Fréttir - Eyjafréttir

Útgáva

Fréttir - Eyjafréttir - 05.11.1998, Síða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 05.11.1998, Síða 6
6 Fréttir Fimmtudagur 5. nóvember 1998 Fíkniefnavandinn bankar upp á í Eyjum afauknum þunga: Þriú mál komu upp um Imlglna -Grunur um aukna fíkniefnaneyslu íbænum og að neytendur séu orðnir yngri Um helgina lagði lögreglan hald á umtalsvert magn af hassi og lítilsháttar af amfetamíni. Fimm einstaklingar koniu þarna við sögu og var einn þeirra með stærstan hluta af hassinu. Lögreglan er þessar vikurnar með aukið eftirlit í gangi í fíkniefnamálum vegna á- bendinga frá skólum og félags- málastofnun um aukna fíkniefna- neyslu í bænum. Aftur á móti segir lögreglan að lítið sé um að al- menningur komi á framfæri upp- lýsingum til hennar um fíkniefni en það sé skilyrði eigi árangur að nást í baráttunni við þennan vágest sem hér eins og annars staðar er að færa sig neðar í aldri. Tryggvi Kr. Olafsson, lögreglufull- trúi, segirað lögreglunni hafi borist til eyrna að fíkniefnaneysla liefði aukist í Vestmannaeyjum og að neytendur væru yngri en áður hefur þekkst. Vegna þessa orðróms segir Tryggvi að lögreglan hafi verið sérstaklega á varðbergi vegna fíkniefna og séu málin sem upp komu um helgina afrakstur af þeirri vinnu. „Við tókum 29 grörnm af hassi og tvö grömm af amfetamíni um helgina og við húsleit fundust tæki til fíkni- efnaneyslu," segir Tryggvi. „Fimm einstaklingar tengjast þessum málum og var einn þeirra tekinn með 26 grömm af hassi. Málin teljast upplýst en auövitað kviknar grunur um sölu þegar einn maður er tekinn með þetta mikið af hassi.“ Að sögn Tryggva eru allir fimm búsettir í Eyjum og Eyjamenn að ætt og uppruna nema einn sem er aðfluttur. „í haust höfunt við heyrt frá félagsmálastofnun bæjarins og skólayftrvöldum að fíkniefnaneysla sé að aukast í bænum og neytendur séu að verða yngri. Eg er mjög óhress með hvað almenningur eru lítið á wjaibergi gegn þessum vágesti. Án hjálpar hins almenna borgara getum við lítið gert. Við erum með sérstakan síma, 481- 1016, sem er opinn allan sólar- hringinn. Þessi sími er ekki tengdur símnúmerabirti þannig að lögreglan getur ekki séð hvaðan er hringt. Þama er hægt að hringja inn upplýsingar án þess að gefa upp nafn,“ segir Tryggvi. Karl Gauti Hjaltason, lögreglustjóri, tekur undir með Tryggva og segir að einskis verði látið ófreistað í koma lögum yfir einstaklinga sem flytja fíkniefni til bæjarins. Árangursríkaraðgerðar Fíkniefnamálin sem upp komu um helgina eru þrjú og í öllum tilfellum voru viðkomandi að koma með flugi. Var fólkið tekið á leið frá flugvelli í bæinn. Fyrsta málið kom upp á föstu- dagskvöldið. Þá vissi lögreglan af pari á leið úr Reykjavík sem ástæða þótti að kanna nánar. Við leit lögreglu kom í Ijós að parið var með þrjú grömm af hassi í fórum sínum. Síðdegis á laugardaginn kom maður til Eyja með flugi og þótti ástæða til að kanna komu hans nánar. Við leit í farangri hans fundust á honum 26 grömm af hassi. Sama kvöld komu tveir úr Reykja- vík og voru sóttir af þriðja manni. Þeir voru teknir á leiðinni í bæinn og fundust við tvö grömm við leit á þeim. Tryggvi segir að ekkert þessara mála tengist heimsókn nemenda úr Verslunarskólanum til Eyja um helgina. „Við vissunt að krakkar úr Versló voru væntanlegir hingað og það var ein ástæðan fyrir því að við höfðum varann á. Framhaldsskóla- nemar eru markhópur fíkniefnasala en það kom ekkert fram sem tengir þessi þrjú fíkniefnamál komu Versl- unar-skólanema hingað," sagði Tryggvi. Hann segir að það sem af er þessu ári hafi fleiri fíkniefnamál komið upp í bænum utan þjóðhátfðar en á undanfömum árum. Sem dæmi um það get ég nefnt að frá áramótum höfum við gert upptæk 42 grömm af hassi.