Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 05.11.1998, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 05.11.1998, Blaðsíða 1
Hrútaréttir voru á laugardaginn og mátti þar sjá margan vænan gripinn. Ekki fékkst uppgefið hvað margir hrútar voru í réttinni en samkvæmt skýrslu voru 242 fjár í Eyjum 1997. Ársreikningar Vinnslustöðvarinnar voru lagðir frá á þriðjudaginn: Erum komnir í hóp þeirra bestu í greininni -sé tekið mið afafkomunni síðustu sex mánuðina, segir framkvæmdastjórinn Á stjórnarfundi Vinnslustöðvar- innar hf., sem haldinn var sl. mánudag, samþykkti stjórnin fyrirliggjandi endurskoðaðan árs- reikning fyrir rekstrarárið sem lauk 31. ágúst sl. ,Auðvitað er ég ekki sáttur en miðað við hvernig staðan var eftir sex mánuði sýnir afkoman seinni sex ntánuði ársins að við erum á réttri leið,“ sagði Sighvatur Bjamason framkvæmdastjóri Vinnslustöðvar- innar um afkomu félagsins á síðasta rekstrarári. „Auðvitað á maður að segja sem minnst og láta verkin tala og það em jákvæð teikn á lofti. Veltufé frá rekstri er 360 milljónir króna á sfðari helmingi rekstrarársins þannig að við emm fyllilega samkeppnisfærir við þá bestu í greininni. Fjárhagslega er Vinnslustöðin sterk og nú verðum við að halda áfram að vinna á sömu braut,“ sagði Sighvatur. Þegar gluggað er í reikningana eru þessar helstar niðurstöður: Niðurstöður rekstrarreiknings eru hagnaður upp á 21 milljón kr. en á fyrra ári var hagnaður upp á 99 milljónir. Tap varð af reglulegri starfsemi er nam 146 milljónum kr. Samsvarandi tap á fyrra ári var 283 milljónir. Veltufé frá rekstri jókst milli ára og nam nú 216 milljónum, samanborið við 94 milljónir á fyrra ári. Heildarskuldir félagsins nema nú 3.611 milljónum en í lok fyma árs námu þær 4.960 milljónum og hafa þvf lækkað ntilli ára unt 1.349 millj- ónir. Nettóskuldir nema kr. 2.552 milljónum og hafa minnkað frá fyrra ári um 1.334 milljónir. Og nettó- skuldir, að teknu tilliti til skulda- bréfaeignar, nema nú 2.203 milljónum og hafa dregist saman unt 1.224 milljónir miðað við fyrra ár. Veltufjárhlutfallið nam nú 1,30 en var í lok síðasta reikningsárs 1,14 og lausafjárhlutfall hækkar úr 0,57 í 0,85. Afkoma í veiðum og vinnslu á uppsjávarfiski versnaði verulega á árinu. Þær ástæður eru af náttúru- legum toga, síldveiðar brugðust haustið 1997, loðnufrysting á síðustu vertíð hófst þremur vikum seinna en venjulega og afleiðingar þess urðu að minna var fryst á Japansmarkað. Þá var loðnan einnig mun smærri en á fyrri árum. Þrátt fyrir þessa misbresti gekk rekstur loðnuverksmiðjunnar vel, þrátt fyrir að hún hafí tekið á móti 30 þúsund tonnum minna af hráefni en á fyrra ári. Verð afurða var mjög hátt á árinu og rekstur deildrinnar í góðu jafnvægi. Afkoma í bolfískveiðum og vinnslu batnaði verulega á rekstrarárinu og skilaði um 252 milljónum betri afkomu en á fyrra ári. Endurskipu- lagning vinnslunnar er þar að skila sér auk þess sem afurðaverð hefur hækkað. Horfur í rekstri fyrirtækisins velta mikið á framvindu efnahagsmála í viðskiptalöndunum. Minnkandi framboð afurða frá santkeppnis- löndum ætti að leiða til stöðugleika í afurðaverði og styrkja rekstur fé- lagsins. Þá er búist við mikilli eftirspum á loðnuafurðum á Japans- ntarkaði á komandi loðnuvertíð en erfítt að spá fyrir um gengi japanska jensins og svo hegðunarmynstur