Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 05.11.1998, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 05.11.1998, Blaðsíða 8
8 Fréttir Fiinmtudagur5. nóvember 1998 Karlmenn að verða með- vitaðri um rétt sinn og skyldur -segir Þóra B. Guðmundsdóttir, formaður Félags einstæðra foreldra, en hún var hér á ferð í síðustu viku. Tilgangurinn er að efla samstarf við fólk á landsbyggðinni Þóra B. Guðmundsdóttir formaður Félags einstæðra foreldra uar í Vestmannaeyjum í síðustu viku. W ^»1 T' -W Þóra B. Guðmundsdóttir, fonnaður Félags einstæðra foreldra, var í Vestmannaeyjum í síðustu viku. Félag einstæðra foreldra var stofnað 1969 og verður því 30 ára á næsta ári, en tilgangur félagsins er að vinna að framgangi mála einstæðra foreldra og barna þeirra, og gæta réttar þeirra gagnvart stjórnvöldum og á allan hátt vinna að því að bæta uppeldisaðstöðu þeirra barna sem ekki njóta samvista við báða foreldra, eins og segir í lögum félagsins. Þóra hefur verið einstæð móðir í tólf ár og á sex börn með tveimur mönnum. Hún var gift og eignaðist þrjú börn í því hjónabandi. Hún skildi og fór í samabúð og átti þrjú börn til, þar af eina tvíbura. Hún segir að kannski sé það vegna þessa sem hún er formaður félagsins, en hún hefur gegnt formennsku í félaginu síðastliðin sjö ár. Mikil liörf á að koma upp- lýsingum tíl fólks í Eyjum Félag einstæðra foreldra er félag fyrir allt landið og segir Þóra að aðal- markmið félagins sé að gæta hags- muna barna einstæðra foreldra, sent ekki eru í samvistum við báða foreldra sína. Þóra átti fund með einstæðum foreldrum í Vestmannaeyjum síðast- liðinn fimmtudag til þess að kanna viðhorf einstæðra foreldra til þeirrar stöðu sent þau búa við í Eyjum í dag. Að afloknum þeim fundi segir Þóra að mikil þörf sé á upplýsingastreymi til þessa fólks í Eyjum. Þóra segir að ástæða heimsóknar sinnar sé að frumkvæði heimamanna og að markmiðið með heimsókninnni sé að tengja félagið betur við fólkið á landbyggðinni. „Við höfum sinnt við- tölum og aðstoð við landsbyggðina í gegnum síma en ætlum að tengja okkur betur við hana með því að koma og ræða við þetta fólk um réttindi þeirra og þá jafnt réttarstöðu foreldra og bama, en miðað við þær hringingar sem við höfum fengið frá Vestmanna- eyjum virðist töluverð þörf á því.“ Hvað brann helst á fólki á fundinum? „Það eru fyrst og fremst forsjár- og umgengnismálin, þau virðast alltaf vera erfiðust. Einnig spurði fólk mik- ið um framfærslumálin. í Eyjum virð- ist vera nokkuð erfitt að fá þessa fé- lagslegu framfærsluaðstoð. Fólki á að standa hjálp til boða til þess að geta verið sjálfstætt og geta séð fyrir sér. Einnig virðist vera skortur á til- sjónarfjölskyldum. Til dæmis var ekkjumaður á fundinum, en það urðu miklar breytingar á þegar hann missti konu sína. Hann hafði alla tíð stundað sjó, en varð að koma í land til þess að geta sinnt fjölskyldu sinni. Hann kvartaði um að hafa ekki fengið þá félagslegu aðstoð sem hann taldi sig þurfa að fá.