“ Eitt gramm af hassi telst einn skammtur og er gangverðið frá 1500 krónum upp í 1800 krónur til neytenda. Þeir sem teknir voru um helgina em á aldrinum 19 til 27 ára. Styttra ífangelsí en margan grunar Viðurlög við fíkniefnabrotum hafa verið hert undanfarin misseri og dómar þyngst. Fréttir hafa kannað gróflega hvaða refsingu hægt er að hljóta fyrir að vera tekinn með kannabisefni í einhverju magni, t.d. 26 grömm. Miðað er við Ieiðbeining- arreglur frá ríkissaksóknara, niður- stöður í öðrum málum og dóma- framkvæmd. Að sjálfsögðu er hvert mál sérstakt og er þá einkum miðað við magn efna, hvaða efni er um að ræða, feril kærða þ.e. fyrsta fíkni- efnabrot eða ekki, hvort efnin eru ætluð til eigin neyslu eða sölu o.fl. t.d. aldur kærða, samvinna hans við lögreglu o.þ.h. Ef við miðuðum við að í okkar dæmi sé um fyrsta brot að ræða þá væri sekt á bilinu 100 til 200 þúsund kr. ekki ólíkleg niðurstaða og skiptir miklu máli hvort efnið hefur verið ætlað til sölu eða ekki. Ef um mann með brotaferil er að ræða gæti verið um skilorðsbundna fangelsisrefsingu að ræða og þá þarf lítið að bera út af til að viðkomandi hafni í fangelsi. Krakkarnir á Rauðagerði með Páli Maruin og Margréti í Athafnauerinu. Yfirburðastaða leikskðlabarna í Eyjum -segir forstöðumaður Athafnversins sem býður yngsta fólkinu upp á tölvukennslu Athafnaver ungs fólks hyggst bjóða öllum börnum sem eru á síðasta ári leikskóla í Vestmannaeyjum upp á tölvukennslu í vetur. Páll Marvin Jónsson umsjónarmaður Athafna- versins segir að þetta sé til- raunaverkefni sem verði í gangi fram að jólum og ef vel gengur muni verða framhald á því. „Það er gert ráð fyrir að krakkarnir fái eina kennslustund í viku. Mark- miðið er að þjálfa krakkana í því að nota mús og fást við einföld verkefni.“ Páll segir að þar sem Vest- mannaeyjabær leggi fé til versins sé hugsunin að koma til móts við þarfir yngstu krakkanna. „Tölvur em orðnar það stór hluti af veruleika samtímans að okkur þykir vel við hæfi að kynna krökkunum möguleika tölvunnar sem fyrst. Kennslan felst því fyrst og fremst í því að kenna á möguleika tölvunnar og kynna þeim helstu hugtök við tölvuvinnsluna, eins og að loka og opna skrám, vista, klippa og líma, auk þess að búa til skrár." Forritin sem notuð verða við kennsluna em paint artist og paint, en einnig verður vafrað á netinu. Margrét Þorsteinsdóttir starfsmaður athafnaversins mun leiðbeina krökk- unum. Á myndinni má sjá fyrsta hópinn sem kom í Athafnaverið, ásamt Margréti og Páli Marvin, en krakkamir komu af leikskólanum Rauðagerði. Nánari upplýsingar er að fá á tilraunasíðu Athafnaversins http://www.eyjar.is~palmar/ath Sigurgeir Jónsson skrifar tudeqi Af fjarvistum f síðasta blaði Frétta var m.a. rætt um fjarvistir fólks frá vinnu og sérstaklega minnst á það sem nefnt var slök viðvera kennara við Framhalds- skólann íVestmannaeyjum. Fjarvistir starfsfólks á vinnustað eru ekki nýtt vandamál á íslandi. Árlega tapast margar vinnustundir vegna þess. Fyrir nokkrum ára- tugum var málið þannig vaxið að mætti starfsmaður ekki til vinnu, fékk hann ekki laun. I kjarasamningum var síðan ráðin bót á þessum málum þannig að fólk væri ekki sett út á guð og gaddinn ef eitthvað bjátaði á í heilsufari eða öðru. Svonefndur veikindaréttur var viður- kenndur og þykir í dag hluti af sjálfsögðum mannréttindum. Raunar hefur skrifari aldrei verið sáttur við nafnið á þessum rétti, honum finnst alltaf eitthvað skrýtið við að hafa rétt til veikinda. Ef til vill verður einhvem tíma fundið annað og betra orð yfir þessi réttindi fólks. Nú er það svo með allt það sem gott er og þykir sjálfsagt í dag að ævinlega verða einhverjir til að misnota sér slíkt. Það á við um veikindaréttinn líka. Skrifari hefur fyrir satt að svo langt sé gengið sums staðar að fólk „nýti sér“ veikindadagana út í hörgul, taki sér jafnvel frí tvo eða þrjá síðustu dagana í mánuðinum vegna þess að þar sé um að ræða „ónýtta veik- indadaga.