Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 01.10.1998, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 01.10.1998, Blaðsíða 10
10 Fréttir Fimmtudagur 1. október 1998 ÍBV er risi framtfðarinnar Það var notaleg tilfinning að vera Eyjamaður og stuðningsmaður ÍBV á KR-vellinum í Frostaskjóli á laugardaginn. Þarna var að rætast draumur margra áhangenda ÍBV, hreinn úrslitaleikur á móti KR í síðustu umferð. Auðvitað áttu strákanir að vera búnir að klára dæmið fyrir löngu en þá hefði ekki orðið svona gaman á laugardaginn. KR-ingar fjölmenntu á völlinn því í þriðja skiptið á 30 árum eygðu þeir möguleika á að hampa íslandsmeistaratitlinum sem síðast var í Frostaskjólinu 1968. Eftin/æntingin og væntingar voru því miklar sem komu berlega í Ijós bæði á leikvelli og á áhorfendapöllunum. Gefið hefur verið út að 5700 áhorfendur hafi verið á leiknum og voru KR-ingar í meirihluta en það dugði ekki til því heimamenn mættu ofjörlum sínum úr Vestmannaeyjum og urðu að sætta sig við 0 - 2 ósigur og að sjá á eftir íslandsmeistaratitlinum til Eyja. Þangað er hann kominn 2. árið í röð ásamt bikarmeistaratitlinum 1998. Þetta eru staðreyndir sem tala sínu máli um stöðu ÍBV í íslenskri knattspyrnusögu í dag. KR-veldið stendur auðvitað fyrir sínu en m.a.s. KR-ingar verða að viðurkenna að ÍBV er óumdeilanlega stórveldi í íslenskri knattspyrnu í dag og hefur alla burði til að vera það áfram næstu árin. Þjálfa IBV næsta sumar nema ég verði seldur -segir Bjami Jóhannsson þjálfari Bjarni fékk hjartanlegar móttökur hjá eiginkonunni. Ingigerði Sæ- mundsdónur, liegar úrslitin lágu fvrir. Bjarna Jóhannssyni hefur á tveimur árum tekist að skila þremur titlum til Eyja og á góða miiguieika á að landa þeim tjórða á laugardaginn þegar IBV og Leiftur takast á um hvorir eru meistarar meistaranna. Fréttir hittu Bjama í Þórsheimilinu á mánudaginn og fyrsta spumingin var hvemijg honum væri innanbrjósts nú þegar Islandsmeistaratitillinn er í höfn annað árið í röð? „Eg er í góðu skapi og nýt þess að vera til,“ svarar hann og ber hann með sér að hann fer ekki með ýkjur um líðan sína. Bjarni var ráðinn til ÍBV fyrir tveimur ámm síðan og tók þá við af Atla Eðvaldssyni, þjálfara KR. Áttir þú von á því þegar þú komst til Eyja haustið 1996 að 24 mánuðum seinna værir þú búinn að landa þremur bikurum með liðinu? „Ekki get ég sagt það en þegar við byrjuðum tímabilið í fyrra hafði ég góða til- fmningu fyrir sumrinu og var viss um að við myndum skila titlum. Að vinna tvöfalt í ár kemur ekki alveg á óvart en ég átti ekki von á því fyrir tveimur árum.“ Bjami er enginn nýgræðingur sem knattspymuþjálfari og er nú að Ijúka sínu 13. tímabili sem meistaraflokks- þjálfari. Hann segist því hafa þekkt nokkuð til Eyjaliðsins áður en hann kom hér til starfs. „Ég sagði, þegar ég tók við ÍBV, að það væri mest spennandi lið að taka við á öllu landinu. I liðinu er góður húmor og gleði og sterkar persónur auk þess að vera fótboltamenn. Þama eru líka rnenn sem eru tilbúnir til að leggja það á sig sem þarf til að skila árangri. Það var því spennandi að fá að takast við þetta verkefni." Hvað umgjörðina varðar segir Bjarni að þar hafi hann vitað að hverju hann gekk en fótboltaáhuginn kom honum í opna skjöldu. „Mikill áhugi Eyjamanna kom ntér mjög á óvart og líka það hvað ofboðslega margir iðka knattspyrnu í Vest- mannaeyjum. Það kom mér líka á óvart hvað margir sækja völlinn og sú gleði og ánægja sem þú finnur hjá fólki. Að koma heim með bikar til Vestmannaeyja er upplifun sem þú gleymir aldrei á lífsleiðinni. Hvað fólk er ánægt og glatt, hvað stemmn- ingin er mikil gerir þetta alveg einstakt," segir Bjami. IBV er fjórða félagið sem nær því að vinna tvöfalt í knattspymunni og gerist það aðeins tveimur árum eftir að ÍBV-íþróttafélag verður til úr Þór og Tý. Bjarni segist vissulega hafa komið til Eyja þegar íþróttahreyfingin hér stóð á ákveðnum tímamótum en hann bendir á að meistaraflokkur og 2. flokkur hafi lengi verið sameinaðir. Sameiningin hafi því ekki haft úrslita- áhrif á árangur meistaraflokks. „Við erum aftur á móti að sjá árangur sameiningarinnar í yngri flokkunum sem flestir skiluðu sér upp í A flokk í sumar, bæði í karla- og kvenna- flokkum og slelpurnar í 2. og 4. flokki urðu Islandsmeistarar. Allt hjálpast þetta að og nú erum við að sjá besta árangur hjá bæði körlum og konum í meistaraflokki. Sameiningin er jákvæð og á eftir að skila sér enn betur í framtíðinni." Bjami segist ófeiminn að ræða um lið IBV þar sem Hlynur Stefánsson fyrirliði, fer fyrir sínum