Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 05.11.1998, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 05.11.1998, Blaðsíða 12
12 Fréttir Fimmtudagur5. nóvember 1998 Leikmenn meistaraflokka ÍBV í kvenna- og karlafiokkum í knattspyrnunni höföu svo sannarlega ástæðu til að fagna á lokahófi fótboltans á laugardaginn. Strákarnir eru þrefaldir meistarar og stelpurnar náðu sínum besta árangri til þessa. Eyjamenn hafa aldrei gert betur í fótholtanum en í sumar -sagði Jóhannes Ólafsson formaður knattspyrnudeildar ÍBV- íþróttafélags á uppskeruhátíð fótboltans á laugardaginn Lokahóf knattspyrnudeildar ÍBV-íþróttafélags fór fram með miklum glæsibrag í Kiwanishúsinu á laugardaginn. Iþróttafólk og forráðamenn íþróttamála í Vestmannaeyjum hafa ekki í annan tíma haft ríkari ástæðu til að fagna góðum árangri því meistaraflokkur karla hampaði Bikar- og Islandsmeistaratitli og er auk þess meistari meistaranna. Stúlkurnar í meistaraflokki náðu sínum besta árangri í sumar þegar þær náðu 4. sæti í deildinni og voru hársbreidd frá því að komast í bikarúrslitaleikinn. Auk þess náði IBV tveimur íslands- meistaratitlum í yngri flokkunum í kvennaknatt- spyrnunni. Jóhannes Ólafsson, formaður knattspymudeildar, sagði í ávarpi sínu á lokahófinu að Eyjamenn hefðu sérstaka ástæðu til að fagna því síðasta tfmabil hefði verið gjöfulasta frá upphafi og að vinna þrefalt í karlaboltanum væri stærsta íþróttaafrek sem Vestmannaeyingar hefðu unnið til þessa. „Fótboltinn er andlit Vestmannaeyja út á við og mesti vaxtarbroddurinn í íþróttum í bænunt. Iþróttin verður því að njóta meira sannmælis hjá ÍBV-íþróttafélagi og stjómin verður að sjá til þess að kvennaknattspyrnunni og unglingastarfinu verði tryggt nægt tjármagn," sagði Jóhannes og benti á að mikill ntetnaður væri í ung- lingastarfinu þar sem m.a. hefði verið ráðinn nýr yfir- þjálfari. Næst rakti Jóhannes stærstu viðburði suntarsins og þakkaði þann velvilja og stuðning sem stjórn knattspymudeildar hefði hvarvetna mætt. Nefndi hann í því sambandi Stuðningsmannaklúbb ÍBV í Reykjavík, stemmninguna í kringum bikarúrslitaleikinn og sfðasta leikinn gegn KR þar sem IBV stóð uppi sent Islands- meistari. Um framtíðina sagði Jóhannes að bæði Bjarni Jóhannsson þjálfari og Kristinn aðstoðarþjálfari yrðu áfram hjá félaginu og að Heintir Hallgrímsson hefði verið ráðinn þjálfari í stað Sigurláss Þorleifssonar. „Sé litið til lengri tíma verðum við að fylgjast með breytingum sem eru að verða á rekstri knattspyrnufélaga. Verið er að stofna hlutafélög um rekstur meistaraflokka og þar verðum við að fylgjast vel með ef við ætlum ekki að dragast aftur úr." Þegar kom að því að þakka styrktaraðilum þeiua framlag sagði Jóhannes að erfitt væri að taka einn stakan út úr en hann gæti þó ekki Iátið hjá líða nefna Herjólfsmenn sem hefðu lagt sitt af mörkum til að gera heimkontu íslands- og bikarmeistara ÍBV ógleymanlega. „Móttökumar íEyjunt voru frábærar og allur sá fjöldi bæjarbúa sem mættur var á bryggjuna sýnir hvað fótboltinn á sterkar rætur í Eyjamönnum. Þessum fjölda eigunt við m.a. að þakka þann árangur sem við náðum í sutnar." sagði Jóhannes Ólafsson að lokunt. Fjöldi viðurkenninga var veittur á lokahófinu, bæði frá ÍBV og KSÍ. Ásmundur Friðriksson formaður ÍBy-héraðssambands afhenti eftirtöldum silfurmerki ÍBV: Ólafur Friðriksson. Elías Bjöm Angantýsson, Sigurður Guðnason, Gunnar Guðnason, Ingibjörg B. Jóhannesdóttir (Beggó), Sigurlás Þorleifsson og Gunnar Svavarsson. Auk þess fær Ingimar Georgsson silfurmerki IBV en hann var tjarstaddur. Jóhann Ólafsson stjómamiaður í KSÍ afhenti Guðmundi Þ.B. Ólafssyni, Tryggva Kr. Ólafssyni, Sigurjóni Birgissyni og Eggert Garðarssyni silfurmerki KSÍ. Stjóm knattspymudeildar afltenti helstu styrktaraðilum fótboltans penna, pennastatíf og skrifblokk. allt úr silfri nema pappírinn í blokkinni, og var í sérsmíðuðum trékassa. Guðjón Hjörleifsson. bæjarstjóri, Þór Vilhjálmsson formaður ÍBV-íþróttafélags og Ásntundur Friðriksson formaður ÍBV fluttu kveðjur og Beggó aflienti 500.000 krónur til byggingar stúku við Hásteinsvöll frá Stuðn- ingsmannaklúbbi IBV í Reykjavík. Tryggvi, Eggert, Sigurjón og Guðmundurfengu silfurmerki KSÍ. ÞAU BESTU. Hlynur Stefánsson, fyrirliði ÍBV og íris Sæ- mundsdóttir voru tilnefnd bestu leikmenn ÍBV í sumar. ÞAU MARKAHÆSTU. íris Sæmundsdóttir og Steingrímur Jóhannesson eru markakóngar ÍBV sumarið 1998. 1 jw HMSb inffi Miitys NlltUI ÞAU EFNILEGUSTU. ívar Ingimarsson og Bryndís Jó- hannesdóttir voru útnefnd efnilegustu leikmenn ÍBV í sumar.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.