“ Tilsjónarfjölskyldur Hvað er tilsjónarfjölskylda? „Tilsjónarmaður eða tilsjónarfjöl- skylda eru aðilar senr fengnir eru til þess að hjálpa þeim einstæðu for- eldrum sem eru algerlega einir með bömin sín og njóta engrar aðstoðar til þess að fá frí, eins og allir foreldrar, þar sem báðir eru geta tekið sér frí. Þar sem eitt foreldri ber alltaf alla ábyrgðina og allar áhyggjumar og gleðina að sjálfsögðu líka. Til þess að létta undir með slíku foreldri hafa þessir stuðningsaðilar komið í staðinn. Kannski einn dag, eða eina helgi. Það hefur ekki gengið vel hjá einstæðum foreldrum að fá þessa þjónustu, nenta til komi veikindi eða bæklun hjá bami. Við hjá félaginu teljum þetta hins vegar mjög nauðsynlega þjónustu vegna þessa að margt þessara foreldra, sér í lagi mæðra, em orðnar dauð þreyttar. í flestum tilfellum eru það bæjarfélögin sem útvega þennan aðila. Leiðin er sú að leitað er til fé- lagsmálaráðgjafa á hverjum stað fyrir sig eftir þessari aðstoð, en í fæstum tilfellum eru þessir tilsjónarmenn ættingjar, þó að þess þekkist dæmi. Oftast eru þetta þó starfsmenn félagsmálastofnana á hverjum stað, sem vinna að þessu.“ Þóra segir að til séu lög sem Alþingi hafi samþykkt um félagslega þjónustu í sveitarfélögum. Sveitarfélögin hafi hins vegar ákveðið svigrúm, hversu mikil aðstoð þeirra er. „Sveitarfélögin geta til dæmis ákveðið sjálf hversu mikil framfærslan er og hvernig hún er veitt. Þetta er því misjafnt milli sveitarfélaga hvemig þetta gerist. Reykjavík er með ákveðna framfærslu upphæð á mánuði fyrir fjölskyldur. Þetta eru 53.000 kr. á mánuði, ef fólk hefur engar tekjur eða atvinnuleys- isbætur. Sumstaðar er framfærslan hærri, en þá kemur frádráttur á bæði barnabætur, meðlagsgreiðslur og mæðralaun, svo að útkoman gæti orðið 10.000 kr. á mánuði." Forræóiö oftast hjá móðurinni Hvert er algengasta form framfærslu eftir að foreldrar hafa slitið sam- vistum? „Algengast er að móðirin fari með forsjána, eða í 96% tilfella, en í 4% tilfella eru það feður. Hins vegar hefur orðið aukning í því sem kallað er sameiginlega forsjá og að feður sæki rétt sinn. Það er ekki vitað hvemig þessi sameiginlega forsjá hefur reynst, en það hefur verið ítarleg könnun í gangi á því. Niðurstöður þeirrar könn- unar liggja hins vegar ekki fyrir enn þá. Það er ráðgjafaþjónustan Tengsl í Reykjavík sem hefur verið að gera þessa könnun." Hvað er sameiginleg forsjá? „I sameiginlegri forsjá fara báðir foreldrar með forsjá bamsins og verða að gera það í algerri einingu og sam- einingu gagnvart öllu sem snýr að barninu, ef svo er ekki gengur sam- eiginleg forsjá ekki upp.“ Þóra segir þó að þegar sameiginleg forsjá sé tekin upp vilji rnargir ein- stæðir foreldrar meina að skilnaður hafi aldrei átt sér stað. „En auðvitað eru foreldramir skildir, það er barnið sem tengir þau alltaf saman. Þaðsem oft er erfitt varðandi sameiginlega forsjá er þegar bamið er komið á skólaaldur og foreldrar búa í sitt hvorum landshlutanum. Foreldramir hafajafn mikinn umgengnisrétt. hins vegar hefur maður séð skiptingu þar sem bamið dvelur viku í senn hjá sitt hvoru foreldri og það virðist vera nokkuð sama fyrir bamið hversu mikill þvælingur þess er á milli foreldra sé, ef alger eining og sam- staða er milli foreldra. En árekstrar geta kornið upp ef foreldrar búa ekki í sama bæjarfélaginu." Nú er það bamið yfirleitt sem flest snýst um þegar foreldrar skilja, en oft virðast börnin vera látin sæta ábyrgð og þau stundum gerð að blóra- bögglum við þessar kringunrstæður. „Þegar hjónaskilnaðir verða, verður að ganga frá því hvemig forsjáin á að vera, en það verður lílca að ganga frá umgengnissamningi. I flestunr tilfell- um gengur þetta vel, en það eru líka til dæmi þar sem miklir erfiðleikar eiga sér stað. Þá er verið að bítast og kljást