“ Varla fer milli mála að kerfið er á villigötum þegar svo er komið. Þetta rninnir skrifara að vissu leyti á það þegar fólk leikur þann leik að taka nauðsynjahluti úr sæluhúsum og skipbrotsmannaskýlum án þess að vera í nauðum statt. Það þykir Ijótur leikur. Á sama hátt þykir skrifara það ljótur leikur að taka sér réttindi sem sett eru sem neyðarréttur og nýta þau til fulls þótt ekki sé neyð fyrir að fara. Nú mun það mjög mismunandi eftir starfsstéttum hverjar fjarvistir fólks eru frá vinnu. í opinbera geiranum er talið meira um fjarvistir en annars staðar þó svo að ekki muni það hafa verið kannað á óyggjandi hátt. Fyrir ekki löngu komu ný ákvæði inn í samninga þar sem foreldrum er heimilað að vera heima vegna veikinda ungra bama og það ákvæði hefur orðið til fjölgunar á fjarvistum. Sem betur fer er líklega meirihluti fólks mjög heiðarlega þenkjandi í þessum málum, þ.e. tekur sér ekki sjálfkrafa frí þótt ekkert bjáti á heilsufarslega. En það er með þennan rétt, alveg eins og atvinnuleysisbætur og sjúkratryggingar. allt er hægt að misnota. Skrifari er ekki kunnugur því hvort fjarvistir kennara við Framhaldsskólann í Vestmanna- eyjum eru meiri en gengur og gerist í menntastofnunum almennt. Hann efast þó um það. Líkast til ber meira á forföllum kennara á framhaldsskólastiginu en í grunnskóla þar sem oftast eru forfallakennarar til staðar í grunn- skólum ef á þarf að halda. Því fá nemendur sína kennslu þótt aðalkennarinn sé ekki mættur og aðstandendur verða ekki varir við þau forföll. I framhaldsskólum er óhægara unt vik með for- fallakennslu. Það er ekki á allra færi að hlaupa inn í kennslu í sérhæfðum greinum á borð við efnafræði, rafmagnsfræði eða þýsku svo að aðeins þrjár greinar séu nefndar. Því er oft eina úrræðið að gefa frí í viðkomandi tíma. Nú á að vera unnt að nýta slíka tíma í fram- haldsnámi. Nemendur í framhaldsskóla eiga, flestir hverjir, að vera færir um að bjarga sér þótt kennari sé ekki til staðar. Enda á framhalds- skólanám í og með að byggjast upp á að þjálfa fólk fyrir háskólanám þar sem fólk þarf að læra að mestu upp á eigin spýtur. Skrifari kenndi við Stýrimannaskólann í Vestmannaeyjum í 15 ár. Sárasjaldan kom fyrir þar að fella þyrfti niður kennslu vegna forfalla. Þyrftu menn að bregða sér af bæ, voru til reiðu verkefni sem nemendur gátu unnið upp á eigin spýtur þótt kennarinn væri ekki viðstaddur. Það er lfka útbreiddur misskilningur að öll forfóll fólks frá vinnu séu vegna veikinda (eða til að fullnýta veikindadaga). Til að mynda er það æði oft sem fólk í opinberum störfum, bæði kennarar og aðrir, er skipað af ríkinu tii að skipa nefndir og sækja fundi á vinnutíma. Slíkt á sér raunar einnig stað á hinum almenna vinnu- markaði og þykir ekki óeðlilegt. Skrifari er þeirrar skoðunar að kennarar, rétt eins og annað starfsfólk á vinnumarkaði, séu upp til hópa heiðarlegt og vel þenkjandi fólk sem vilji nemendum sínum vel og vinni alveg fyrir kaupinu sínu. Rétt eins og í öðrum störfum eru menn látnir hætta ef þeir ekki standa sig. nú eða þá að menn hætta sjálfir. Það gilda nefnilega sömu lögmál í þessu starfi og öðrum. Sigurg.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.