svo stórt upp í sig, eða lítið að telja Krist fyrsta kommúnistann? „Ég gef lítið fyrir þess konar full- yrðingar. Það voru náttúrulega engir kommúnistar til fyrr en eftir útkomu kommúnistaávarpsins 1848, nema auðvitað höfundar ritsins Marx og Engels og fáeinir félagar þeirra. En auðvitað voru til menn á ýmsum öldum sem bjuggu sér til einhverja útópíu um betri heim. Þó það nú væri. En gallinn við þessar vangaveltur var sá að höfundar þeirra héldu sig geta siðbætt yfirstétt sinnar tíðar, eins og Kristur hélt líka. Örlög margra þeirra árum seinna, en þá að Hombjargi og var þar í átta ár.“ Hvemig stóð á því að þú fórst út í vitavarðarstarfið? „Ég á nú vont með að svara þessu. Þrátt fyrir allt er ég svolítið róman- tískur og einfari, þó ég hafi ekkert á móti því að vera innan um fólk. Ég kunni afar vel við mig norður á Hornbjargi. Náttúraskoðun er mjög sterkur þáttur í mér, bæði landslag og dýralíf. Ég á til dæmis bágt á vorin, því þá sakna ég þessara staða. Það vill til að þrjú síðastliðin sumur hef ég fengið nokkra útrás, því ég hef unnið hjá Landgræðslunni og hef verið að þvælast um Þingeyjarsýslumar, jafnt niðri við sjó og upp til heiða. En það verður að vera íjara þar sem ég er. Ég get ráfað um fjörur tímunum saman og ekki haft hugmynd um umhverfið að öðra leyti. Maður kemur aldrei í neina íjöra í eitt skipti fyrir öll. Hún er alltaf síbreytileg, eins og mannlífið. Mér finnst gott að vera langdvölum frá ys og þys, en að vita af mannlífi í kringum sig og að alltaf er hægt að taka þátt í því stöku sinnum. Þó hefði ekki þýtt fyrir mig að fara mjög ungur í þetta starf, en eftir að menn hafa þroskast, þá finna menn mjög fljótt hvort þeir geta þetta.“ Nú er skáldskapur oft tengdur vitum og vitavörslu, samanber Jóhann Pétursson, Hannes Sigfússon og Virginiu Woolf. Hefur þú aldrei lagt skáldskapinn fyrir þig? „Nei það hef ég ekki gert, þó að ég hafi kannski sett saman eina og eina stöku og skrifað pólitískar greinar. Til þess að búa til skáldverk verður maður að vera innan um fólk. Annars verður þetta bara einhver fi'filbrekka gróin grand. Kvæði verður líka að vera um eitthvað. Ekki bara vera eftirlíking af ljósmynd. Málverk verður líka að vera af einhverju og höfða til mín, og helst vil ég hafa vinnandi fólk á því. Bækur verða lfka að geta æst fólk svolítið upp, eða hreyft við fólki. Það þýðir ekkert að skrifa bara um eitthvað sem er innan í manni. Það eru bara einkamál." Ná menn góðum fókus á samfélagið að búa við svona einangran sem óneitanlega fylgir vitavarðarstarfinu? „Það held ég sé ósköp einstak- lingsbundið eins og annað. Mér fannst mynd mín af samfélaginu ærið skýr þegar ég fór. Ég tel mig þó skilja ýmislegt betur heldur en áður en ég fór. Þú sérð það til dæmis að það er heldur fátítt að vitaverðir séu vinstri sinnaðir, svo ekki skerpir það alla jafn mikið. Það skiptir í raun engu máli hvar maður er. Ég var svo heppinn þegar ég var ungur að komast í skóla að Laugarvatni og þar kynntist ég þessum skoðunum. Þá var ungt fólk afar pólitískt. Bæði var nú það að stutt var í lýðveldissofnunina og herinn og Nato krafðist þess að menn tækju afstöðu og þarna voru mjög róttækir menn eins og Árni og Hörður Berg- mann, Garðar Sigurðsson og Kjartan Ólafsson, sem áttu sinn þátt í því að rétta mig, unglinginn af.