um bamið, senr hlýtur að gera baminu mjög erfitt fyrir að lenda þama á nrilli. Þau fara jafnvel að taka ábyrgðina á sig og leysa vandanrálin sjálf. Það eru líka dænri um að foreldrar hafa engin afskipti af bömum sr'num. Það verður bara skilnaður en í flestunr tilfellunr fer faðirinn og bömin hvorki sjá hann né heyra síðan og engar skyldur ræktaðar við bamið. Þetta eru við- kvænr mál og það þarf að standa miklu betur að þessu gagnvart baminu svo það upplifi sig ekki sem þann seka í nrálinu. Bamið er þá notað af öðu foreldrinu til þess að ná sér niðri á hinu og mæður banna jafnvel feðrunr að unrgangast bamið sitt.“ Feður takí meiri ábyrgð Er það eitt af nrarkmiðunr Félags einstæðra foreldra að fá feður til þess að taka meiri ábyrgð? ,,Já. Okkar markmið er að horfa algerlega á bamið og reyna að fá fólk til þess að koma og fá faglega ráðgjöf. Féíagið er nreð bæði lögfræðinga og félagsráðgjafa, sem veita mjög góða faglega ráðgjöf í þessum málum, þar sem markmiðið er að bömin geti konrist óskemmd frá skilnuðum. Frá því snemma á níunda áratugnunr hefur Félag einstæðra foreldra boðið fé- lagsmönnunr sínum aðgang að lög- fræðiráðgjöf og árið 1995 var þjónustan bætt með því að ráðin var félagsráðgjafi til félagsins. Sérfræð- ingamir eru til viðtals á skrifstofu félagsins einu sinni í viku, en um helmingur allra þeirra mála, sem koma inn á borð félagsins, eru forsjár- og umgengnismál." Þóra segir að fljótlega hafi konrið í ljós að þörf væri á endurgjaldslausri aðstoð fyrir báða foreldra til þess að ganga frá svo mikilvægunr málum sem þessunr til frambúðar. „Vönduð ráðgjöf á þessu stigi getur komið í veg fyrir mikil átök innan tjölskyldunnar síðarnreir. Fyrir rúnrlega ári vartekin upp ráðgjöf og viðtalstímar fyrir báða foreldra vegna ágreinings varðandi umgengnismál. Dæmi eru um að nýr nraki foreldris komi með í slíkt viðtal. Lögfræðingur félagsins og félagsráð- gjafi fara þá yfir ágreiningsnrálin með foreldrununr. Eitt slíkt viðtal getur verið mjög árangursríkt því oft snúast deilur foreldra um óuppgerðar tilfinn- ingar þeirra á milli frekar en velferð sameiginlegra bama. Foreldrar geta því komið í fleiri viðtöl, ef þeir telja þess þörf. Þegar sanrsetning hópsins sem leitar ráðgjafar hjá okkur er skoðaður kemur í ljós að hlutfall karla sem leitar eftir aðstoð hefur aukist um 14% þrjú síðustu ár. Forsjár- og umgengnismál em u.þ.b. helmingur allra þeirra erinda sem berast. Mikil aukning hefur orðið síðustu þrjú ár hjá karlmönnunr sem leita aðstoðar vegna þessara mála en hlutfall þeirra hækkar úr 22% árið 1994 í 63% árið 1996 og það ár er mikill meirihluti þeirra sem leitar aðstoðar félagsins í umgengnis- og forsjármálum karlmenn." Þóra segir að fyrir mörg skiln- aðarböm séu jól og aðrar hátíðir kvíðvænlegur tími. ,Jig og formaður Félags ábyrgra feðra skrifuðum grein fyrir jólin í fyrra, þar sem við báðum einstæða foreldra að leyfa bömunum sínum að njóta gleðilegra jóla. Allir vilja hafa bamið á jólunum, en það getur ekki verið nema á einum stað, þess vegnaer það mjög mikið atriði að foreldrar nái góðu samkomulagi um þetta. Bestværiefhægtværiaðskipt- ast á milli ára. Foreldrar verða að sætta sig við einhverja úrlausn fyrir barnið. Það er hópur bama sem er kannski hálft árið að kvíða fyrir jól- unum og það hlýtur að vera hræðilegt ástand.“

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.