loðnunnar á vertíðinni. Aðalfundur Vinnslustöðvarinnar verður haldinn 14. nóv. nk. og mun stjóm félagsins á þeim fundi bera fram tillögu um heimild til aukningar hlutatjár um allt að 175,5 milljónir króna og að heimildin sé til fimm ára. Ekki verður greiddur arður til hluthafa að þessu sinni. Þremur nemenduni úr Fram- haldskólanum í Vestmannaeyjum, Davíð Egilssyni, Freydísi Vigfús- dóttur og Bjarka Steini Traustasyni hefur verið boðið ásamt kennara sínum Helgu Kristínu Kolbeins til Osló dagana 7. til 10. nóvember og taka þátt í 50. þingi Norður- landaráðs á sína vísu. Þátttaka þremenninganna er til kom- in vegna verkefnis sem þau gerðu unt lundann og laut að rannsóknum á stofnstærð lundans. í sambandi við þá rannsókn var veiði og uppvöxtur pysju athugaður. Nemendur frá öðrunt Norðurlöndum munu einnig kynna verkefni sín unt hafið og vistkerfi þess í tengslum við þingið. Þetta verkefni fór upphaflega í gang í tengslum við Hugvísi, hugmynda- santkeppni ungs fólks í vísindunt og tækni. Fengu þremenningamir I. verðlaun í keppninni. Er hún hluti af mannauðsáætlun Evrópusambandsins sent ísland tók þátt í með samningum um Evrópska efnahagssvæðið. Kynnig þessi er á þingi Norður- landaráðs er lokaáfangi verkefnisins Hafið og Norðurlöndin sem Norræna ráðherranefndin hefur fjármagnað í tengslum við alþjóðlegt Ár hafsins sem Sameinuðu þjóðimar og UNESCO útnefndu árið 1998. Helga segir að markmið verkefnisins Hafið og Norðurlöndin hafí verið að beina athygli nemenda að hafinu og vistkerfi þess. ,Það hefur verið komið upp tölvuvæddri kennslustofu í miðborg Oslóar þar sem þremenn- ingamir rnunu kynna verkefni sitt ásamt nemendum frá öðmm Norðurlöndum. í lok kynningarinnar á þriðjudeginum munu svo nem- endumir undirrita sérstaka yfirlýsingu þar sem þeir heita því að beita sér fyrir varðveislu hafsins í framtíðinni." Sjávarútvegsráðherrar Norðurlanda ntunu eiga fund í Osló þá daga sem þingið stendur og er vonast til þess að þeir ásamt þingmönnum frá öllum Norðurlöndum sjái sér fært að heimsækja kynningu nemandanna. „Verkefni þremeninganna er það eina frá íslandi," sagði Helga Kristfn að lokum. Vilja f lóttamenn til Vestmannaeyja Á fundi bæjarráðs á mánudaginn var samþykkt samhljóða að fela bæjar- stjóra að skrifa félagsmálaráðuneytinu bréf, þar sem tjáður yrði áhugi Vestmannaeyjabæjar á því að taka á móti 20 til 25 flóttamönnum, sbr. auglýsingu frá téðu ráðuneyti. Sigurður Einarsson bæjarfulltrúi sagði að í Vestmannaeyjum væru aðstæður góðar til þess að taka á móti flóttamönnum. „Við höfum aflað okkur upplýsinga hjá þeini bæjaifélögum sem tekið hafa við flóttamönnum af Balkanskaganum og það hefur sýnt sig að þetta er hið mætasta fólk.“ Riddarar götunnar Þessir knáu knapar, Gísli Stefánsson 14 ára, Matthías Þór Rafnkelsson 14 ára og Bjarni Þór Georgsson 15 ára hafa hafið skellinöðruna til vegs og virðingar á ný. Þeir eru með allt sitt á hreinu gagnvart umferðarlögunum og eru alltaf með hjálm. Þeir segja gaman að þeysa um á nöðrunum en benda á að ökumenn mættu vera tillitssamari. Bílaverkstæðið BRAGGINN s/1. RÉWNGAR OG SPRAUTUN: Flötum 20 - Sími 481 1535 VIÐGERÐIR OG SMURSTÖÐ: Græðisbraut 1 - sími 481 Herjólfur fer í slipp Herjólfur er væntanlegur um helgina Ucrjólfur /mícw /i/i/ Sími481 2800 Fax 481 2991

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.