“ Vopnuð bylting nauðsyn Kom einhvern tíma upp sú hugmynd að fara í vopnaða byltingu á Islandi, þegar menn vora hvað heitastir? „Ég veit það nú ekki. Hitterannað mál að valdataka vinnandi stétta getur aldrei farið fram með góðu vegna þess að þeir sem ráða og eiga Island eru ekki tilbúnir að láta völdin af hendi með góðu. Á Islandi eru þeir með lögregluna sína og þeir myndu ekki hika við að kalla á aðstoð þessa svo kallaða vamarliðs sem þeir era með, ef fólk færi að gera sig Ifklegt til að taka völdin af þeim. Island er það lítið land að þetta gerist líklega ekki nema nema fyrir áhrif utan að frá og við yrðum aldrei látnir komast upp með það einir. Síst af öllu í þeim heimi sem við lifum í núna. Ætli við verðum ekki að láta okkur nægja einhvers konai' umbætur þangað til þar að kemur." Erumábotninum Þangað til þar að kemur segir þú. Það er sem sé einhver von enn þá? „Það vill nú svo til að nú eram við á botninum en það liggja allar leiðir upp þaðan. Þetta er heldur ekki langur tími í sögunni, svo við tölum aftur um kristindóminn. Þetta eru ekki nema tvö þúsund ár og við ekki komnir lengra, samt er fólk enn þá að biðja fyrir betri heimi. Það er rosalegt ef menn eiga ekki draum um betri heim, þá deyja þeir úr leiðindum fyrr eða seinna." Hvernig skilgreinir þú íslenskt samfélag í dag? „Mér sýnist, og það er svo undar- legt, ef maður fer að horfa á þetta samfélag og Evrópu þá í leiðinni. Þá finnst mér einkenna tíma okkar samþjöppun auðs og sameining fyrirtækja. Þetta er það sem Karl Marx sá fyrir. Þessi samkeppni sem menn eru að tala um leiðir að flestu leyti lil einokunar á ný. Þetta er eins og hringur. Svo er verið að unga út fólki til að vinna við þessi nýju tæki. Allir þessir ungu viðskiptafræðingar sem era að taka yfir þjóðfélagið hafa ÚLIKOMMI: -Ef ríkið fer að selja íslenskum útvegsmönnum veiðileyfi, getur bai ekki neitað evrópskum útgerðarfyrirtækium um pessa þjónustu. Svo er aðild okkar að Evrópska efnahagssvæðinu fyrir að þakka. Þegar veiðiheimildir innan slenskrar fiskveiðilögsögu eru komnar í hendur útlenskra stórfyrírtækja erum við í raun komín inn í Evrópusambandið. Þetta er sem sé áætlun bræðingsins ti næstu fjögurra ára. Þetta eru skuggaleg samtök. urðu svipuð hans. Þeir voru háls- höggnir, brenndir, hengdir eða skotnir allt eftir siðvenju í þeim löndum sem þeir bjuggu. Auðvitað var Kristur tek- inn af lífi af því að ákveðnir menn óttuðust boðskap hans, óttuðust um auð sinn og völd. Allar götur síðan hafa menn verið teknir af lífi, ef þeir sem ráða og eiga hafa verið hræddir við þá. Ég tek þess vegna ekki undir að Kristur hafi verið kommúnisti, enda hafði hann engar forsendur til þess. Hann stendur líka alveg fyrir sínu sem uppreisnarmaður án þess.“ Hefur kommúnismi einhvers staðar náð að verða annað en einhver mynd í hugum fólks? „Nei, nei, komúnisminn bíður inni í sólglitrandi framtíðinni eftir fóki sem þorir. Fyrst er valdataka verkalýðs- stéttarinnar á dagskrá með illu eða góðu, síðan þarf að mola niður ríkisvald borgarastéttarinnar, eftir það liggur fyrir að byggja upp nýtt ríkisvald og nú verkalýðsins. Löngu seinna þegar allar gagnbyltingar- tilraunir borgarastéttarinnar hafa verið kæfðar í fæðingu, er hægt að fara að tala um kommúnisma í alvöra. Ég get tekið Chile sem skýringardæmi. Þar dugði greinilega ekki að eitthvert fólk næði völdum með atkvæðaseðlinum, því