Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 01.10.1998, Blaðsíða 17

Fréttir - Eyjafréttir - 01.10.1998, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 1. október 1998 Fréttir 17 Sumarið samfelld sigurhátfð Hún var eftirminnileg heimkoma meistaraliðs ÍBV eftir frækinn sigur á KR-ingum í Frostaskjólinu sl. laugardag. Fjöldi fólks hafði safnast saman á Básaskersbryggju þegar Herjólfur sigldi inn höfnina og lagði að bryggju. Blys voru tendruð og lét Keikó ekki sitt eftir liggja og hafði skreytt híbýli sín með blysum sem lýstu upp Klettsvíkina. Flugeldum var og skotið á loft og fulltrúar bæjarins færðu liðinu blóm og því var þakkaður frábær árangur eftir knattspyrnuvertíð sumarsins. Eftir fagnaðarríkar móttökur á Básaskersbryggju hélt fólk til mikillar sigurhátíðar í Týsheimilinu, þar sem dansaður var sigurdans fram á nóttina. Mikil og góð stemmning var í Týsheimilinu, þar sem Geirmundur Valtýsson hélt uppi gegndarlausu fjöri ásamt hljómsveit sinni, eins og honum einum er lagið. Allur þessi fagnaður fór hið besta fram og menn gjarnir á að líkja sigurfagnaðinum við Þjóðhátíð og er þá ekki í fyrsta sinn í sumar sem slíkar líkingar eru ofarlega í hugum Eyjamanna. Má því með góðum vilja segja að þetta sumar sem senn er á enda hafi verið ein Þjóðhátíð og Vestmanneyjar sett mark sitt á alla fjölmiðlaumræðu sumarsins og það f þeim jákvæðasta skilningi sem hugsanlegur er. Ekki einasta að veðrið hafi leikið við Eyjamenn heldur hefur veðrið í sálarlífinu ekki síður skartað sínu fegursta. Það er því góður endir á frábæru sumri að knattspyrnuhetjur ÍBV urðu íslands- meistarar annað árið í röð. Vestmannaeyingar sýndu að þeir kunna að meta strákana sína sem hafa skílað sínu i sumar og hafa um leið glatt alla knattspyrnuunnendur hér álandí með frábærri frammistöðu. Meira að segja KR-ingar uerða að uiðurkenna hað. Bjarni blálfari og Jóhannes formaður hafa uerið í suiðsljósinu í sumar og þarna faðmast heir innilega eftir leikinn gegn KRáiaugardaginn. Völva Frétta spáði vátt um gengi ÍBV í sumar „Það verða tveir nienn mjög áberandi og liðið byrjar ekki vel. Það verður rótleysi í liðinu sem berja verður niður strax ef árang- ur á að nást. Þetta er ekki síst spurning um andlega uppbygg- ingu. Það verður að sameina strákana betur. Þegar þeir hafa unnið bug á rótleysinu á liðið góða möguleika á Islandsmeistaratitl- inum og bikarnum. Mér sýnist þeir muni halda Islandsmeistaratitl- inum og vinna bikarinn af Kefla- vík. Spilið þeirra fræga frá því í fyrra kemur að minnsta kosti upp og í betra samhengi.“ Þannig hljóðar spádómur Matt- hildar Sveinsdóttur um síðustu áramót um gengi IBV í fótboltanum í sumar og er ekki ofsögum sagt að þama reynist hún sannspá. „Þetta er nákvæmlega eins og þetta gekk fyrir sig hjá okkur í surnar,'1 segir Bjarni Jóhannsson þjálfari meistaraflokks ÍBV þegar honum er sýndur spá- dómur Matthildar.„Já, þetta er merkilegt," bætir þessi dagfarsprúði maður við en hann er í dag orðinn einn af sigursælustu þjálfurum íslenskrar knattspymu frá upphafi. Myndarleg veisla í boði bæjarstjómar Á sunnudagskvöldið bauð bæjar- stjórn Vestmannaeyja Islands- meisturum IBV til móttöku og kvöldverðar á Hertoganum. Var góð stemnming yfir mönnum og niargar og frjóar skálaræður haldnar. Að sjálfsögðu var Islandsbikarinn hafður í öndvegi og endurspeglaði í augum gesta þá sigurvímu sem einkenndi allt borðhaldið. Menn skröfuðu og skeggræddu leikinn og það leyndi sér ekki að mönnum fannst þeir vel að sigrinum komnir. 1 ræðum sem fluttar vom yfir borðhaldinu vom menn einhuga um að til þess að ná þessum árangri þyrfti semheldinn hóp. Ekki bara leikmanna heldur ekki síður, þjálfara og stuðningsmanna, sem hafa stutt vel við sína menn í leikjum sumarsins, hvort heldur á heimavelli eða úlivelli. Auk þess að _ vinna Islandsmeistaratitilinn áttu IBV líka markakóng sumarsins, Steingrím Jóhannesson en hann skoraði 16 mörk í deildinni í sumar. Einnig ræddu menn að nk. laugardag yrðri leikur við Leiftur þar sem keppt yrði um það hverjir yrðu meistarar meistaranna eftir suntarið. Var ekki annað að heyra á mönnum að stefnt væri að því að ná þeim titli lfka. Að lokum jrökkuðu leikmenn og for- ráðamenn knattspyrnudeildar ÍBV veittan beina og hurfu til síns heima Zoran, Eddi Garðars og Kristínn í góðum gír.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.