mönnum. „Það sem segja má um ÍBV liðið sl. tvö ár er að í því er sterkur hryggur og karakter sem er að skila sér. Ég held lika að ég verði að hæla Hlyn mjög mikið. Hann kemur úr atvinnu- mennskunni með mjög jákvæðan hugsunarhátt og er einstakur leiðtogi. I liðinu eru góðir góðir fótboltamenn og skemmtilegir peyjar sem eru búnir að upplifa allt það skemmtilegasta í fótboltanum. Ég leyni því ekki að komið hafa upp vandamál innan hópsins, sérstaklega í sumar en menn höfðu karakter til að leysa málin og ýta misklíðinni til hliðar. Það er þessi kraftur og samheldni sent vinnur KR- leikinn. Ég vil líka taka fram að á erfiðum stundum í sumar komu stjómarmenn sterkir inn og mál fengu farsælan endi.“ Hvemig hefur samstarf ykkar Jóhannesar Ólafssonar verið? „Ég vil meina að stjórn knattspyrnudeildar hafi tekið margar réttar ákvarðanir, bæði á undirbúningstímabilinu og að fá leikmenn til liðs við ÍBV. Þar hafa menn vandað valið og skoðað hvort menn hefðu þann karakter sem nauðsynlegur er til að standa sig. Jens Paeslack lofaði góðu en stóð sig ekki. Ég var gagnrýndur fyrir að nota hann ekki en þeir sem ekki geta glaðst með öðrum eiga ekki að vera í hópíþróttum heldur í einstaklings- íþróttum og þar eiga þeir ekki að taka þátt í tvíhliðieik.“ Bjarni segir að IBV-liðið hafi komið sterkara til leiks þegar búið var að leysa innri vandamál hópsins en vandamálin vom fleiri. m.a. meiðsli leikmanna. Sigurvin Ólafsson datt út á miðju tímabili, Leifur Geir Haf- steinsson ætlaði að vera með í sumar en komst aldrei í gang vegna þrálátra meiðsla og Ivar Bjarklind var meiddur um tíma. Allt em þetta menn sem hefðu gengið inn í byrjunarlið efstu deildar hvar sem er á landinu. „Það var styrkur okkar að vera með stóran og góðan leikmannahóp í sumar. Það hefur sýnt sig að á íslandi er nauðsynlegt að hafa stóran leikmannahóp því félög sem em í Evrópukeppni og ná langt í bikar em að leika ansi marga leiki á stuttum tíma. Það er líka vandasamt að vera með stóran hóp því þessir menn verða að hafa verkefni. Nú er umræða í gangi um að vera með B-lið eða 1. flokk sem að mínu mati gæti leikið í 3. deild. Mótamál á Islandi verða að fara í nákvæma naflaskoðun því allt of margir hætta eftir 2. flokk.“ Að lokum, verður þú þjálfari IBV næsta sumar? „Síðastliðið haust framlengdi ég samning minn við IBV út árið 1999. Ég verð því áfram nerna ég verði seldur," sagði Bjami Jó- hannsson þjálfari IBV að lokum og glotti við. Anægjule meistaratit -segir fyrirliði ÍBV, I feld og spáir í framh Hlynur Stefánsson, fyrirliði IBV, er óunideilanlega besti leikmaður Lands- símadeildarinnar í sumar. Hann hefur stjórnað sínum mönnum eins og hershöfðingi og hefur ásamt Zoran Milchovits náð að mynda kjarnann í sterkustu vörn deildarinnar annað árið í röð. Þegar Hlynur er heðinn um að líta til baka eftir sumarið segir hann að takmarkið hafi verið sett á að vinna tvöfalt og það hafí tekist. „Það var líka ánægjulegt að ná takmarkinu með Islandsmeistaratitilinn á KR-vellinum líka vegna þess að okkur hefurgengið illa á útivelli í allt sumar." Hann segir það sérstöðu IBV að hafa bæjarfélagið allt á bak við sig. Eyjamenn telji ekki eftir sér að leggjast í ferðalög til að fylgja sínum mönnum í útileiki og þessi mikli áhugi skili sér til leikmanna. „Góður árangur IBV er líka jákvæður fyrir bæjarfélagið enda er IBV sameiginlegt tákn allra Eyjamanna.“ Hlynur rifjar upp að ekki séu svo mörg ár síðan IBV var að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Hann var þá atvinnumaður í Svíþjóð og fylgdist með úr fjarlægð. „Ég var ekki með á „Malla-tímabilinu“ en fylgdist auðvitað með IBV og upplifði þennan slag mjög sterkt. Þá var stuðningur bæjarbúa líka fýrir hendi. Við emm því að þakka fyrir góðan stuðning þegar illa gekk með því að koma heim með Bikarinn og íslandsmeistaratitilinn núna." Hlynur segir að móttökumar á laugar- dagskvöldið þegar liðið kom heim nteð Herjólfi hafi verið ótrúlegar. „Keikó tók þátt í þessu líka og slagorð okkar Kók- manna á vel við: -Þetta er einstök tilfinning.“ Hlynur er í dag 34 ára sem þykir nokkuð hár aldur í fótboltanum og á nú möguleika á að hætta á toppnum. „Nú er ég búinn að vinna allt sem hægt er hér á landi og ég er ánægður með að tímabilið skuli vera búið. Ég fer til Portúgals þann 7. þar sem ég ntun skoða minn gang, hlaða batteríin og taka ákvörðun um framhaldið. En ég er glaður og stoltur af því að vera hluti af þessu IBV-batteríi," sagði Hlynur Stef- ánsson, fyrirliði að lokunt.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.