það lét þar við sitja. Það hróflaði ekki við hemum og lögreglunni. Því fór sem fór. Borgarastéttin tók völdin á ný með gagnbyltingu, notaði gömlu græjumar sínar til þess, herinn og lögregluna. Nema hvað? Þess vegna er leitt til þess að vita að svona bræðingur eins og verið er að búa til núna úr svokölluðum A- flokkum og Kvennalista er að vekja tálvonir hjá fólki um betri tíð. Bræðingurinn getur engu breytt sem máli skiptir. Allt snakk um málefnavinnu er sýndar- mennska. Þeir sem búa til málefna- plaggið hafa aldrei ætlað sér að fara í einu eða neinu eftir því, enda ekki hægt. Þetta bræðingsfólk getur í besta falli staglað í einhver smágöt á handónýtri flík, sem er sjálft auðvaldsskipulagið. Því ætlar bræð- ingurinn ekki að hrófla við. Því miður þarf fólk víst alltaf að reka sig á til að læra og skilja, og það eiga margir eftir gera illilega, þegar bræðingurinn er kominn á fulla ferð. Sjávarútvegs- stefna þeirra er meðal annars fólgin í því að selja veiðileyfi. Sjáðu til að þegar Alþýðuflokknum tókst ekki að vekja upp stemmningu með þjóðinni um að ganga rakleitt í Evrópu- sambandið, þá leggja þeir til að ríkið selji veiðileyfi. Hvað er þá til ráða? Jú að ganga inn um bakdymar. Ef ríkið fer að selja íslenskum út- vegsmönnum veiðileyfi, getur það ekki neitað evrópskum útgerðar- fyrirtækjum um þessa þjónustu. Svo er aðild okkar að Evrópska efna- hagssvæðinu fyrir að þakka. Þegar veiðiheimildir innan íslenskrar fisk- veiðilögsögu era komnar í hendur útlenskra stórfyrirtækja eram við í raun komin inn í Evrópusambandið. Þetta er sem sé áætlun bræðingsins tii næstu fjögurra ára. Þetta era skugga- leg samtök.“ lfinstra fólk til hægrí uið Sjálfstæðisflokkinn Er þá Sjálfstæðisflokkurinn heilli í sinni afstöðu gagnvart inngöngu í Evrópusambandið? „Sjálfstæðisflokkurinn er nú ekki allur á móti Evrópusambandsaðild, því er nú verr. Hann er klofinn í málinu en sá hluti hans sem er í kringum Davíð og segir, ekki þangað inn, er miklu mun heilli í sínum málflutningi. Þannig er þetta svolítið kaldhæðnislegt þegar þetta lið er að rotta sig saman og kallar sig fé- lagshyggju-, kvenfrelsis- og jafnaðar- fólk, skuli vera lengra til hægri, en meirihluti Sjálfstæðisflokksins. Og dýra verði era þær kvensumar þrjár, sem eftir era í þingflokki Al- þýðubandalagsins, til í að kaupa von- ina í þingsætum." En hvað um útspil Hjörleifs, Stein- gríms og Ögmundar í þessari stöðu? „Það era í rauninni eðlileg viðbrögð við þessari svikamyllu sem þama er verið er að setja upp. Ég styð þá svo langt sem það nær, vegna þess að það er allt orðið skárra en bræðingurinn, því að í mínum huga er efnahagslegt sjálfstæði Islands númer eitt. Þess vegna get ég með engu móti stutt bræðinginn. Fari hann þess vegna í ystu myrkur. Ég gekk úr Alþýðu- bandalaginu fyrir aukalandsfundinn, því ég sá að hverju stefndi þar.“ Rómantískureinfari Óli hefur verið vitavörður í þrettán ár, en í tvennu lagi eins og hann segir. „Fyrst var ég í fimm ár í Svalvogum og Galtarvita. Tók svo nokkurra ára hlé á meðan ég varð að sjá um strákana mína. Þegar þeir gátu sjálfir séð um sig fór ég aftur sjö eða átta Gáð tll veðurs í Stórhötöa. enga reynslu nema af þessum græjum sínum og læra hagfræðikenningar sem hafa sumar hveijar gengið sér til húðar fyrir löngu. Menn eru að verða svo- lítið sálarlausir og ég hef áhyggjur af því. Það er alltaf að fækka fólki sem er í framleiðslunni og hinum fjölgar. Þess vegna er eins og það séu alltaf færri og færri sem vinna. Það er gortað af hærri meðalaldri, en á hinum endanum er fólk alltaf lengur og lengur í skóla. Þeir sem vinna hefja því ekki störf fyrr en hátt á þrítugs aldri og svo er amast við því að þeir vinni mikið lenguren til sextugs. Stór hluti af þeim sem vinna eru svo í einhvers konar þjónustu. Þetta getur ekki gengið svona lengi. Það gæti verið gaman að sjá tölur yfir þá sem vinna og hina sem era sitthvora megin við það fólk. Fyrir austan tjald tók ég eftir því að litið var á að þjóðfélagið væri að mennta fólk, þess vegna væri það skyldugt til að gera eitthvað fyrir þjóðfélagið á móti. Menntafólk á Islandi er hins vegar reiðubúið til þess að hoppa beint af landinu um leið og það skríður út úr skóla, ef eitthvað betra býðst einhver staðar annars staðar. Þetta eru allt staðreyndir sem fela í sér að allt helvítis móverkið muni hrynja fyrr eða síðar, nema gripið verði til annarra ráða og þau era ekki mörg. Ef til stendur að halda uppi svo kölluðu velferðarþjóðfélagi á Islandi er augljóst að við höfum ekki efni á að ala önn fyrir heilum her af hálaunuðum afætum, sem meira að segja er óvíst um að borgi skatta til samfélagsins sem allir heimta alll af.“ Margír ætla tll Kára Áttu við að þeim sem raunverulega standa í verðmætasköpuninni sé alllaf að fækka? „Já. Flestir sem fara í skóla ætlar ekki að fara í framleiðsluna Obbinn af þeim ætlar í eitthvað annað þangað sem launin era og gerir það flest. Svo ætla margir til Kára.“ Talandi um Kára Stefánsson. Kristallast þessi miðlægi gagna- grannur í þessari samþjöppun auðs og valds sem þú nefndir áðan sem ein- kenni samfélagsins? „Meðal annars. Jafnt í sjávarútvegi sem og öðra er þetta þróunin. Þú sérð til að mynda verslunarkeðjurnar, hótelkeðjurnar svo eitthvað sé nefnt. Smáfyrirtækjum er að fækka. Þau getaekki keppt við þau stóra. Þannig er innbyggt í þetta kerfi hringa- og fésýsluvalds kapitalismans ákveðin tilhneiging til sjálfseyðingar And- stæðingar borgarastéttarinnar eru ekki bara launamennimir, heldur líka milli- stéttin, sem verið er að gera gjald- þrota." Úr því að þú ert nú í Eyjum og mikið rætt um Keikó, hefur þú eitthvað myndað þér skoðun á því máli? „Ég nenni nú varla að vera með einhverja sérstaka skoðun á því. Hitt er annað mál að samkvæmt mínum pólitfsku skoðunum ber hveni þjóð að nýta þær auðlindir sem landið og hafið býður upp á, hvort sem þær heita hvalir eða annað. Það verður hins vegar að gera þetta af einhverju viti. Mér finnst alveg fáránlegt að nýta ekki þessi sjávarspendýr til manneldis. Sér í lagi vegna þess að milljónir manna hafa ekki nóg að éta. Það er hins vegar galli á því, vegna þess að þær milljónir myndu aldrei geta keypt þetta vegna þess að þær eiga ekki peninga. Ég sé hins vegar ekki neitt því til fyrirstöðu að menn geti ekki veitt hval þó að þetta dýr sé í Kletts- víkinni. Við eram að skjþta hreindýr, en erum með kýr í fjósi. Ég er kannski helst á því að Keikó hafi komið hingað allt of seint, vegna þess að það yrði nokkuð slæmt ef hann dræpist úr elli. Ef þetta er tekjuskapandi þá er það gott mál og ekki síst ef verkafólk gæti notið góðs af.“ Benedikt Gestsson

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.